Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 12
12 Helgarblað 12. janúar 2018fréttir P íratar fóru með himinskaut­ um í skoðanakönnunum frá vormánuðum 2015 þangað til greint var frá Panamaskjölun­ um vorið 2016. Eftir tvennar þing­ kosningar eru Píratar enn og aftur mættir í stjórnarandstöðu og mið­ að við vinsældir ríkisstjórnarinn­ ar er erfitt að sjá að flokkurinn verði áhrifamikill í þjóðmálaumræðunni á næstunni. Blaðamaður DV settist niður með Smára McCarthy, þing­ manni Pírata, sem er í óðaönn að skipuleggja þingstörfin í vor og ræddi við hann um stöðuna í dag og verkefnin sem þarf að leysa. Verðmætasköpun og hvernig Ís­ land verður í framtíðinni er Smára ofarlega í huga. „Í dag koma 40 prósent af gjaldeyristekjum okkar í gegnum ferðaþjónustuna, svo ál, fiskur og allt hitt. Það þarf ekki mik­ ið að klikka til að skapa stórt vanda­ mál mjög hratt. Okkur gengur afar vel sem samfélagi en það eru mjög mörg egg í fáum körfum.“ Smári leggur mikla áherslu á að koma á fót fleiri sterkum atvinnu­ vegum og kemba regluverkið til að skapa sem flest tækifæri. „Minn draumur er að við séum leiðandi í heiminum þegar kemur að upp­ lýsingafrelsi og friðhelgi einkalífs­ ins og að við séum með kerfi þar sem þróun hugmynda og tækni getur blómstrað hratt. Við erum að horfa upp á ritskoðunartilburði og lokun markaða, þá er boltinn hjá okkur og við erum alveg tilbúin að hjálpa ef á okkur er hlustað.“ Smári segir að stjórnmála­ umræðan sé föst og ekki sé horft nóg til framtíðar, einungis þurfi að breyta kerfinu lítillega til að gera Ísland samkeppnishæfara á ýmsum sviðum. „Í dag var ég til dæmis að þvælast með bandarísk­ um frumkvöðli sem vill fara burt frá Bandaríkjunum, hann er að þróa gámaflutninga með drónum. Ef okkur tekst að lokka svona fyrir­ tæki hingað með góðu regluverki þá er það stórt. Það á við um líf­ tækni, þróun gervigreindar, nanó­ tækni og kjötræktun. Það kemur sá dagur að hægt verður að rækta fiskikjöt og verð á fiski fellur, hvernig væri að við vær­ um leiðandi í stað þess að fá þetta í andlitið þegar að því kemur? Það er margt sem við erum að gera ágæt­ lega þegar kemur að nýsköpun en þegar við berum okkur saman við önnur lönd þá eru til dæmis endur­ greiðslur til rannsóknar og nýsköp­ unar hreinlega brandari. Það er erfitt að fá sérfræðinga til að flytja hingað, þeir finna ekki grunnskóla fyrir börnin sín með alþjóðlega vottun og þótt það sé auðvelt fyrir sérfræðinga að fá dvalarleyfi þá á það ekki við um maka.“ Skortir viðleitni til að gera hlutina rétt Píratar gagnrýndu Sigríði Á. Ander­ sen dómsmálaráðherra harðlega fyrir kosningar, bæði í tengslum við uppreist æru sem og skipun dómara í Landsrétt. Smári segir það stuðandi að sjá Sigríði áfram í dómsmálaráðuneytinu. „Hún braut lög. Við erum ekki að tala um kvart­ anir, kærur eða einstaka dóma, en það er munur á því að klúðra ein­ hverju minniháttar og að skipa heilt dómstig þegar það var margbúið að benda á að það væri ólöglegt. Við báðum um að þetta yrði gert rétt og það eru kannski málefnalegar ástæður fyrir því að fara gegn niður­ stöðu hæfnisnefndarinnar, en við vitum það ekki því hún sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni sem ráð­ herra,“ segir Smári. „Svo erum við með fjármálaráð­ herra sem hefur ekki reynt að gera hreint fyrir sínum dyrum varðandi Panamaskjölin og ýmislegt þannig. Almennt þá skortir viðleitni til að reyna að gera hlutina rétt og viðhalda ákveðnum siðferðis­ legum viðmiðum sem ég held að almenningur í landinu vilji að sé gert. Þetta ætti að vera auðvelt að laga, í tilfelli Bjarna Benediktssonar þá gæti hann hæglega birt upplýs­ ingar um að hann hefði ekki verið að stunda viðskipti í skattaskjólum og hefði ekki verið að misnota vit­ neskju sína fyrir hrun. Í tilfelli Sig­ ríðar Andersen þá ætti hún að víkja úr dómsmálaráðuneytinu á meðan það fer fram rannsókn á gjörðum hennar í embætti.“ Hvernig sérðu fyrir þér næstu fjögur ár í stjórnarandstöðu? „Ég held að stjórnarandstaðan sé sterk, þrátt fyrir undarlega sam­ setningu, og þingflokkur Pírata er mjög sterkur í augnablikinu. Ég held að við getum gert mikið gagn en það fer eftir því hvort þessi ríkis­ stjórn muni standa við öll þessi lof­ orð um breytt vinnubrögð eða hvort þetta sé sama kjaftæðistalið og oft áður. Ef þetta er bara tal þá sé ég fram á leiðinleg fjögur ár þar sem maður þarf að hamast og hamast á ríkisstjórninni. Ef það er hins vegar eitthvað satt í þessu og ef það verður aðeins tekið tillit til hugmynda og tillagna stjórnarandstöðunnar, ef það verður tekið samtal og fólk hlustar á hvert annað í stað þess að fara í fylkingar, þá gæti kjörtímabil­ ið orðið skemmtilegt og gagnlegt. Ég skora hreinlega á ríkisstjórnina; það hversu góð þessi fjögur ár verða fer algjörlega eftir því hvernig þau spila úr þeirra stöðu.“ Margir með fordóma í garð Pírata Píratar útilokuðu að starfa með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn, fyrir kosningar 2016 útilokaði flokkurinn einnig samstarf við Framsóknarflokkinn. Smári segir að það þýði ekki að Píratar vilji ekki vinna með þeim í ákveðnum mál­ um. „Við treystum okkur ekki til þess að fara í ríkisstjórn með þeim því við höfum séð hvernig það gengur fyrir sig. Munurinn skiptir máli, í starfinu á þinginu er maður að vinna með fólki sem maður er ósammála í sumum efnum, þannig á þetta að virka. En vegna þess að flestir flokkar sem hafa far­ ið í stjórn með Sjálfstæðisflokkn­ um hafa farið laskaðir eða ónýtir út úr því samstarfi, þetta lítur út eins og algjört ofbeldissamband, þá er vont fyrir flokk eins og okkur að ætla að vinna með honum í ríkis­ stjórn. Það er línan sem við dróg­ um fyrir síðustu kosningar. Það er ekkert til frambúðar, það gæti al­ veg komið sá tími að við yrðum til í að fara með þeim í ríkisstjórn.“ Upplifun margra á Pírötum er að þeir séu stefnulausir stjórnleys­ ingjar sem vilja bara sitja fyrir fram­ an tölvuna á borgaralaunum. Smári hafnar því alfarið og segir marga hreinlega vera með fordóma í garð Pírata. „Þetta er upplifun sem hef­ ur aldrei byggst á neinu öðru en for­ dómum. Ef fólk kæmi og sæi hvern­ ig við störfum þá gæti það ekki komist að þessari niðurstöðu. Það er rétt að við störfum að sumu leyti allt öðruvísi en aðrir flokkar, annað er mjög hefðbundið. Við erum ekki með formann en það hefur komið til umræðu. Við erum alltaf tilbúin í samtal, ef einhver er með gagn­ rýni á okkur þá erum við alveg til í að fara yfir það. Varðandi borgara­ laun þá orðaði Halldóra Mogensen, þingmaður okkar, það vel í tengsl­ um við starfslaun listamanna að nú vantaði bara að bæta 300 þúsund manns í viðbót og þetta væri kom­ ið,“ segir Smári og hlær. n Píratar vilja hjálpa ríkisstjórninni n Gætu myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum í framtíðinni n Margir með fordóma í garð Pírata Ari Brynjólfsson ari@pressan.is Ekki formaður eða kafteinn Pírata Smári McCarthy segir að Píratar séu formanns- laus flokkur en það hafi komið til umræðu innan flokksins að breyta því. Mynd Sigtryggur Ari„Ég held að stjórnar andstaðan sé sterk, þrátt fyrir undar- lega samsetningu. pílukast er fyrir alla! Síðumúla 35 (gengið inn að aftan) - Sími 568 3920 & 897 1715
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.