Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 30
30 fólk - viðtal Helgarblað 12. janúar 2018 Lalli Johns látinn. Lalli Johns dáinn. Þetta eru tvær uppástungur sem leitarforritið Google stingur upp á ef slegið er inn nafni eins frægasta glæpamanns Íslands- sögunnar. Það er ljóst á leitarforritinu að Íslendingar hafa áhuga á að vita hvar Lalli er niðurkominn. Hann sló í gegn í heimildamynd Þorfinns Guðnasonar og heillaði þjóðina. Í kjölfarið varð hann landsþekktur. En Lárus Björn Svavarsson, betur þekktur sem Lalli, er ekki dáinn. Hann er í fullu fjöri, orðinn 67 ára löggilt gamalmenni sem hefur ekki bragðað dropa af áfengi síðustu fjögur árin. Hann er búsettur á áfangaheimili þar sem hann hefur það bærilegt. B laðamaður DV hitti Lalla á heimili systur hans, Rósu Ólafar Ólafíudóttur, en hún hefur verið stoð hans og stytta í baráttu hans við Bakkus. Lalli gerir ekki ýkja mikið úr freistingum vínsins en segist þó oft dreyma að hann sé stadd- ur í trylltu samkvæmi. Þá fer hann í göngutúr til að losa sig við djammdrauma næturinnar. „Ég finn alveg breytingu síðan ég hætti þessu vínrugli. Mér hef- ur liðið mun betur,“ segir Lalli en viðurkennir að stöku sinnum finni hann til söknuðar þegar hann hugsi til baka. „Mig dreymir oft eitthvert partírugl. Ég vakna oft á nóttunni við það að mér finnst ég vera í glymjandi partíi en er samt bara í tómu rúmi. Jú, jú, oft er mér hugsað til gamla lífsins. Stund- um hef ég vaknað á morgnana við draumana, þá farið á fætur og fengið mér göngutúr. Ég hef reynt að fylgja reglum hússins svo þeir hafi ekkert á mig. Ég reyni að vera einu skrefi á undan þeim,“ segir Lalli og hlær. Breiðavíkurmálið vendipunktur Aðspurður hvernig hafi staðið á því að hann hafi ákveðið að hætta að drekka fyrir um tíu árum nefn- ir Lalli fyrst að hann hafi staðið í strembnum flutningum. Þá grípur Rósa fram í og spyr hvort Breiða- víkurmálið hafi ekki haft áhrif. Lalli viðurkennir það. „Það var vendipunktur, það var opinberað og þú varst beðinn afsökunar. Öll þessi umræða,“ segir Rósa. „Jú,“ segir Lalli og bætir við að hann hafi aldrei fengið allar þær bætur sem honum var lofað. Lalli var í fjögur ár á vistheim- ilinu á Breiðavík þar sem börn voru beitt fáheyrðri harðneskju og öllum útgáfum ofbeldis. „Þetta var ekki bara á Breiðavík, en Breiða- vík var versti punkturinn af þessu. Heimavistarskólinn að Jaðri og Reykjahlíð, það voru heimili sem ég var ekkert voðalega ánægð- ur með að vera á. Þegar ég var laus við þessi heimili þá var það spurningin: „Hvað á ég að gera við framtíð mína og hvernig verð- ur hún?“ Verður hún björt eða svört? En með árunum þá hef ég náð að sætta mig við suma hluti, ekki alla. Ég hef reynt að fylla upp í eyðurnar en sumt er vont að vinna til baka. Svona var þetta þegar ég var yngri, en þetta átti ekki að fara svona. Þetta átti að fara öðruvísi. Ég reyndi að vinna úr því, ef maður er jákvæður hefur það góð áhrif,“ segir Lalli. Fékk aldrei allar bæturnar Í viðtali við DV árið 2007 sagði Lalli frá þeim pyntingum sem hann varð fyrir á Breiðavík. Hann hélt því fram að sennilega hafi for- stöðumaðurinn, Þórhallur Hálf- dánarson, haft ánægju af því að pína börn. Þar fékk hann lítið að borða, var neyddur til að vinna myrkranna milli og lítið fór fyrir námi. Í viðtalinu sagði hann frá einu ömurlegu atviki: „Ég var háttaður úr öllum fötunum og settur í síldartunnu fulla af ísköldu vatni. Ég hét því að ég skyldi ekki láta vatnið sigra mig frekar en þau,“ sagði Lalli en eftir þetta ákvað hann að strjúka. Ann- ar piltur kjaftaði og sá var beittur hrottalegu ofbeldi. „Hann var bara tekinn og barinn og ég var látinn þrífa blóðið sem gekk úr andlitinu á honum. Ég féll í yfirlið og því var haldið fram að ég væri að leika til að draga að mér athygli.“ Lalli segist nú aldrei hafa feng- ið allar þær sanngirnisbætur sem honum hafði verið lofað. „Ég var eiginlega svikinn í Breiðavíkurmál- inu. Ég fékk eina og hálfa milljón en svo átti ég að fá meira átján mánuð- um seinna. Það fékk ég aldrei. Ég er með pappíra upp á það. Þeir sögðu að ég ætti að fá þrjár eða fjórar milljónir, þeir sviku mig um það. Ég fékk pappírana óundirritaða, en síðan dróst það og þá féll mál- ið niður dautt. Ég vissi ekki hvert ég átti að leita, og hefði átt að gera eitt- hvað í því,“ segir Lalli. Ríflega 20 ár í fangelsi Rósa bendir á að Lalli hafi ekki farið í fangelsi síðan Breiðavíkur- málið komst í umræðuna. Lalli hlaut síðast dóm árið 2009, fyrir innbrot í Hveragerði árið áður. Sá dómur var að mörgu leyti dæmi- gerður fyrir Lalla. Kona búsett í Hveragerði, Guðrún nokkur, kom að Lalla í íbúð sinni og spurði „hvern fjandann hann væri að gera þarna“. Lalli sagðist vera að leita að síma til að hringja í leigu- bíl. Guðrún sá þó skartgripi sína liggja á rúminu og tók þá í jakka- boðunginn á Lalla og dröslaði honum með sér inn í stofu. Þegar lögregla mætti á vettvang sat Lalli hinn rólegasti í stól í garðinum. Fyrir þetta fékk Lalli tíu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hans síðasta dóm. Lalli er sennilega meðal þeirra lifandi Íslendinga sem hafa setið lengst í fangelsi. Í dómi sem hann fékk árið 2006 er ferill hans tíund- aður. Þá hafði hann hlotið 42 refsi- dóma frá árinu 1969 nær eingöngu fyrir þjófnað en Lalli var átján ára þegar hann var fyrst leiddur fyrir dómara. Lalli hefur samtals verið dæmdur í rúmlega 20 ára óskil- orðsbundið fangelsi. Rósa systir hans segir augljóst að tími hans á Breiðavík hafi mark- að djúp spor. „Hann hefur ekki komið inn í fangelsi síðan byrjað var að ræða málið opinberlega og hann var síafbrotamaður í fjörutíu ár. Það byrjaði svo snemma, strax eftir Breiðavík. Hann var ungling- ur þegar hann kom þaðan og var þar í fjögur ár. Síðan var það bara Hraunið í fjörutíu ár,“ segir Rósa. Hraunið var heimilið Lalli segist að mörgu leyti hafa á þessum árum einfaldlega búið í fangelsinu. „Þessir fangelsisdóm- ar sem ég fékk voru yfirleitt stutt- ir. Þetta voru svona fjórir til sex mánuðir en svo losnar maður út á milli en lendir þá á götunni aftur. Ég fékk aldrei neina aðstoð til að rétta mig við. Þetta varð vítahring- ur. Ef ég reyndi að vinna mig úr þessum vítahring og talaði við þá menn sem voru með þessi mál, þá hlustuðu þeir ekkert á mig,“ segir Lalli. „Þetta var yfirleitt þannig að þú fórst í fangelsi og þegar þú komst út þá fórstu bara beint á götuna. Eða þá að þú hafðir ekkert hús- næði til að fara í og þá lá leiðin beint í óregluna og sukkið. Svona var þetta bara um tíma. Eins og ég segi þá dreymir mig oft svona partí, en þegar ég vakna man ég að ég á ekki dóm yfir höfði mér. Þá hugsa ég að það sé gott að vera ekki kominn þarna austur á Hraunið, að vera laus við það,“ segir Lalli og bætir við að hann velti fyrir sér hvort draumarnir sé leið heilans til að vinna úr þeim ógöngum sem hann hefur lent í. Ekki laus við sígaretturnar Lalli segir að slæm veikindi fyrir um tíu árum hafi líka haft sitt að segja um þá ákvörðun hans að setja tappann í flöskuna. „Svo var það þannig að ég var á með- ferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti og þá fékk ég matareitrun. Ég endaði upp á Borgarspítala og var þar í 21 dag. Þetta voru heift- arleg veikindi. Svo fór ég aftur á Hlaðgerðarkot og þá náði ég að vera edrú í um eitt ár. Þá flutti ég á Héðinsgötu og bý þar núna. Það er stutt að fara á AA-fundina – bara yfir götuna,“ segir Lalli. Heilsa Lalla er merkilega góð miðað við óheilbrigt líferni í marga áratugi. „Heilsan er nokk- uð góð miðað við aldur og fyrri störf. Ég hef ekkert verið að leita mér að vinnu. Ég hef bara ver- ið öryrki og verið í Draumasetr- inu. Farið allar þær ferðir sem ég Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Ég tók bara einn dag í einu og allt í einu var liðið ár „Þetta átti að fara öðruvísi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.