Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Page 44
32 Helgarblað 12. janúar 2018
Menning
Vísindaskáldskapur eða raunVeruleiki
Þættirnir Black Mirror eru martraðakenndur vísindaskáldskapur sem fer ansi nærri raunveruleikanum – en hversu nálægt?
Í
hinum geysivinsælu sjónvarps-
þáttum Black Mirror birtist okk-
ur oftar en ekki ógnvænleg en
óþægilega raunsæ framtíðar-
sýn, hver þáttur er sjálfstæð saga
sem veitir okkur leiftursýn inn í til-
tölulega nálæga en tæknivæddari
framtíð. Hver þáttur skartar mis-
munandi leikurum og leikstjóra,
mismunandi umhverfi og gerist
jafnvel í mismunandi sagnaheimi,
en þættirnir eiga þó sitthvað sam-
eiginleg.
„Þeir fjalla allir um það hvernig
við lifum í dag – og það hvernig líf
okkar gæti orðið eftir tíu mínútur ef
við pössum okkur ekki,“ hefur mað-
urinn á bak við þættina sagt, breski
sjónvarpsmaðurinn og ískald-
hæðni samfélagsrýnirinn Charlie
Brooker. Þættirnir vekja þannig
upp spurningar og vara okkur við
gagnrýnislausri nálgun á tækni-
þróun samtímans. Þeir byggja
oft á raunverulegum tækjum og
tækninýjungum sem gætu orðið
ráðandi í heiminum á næstu árum
og áratugum, en vara okkur við
hvernig þau geta haft áhrif á okkur.
DV ákvað að taka saman þau
tæknifyrirbæri sem nýjasta ser-
ía Black Mirror fjallar um og
athuga hversu nálægt þættirn-
ir fara veruleikanum. Í þeim til-
gangi var rætt við þá Ólaf Andra
Ragnarsson, aðjunkt í tölvunar-
fræði við Háskólann í Reykjavík,
og Gunnlaug Reyni Sveinsson,
ritstjóra Tæknivarpsins á Kjarn-
anum. Taka skal fram að saman-
tektin er hvorki hávísindaleg né
tæmandi. Við vörum við að grein-
in inniheldur mikilvægar upp-
lýsingar um söguþráð þáttanna,
„Spoiler alert!“ n
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Algjör sýndarveruleiki
Sería 04. Þáttur 01
Nafn: CSS Callister Leikstjóri: Toby Haynes
Hér fylgjumst við með óframbærilegum tölvuleikjasmið sem er aðalforritari vinsæls fjölnotenda-net-
tölvuleiks (MMO), leikurinn er spilaður í háþróuðum sýndarveruleika í viðvarandi stafrænum heimi.
Sýndarveruleikagræjan tengist inn í heila fólks og lætur því líða eins og það sé að upplifa heiminn í
raun og veru. Forritarinn hefur svo notað heim leiksins sem grunn til að hanna sinn eigin einkaheim
byggðan á gömlum sjónvarpsþáttum, sem minna meira en lítið á Star Trek. Þessi heimur er hýstur í
einkatölvu hans, er ónettengdur svo enginn hefur aðgang nema hann sjálfur. Með því að ná í erfða-
efni úr einstaklingum getur hann klónað þá stafrænt eða endurskapað inni í tölvuheiminum.
Orðið að veruleika: Gunnlaugur Reynir Sveinsson, ritstjóri Tæknivarpsins á Kjarnanum, segir að
þó að tenging tölvuleikja við heilann sé eflaust langt undan sé sýndarveruleikatæknin í þættinum
alls ekki fjarri lagi: „Það eru til dæmis komnar græjur sem virka þannig að í stað þess að horfa
á skjá er myndinni varpað á sjónhimnu sem gerir þetta mun raunverulegra. Það er líka verið að
þróa hanska, peysur og alls konar hluti sem þú klæðir þig í og þú skynjar það sem gerist í sýndar-
veruleikanum. Meiri sýndarveruleiki er augljóslega á næsta leiti. Þetta er þannig tækni að
þegar þetta er gert vel getur þú orðið algjörlega háður. Það sem þarf hins vegar að gerast næst
er að tækin verði betri og ódýrari. Þá er ekkert ólíklegt að margir fari að lifa að stórum hluta í
sýndarveruleika. Áhrif þess að lifa í sýndarheimi geta verið mjög mikil, við þekkjum þetta bara
frá Eve Online sem er sýndarheimur þó það sé ekki sýndarveruleiki. Þú býrð til persónu sem
nær árangri og það eru dæmi um að menn komi hingað á Fanfest og sé fagnað eins og rokk-
stjörnum, en fara svo bara aftur heim til Bandaríkjanna að vinna í einhverju þjónustufyrirtæki.“
Fjarlæg framtíð: En þó að tækni sem tengir sýndarveruleika inn í heilann sé kannski fjarlæg
í augnablikinu bendir Ólafur Andri á að þetta geti vel orðið mögulegt í framtíðinni: „Skynfæri
okkar nota rafefnaboð til að skynja og menn hafa verið að finna út hvernig þessar bylgjur hafa
áhrif á þau. Heilinn er bara einhver efnasamsetning, flókið net margra tegunda fruma, og til að
virkja hann eru rafboð að flæða um heilann. Þá geta menn ályktað að ef hægt er að herma eftir
þessum rafefnaboðum, mætti þá búa til hugsanir eða myndir í heilanum. Eða jafnvel eins og í
þessu dæmi fá menn til að vera í einhverjum sýndarveruleika. Ofskynjunarlyf fara langt með
þetta en hugsanlega mætti líka nota tæki sem gefa rafboð frá sér, eins og lítið tæki sem sett
er á gagnaugað. Sem dæmi þá hafa menn þróað gerviauga (e. bionic eye) sem notar myndavél
til að taka myndir af raunveruleikanum og varpa þeim yfir í rafboð sem tengd eru við heilann.“
Fjarstæðukennt: Það sem er fjarstæðukenndast í þættinum er hvernig hægt er að klóna manneskjur inn í
stafrænan heim með því einu að skanna erfðaefni þeirra, eða eins og Gunnlaugur orðar það: „Þarna eru heilar
manneskjur klónaðar í tölvu bara út frá DNA í slefi þess. Ég er ekki viss um að þú getir fengið allar hugsanir
manneskju, minningar og tilfinningar bara úr slefinu.“
Njósnatæki
í heila barns
Sería 04. Þáttur 02
Nafn: Arkangel Leikstjóri: Jodie Foster
Hér er sögð saga af
móður sem óttast að
einkadóttir sín fari sér að
voða í hinum hættulega
heimi. Hún skráir dóttur
sína í tilraunaverkefni
þar sem tæki er komið
fyrir í heila hennar með
sprautu í gagnaugað. Í
spjaldtölvu sem er tengd
tækinu getur móðirin
fylgst með staðsetningu
dóttur sinnar og heilsu.
Tækið getur líka miðlað
því sem stúlkan sér og
getur móðirin fylgst með
því í tölvunni. Þá getur hún
lokað fyrir skynrænt áreiti
sem hún telur geta haft
slæmt áhrif á hana – ógnir,
klám, ofbeldi, blótsyrði og
svo framvegis – þannig að þegar hún upplifir eitthvað slíkt gerir
tækið það óskýrt og ógreinilegt í huga hennar.
Orðið að veruleika: Þátturinn byggir nokkuð augljóslega á eft-
irlitstækni sem margir foreldrar í dag eru farnir að nýta sér til að
fylgjast með og vernda börn sín. Þetta eru bæði GPS-armbandsúr
(til dæmis frá Wonlex) sem gefa foreldrum upp nákvæma stað-
setningu barns og eru með innbyggðum hljóðnemum sem gerir
þeim kleift að hlusta og snjallsímaforrit á borð við Teensafe
eða Mamabear. „Það er mjög einfalt í dag að láta barnið þitt
fá snjallsíma og setja forrit í hann þannig að þú getur fylgst
nákvæmlega með öllu því sem það gerir. Með því að hafa bak-
dyraleið inn í símann getur þú vitað mjög mikið um líf barnsins
án þess að það viti. Ég held að þetta sé hættuleg slóð, þú opnir
ýmsar ormagryfjur. Það getur orðið mikill trúnaðarbrestur
því þú færð svo mikinn aðgang. Nú á ég 13 ára dóttur sjálfur
og hún eyðir örugglega meiri tíma í að spjalla við vini sína
á Instagram frekar en í eigin persónu. Svo er jafnvel til
hugbúnaður þar sem þú getur kveikt á myndavélinni og
hljóðnemanum í tækinu. Þetta er líklega sá þáttur sem er
næstur okkur í tækni,“ segir Gunnlaugur Reynir.
Í náinni framtíð: Næsta skref í þessa átt gæti verið að
notast við snjalllinsur á borð við þær sem Google hefur
verið að þróa undanfarin ár. Það er hins vegar umtals-
vert flóknara að tengjast heilanum á þann hátt að tækið
geti séð það sama og augu barnsins og svo miðlað því í
spjaldtölvu. Möguleikinn gæti þó opnast fyrir slíkt með
stórstígum framförum í því hvernig tölvur eiga í samskipt-
um við heila (e. brain-computer interfaces) en mikil þróun
á sér stað á því sviði um þessar mundir. Ólafur Andri bendir
á að ef þetta takist ætti ekki að vera mikið mál að ritskoða
það sem barnið sér, enda geti gervigreind nú þegar greint inntak
mynda í rauntíma: „Gervigreind getur í dag greint myndir og séð
nákvæmlega hvað er á þeim. Það er til dæmis hægt að þekkja
klám og blokka það út. Þetta meðal annars gert í vöfrum sem
hægt er að stilla þannig að allt klám verði óaðgengilegt.“
Fylgst með börnunum
Vinsæl armbandsúr gera
foreldrum kleift að fylgjast ná-
kvæmlega með staðsetningu
barna sinna og hlusta á þau að
þeim forspurðum.
„Maðurinn er fáránlega duglegur, dælir út bókum, að sönnu misjöfnum að gæðum en
það er augljóst að honum liggur eitthvað á hjarta – sem er nú bara töluvert atriði. “
- Hermann Stefánsson rithöfundur stofnaði Facebook-hóp þar sem hvatt var til þess að Bjarni
Bernharður ljóðskáld skyldi hljóta listamannalaun í þrjá mánuði – að minnsta kosti stundum.
Bjarni, sem hefur ekki fengið slíkan styrk í áratugi, var ekki hrifinn af uppátæki Hermanns.