Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 19

Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017 Á ferðinni Það getur reynst mörgum erfitt að komast leiðar sinnar í Reykjavík og jafnvel kort geta vafist fyrir ferðalöngum vegna þess að merkingar geta verið misvísandi. Kristinn Magnússon Umræða fer vaxandi um komu flóttamanna hingað til lands en er þó óveruleg miðað við það sem heyra má í erlendum fjölmiðlum, ekki síst þýskum, en þar er af- staðan til innflytjenda eitt helsta átakaefnið í aðdraganda þing- kosninga að hausti. Bakgrunn- urinn er ekki síst flótta- mannabylgja ársins 2015, þegar til Þýskalands kom hátt í ein milljón manna án gildra skilríkja, aðallega frá átakasvæðum í nálægum Aust- urlöndum. Enn glíma þýsk stjórnvöld og stofnanir við að greina á milli hafra og sauða í þeim hópi og ekki hafa ítrekuð hryðjuverk bætt úr skák. Með umdeildum samningum ESB við Tyrki og lokun landamæra Ung- verjalands, Króatíu og Austurríkis var að mestu skorið á komu flóttafólks úr þessari átt. Þá tók við og jókst hins vegar stöðugur straumur flóttamanna á yfirfullum bátum, að- allega frá Líbíu, norður yfir Miðjarðarhaf. Ítölsk stjórnvöld stynja eðlilega yfir því álagi sem af þessu hlýst, á meðan ekkert sam- komulag hefur náðst innan ESB um dreifingu á þessum fjölda milli aðildarríkja. Þetta er þó aðeins upphafið að glímu við langtum stór- felldari vanda, sem fara mun vaxandi svo langt séð verður. Ástæðurnar eru einkum þrí- þættar:  Gífurlega ör fjölgun jarðarbúa, fyrst og fremst í fátækum löndum, ekki síst í Afríku sunnan Sahara.  Umhverfisröskun vegna loftslagsbreytinga af manna- völdum, þrátt fyrir fyrirhug- aðar en óvissar gagnaðgerðir skv. Par- ísarsamkomulaginu.  Arðrán í skjóli alþjóðavæðingar fjár- magns og viðskipta og tilfærsla auðs og eigna í vasa örfárra. Stærsta áskorunin til þessa Allir eru þessir þættir samtvinnaðir og valda því að mannkynið sem heild fjarlægist óðum það markmið sem skilgreint hefur verið sem sjálfbær þróun. Flóttamannstraumurinn sem birtist okkur upp á síðkastið á sér eink- um tvenns konar rætur: Styrjaldarátök eins og þau sem geisað hafa fyrir botni Miðjarð- arhafs og vaxandi fjölda fólks einkum frá Afr- íkulöndum sem leitar að skárri lífskjörum, þá fyrst og fremst í Evrópu vestanverðri. Kom- ist á sæmilegur friður mun þeim væntanlega fækka sem flýja styrjaldarógnir, en þrýst- ingur af efnahagslegum toga mun halda áfram að vaxa svo lengi sem mismunun í lífs- kjörum helst í svipuðum mæli og nú er eða verður þaðan af meiri. Alþjóðlegar reglur svo sem Dyflinarreglugerðin sem Ísland er aðili að gera skýran greinarmun á þessu tvennu, þótt erfitt geti verið að greina á milli skara flóttamanna og margir reyni að villa á sér heimildir. Ekki bætir úr skák að stór hópur braskara gerir sér flóttamenn að féþúfu, m.a. þeir sem gera út bátskrifli til að flytja fólk yf- ir Eyjahaf og Miðjarðarhaf. Skýr hliðstæða vestanhafs er ólöglegur flutningur fólks frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Mannúðin okkar manna … Eðlileg og mannleg viðbrögð eru að vilja hjálpa fólki í neyð og er skammt að leita hér- lendis að fórnfýsi í þá veru, hvort sem um er að ræða ferðamenn í vanda eða þá sem berja að dyrum og óska eftir hæli. Hitt er jafnljóst að slík viðbrögð ein og sér duga skammt með vaxandi fjölda hælisleitenda og geta skjótt snúist í andhverfu sína sé ekki vandað til verka og þess gætt að fylgja samræmdum reglum. Um þetta vitna m.a. viðbrögð gagn- vart flóttamönnum í grannlöndum okkar í Skandinavíu þar sem reglur hafa verið hertar að undanförnu gagnvart hælisleitendum og klippt á Schengen-kerfið tímabundið, bæði í Danmörku og Svíþjóð. Útlendingaeftirlitið sem fer með afgreiðslu mála hérlendis lögum samkvæmt hefur þurft að fjalla um hæl- isumsóknir sístækkandi hóps frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu sem samkvæmt mats- reglum teljast til öruggra ríkja andstætt stríðshrjáðum löndum. Fram hefur komið að umsóknum frá Albaníu hefur undantekning- arlaust verið hafnað í Noregi. Skýringar eru vandfundnar á fjölda hælisleitenda frá Alban- íu hingað til lands, nema ef vera kunni inn- grip Alþingis fyrir fáum árum sem veitti ís- lenskan ríkisborgararétt tveimur fjölskyldum sem Útlendingastofnun hafði vísað frá og komnar voru til síns heima. Sú fiskisaga flaug víða. Ísland marki eigin innflytjendastefnu Að mínu mati var það rangt skref af Ís- lands hálfu um síðustu aldamót að gerast óburðugt viðhengi að Schengen-regluverkinu. Forgöngu um það hafði þáverandi forysta Framsóknarflokksins sem á þeim tíma stefndi leynt og ljóst að aðild Íslands að ESB. Að- stæður hér eru allt aðrar landfræðilega en t.d. í Noregi með sín löngu sameiginlegu landamæri við Svíþjóð. Fyrir Ísland sem ey- land er farsælast að Alþingi móti eigin reglur, að sjálfsögðu með hliðsjón af alþjóðaumhverf- inu. Vænlegast er að vinna að víðtækri stefnumörkun um flóttamenn gegnum Sam- einuðu þjóðirnar, og Ísland ætti að sjá sóma sinn í að hækka nú þegar framlag sitt til þró- unaraðstoðar í 0,7% af vergri þjóðarfram- leiðslu eins og samþykktir SÞ mæla fyrir um. Jafnframt eigum við að búa sem best að hæl- isleitendum sem hér fá landvist og tryggja innflytjendum, ekki síst börnum, sem bestar aðstæður til aðlögunar í samfélaginu. Eftir Hjörleif Guttormsson »Mannkynið sem heild fjarlægist óðum það markmið sem skilgreint hefur verið sem sjálfbær þróun. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Flóttamannavandinn – Alþingi marki framtíðarstefnu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.