Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Side 65

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Side 65
sakamál 53Helgarblað 12. janúar 2018 Teikning af húsnæðinu: x) svefnherbergi (a rúmstæði, b kommóða), ytri skrifst., innri skrifst. (c peningaskápur) Hér má sjá leið morðingjans inn á skrifstofurnar. Mynd Morgunblaðið 1. 12. 1929. n Framkvæmdastjóri gætti verslunar n Síðasti svefnstaðurinn Þ ann 30. nóvember, 1929, átti sér stað til þess að gera fáheyrður atburður í Reykjavík. Var nokkuð ítarlega um hann fjallað í Morgun- blaði þess tíma, enda mat manna að viðlíka óhugnaður ætti vart að geta átt sér stað í höfuðborginni. Þannig var mál með vexti að við Laugaveg 105, gegnt Hlemmi, var rekin bifreiðaverslun Sveins Egils- sonar. Um sumarið þetta ár höfðu starfsmenn verslunarinnar tekið eftir því að brotist hafði verið inn í verslunar- og verkstæðishúsið. Engu hafði verið stolið og talið að hinn óboðni gestur hefði orðið var mannaferða og lagt á flótta. Svaf í verslunarhúsnæðinu Engu að síður tók fram- kvæmdastjóri verslunarinnar, Jón Egilsson, þá ákvörðun að sofa í húsnæðinu, í litlu herbergi inn af skrifstofunum, enda var að jafn- aði fé og ýmislegt annað verðmætt geymt á skrifstofunum. Þannig vildi Jón koma í veg fyrir óæski- legar mannaferðir á ókristilegum tíma. Hvað gerðist um nóttina var eðlilega ekki vitað í fyrstu. Þó lá fyrir að Jón hafði farið í kvik- myndahús um kvöldið ásamt vini sínum. Síðan hafði hann tekið á sig náðir í fyrrnefndu herbergi. Skömmu síðar kom Sveinn, bróðir Jóns, þangað og áttu bræðurnir tal saman. Sveinn hvarf síðan á braut um miðnæturbil. Á gólfinu í blóðpolli Klukkan 9 að morgni 30. nóv- ember ber að tvo menn; Erlend Jónsson og Jón Leví. Þegar þeir komu að aðaldyrunum sjá þeir samstundis að eina rúðu vantar í hurðina. Inn komnir sjá þeir síðan að dyrnar inn í herbergi Jóns eru opnar og á gólfinu liggur Jón allur i miðjum blóðpolli. Erlendur og Jón Leví höfðu án tafar samband við lögregluna. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að rúðan hafði verið skorin úr útidyrahurðinni og eftirleikurinn verið einfaldur fyrir þann sem það gerði. Veitti viðnám Taldi lögreglan nokkuð ljóst að komumaður hafi verið kunnug- ur versluninni því ekki hafði hann reynt að opna læstar skrifstofu- dyrnar heldur freistað þess að komast inn á skrifstofuna í gegn- um herbergi Jóns. Morðvopnið, 30 sentimetra stúfur af látúnsöxli úr mótorbát, fannst á vettvangi. Greinilegt var að Jón hafði veitt viðnám og sáust þess ummerki í herberginu. Rúmföt og flest annað þar inni var á tjá og tundri, þar á meðal klukka sem hafði greinilega stöðvast klukkan 4.30 þegar hún féll í gólfið, að því er talið var. Slæm útreið Í umfjöllun Morgunblaðsins var tekið fram að útreiðin sem Jón Gíslason fékk þarna í morguns- árið væri þess eðlis að ekki þætti rétt að fara nánar út í þá sálma. Þó var sagt um útreiðina: „hún ber vott um fullkomið, rólegt jafn- vægi í huga morðingjans.“ Blóðugt handklæði var í herberginu, sem morðinginn hafði notað til þurrka af sér blóðið. Í fyrstu var álitið að til átaka hefði komið á leið morðingj- ans inn á skrifstofurnar í gegnum svefnherbergi Jóns, en síðar kom í ljós að sú hafði ekki verið raunin. 2.300 krónur Næsta dag hafði lögreglan hendur í hári Egils Hauks Hjálmarssonar sem játaði á sig morðið. Hann sagðist hafa komist klakklaust inn á skrifstofurnar eftir að hafa fund- ið lykla í buxnavasa Jóns. Í fremri skrifstofunni var peningaskápur og í honum blikkkassi. Egill sagð- ist hafa skorið hann upp og hirt það fé sem í honum voru auk fjár sem var í ýmsum umslögum í peningaskápnum; alls um 2.300 krónur. Það var ekki fyrr en Egill var á leið út með ránsfenginn, í gegn- um svefnherbergi Jóns, að Jón rumskaði. Sagðist Egill ekki hafa ætlað sér að ráða Jóni bana, en beitt látúnsstönginni með þess- um hörmulegu afleiðingum. Egill Haukur Hjálmarsson var dæmdur til 18 ára vistar í typtunarhúsi, en í slíkum stofnunum unnu fangar á daginn en sættu gæslu um næt- ur. n Jón Egilsson Hugðist gæta verslunar- innar. Bani í Bifreiðaverslun „Þó var sagt um út- reiðina: „hún ber vott um fullkomið, rólegt jafnvægi í huga morðingj- ans.“ Laugavegur 105 Hér var bifreiðaverslunin til húsa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.