Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 33

Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 33
Söngvari Red Hot Chili Peppers Anthony Kiedis hefur verið í sveitinni frá byrjun og tryllti áhorfendur. Morgunblaðið/Hanna » Góð stemning ríkti í Nýju-Laugardalshöllinni í gær- kvöldi þegar Red Hot Chili Peppers tróð þar upp við mik- inn fögnuð viðstaddra eftir upphitun íslensku sveit- arinnar Fufanu. Liðsmenn Red Hot Chili Peppers, söngvarinn Anthony Kiedis, bassaleikarinn Flea, trommu- leikarinn Chad Smith, gít- arleikarinn og Josh Klinghof- fer, eru þekktir fyrir að fara hamförum á sviðinu. Sveitin er ein af farsælustu rokk- böndum sögunnar. Hún hefur selt yfir 60 milljón plötur og unnið sex Grammy-verðlaun. Kátt í Laugardalshöllinni á tónleikum Red Hot Chili Peppers Trommuleikari Chad Snith mundaði kjuðana alvarlegur á svip. Skemmtun Áhorfendur lifðu sig inn í tónlistina og voru með á nótunum. Bassaleikari Flea er alltaf í stuði og kann lagið á strengjunum. MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017 Óskarsverðlaunaleikarinn Geoffrey Rush túlkar svissneska myndlistar- manninn Alberto Giacometti í myndinni Final Portrait í leikstjórn Stanley Tucci sem tekin verður til almennra sýninga nú í ágúst. Myndin gerist að stærstum hluta 1964 í vinnustofu listamannsins í París. Reynt var að endurskapa vinnustofuna í sem nákvæmastri mynd og þar nutu útlitshönnuðir aðstoðar Giacometti-stofnunarinnar í París. Ílangar fígurur Giacometti þykja meðal meistaraverka 20. aldar og var ein þeirra seld fyrir 141 milljón dala (um 14,5 milljarðar ísl. kr.). Verk listamannsins eru afar eft- irsótt og því hafa menn freistast til að falsa þau í gróðraskyni. Sam- kvæmt frétt The Guardian þurfti að endurskapa hundruð listaverka Giacometti fyrir ofangreinda mynd, sem síðan voru öll eyðilögð að tök- um loknum að kröfu Giacometti- stofnunarinnar. „Við urðum að eyðileggja allar stytturnar. [Stofnunin] þarf að vernda orð- spor listamanns- ins. Við skiljum það fullkomlega,“ segir Gail Egan framleiðandi við Observer. Rush segir myndina hafa notið góðs af gjöfulu samstarfi við Giaco- metti-stofnunina. Segir hann það hafa veitt sér mikinn innblástur að skoða upptökur frá fimmta áratug síðustu aldar af Giacometti að störf- um þar sem listamaðurinn „vann gagntekinn af miklum eldmót á vinnustofu sinni. Hún var öll í óreiðu, skítug en virkaði vel og full af verkum í vinnslu […] Ég fór jafnvel að trúa því að ég hefði í reynd skapað öll þessi verk.“ Farga eftirlíkingum Geoffrey Rush BÍÓ áþriðjudögum í Laugarásbíó 750 á allarmyndir nema íslenskar kr. FRÍ ÁFYLL ING Á GOS I Í HLÉI SÝND KL. 8 SÝND KL. 4, 7, 10 SÝND KL. 8, 10 SÝND KL. 10.20 ÍSL. 2D KL. 4, 6 ENSK. 2D KL. 4, 6 Skólar & námskeið fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 18. ágúst NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 14. ágúst. SÉRBLAÐ Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu valkosti sem í boði er fyrir þá sem stefna á að auka við þekkingu sína og færni í haust og vetur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.