Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Page 21
KYNNING með því að hringja í síma: 898-4939 eða senda tölvu- póst á gesturhansa@simnet. is. Ferðafélagið Trölli í ólafs- firði er með heimasíðu trolli. fjallabyggd.is/forsida/. Hægt er að nálgast upplýsingar um dagskrá og ferðir á trolli. fjallabyggd.is/fyrirspurnir/ eða í tölvupósti til tommi@ skiltagerd.is. Um 13 afþreyingarfyr- irtæki eru í Fjallabyggð og er hægt að nálgast all- ar upplýsingar um þau á visittrollaskagi.is Menningarlíf Í Fjallabyggð er einnig blómlegt menningarlíf. Fjöldi veitingahúsa, með fjölbreytta matseðla er að finna í Fjalla- byggð og gistimöguleikar miklir. Einnig eru nokkur gall- erí og listamannavinnustofur sem áhugavert er að heim- sækja og svo má ekki gleyma söfnum og setrum. Þar má nefna stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins: Síldar- minjasafnið. Óvíða finnast jafnfjölbreyttir og skemmti- legir möguleikar til þess að láta sér líða vel í jafnfallegu umhverfi og afslöppuðu and- rúmslofti og er í Fjallabyggð. Þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sund Hvað er betra eftir góðan dag á fjöllum en að hvíla lúin og köld bein í hlýjum lindum og spjalla aðeins um stjórnarfarið? Í Fjallabyggð eru tvær sundlaugar sem upp- fylla óskir kröfuhörð- ustu sundiðkenda. Á Siglufirði er 25 metra innisundlaug, heitur pottur (úti). Sund- laugin er staðsett við Hvanneyrarbraut 52. Í Ólafsfirði er útisundlaug, tveir heitir pottar, setlaug, vaðlaug með svepp, fosslaug og tvær rennibrautir. Sundlaugin er staðsett að Tjarnarstíg 1. Afþreyingarfyrirtæki í Fjallabyggð Amazing Mountains er eitt af þeim fjölmörgu afþreyingar- fyrirtækjum í Fjallabyggð. Boðið er upp á ferðir fyrir skíðafólk og ferðamenn sem langar upp á fjallgarðinn Tröllaskaga, hvort sem ætlunin er að renna sér á skíðum niður hlíðina eða að sitja á vélsleðanum upp og niður fjöll og firnindi. Þar má upplifa akstur með vönum heimaökumönnum og njóta útsýnisins, taka ljósmyndir af mikilfenglegu landslaginu og heillast af feimnum norður- ljósum uppi yfir fjallstindum Tröllaskaga. Einnig er boðið uppá leigu á drónum, fjalla- tjald og búnað til gistingar í því, bæði fyrir einstaklinga og minni hópa. Amazing Mountains býðst til þess að flytja allan farangur og búnað upp á fjöllin, viðskipta- vinum sínum til hægðarauka. Til þess að panta ferðir með Amazing Mountains má hr- ingja í síma: 863-2406 eða senda tölvupóst á: solvilar- us@gmail.com. Amazing Mountains er staðsett að Hrannarbyggð 14, 625 Ólafs- firði. Siglufjörður Í Skarðsdal, rétt fyrir utan Siglufjörð, er að finna eitt glæsilegasta skíðasvæði landsins og einn helsti kostur svæðisins eru stuttar raðir í lyftur, enda um nokkrar að ræða. Gönguskíðabraut er einnig troðin fyrir göngu- skíðaiðkendur í Hólsdal þegar nægur snjór og aðstæður leyfa. En bent er á að mjög góð gönguskíðabraut (Báru- braut) er í Ólafsfirði og þegar nægur snjór er í Ólafsfirði er troðinn braut fyrir allan almenning að auki. Nánari upplýsingar um Skíðasvæðið í Skarðsdal má nálgast á vef- síðunni; skardsdalur.is. Fátt er svo skemmtilegra en að taka sér göngutúr um snjóflóða- varnargarðana fyrir ofan Siglufjörð, enda er útsýnið stórbrotið og nálægðin við náttúruna magnþrungin. Ekki má gleyma sögu bæj- arins en Síldarminjasafnið er eitt glæsilegasta safn lands- ins, þar sem saga og andi bæjarins mætast í ógleym- anlegri stund. Því er svo ekk- ert til fyrirstöðu að skella sér á eitt af kaffihúsum bæjarins eftirá og njóta tíu rjúkandi kaffidropa eða sötra á heitu súkkulaði með ekta rjóma. Það bragðast allt betur í hreinu sjávarloftinu. Ólafsfjörður: Útivera fyrir ævintýragjarna í óbyggðum Ólafsfjörður er sannkallaður ævintýrabær. Þar er með- al annars að finna frábært skíðasvæði fyrir þá sem vilja eitthvað öðruvísi. Ásamt hefðbundnum skíðabrekkum eru þar leikjabrautir fyrir bæði skíði og bretti. Einnig eru snjó- þotubrautir fyrir þá sem vilja heldur sitja á leiðinni niður brekkuna. Að auki eru lagðar vélsleðabrautir fyrir ökuþóra og þó nokkrar gönguskíða- brautir fyrir göngugarpa á skíðum. Á Ólafsfirði er einnig að finna glæsilegt náttúru- gripasafn með uppstoppuð- um ísbirni, þeim sama og var skotinn á Grímseyjarsundi, vísi að plöntusafni, eggjasafn og fjölda uppstoppaðra fugla, en þess má geta að fuglalíf í bænum er með eindæmum fjölskrúðugt, sérstaklega á sumrin. Allar nánari upplýsingar má nálgast á og í gegnum vefsíðu Fjallabyggðar; fjalla- byggd.is og visittrollaskagi.is Skíðasvæði Fjallabyggðar Hin fallega byggð, Fjallabyggð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.