Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Side 60
Vikublað 12. janúar 2018 Vel mælt Orðabanki Birtu: Epalhommi epalhommi - eða bara hommi? Orðið Epalhommi var valið orð ársins 2017 af RÚV, Árnastofnun og félagi íslenskunema í háskólan- um. Eins og flestir vita er orðið samansett úr orðinu Epal, sem er sérverslun með hönnunarvörur, og orðinu hommi, sem er það orð sem við nútímafólk notum yfir samkynhneigða karlmenn í dag. Hommar hafa ekki alltaf átt sjö dagana sæla hér á landi. Fram undir lok síðustu aldar voru hin ýmsu uppnefni höfð um samkynhneigða karla, flest niðrandi og mörg í kynferðisleg- um tón. Orðið hommi er hins vegar laust við slíkar tengingar þar sem það er stytting og einföldun á alþjóðlega orðinu „homosexual“. Homo er myndað af gríska orðinu „homós“ sem þýðir sami eða sjálfur og latneska orðinu „sexus“ sem notað er um kynferði. Með öðrum orðum sam-kyn-hneigð. Kynvillingur var algengt orð hér áður fyrr og samkynhneigðir sjaldan kallaðir annað. Á árabil- inu 1980–1989 kemur orðið 120 upp í leit, 83 sinnum frá 1970–1979 og 22 frá 1950– 1959 en aðeins sex sinnum frá 2010– 2018. Þá er gam- an að geta þess að orðið trúvillingur kom upp 29 sinnum frá 1960–1969 en aðeins tvisvar sinnum frá 2010–2018. Úr íslensku orðabókinni Samheiti HOMMI attaníoss, kynvillingur, samkynhneigður maður, öfuguggi, samkyn- hneigður, argur, hinsegin, hinum megin við stakketið, hómósexúal, hýr, kynhverfur, kynvilltur, sódómískur, öfugur. Vefarinn mikli fá Kasmír - 54. kafli Salvatore hafði numið sér land í öryggi og hneigði sig kurteislega fyrir ríngulreið hégómans, í svartliðaskyrtu, með eingleri. Hann lagði stund á íkónógrafíu. Slíkt gerir einginn nema hann kunni alla veröldina utanbókar. Bambara Salvatore hafði dvalist í Róm meðal preláta, í Monte Cassino meðal kanúka, á Bretlandi meðal lávarða, í París meðal listamanna, í Berlín meðal kynvillínga, í New York meðal auðmærínga, í Kaliforníu meðal kvikmyndaleikara, í Indíá meðal jógína, í Moskvu meðal taflmanna. Meðan evrópumenn drógu um barkann hver á öðrum fyrir frelsið og föðurlandið dvaldist Bambara Salvatore til skiftis í Austurlöndum og Vesturheimi og dró dár að þessum apaköttum. Verk Halldórs Laxness (Snara.is) 42 ára 39 ára 48 ára DaVíð oDDsson Fæddur: 17. janúar 1948 Starf: Lögfræðingur, fjöl- miðla- og stjórnmálamaður inga linD karlsDóttir Fædd 15. janúar 1976 Starf: Sjónvarpskona helgi seljan Fæddur: 18. janúar 1979 Starf: Fjölmiðla- maður margrét hrafnsDóttir Fædd: 16. janúar 1970 Starf: Athafnakona 70 ára „Konur eru aldrei ungar í anda. Þær fæðast þrjú þúsund ára gamlar. - Shelagh Delaney Afmælisbörn vikunnar 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.