Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 10
10 Helgarblað 12. janúar 2018fréttir Skilin eftir á bensínstöð á aðfangadag Þá hafi ákvarðanir um að vísa fólki úr meðferð verið mjög handa- hófskenndar og oft borið keim af skorti á umburðarlyndi og sam- kennd. „Þeir skjólstæðingar sem koma í meðferð í Krýsuvík eru yfirleitt mjög veikir. Þetta er fólk sem kann ekki að vera í með- ferð og kann jafnvel ekki að fara eftir reglum. Við þurfum að hafa reglur og aga en samt umburðar- lyndi, kenna þeim og halda bet- ur utan um þau,“ segir Inga Lind. Því hafi verið sárt að sjá einstak- linga rekna burt fyrir litlar sak- ir og sérstaklega þegar hún var í böðulshlutverkinu. „Ég var á vakt og var beðin um að reka eina stelpu úr meðferð. Hún var ný- lega komin og var þá mjög veik, bæði vegna neyslu og út af undir- liggjandi sjúkdómi. Ástæðan fyrir brottrekstrinum var sú að hún hafði ekki fylgt dagskránni í einu og öllu, til dæmis ekki mætt í tvo fyrirlestra. Mér fannst það rosa- leg grimmd að vísa henni á dyr en ég hafði engan annan kost en að framfylgja skipununum,“ segir Inga Lind. Hún þurfti því að færa stúlkunni hinar nöturlegu fréttir sem og að skutla henni til Reykja- víkur. „Ég keyrði hana svo á bens- ínstöð við Smáralind og hjálpaði henni út með pokana sína, það litla sem hún átti. Síðan skildi ég hana eftir þar og keyrði í burtu. Þetta var hrikalega erfitt. Það er gott að hafa aga og reglur en mannúðin verður að vera í fyrir- rúmi,“ segir Inga Lind. Að hennar sögn beið ekkert þeirra sem vísað var úr með- ferð. Það er ekkert sem tekur við hjá slíkum einstaklingum. Þau fá að hringja og athuga með pláss annars staðar, til dæmis hjá SÁÁ, Draumasetrinu eða á geðdeild. Síðan er þeim bara sparkað út á götuna,“ segir konan. „Réttlætið skiptir mig miklu máli, það sem þarna fer fram á ekkert skylt við réttlæti.“ Oftast er ráðgjafa viðkomandi skjólstæðings falið það verkefni að tilkynna um brottreksturinn og jafnvel að keyra viðkomandi í bæ- inn og skilja hann þar eftir. Eitt dapurlegasta dæmið sem blaðamenn DV voru upplýstir um var þegar eldri kona var fyr- ir nokkrum árum rekin af heimil- inu fyrir litlar sakir á aðfangadag jóla og ráðgjafi látinn keyra hana síðdegis þann dag á bensínstöð í Hafnarfirði. Þar tók enginn á móti henni og hún átti ekki í nein hús að venda. „Það er rosalega ofnotað að hóta brottrekstri,“ segir fyrrver- andi starfsmaður. „Endalausar hótanir ýta undir kvíða og vinna gegn bata. Auðvitað reyna alkó- hólistar að ganga eins langt og þeir geta en það þarf að gæta að því að bera líka virðingu fyrir fólki. Yfirleitt eru þeir sem koma á Krýsuvík komnir í andlegt þrot og það er hægt að tuska þá til og hella sér yfir þá og hundskamma þá. Þeir eru vanir því að vera í þannig umhverfi. Þeir eru líka á brotnum stað, þeir myndu aldrei leita réttar síns.“ Þeir fyrrverandi ráðgjafar sem DV hefur rætt við telja að á Krýsu- vík hafi einnig verið unnið gott starf en of miklir hnökrar séu á starfsháttum. „Sigurlína Davíðsdóttir, and- lit og formaður Krýsuvíkursam- takanna. Hún veit af öllu. Það vita allir um þetta en hún sóp- ar öllu undir teppið. Hugmyndin og meðferðin er mjög flott ef það væri ekki svona mikið rugl í gangi og allir tengdir,“ segir einn heim- ildarmanna DV. „Þetta er eins og meðvirk fjölskylda. Þú ert með fínt kerfi á heimilinu á pappír en það er enginn sem fer eftir því. Það er öllu sópað undir teppið.“ Einir eftir klukkan fjögur Fyrrverandi starfsmenn gagnrýna jafnframt að klukkan fjögur yfir- gefi starfsmenn meðferðarheim- ilið og skjólstæðingarnir séu þá einir á heimilinu. „Það er algjört rugl. Þarna eru veikir einstak- lingar í stífu prógrammi á skrif- stofutíma en eru síðan eftirlits- lausir utan hans. Maður getur rétt ímyndað sér hvað fer í gangi. Samkvæmt heimildum DV bauðst velferðarráðuneytið til þess að útvega vaktmann á kvöldin en það hafi stjórnendur ekki þegið. „Stjórnendur vilja ekki að utanað- komandi einstaklingar fái innsýn inn í starfið,“ segir einn af mörg- um heimildarmönnum blaðsins. DV reyndi að ná sambandi við Þorgeir. Slökkt var á síma hans. DV ræddi stuttlega við móður hans, Lovísu Christiansen sem er fram- kvæmdastjóri. Hún vildi ekki ræða við blaðamann DV eða aðstoða blaðamann að komast í samband við son hennar. Sagðist hún ekki mega gefa upp símanúmer hans. n Stóraukin framlög frá ríkinu síðustu ár Meðferðarheimilið hefur um árabil notið framlaga frá ríkinu sam- kvæmt fjárlögum. Á bilinu 2010 til 2015 nam árlegt framlag um og yfir 70 milljónum króna. Í viðtali við Sigurlínu Davíðsdóttur, for- mann og einn stofnenda samtakanna, í Bítinu á Bylgjunni árið 2015, kom fram að hún teldi að framlag ríkisins dygði ekki til og að samtökin þyrftu að draga saman seglin. Varpaði hún því fram að nægilegt væri ef framlögin hækkuðu í 105 milljónir króna á ári en að ríkisvaldið þyrfti annars að fara að gera það upp við sig hvort það vildi að starfsemin héldi áfram. Árið 2016 var framlag ríkisins hækkað í 106 milljónir króna. Í fyrra var það 112 milljónir króna og samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2018 verður það 114 milljónir króna. Utan framlaga ríkisins eru margir styrktarfélagar í samtökunum sem rétta fram hjálparhönd þegar á þarf að halda auk samtaka á borð við Lions, Kiwanis og Oddfellow. Að auki greiðir hver skjólstæðingur um 100 þúsund krónur á mánuði fyrir vistina í Krýsuvík en DV hefur ekki fengið staðfestingu á nákvæmri upphæð. Erfitt er að fá upplýsingar um fjárhagsstöðu samtakanna en þar sem um félagasamtök er að ræða þurfa Krýsuvíkursamtökin ekki að skila ársreikningum. „ Ég fór út fyrir öll mörk varðandi samskipti mín við skjólstæðinga Lovísa Christiansen Lovísa er framkvæmdastjóri meðferðarheimilisins og móðir Þorgeirs forstöðumanns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.