Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 60
Vikublað 12. janúar 2018 Vel mælt Orðabanki Birtu: Epalhommi epalhommi - eða bara hommi? Orðið Epalhommi var valið orð ársins 2017 af RÚV, Árnastofnun og félagi íslenskunema í háskólan- um. Eins og flestir vita er orðið samansett úr orðinu Epal, sem er sérverslun með hönnunarvörur, og orðinu hommi, sem er það orð sem við nútímafólk notum yfir samkynhneigða karlmenn í dag. Hommar hafa ekki alltaf átt sjö dagana sæla hér á landi. Fram undir lok síðustu aldar voru hin ýmsu uppnefni höfð um samkynhneigða karla, flest niðrandi og mörg í kynferðisleg- um tón. Orðið hommi er hins vegar laust við slíkar tengingar þar sem það er stytting og einföldun á alþjóðlega orðinu „homosexual“. Homo er myndað af gríska orðinu „homós“ sem þýðir sami eða sjálfur og latneska orðinu „sexus“ sem notað er um kynferði. Með öðrum orðum sam-kyn-hneigð. Kynvillingur var algengt orð hér áður fyrr og samkynhneigðir sjaldan kallaðir annað. Á árabil- inu 1980–1989 kemur orðið 120 upp í leit, 83 sinnum frá 1970–1979 og 22 frá 1950– 1959 en aðeins sex sinnum frá 2010– 2018. Þá er gam- an að geta þess að orðið trúvillingur kom upp 29 sinnum frá 1960–1969 en aðeins tvisvar sinnum frá 2010–2018. Úr íslensku orðabókinni Samheiti HOMMI attaníoss, kynvillingur, samkynhneigður maður, öfuguggi, samkyn- hneigður, argur, hinsegin, hinum megin við stakketið, hómósexúal, hýr, kynhverfur, kynvilltur, sódómískur, öfugur. Vefarinn mikli fá Kasmír - 54. kafli Salvatore hafði numið sér land í öryggi og hneigði sig kurteislega fyrir ríngulreið hégómans, í svartliðaskyrtu, með eingleri. Hann lagði stund á íkónógrafíu. Slíkt gerir einginn nema hann kunni alla veröldina utanbókar. Bambara Salvatore hafði dvalist í Róm meðal preláta, í Monte Cassino meðal kanúka, á Bretlandi meðal lávarða, í París meðal listamanna, í Berlín meðal kynvillínga, í New York meðal auðmærínga, í Kaliforníu meðal kvikmyndaleikara, í Indíá meðal jógína, í Moskvu meðal taflmanna. Meðan evrópumenn drógu um barkann hver á öðrum fyrir frelsið og föðurlandið dvaldist Bambara Salvatore til skiftis í Austurlöndum og Vesturheimi og dró dár að þessum apaköttum. Verk Halldórs Laxness (Snara.is) 42 ára 39 ára 48 ára DaVíð oDDsson Fæddur: 17. janúar 1948 Starf: Lögfræðingur, fjöl- miðla- og stjórnmálamaður inga linD karlsDóttir Fædd 15. janúar 1976 Starf: Sjónvarpskona helgi seljan Fæddur: 18. janúar 1979 Starf: Fjölmiðla- maður margrét hrafnsDóttir Fædd: 16. janúar 1970 Starf: Athafnakona 70 ára „Konur eru aldrei ungar í anda. Þær fæðast þrjú þúsund ára gamlar. - Shelagh Delaney Afmælisbörn vikunnar 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.