Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 39
Allt fyrir heimiliðHelgarblað 12. janúar 2018 KYNNINGARBLAÐ Gluggatjöld, áklæði og veggfóður sem gera umhverfið fallegra og hlýlegra Þetta eru gluggatjöld úr þunn-um efnum sem sést í gegnum og eru afar létt. Gluggatjöld gefa góða hljóðdempun sem oft þarf í nútíma húsum,“ segir Haf- steinn Gunnarsson hjá Bólstraranum en fyrirtækið selur meðal annars gluggatjöld, áklæði og veggfóður frá þekktum og virtum erlendum framleiðendum. Mjög gott dæmi um það er breski framleiðandinn Romo sem er eitt virtasta fyrirtæki heims á þessu sviði en Bólstrarinn hefur versl- að við það í yfir 30 ár. Það nýjasta frá Romo er veggfóður, gluggatjöld og áklæði með japönsku formi, undir merkinu Kirby Design. Um er að ræða hönnun frá Japananum Kishimoto og eru þessi mynstur afar vinsæl núna: „Þetta var fyrst sýnt á Mílanó-sýningunni í maí í fyrra og vakti mikla athygli. Þetta er allt öðruvísi en maður hefur séð,“ segir Hafsteinn, en fjölbreytni í litum og mynstrum er mikil hjá Bólstraranum. „Allar vörur eru sérpantaðar en með því getum við boðið upp á svona mikið úrval; það tekur um viku að fá til landsins vöruna sem fólk velur,“ segir Hafsteinn. Bólstrarinn er gróið fyrirtæki og hefur starfað síðan árið 1944 í smá- sölu og við viðgerðir og bólstrun húsgagna. Verslun Bólstrarans er til húsa að Langholtsvegi 82 en fræðast má um starfsemina og vöruúrvalið á heimasíðunni www.bolstrarinn.is. Endurreisn veggfóðursins „Það er selt mun meira af veggfóðri núna en hefur verið og eru ástæð- urnar bæði þær að veggfóður er að komast í tísku aftur á heimilum og að það er mjög vinsælt á veitingastöðum og hótelum enda gerir það umhverfið hlýlegra. Ferðaþjónustan kemur þarna sterk inn og þjónustar Bólstrarinn mörg hótel og veitingastaði í þessum efnum. Við erum með mikið úrval af veggfóðri frá þekktum fyrirtækjum en við vísum á góða fagmenn sem taka að sér að setja upp veggfóður,“ segir Hafsteinn. Sem fyrr segir er Bólstrarinn til húsa að Langholtsvegi 82 og opið er virka daga frá kl. 9 til 18. Sjá nánar á www.bolstrarinn.is. BóLstRARinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.