Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1. Á G Ú S T 2 0 1 7 Stofnað 1913  183. tölublað  105. árgangur  DROTTNING ALLRA HLJÓÐFÆRA ÞJÓÐLÖG OG TANGÓ ÍSLENSKT LANDSLAG OG LISTSKÖPUN KVARTETTINN KURR 30 LJÓSMYNDIR 31HARMONIKUTÓNLEIKAR 12 Morgunblaðið/Ómar Heimsókn Erlendir ferðamenn á flakki.  Fjöldi mála vegna meintra brota á kjarasamningsbundnum rétt- indum starfsfólks, einkum ung- menna og útlendinga sem eru ný- komnir á vinnumarkaðinn, hefur komið inn á borð Eflingar stétt- arfélags í sumar. Tilvikum þar sem ekki eru greidd rétt laun eða rétt- indi brotin á einhvern hátt hefur því ekki fækkað þrátt fyrir mikið eftirlit og aukna umræðu um brota- starfsemi á vinnumarkaði. Koma flest málin úr veitinga- og gisti- húsageiranum að sögn Tryggva Marteinssonar, þjónustufulltrúa Eflingar. „Það er alveg gríðarlegur munur á þessu eftir atvinnugrein- um,“ segir Tryggvi. „Veitingageir- inn er mjög erfiður, en það er nán- ast viðburður ef maður þarf að senda bréf á verksmiðju eða stór og stöndug fyrirtæki sem við þekkjum. Það er alger undantekning ef ein- hverju er ábótavant þar.“ »8 „Gríðarlegur mun- ur“ á brotum eftir atvinnugreinum Niðurstöðunnar beðið » Hafrannsóknastofnun taldi í sumar ásættanlegt að leyfa allt að 71 þús. tonna fram- leiðslu á eldislaxi við landið. » Starfshópur um fiskeldi er að vinna úr þeirri niðurstöðu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umskipti hafa orðið í atvinnulífi sunn- anverðra Vestfjarða og skortir nú starfsfólk í mörgum greinum. Ástæð- an er ör vöxtur fiskeldis. Friðbjörg Matthíasdóttir, starf- andi bæjarstjóri Vesturbyggðar, seg- ir ungt fólk hafa snúið aftur. Víkingur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Arnarlaxi, segir hundruð nýrra starfa munu skapast á Vestfjörðum á næstu árum ef áform félagsins rætast. Arnþór Gústavsson, framleiðslustjóri hjá Arctic Fish, seg- ir félagið stefna á að þrettánfalda framleiðsluna. Indriði Indriðason, oddviti Tálkna- fjarðarhrepps, segir stjórnvöld svifa- sein hvað varðar fiskeldið. „Vandamál okkar er miðstýringin sem virðist vera orðin svo mikil í þessu öllu. Við erum alltof háðir ákvörðun- um annarra, eftirlitsstofnana og fleiri aðila suður í Reykjavík, hvað varðar uppbyggingu í fiskeldi. Því miður er- um við orðin áhorfendur að því sem á að gerast í okkar lífi og bíðum þess að mega gera hlutina í stað þess að geta farið og framkvæmt.“ Viðsnúningur fyrir vestan  Skortur er á starfsfólki á sunnanverðum Vestfjörðum  Fiskeldi skapar störf  Oddviti Tálknafjarðarhrepps gagnrýnir hægagang stjórnvalda varðandi fiskeldi MGerbreytt staða … »10  „Við höfum ekki tekið neinar töl- ur saman en júlímánuður lítur vel út hjá okkur,“ segir Tryggvi Mar- ínósson, framkvæmdastjóri tjald- svæðisins Hamra við Akureyri. „Þrátt fyrir að umferðin í júlí hafi verið nokkuð góð skiptir það litlu, enda er verslunarmannahelg- in í ágústmánuði og þá koma inn mestu tekjurnar.“ Víðast hvar á landinu er fjöldi þeirra sem heimsækja tjaldsvæðin svipaður og undanfarin ár. Á Borg- arfirði eystra hafa menn þó orðið varir við talsverða fjölgun frá síð- ustu árum. „Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá okkur, ég er ekki kominn með tölu fyrir mán- uðinn en tilfinning mín er sú að það sé um 20-30% aukning frá því í fyrra,“ segir Jón Þórðarson, sveit- arstjóri á Borgarfirði eystra. »6 Ásókn í tjaldsvæðin svipuð og í fyrra Bandaríska rokkhljómsveitin Red Hot Chili Peppers tryllti áhorfendur á tónleikum sem haldnir voru í Laugardalshöll í gærkvöldi. Mikil stemning myndaðist á tónleikunum og ljóst að áhorfendur skemmtu sér gríðarvel enda tók hljómsveitin mörg af sínum bestu lögum. »33 Morgunblaðið/Hanna Rokktónleikar af bestu gerð í höllinni  Hörður Jóhannesson og Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjórar hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu, munu láta af störfum hjá embættinu á næstunni. Mun Jón H.B. hefja störf hjá ríkissaksókn- ara, en fjárheimild verður færð frá lögregluembættinu til ríkis- saksóknara. Ekki verður ráðið í stöður Jóns H.B. og Harðar og í haust verða því engir aðstoðarlög- reglustjórar starfandi hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að stefnan sé að fækka yfirmannsstöðum hjá lög- reglunni til sparnaðar. »2 Engir aðstoðarlög- reglustjórar eftir  Vel viðraði í Reykjavík í ný- liðnum mánuði. Meðalhiti var 11,6 stig, sem gerir þá 11. sætið yfir hlýjasta júlí- mánuð á þessari öld. Úrkoman í borginni í júlí var undir meðallagi en sólskins- stundir nærri því. Í heild er niðurstaðan sú að júlí- mánuður í Reykjavík var kaldari en sami mánuður í fyrra en aftur á móti var ögn hlýrra á Akureyri en sömu daga fyrir ári. »8 Sólskinsstundir í júlí í meðallagi Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík- ur þess efnis að vísa frá dómi ógild- ingarkröfu Jóhannesar Rúnars Jó- hannssonar og Ástráðs Haralds- sonar á hendur íslenska ríkinu vegna skipunar dómara við Landsrétt. Hins vegar lagði Hæstiréttur fyrir héraðsdóm að taka viðurkenningar- kröfu Jóhannesar og Ástráðs til efn- islegrar meðferðar. Þá er niðurstaða Hæstaréttar að íslenska ríkið greiði tvímenningunum 800 þúsund krónur í málskostnað. Þeir Jóhannes og Ástráður voru meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og í hópi þeirra fimmtán sem dómnefnd taldi hæfasta í þau embætti. Þegar dóms- málaráðherra gerði tillögu til Al- þingis um hvaða umsækjendur skyldi skipa dómara við réttinn voru hvorki Jóhannes né Ástráður þar á blaði. Alþingi samþykkti tillögur ráðherra og ritaði forseti í framhald- inu undir skipunarbréfin fimmtán. Vegna þessa höfðuðu bæði Jó- hannes og Ástráður mál gegn ís- lenska ríkinu þar sem báðir fóru fram á ógildingu athafna ráðherra og í öðru lagi fóru þeir fram á við- urkenningu á skaðabótaskyldu rík- isins vegna þess tjóns sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir vegna þessa. Í þriðja lagi var farið fram á miska- bætur. Ástráður vildi ekki tjá sig um þessa niðurstöðu við Morgunblaðið í gær og ekki náðist í Jóhannes. Ógildingu var hafnað  Niðurstöðu héraðsdóms snúið að hluta af Hæstarétti Gleði Það er oft fjör á sumrin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.