Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Page 52
Vikublað 12. janúar 2018 40
Fer
ða
lög
Sæluríkið Suður-Kalifornía afmarkast frá svæðinu sem liggur niður af Los Angels
í átt að San Diego til landamæra
Mexíkó. Þar eru veðurskilyrði með
afbrigðum góð en mestan part ársins
er hitastigið í kringum 20–25 gráður.
Í þessari grein ætla ég að stikla
á stóru um svæðið í kringum Los
Angeles og strandbæina þar í
kring en margir hafa líkt þeim, og
fleiri stöðum í þessu frábæra fylki,
við paradís á jörðu.
Fyrst og fremst mun ég þó leit-
ast við að deila gagnlegum ráðum
um hvernig maður fær sem mest
út úr ferðalaginu, því grein um allt
sem hægt er að gera í Suður-Kali-
forníu þyrfti miklu fleiri blaðsíður,
ef ekki heila bók og jafnvel sjón-
varpsþátt í kjölfarið.
LOS ANGELES
Borgin Los Angeles dreifist yfir
mjög stórt svæði sem skiptist í
nokkur hverfi eða umdæmi sem
mörg hver eru ótrúlega mismun-
andi hvað varðar íbúa og
menningu. Meðal þessara
hverfa eru til dæmis
Beverly Hills, Brentwood,
Hollywood, Koreatown,
Compton, Silverlake, Echo
Park og Santa Monica
en flestir kannast líklega
við að hafa heyrt á þau
minnst í sjónvarpsþáttum
eða kvikmyndum. Sumir
halda að L.A. sé ægileg
glamúrborg en það er í
raun tálsýn eins og svo
margt annað sem frá
henni kemur. Partí í heimahús-
um eru þar miklu algengari en
næturklúbbasamkomur en ef fólk
langar að sýna sig og sjá aðra þá
er töluvert líklegra að það gerist
í einhverjum tólf spora hóp, í
ræktinni eða á framandi
jóganámskeiði.
Gatan Sunset Boulevard,
sem Donna Summer söng
um á sínum tíma, er slagæð
borgarinnar, alls 35 kílómetr-
ar að lengd. Upphaf hennar
er við Kyrrahafsströndina hjá
Pacific Palisades-hverfinu og
hún endar við Figueroa Street
í „downtown“ Los Angeles en
eftir henni er mjög gaman að
aka. Til dæmis er upplagt að taka
einn rúnt eftir götunni og hlusta
„SeemS it never rainS in
Southern California“
Margrét H. gústaVsdóttir
margret@dv.is
„Sem dæmi má nefna hótelgistingu,
nudd, siglingu, siglingu og vínsmökk-
un, þyrluflug, þyrluflug með ljósmyndum,
B-12-sprautur (án gríns), botox-sprautur (án
gríns), tónleika, gönguferðir með leiðsögn,
kajakferðir, brettakennslu og svo framvegis
og svo framvegis.