Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 18
18 Helgarblað 12. janúar 2018fréttir Lögfræðingar rifja upp erfiðustu málin n Kio Briggs, Shaken Baby Syndrome og stóra kóktappamálið Lögmenn starfa á átakaflötum þjóðfélagsins þar sem deilt er um staðreyndir og réttar túlkanir á oft óskýrum textum löggjafans. Á borði þeirra lenda því bæði erfið og furðuleg mál, misalvarleg eins og gefur að skilja. DV spurði nokkra af þekktustu lögfræðing- um landsins nokkurra spurninga um ferilinn. kristinn@dv.is Hjúkrunarfræðingur sakaður um manndráp af gáleysi Ásta Kristín Andrésdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, var ákærð fyrir manndráp af gáleysi þegar sjúklingur lést á gjörgæsludeild 3. október árið 2012. Maðurinn var á batavegi eftir hjartaaðgerð og var Ásta Kristín sökuð um að hafa ekki tæmt loft úr kraga barkaraufar- rennu er hún tók hann úr öndunarvél. Maðurinn lést vegna öndunarerfiðleika skömmu síðar en dómarar komust að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki getað verið yfirsjón því að um 25 mínútur liðu þarna á milli. Ásta Kristín og Landspítalinn voru sýknuð af öllum kröfum í héraði 9. desember árið 2015 og var málinu ekki áfrýjað. Ekkja mannsins sagði Ástu Kristínu ekki hafa átt sök og fagnaði niðurstöðunni. Nígeríusvindl Sunday Osemwengie og Nosa Ehiorobo, Nígeríumenn búsettir á Spáni, voru stöðvaðir á Keflavíkur- flugvelli með 100 þúsund evrur í reiðufé 17. mars árið 2006. Í þeirra fórum fundust einnig svartir miðar í peningaseðlastærð, joð, vaselín, einnota hanskar, álpappír og flúorlampi. Þeir voru ákærðir fyrir fjársvik og dæmdir til 15 mánaða fangelsisvistar þann 28. apríl sama ár fyrir að hafa peningana af íslenskum feðginum sem þeir höfðu verið í sambandi við fyrir komuna. Faðirinn pantaði leiguíbúð fyrir þá og dóttirin greiddi fyrir kvöldverð. Þann dag lögðu þau níu milljónir króna inn á reikning sem voru teknar út í evrum samdægurs. Sögðust mennirnir geta þrefaldað fjárhæðina með efnahvarfi en innan löggæslunnar er talað um „Black money fraud“. Dómurinn fór ekki fyrir Hæstarétt. Sveinn Andri Sveinsson Hví ákvaðst þú að gerast lögmaður? Karl faðir minn, Sveinn Haukur Valdimarsson, var hæstarétt- arlögmaður og hvatti mig lengi til að gera eitthvað allt annað en fara í lögfræði. Það var annaðhvort að fara í arkitektúr eða skella sér í lögfræðina. Að- dáun mín á gamla manninum varð síðan til þess að ég ákvað að velja lögfræðina og feta svo í hans fótspor. Það var samt þegjandi samkomulag okkar á milli að ég myndi ekki sækja um vinnu hjá honum. Fyrsta málið þitt? Eftir útskrift starfaði ég í nokkur ár sem löglærður fulltrúi hjá mætum Ásgeiri Thoroddsen hrl. og Ingólfi Hjart- arsyni heitnum. Ég fékk síðan eitt mál upp í hendurnar til að reka fyrir bæjarþingi í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu sem ég sótti um sem mitt fyrsta prófmál til að verða héraðsdómslögmaður. Málið hafði allt til að bera til að vera prófmál, en eftir mikinn og vandaðan undirbúning var því hafnað að málið væri tækt sem prófmál. Ég flutti það engu að síður, enda mátti löglærður fulltrúi án lögmannsréttinda flytja mál þá fyrir þeim dómi. Málið varðaði gallaða glerísetningu í sólhýsi heima hjá foreldrum núverandi utan- ríkisráðherra í Borgarnesi. Málið flutti ég gegn Óla sterka heitnum. Hann sá aldrei til sólar í þessu máli enda hefði ég getað tekið próf í byggingafræði eftir þennan málflutning. Erfiðasta málið? Það mál sem tekið hefur mest á mig er svokallað SBS-mál (Shaking Baby Syndrome). Það er í endurupptökuferli en ég hef verið að glíma við þetta mál, þar sem dagfaðir var ákærður og dæmdur fyrir að hrista ungabarn til ólífis. Furðulegasta málið? Þau hafa mörg furðuleg málin verið í gegnum tíðina. Eitt það einkennilegasta var þegar ég og Vilhjálmur Hans vorum verjendur tveggja Nígeríumanna sem ákærðir voru og dæmdir fyrir fjársvik með því að hafa sannfært íslenska fjölskyldu um að mörg búnt af hvítum bleðlum væru í raun evrur sem aðeins þyrfti að hafa í bréfpoka og sprauta í pokann tilteknum vökva sem þeir voru með, þá myndi hvíta duftið fara af evrunum. Um væri að ræða eina milljón evra sem þeir sannfærðu Íslendingana um að kaupa á 100.000 evrur. Það tæki efnið átta klukkustundir að hvarfast í burtu. Það var akkúrat sá tími sem félagarnir töldu sig þurfa til að komast úr landi. Dómarinn í málinu hafði það á orði að væri heimska refsiverð, þyrftu fórnarlömbin í málinu að dúsa lengi í fangelsi. Sætasti sigurinn á ferlinum? Sætasti sigurinn á enn eftir að koma. Það gerist þegar ég vinn sigur í málaferlunum gegn Valitor vegna WikiLeaks. Krafan stendur í sex milljörðum í dag rúmlega. Mest svekkjandi ósigurinn? Það var dómur Hæstaréttar í áðurnefndu SBS-máli. Ferlega súrt að sjá saklausan mann dæmdan í fangelsi, á „af því bara“ forsendum. En það er enn von. Helgi Jóhannesson Hví ákvaðst þú að gerast lögmaður? Þegar ég útskrifaðist sem stúdent úr Verzló fóru langflestir skólafélaganna þar beint í viðskiptafræðina. Mér fannst að ég þyrfti að gera eitt- hvað öðruvísi og valdi lögfræði. Reyndar kom þá alveg eins til greina að fara í leiklistarskólann og hugsaði ég mikið um það, en ég var líklega of jarðbundinn til að elta þann draum lengra. Eftir laganámið heillaði lögmennskan mig svo meira en til dæmis dómstörf, störf í ráðuneytum eða önnur störf sem lög- fræðingar leita í og nú á ég 30 ára starfsafmæli sem lögmaður í vor og mér hefur fundist þetta gaman allan tímann. Ég valdi því sennilega rétt. Fyrsta málið þitt? Það man ég nú ekki, en eins og flestir nýbyrjaðir þá voru það innheimtu- málin sem voru langfyrirferðarmest. Erfiðasta málið? Það er erfitt að segja. Auðvitað koma lögmenn oft að málum sem eru full af sorg og mannlegum harmleikjum. Það er oft erfitt að vinna að málum fyrir fólk sem hefur misst fótanna í lífinu og horfir á eftir dýrmætum árum bak við lás og slá eða hefur misst allt sitt í fjármálavafstri. Það eru þess konar mál sem eru erfið og mikilvægt fyrir lögmenn að brynja sig fyrir til að lifa af í þessu starfi. Furðulegasta málið? Það eru svo sannanlega mörg mál sem eru óvenjuleg og furðuleg sem rekur á fjöru lögmanna. Oft og tíðum hafa þau spaugilegar hliðar. Í einu máli voru atvik þau að tveir svilar héldu sameiginlega upp á fertugsafmæli sín. Þeir keyptu aðföng sameiginlega þar á meðal gos til að nota í veisluna. Þá var í gangi tappaleikur og kom bifreið í vinning úr einni flöskunni. Sá aðili sem átti barnið sem opnaði þá flösku vildi meina að hann ætti vinninginn einn en minn umbjóðandi taldi augljóst að þeir ættu hann saman enda keypt til veislunnar í sameiningu. Úr þessu varð dómsmál milli þessara ágætu manna og vann minn umbjóðandi málið og vinningurinn sem sagt talinn sameign. Ég held að þessar deilur hafi því miður sett fleyg í samskipti fólks í þessari fjölskyldu sem er sorglegt, en málið var óvenjulegt. Ég minnist líka deilna tveggja aðila á Húsavík. Ég var þar að vinna fyrir vin minn en börnin hans voru með kanínur í búrum í hesthúsum þar við bæinn. Kanínurnar sluppu út og nágranni vildi gera minn mann ábyrgan fyrir tjóni sem hann taldi kanínurnar hafa valdið á heyrúllum í hans eigu en ljóst var að kanínurnar höfðu þá fjölgað sér gríðarlega. Upp úr þessu spruttu skemmtileg bréfaskipti og pælingar um hvort minn umbjóðandi gæti borið ábyrgð á óhóflegri fjölgun kanínanna og hvort hann bæri þá ábyrgð á öllum ættboga kanínanna sem sluppu. Sætasti sigurinn á ferlinum? Ætli ég verði ekki að nefna sýknudóm yfir Kio Briggs á árinu 1999. Þetta var og er enn mjög í minnum haft og hef ég oft sagt að þetta sé næstfrægasta sakamál Íslandssögunnar á eftir Njálsbrennu. Enn þann dag í dag, 19 árum síðar, eru menn að minnast á þetta mál enda vakti málið og ákærði mikla athygli hér á landi á þessum tíma. Mest svekkjandi ósigurinn? Ég hef alltaf nálgast lögmennskuna á þann veg að gera allt sem í mínu valdi til að forða málum frá því að fara fyrir dómstóla. Legg ég mig mjög fram um að ná sáttum milli aðila. Það er því svekkjandi ef maður hefur lagt mikla vinnu í slíkt ef málin enda svo þrátt fyrir allt fyrir dómstólum sem felur í sér mikinn kostnað og andlega áþján fyrir þá sem hlut eiga að máli. Það er nefnilega satt sem sagt hefur verið að „mögur sátt er betri en feitur dómur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.