Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Page 72

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Page 72
Helgarblað 12. janúar 2018 2. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Var einhver að ljúga? Ótrúlegt! Auðvelt að versla á byko.is -30% AF HARÐPARKETI -30% AF FLÍSUM -30% AF HÁÞRÝSTI-DÆLUM -30% AF EINHELL RAFMAGNSVERKFÆRUM -40% AF HOUSE OF YARN GARNI -40% AF PLASTBOXUM -30% AF POTTUM OG PÖNNUM -30% AF BARNABÍLSTÓLUM -40% AF GLÖSUM, BOLLUM OG KÖNNUM -30% AF HUNDA- OG KATTAMAT -30% AF MYNDARÖMMUM -40% AF SPILUM OG LEIKFÖNGUM -40% AF KLUKKUM -40% AF JÓLAVÖRU -30% AF LJÓSUM - 30% AF LOFTAÞILJUM -30% AF MOTTUM OG DREGLUM -40% AF BAÐFYLGIHLUTUM -30% AF BÍLAHREINSIVÖRUM -30% AF ÖRYGGISSKÓM -30% AF ÁLTRÖPPUM OG STIGUM -30% AF CAT VINNUSOKKUM -30% AF JÁRNHILLUM -30% AF TRANEMO VINNUFÖTUM -40% AF KAFFI- OG MATARSTELLUM VALDAR VÖRUR Á ENN BETRI AFSLÆTTI! Komdu og gerðu góð kaup! BÚMM! KA VÁ! Salka Sól verður Ronja n Næsta haust mun Þjóðleik- húsið setja á svið leikritið um Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren. Um tólf ár eru síðan leikritið var sett á svið í Borgarleikhúsinu en þá fór Arnbjörg Hlíf Valsdóttir með hlutverk Ronju. Heimildir DV herma að fjöllistakonan Salka Sól Eyfeld muni fara með hlutverk Ronju í hinni nýju uppfærslu. Þá verður Selma Björns dóttir leikstjóri verksins. Ljóst er að kok- teillinn Selma, Salka og urmull af rassálfum get- ur ekki orðið annað en meistaraverk. Lostinn logar í Landanum n Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir hefur staðið vaktina í Landanum undanfarna vet- ur en eins og nafnið gefur til kynna kallar starfið á ferðalög vítt og breitt um landið. Ný- lega opinberaði Edda Sif ást- arsamband sitt við Vilhjálm Siggeirsson, sem starfað hef- ur sem kvikmyndatökumað- ur þáttanna. Parið ákvað að flýja yfirþyrmandi skammdeg- ið á Íslandi í byrjun árs og það alla leið til Ástralíu. Þar eru nú kjöraðstæður til þessa að kynda undir ástareldum því gríðarleg hitabylgja geisar þar ytra. Hitinn hefur farið yfir 40 gráður víða um landið. Edda Sif hefur ver- ið dugleg að birta myndir úr ferðinni á Instagram-síðu sinni en not- andanafn hennar er eddasifpals. Nýr ritstjóri Fréttatímans segir ósatt M ikil leynd hefur ríkt yfir nýjum eigendum Frétta- tímans. Fréttatíminn var úrskurðaður gjaldþrota en vefurinn birtist aftur á netinu nokkrum mánuðum síðar í breyttri mynd. Á síðunni kom hvergi fram um hver væri eigandi miðilsins. Samkvæmt heimildum DV keypti Jóhannes Gísli Eggerts- son lénið. Jóhannes hefur á síð- ustu árum verið umfjöllunarefni fjölmiðla vegna auðgunarbrota og hlotið fjóra refsidóma frá ár- inu 2012. Í mars árið 2015 sagði Jó- hannes Gísli í viðtali við DV að hann hefði snúið við blaðinu og vildi fá að njóta sannmælis. Nær sléttu ári síð- ar var hann gómaður við að svíkja vörur út úr vefverslun ELKO. Fyrir það fékk hann sex mánaða fangels- isdóm fyrir ríflega ári, í lok árs 2016, og hefur hann tekið út þann dóm. Þá vakti athygli fjölmiðla seint á síðasta ári þegar Jóhannes Gísli þóttist vera unglingsstúlka til að koma upp um barnaníðinga. Segir Jóhannes Gísli í samtali við DV að hann vilji nú aftur bæta ráð sitt. Skráður eigandi og titlaður rit- stjóri er Guðlaugur Hermanns- son fiskkaupandi. Þær upplýs- ingar voru ekki birtar fyrr en DV fór að grennslast fyrir um málið. DV ræddi við Guðlaug sem í fyrstu fór undan í flæmingi en kvaðst vera eigandi lénsins en neitaði allri aðkomu Jóhannesar að fjöl- miðlinum. Jóhannes hafði skrifað frétt á vef Fréttatímans án þess að nafn hans kæmi þar fram. Í mynd- skeiði þar sem fjallað var um að- gerðir sérsveitar í Faxafeni mátti heyra rödd Jóhannesar þar sem hann titlaði sig blaðamann. Þá var sagt að blaðamaður Fréttatímans, sem var Jóhannes Gísli hefði ver- ið á staðnum. Þá hefur Jóhannes kynnt sig sem blaðamann mið- ilsins. Nýr ritstjóri Fréttatímans, fiskkaupandinn Guðlaugur, ákvað að segja blaðamanni DV ósatt og fljótlega eftir samtalið var fréttinni breytt og birt yfirlýsing um að Jó- hannes hefði ákveðið að gefa Fréttatímanum myndskeiðið. „Hann er ekkert að vinna neitt við [Fréttatímann]. Ég veit ekki alveg hvaðan þú hefur það en hann er ekkert að vinna við þetta,“ sagði Guðlaugur þrátt fyr- ir að Jóhannes hefði verið titl- aður blaðamaður í fréttinni og hafi samkvæmt heimildum DV séð um fréttaskrif á vefinn. Vildi Gunnlaugur ekki upplýsa hvaða blaðamenn skrifa á Fréttatím- ann og sakaði blaðamann DV um árásir á nýjan miðil. DV ræddi við Jóhannes sem vildi í fyrstu ekki kannast við að starfa fyrir miðilinn. Hann viður- kenndi síðan að hafa starfað fyr- ir Fréttatímann. Óttaðist hann að vera dæmdur vegna vafasamrar fortíðar en kvaðst dreyma um að verða blaðamaður. Að sögn rit- stjóra verður framtíð Jóhannesar ákveðin í næsta mánuði. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.