Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
  • Qaammatit siuliiJanuary 2018Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 53
Vikublað 12. janúar 2018 41 „SeemS it never rainS in Southern California“ GaGnleG ferðaráð FluGið Dvöl í Kaliforníu ætti aldrei að vera styttri en að minnsta kosti tíu dagar. Í fyrsta lagi er flugferðin vestur eftir tæpir tíu tímar í beinu flugi, í öðru lagi tekur það líkamann smá tíma að jafna sig á því að það er átta klukkutíma mismunur á milli tímabeltanna og í þriðja lagi er svo ótal margt að sjá og skoða á þessu svæði að tíu dagar eru algjört lágmark. Lengi vel var ekki hægt að komast til vesturstrandar Bandaríkjanna nema með millilendingum í til dæmis Denver eða Seattle og verðið var eftir því en nú er öldin svo sannarlega önnur. Samkvæmt dohop.is kostar óýrasta fargjaldið til Los Angeles aðeins 36.997 krónur fram og til baka ef flogið er út með WOW air á Valentínusardegi, 14. febrúar og aftur heim þann 28. febrúar. bÍlalEiGubÍlaR Almenningssamgöng- ur í Suður-Kaliforníu eru hálfvonlausar og þess vegna mæli ég 100% með því að fólk leigi sér bíl. Suma óar við að aka um á hraðbrautunum en það venst mjög fljótt enda umferðarmenningin góð og ökumenn almennt mjög tillitssam- ir. Ef tveir eða fleiri ferðast saman er hægt að nota „carpool“ akreinar sem eru mun greiðari og það er frá- bært því á álagstímum getur umferðin orðið óbærilega hæg. Ferðalangar ættu að forðast að leggja upp í ökuferðir, eða snúa til baka úr þeim, á þeim tímum sem heimamenn fara til og frá vinnu en þetta er aðalega milli sjö og tíu fyrir hádegi og frá þrjú til sex eftir hádegi. Marga dreymir um að bruna eftir PCH eða Pacific Coast Highway á blæjubíl enda er það algjörlega æðislegt, en athugið að ef fleiri en tveir eru að ferðast saman í hóp er ómögulegt að koma farangri fyrir í slíkum bíl þar sem blæjan er felld niður í skottið og tekur þannig allt plássið. Að leigja Mustang-blæjubíl kostar í kringum 100.000 krónur fyrir tvær vikur en sportjeppi á borð við Toyota Rav er í kringum 50.000 skv. upplýsingum frá dohop.is. Bíladellufólk getur reyndar auðveldlega skipt bílunum út og þannig væri til dæmis hægt að byrja ferðina á hefðbundnum fólksbíl en skipta svo yfir í blæjubíl síðar á ferðalaginu. Bílaleigur eru á öðru hverju horni og þjónustulund Kaliforníubúa á stigi sem var örugglega hannað í himnaríki. Maður veit ekki hvað góð þjónusta er fyrr en maður hefur heimsótt Kaliforníu. ubER Segja má að Uber-kerfið hafi bjargað mörgum á þessu svæði en þessir þægi- legu leigubílar eru bæði aðgengilegir og ódýrir. Að ferðast eingöngu með Uber yrði þó of kostnaðarsamt til lengdar og því mæli ég heldur með bílaleigubílum til að flakka á milli staða en svo um að gera að bjalla í Uber ef fólk vill fá sér glas. SiM-koRt Fyrsta verk eftir lendingu ætti að vera að kaupa SIM-kort en þetta er hægt að gera hjá til dæmis AT&T, T-Mobile eða öðru símafyrirtæki. Enn eru engir góðir samningar milli Íslands og Bandaríkjanna og ekki viltu setja þig á hausinn með símareikningi eftir að heim er komið. Gagnamagnið notarðu til að komast á milli staða með Google Maps, bóka borð á veitingastað með opentable.com, finna næsta Starbucks-kaffihús eða tékka á hvenær mest er að gera hjá Universal svo fátt eitt sé nefnt. GRoPoN Þetta hljómar kannski undarlega en Groupon-appið og tilboðin sem maður finnur þar eru algjör snilld. Groupon er á margan hátt fyrirmyndin að Hópkaup- um nema hvað úrvalið af vöru, þjónustu og afþreyingu er margfalt á við það sem við sjáum hér. Þú getur einnig kíkt á vefinn https://www.groupon.com og slegið inn nafnið á svæðinu sem er næst gististaðnum. Þá kemur upp fjöldinn allur af góðum tilboðum í margs konar afþreyingu og þjónustu. Sem dæmi má nefna hótelgistingu, nudd, siglingu, siglingu og vínsmökkun, þyrluflug, þyrluflug með ljósmyndum, B-12-sprautur (án gríns), botox-sprautur (án gríns), tónleika, gönguferðir með leiðsögn, kajakferðir, brettakennslu og svo framvegis og svo framvegis. GiStiNG Nú fer það alveg eftir fjölda ferðalanga hvaða valkostur er ákjósanlegastur hvað gistingu varðar en hugguleg Airbnb íbúð í göngufæri við góða strönd er örugglega langskemmtilegasti kosturinn. Ég mæli með að fólk kanni gistingu í strandbæjum á borð við Laguna Beach, Newport Beach, Hermosa Beach, Huntington Beach, Dana Point – eða jafnvel Malibu Beach ef menn vaða í seðlum upp að geirvörtum. Einnig væri hægt að leigja eitthvert fallegt slot í Hollywood en þá er um að gera að reyna að finna húsnæði með sundlaug svo fólk geti nú skolað af sér á milli sólbaða. Annar valkostur er að skrá eigið húsnæði á vefi eins og homestay.com eða lovehomeswap.com en þar geta húsnæðiseigendur skipst á íbúðum eða húsum og komið út á sléttu. á Neil Young, Eagles eða America eða aðra dæmigerða Kaliforníu- tónlist til að fá stemninguna beint í æð. Enginn miðborgarkjarni - Meira gaman við ströndina Það háir borginni svolítið sem ferðamannastað að þar er enginn sérstakur kjarni líkt og í flestum öðrum borgum enda reis hún upprunalega í kringum olíulindir og síðar kvikmyndaverin, en sá hefur verið helsti iðnaður borg- arinnar síðustu hundrað árin eða svo. Downtown-hverfið ber til dæmis ekki nafn með réttu því það er í raun enginn miðbær heldur einungis þyrping skýjakljúfa sem hýsa stofnanir, banka og aðrar fjár- málastofnanir. Hollywood-hverfið hefur töluvert meira aðdráttarafl þótt þar sé heldur enginn hefð- bundinn miðbær. Í Suður-Kaliforníu er hins vegar ótal margt að sjá og skoða en strandbæirnir sem liggja meðfram Kyrrahafsströndinni eru hver öðrum skemmtilegri. Í raun mæli ég eindregið með að fólk finni sér gistingu í einum slíkum bæ og keyri heldur inn til Los Angeles í dagsskoðunarferðir því þá er hægt að upplifa það besta úr báðum heimum, sóla sig á ströndinni, baða sig í sjónum og læra að standa á brimbretti en aka svo inn í borgina af og til. Sé nægur tími fyrir hendi er jafnvel hægt að bruna upp í fjöllin og renna sér á skíðum eða skoða syndaborgina Las Vegas svo fátt eitt sé nefnt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (12.01.2018)
https://timarit.is/issue/396291

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (12.01.2018)

Iliuutsit: