Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 54
Vikublað 12. janúar 2018 42 Vinsælir ferðamannastaðir í l.a. Ef ég væri þú myndi ég prófa … 1 siglingu með Duffy boat frá newport beach Þið útbúið girnilegt nesti, gerið góðan „playlista“ og njótið þess svo að sigla um á huggulegum bát innan um villurnar í bryggju- hverfinu við Newport Beach. Stórkostleg skemmtun fyrir alla aldurshópa! www.duffyofnewportbeach.com 2 kajaksiglingu Við laguna-strönDina Íslendingar elska sjóinn svo það er ekki nema eðlilegt að mæla með siglingartúr- um. Að róa á kajak í Kyrrahafinu með góðum leiðsögumanni er ávísun á góðan dag. Mögulega getið þið rekist á nokkra hvali en þeir eru mjög algeng sjón á þess- um slóðum. www.lavidalaguna.com 3 Vínsmökkun og siglingu frá Dana pointHvernig væri að halda áfram með siglingarnar en blanda vín- smökkun inn í dæmið? Í Kaliforníu eru einhver bestu vínhéruð heims og vínsmökkun því algjör skylda fyrir þau sem hafa aldur og heilsu til. Ferðin kostar í kringum 50 dali. www.ocwinecruise.com 4 kaupa eitthVað gott að borða í whole fooDs Matarsnobbarar mega alls ekki sleppa því að kíkja inn í Whole Foods-búðir í Kaliforníu en í þessum verslunum er úrvalið engu líkt og ferskleikinn – já, maður lifandi! Ef Nigella Lawson og Jamie Oliver myndu reka matvöruverslun þá væri hún örugglega eins og Whole Foods. Þú slærð bara „Find Whole Foods near me“ inn í Google-leit og snjallsíminn vísar þér á réttan stað. 5 skoða föt og fylgihluti í t.j. maxx Sama hvort þú elskar eða hatar að kaupa þér föt þá er alltaf hægt að finna eitthvað frábært í T.J. Maxx en þessi verslunarkeðja selur aðallega merkjavörur með miklum afslætti. Sem dæmi um framleiðendur má nefna Marc Jacobs, Michael Kors, Stellu McCartney, Calvin Klein og marga fleiri. Aftur skaltu slá „Find T.J. Maxx near me“ og viti menn – þér munuð finna! 6 koma Við í costco Kortið á að virka um allan heim svo hvers vegna ekki að kíkja í Costco í Kaliforníu? Þú gætir kannski splæst í bretti af kampavíni eða keypt eitthvað annað sniðugt. Til dæmis bara bensín á blæjubílinn. Costco- ferð er jú alltaf ævin- týri líkust. 7 fara á uppistanD eða tónleikaFyrir nokkrum árum var ég svo heppin að sjá uppistand með hinum heimsþekkta sjónvarpsmanni Jay Leno á litlum klúbbi við Hermosa Beach en við áhorfendurnir vorum kannski svona fimmtíu talsins. Á vefnum ticketmaster.com finnur þú miða á alls konar tón- leika, uppistand og fleira skemmtilegt sem leynist í grennd við það svæði sem þið kjósið að gista á. Miðana er hægt að kaupa með kreditkorti og svo fær maður þá bara senda í tölvupósti. Guð blessi internetið. www.ticketmaster.com 8 skoða antík- markaðinn í san juan capistrano Í þessum krúttlega smábæ er einn flottasti antíkmarkaður sem ég hef komið í á ævinni. Í raun má kalla þetta einskonar antíkmoll en þar leynist hreinn aragrúi af gersemum. Draumur í dós fyrir fólk sem finnst gaman að gramsa og skoða gamla muni. [Hér er Facebook] (https://www.facebook.com/ Theoldbarnantiquemall/) síða markaðarins. ATH: Margar af þessum uppástungum gætu verið á tilboði hjá Groupon svo ekki klikka á því að skoða úrvalið þar um leið og þú skipuleggur ferðalagið. Góða ferð og góða skemmtun! griffith obserVatory Frá stjörnuskoðunarstöðinni í Griffith-garðinum er frábært útsýni yfir alla Los Angeles og þaðan er hægt að skoða Hollywood-skiltið fræga. Þetta er einn allra vinsælasti staður borgarinnar þannig að reynið endilega að mæta á hádegi á virkum dögum til að lenda ekki í ösinni sem myndast stundum um helgar þegar heimamenn sjálfir eru í fríi frá vinnu. hollywooD walk of fame Bleiku stjörnurnar og fótsporin í stéttinni fyrir framan Chinese Theatre á Hollywood Boulevard eru það kennileiti sem flestir tengja við drauma- borgina, að skiltinu góða undanskildu. Þennan stað er virkilega gaman að heimsækja, þó ekki sé nema til að leggja lófann við afsteypu af lófa uppá- haldsstjörnunnar þinnar og gá hvort þið hafið kannski notað sömu skóstærð. the groVe Í Hollywood líta heimamenn á The Grove sem sinn miðbæjar- og versl- unarkjarna þó ekki séu nema sextán ár síðan þessi verslunarmiðstöð, sem líkir eftir krúttlegum miðbæ einhvers staðar í Mexíkó, var formlega opnuð. Þar er lítið sætt torg með gosbrunni, sætur sporvagn, kvikmyndahús, veitingastaðir og fjöldi verslana sem flestir ættu að hafa gaman af að skoða. santa monica pier Parísarhjólið við skemmtigarðinn á bryggjunni við Santa Monica er mjög þekkt kennileiti í Los Angeles enda ófáar kvikmyndasenur sem þar hafa verið kvikmyndaðar. Barna- og fjölskyldufólk ætti að leggja leið sína til Santa Monica og njóta dagsins í þessum garði sem er miklu ódýrari skemmtun en til dæmis Universal Studios þó að þangað sé virkilega gaman að koma líka. uniVersal stuDios Það er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í Universal Studios en þar er ótrúlega margt að sjá og skoða. Helst ætti fólk að vakna fyrir allar aldir og hanga á húninum við opnun. Garðurinn fyllist hratt þegar dregur að hádegi og raðirnar geta orðið langar. Til að fá sem mest úr úr þessu vil ég mæla með að menn splæsi í VIP-kort sem hleypir ykkur fram fyrir röð, annars er hætt við að hálfur dagurinn fari bara í að bíða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.