Morgunblaðið - 01.08.2017, Side 2

Morgunblaðið - 01.08.2017, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Það er fátt notalegra en að setjast út í guðs- græna náttúruna með bók í hendi og baða sig í geislum sólarinnar. En það er einmitt það sem þessi kona var að gera þegar ljósmyndari átti leið um Grasagarðinn í Reykjavík. Skammt frá voru tvær grágæsir á sundi, e.t.v. voru þær á höttunum eftir einhvers konar matargjöf, en héldu sig þó í öruggri fjarlægð þann tíma sem konan var með athyglina á bókinni. Höfuðborgarbúar hafa notið þess að baða sig í geislum sólar að undanförnu Morgunblaðið/Hanna Með bók undir sólríkum himni Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Tveir aðstoðarlögreglustjórar hjá Embætti lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu munu á næstunni láta af störfum, þeir Hörður Jóhann- esson og Jón H.B. Snorrason. Eru þeir báðir skipaðir af ráðherra eftir eldra fyrirkomulagi og verða skip- anir þeirra felldar niður. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er nú unnið að gerð starfs- lokasamnings Harðar hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu, en hann hefur verið í veikindaleyfi frá því í nóvember á síðasta ári. Að sögn Sigríðar Bjarkar Guð- jónsdóttur, lögreglustjóra á höfuð- borgarsvæðinu, verður ekki ráðið í störf þeirra Jóns H.B. og Harðar að svo stöddu. Þá hefur enginn sinnt stöðu Harðar frá því í nóvember, en Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfir- maður ákærusviðs, verður hins veg- ar staðgengill Jóns H.B. Alda Hrönn Jóhannsdóttir var ráðin inn tímabundið sem aðstoðar- lögreglustjóri árið 2015 vegna átaks í heimilisofbeldismálum. Að sögn Sig- ríðar Bjarkar mun hún að líkindum snúa aftur til fyrri starfa sem yfir- lögfræðingur hjá lögreglunni á Suð- urnesjum í haust. Yfirmönnum markvisst fækkað Spurð hvers vegna ekki verði skip- að í stöðurnar segir Sigríður Björk að um sparnaðaraðgerðir sé að ræða. Ekkert lögregluembætti, annað en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, hafi nýtt heimild til að hafa aðstoð- arlögreglustjóra. „Ríkislögreglustjóri má hafa tvo aðstoðarríkislögreglustjóra. Hann hefur ekki nýtt það frá árinu 2009. Suðurnesin hafa ekki nýtt þetta heldur,“ segir hún. „Við höfum verið að berjast við að nýta fjármunina eins og við getum og höfum verið að fækka yfirmönn- um. Við höfum t.d. ekki ráðið annan í staðinn fyrir Egil Bjarnason, sem er að hætta sem yfirmaður í almennri deild, heldur tekur annar á sig hans skyldur,“ segir hún. Fjárheimild færð á milli staða Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins verða fjárheimildir færðar milli málaflokka innan dómsmála- ráðuneytisins vegna vistaskipta Jóns H.B. Snorrasonar. Þannig færist fjárheimildin frá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara þegar hann hefur störf þar. Hjá ríkissaksóknara mun Jón H.B. meðal annars sinna fræðslu og símenntun fyrir ákærendur, en að sögn Sigríðar Bjarkar munu ákær- endur lögreglunnar njóta góðs af störfum hans. Munu báðir hætta störfum  Tveir aðstoðarlögreglustjórar láta af störfum  Ekki verður ráðið í stöðurnar  Unnið að starfslokasamningi  Fjárheimild verður færð til vegna vistaskipta Hörður Jóhannesson Jón H.B. Snorrason Alfons Finnsson Ólafsvík Miklar framkvæmdir hafa verið í Snæfellsbæ í sumar. Kristinn Jónsson bæjarstjóri segir Landsnet m.a. vera að leggja streng milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur auk þess sem ljósleiðari verður lagður í Fróðárhrepp. „Einnig er verið að leggja ljósleiðara á sunnanverðu nesinu, auk þess sem Rarik er að leggja jarðstreng frá Gröf að Hellnum, og einnig ljósleiðara á þeim kafla. Þannig að það verður lagður ljósleiðari frá Stekkjar- völlum að Malarrifi,“ segir Kristinn og bætir við að malbiksframkvæmdir séu einnig hafnar. Þannig verða bílastæði og nokkrar götur malbikuð, en í samstarfi við Vegagerðina verður einnig göngustígurinn milli Ólafs- víkur og Rifs malbikaður. Þá mun bæjarfélagið sjá um malbiksframkvæmdir á göngustígnum á milli Rifs og Hellissands. Kristinn segir að unnið sé að stækkun á tjaldstæðinu á Hellissandi og einnig séu miklar fram- kvæmdir á höfninni á Rifi svo og hjá einkaaðilum. Í haust er svo fyrirhugað að leggja gervigras á Ólafsvík- urvöll og munu þær framkvæmdir kosta um 150 millj- ónir króna. Að sögn Kristins verður þjónustan á tjaldstæðunum á Hellissandi og í Ólafsvík aukin með þráðlausu neti. Framkvæmdir í Snæfellsbæ  Malbikun, jarðstrengur og ljósleiðari meðal verkefna Morgunblaðið/Alfons Vinna Starfsmenn Kraftfags malbika á Hellissandi. Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar fram- tíðar, Björt Ólafs- dóttir, viðurkennir að hafa sýnt af sér dómgreindarleysi þegar hún lét taka af sér auglýs- ingamynd fyrir vinkonu sína í sal Alþingis. Var ráðherra þá íklædd síðkjól fyrir breska fatafyrirtækið Galvan, sem vinkona hennar starfar fyrir. Ekki er leyfilegt að taka myndir í þingsal Alþingis skv. reglum þess og jafnframt kveður á um í siðareglum al- þingismanna að „þingmenn skuli ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, nýta þá að- stöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti og ekki nýta op- inbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra“. Ráðherra gerði í byrjun lítið úr mál- inu, en hefur nú beðist afsökunar á facebooksíðu sinni. Ekki náðist í ráð- herra við vinnslu fréttarinnar. ernayr@mbl.is Dómgreind- arleysi í þingsal Björt Ólafsdóttir  Var að gera vin- konu sinni greiða Björgunarsveitir á sunnanverðum Vestfjörðum fóru síðdegis til að- stoðar frönskum ferðamanni sem var í sjálfheldu vestan við Rauða- sand, þar sem heitir Brekkuhlíð. Með gögnum úr farsíma var hægt að finna út nákvæmlega hvar mað- urinn var staddur og ákveða björg- unaraðgerðirnar út frá þeim upp- lýsingum. Frakkinn fannst fljótlega eftir að björgunarmenn mættu á svæðið og var svo fluttur á brott með þyrlu á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Ljósmynd/Ástþór Skúlason Frakka bjargað úr sjálfheldu vestra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.