Morgunblaðið - 01.08.2017, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017
Við erum hérna stórfjölskyldan í skíðaskála í Frönsku Ölpunum,nálægt Annecy og ætlum að eyða vikunni saman. Í dag ætlumvið að skemmta okkur og fara út að borða,“ segir Sigursteinn
Hákonarson sem á 70 ára afmæli í dag.
Sigursteinn er sjálfur Steini í hljómsveitinni Dúmbó og Steini og er
söngvari sveitarinnar. Dúmbó og Steini héldu tónleika í Hörpu og víð-
ar fyrir fjórum árum í tilefni af 50 ára afmæli sveitarinnar. „Við gerð-
um ekkert meira í framhaldi af því, en við höldum alltaf sambandi og
komum saman eina helgi á ári ásamt konunum okkar og leikum okk-
ur.“ Steini, eins og hann er ávallt kallaður, hefur alltaf verið viðloð-
andi sönginn og verið í Kór Akraneskirkju í fjöldamörg ár. Hann var
einnig í söngsveitinni Sólarmegin og er núna í Kalmanskórnum, sem
er kammerkór kirkjukórsins. „Kirkjukórinn er í sumarfríi en það er
alltaf eitthvað í gangi hjá Kalmanskórnum, við sungum á Þjóðlagahá-
tínni á Siglufirði núna í sumar og í Kakalaskála í Skagafirði.“
Steini er formaður kirkjukórsins og hefur verið það í mörg ár, en
hann hefur verið duglegur í félagsmálunum á Akranesi, starfaði mik-
ið fyrir íþróttahreyfinguna og núna er hann formaður Kiwanis-
klúbbsins Þyrils. „Það er mjög gefandi að hafa eitthvað að gera þegar
maður er hættur að vinna,“ en Steini er rafvirkjameistari að mennt
og var lengi verksmiðjustjóri hjá Granda og vann síðast hjá Orkuveitu
Reykjavíkur.
Eiginkona Steina er Sesselja Hákonardóttir, fyrrverandi stuðnings-
fulltrúi í Grundaskóla. Börn þeirra eru Hákon sálfræðingur, deildar-
stjóri hjá Reykjavíkurborg, Júlía, framkvæmdastjóri Katla Travel, en
hún býr í München, Sigurður, iðjuþjálfi og ráðgjafi hjá VIRK og var í
síðasta Íslandsmeistaraliði ÍA og Guðrún Bergmann, sameinda-
líffræðingur- og tölvunarfræðingur, og starfar í Bandaríkjunum en
býr á Englandi.
Í Thônes Steini ásamt barnabörnum sínum. Á myndina vantar eitt
þeirra, Arnór, en hann er upptekinn með félagi sínu, IFK Norrköping.
Alltaf í söngnum
Sigursteinn Hákonarson er sjötugur í dag
S
igurvina Samúelsdóttir
fæddist 1. ágúst 1937 í Bæ
í Trekyllisvík á Ströndum.
Hún fékk berkla og var
flutt ársgömul á sjúkra-
húsið á Ísafirði. Þar dvaldi hún til níu
ára aldurs og fékk gælunafnið Vinsý,
sem hefur fylgt henni síðan.
Vinsý kom heim í Árneshrepp 1946
og ólst upp á Seljanesi og Dröngum.
Hún hleypti heimdraganum 1955,
starfaði við sjúkrahúsin á Ísafirði og
Keflavík og fór kokkur á síldarbát
eina vertíð. Hún fór til ráðskonu-
starfa í Rangárvallasýslu 1958, en
settist að á Hellu 1960 og hefur búið
þar síðan. Vinsý starfaði um árabil
hjá Tjaldborg hf. en keypti fyrirtækið
Vörufell 1982. Framan af var hún
með fyrirtækið heima en 1995 opnaði
hún blóma- og gjafavöruverslunina
Hjá Vinsý.
Vinsý gekk í Barnaskólann á Finn-
bogastöðum. Hún sótti einnig fjölda
námskeiða m.a. í bókhaldi, rekstri,
tungumálum og tónlist.
Vinsý hefur tekið mikinn þátt í fé-
lagsstörfum, meðal annars í Skóg-
ræktarfélagi Rangæinga og ITC og
sinnt þar stjórnarstörfum. Hún söng
einnig í kirkjukór Oddakirkju og
kvennakórnum Ljósbrá.
Vinsý og Erlingur lögðu stóran
hluta af ævistarfi sínu í ræktun og
verndun lands. Þau voru sannir land-
græðslumenn sem ávallt hugsuðu um
að landinu skyldi skila í betra ástandi
til komandi kynslóða. Þau tóku á
leigu land hjá Rangárvallahreppi um
1980, svartan sand, sem þau lögðu
hug sinn og hjarta í að græða upp.
Þar eru í dag grænar grundir og
fagrir skógar. Þessi fallegi staður er
kallaður Gulllandið og er stórfjöl-
skyldunni dýrmætur, þar hefur hún
átt sínar hátíðarstundir í starfi og leik
í gegnum árin.
Annað stórt áhugamál þeirra hjóna
Sigurvina Samúelsdóttir (Vinsý), framkvæmdastj. á Hellu – 80 ára
Strandir og Drangaskörðin í baksýn Aftari röð: Selma Samúelsdóttir, Vinsý, Ingibjörg, Samúel Örn, Margrét
Katrín og Anna Kristín. Fremri röð: Ásgerður Magnúsdóttir systurdóttir og Hólmfríður.
Hesta- og landgræðslu-
kona af Ströndunum
Fjölskyldan Vinsý, Erlingur, börn og tengdabörn á 75 ára afmæli Vinsýjar.
Noregur Eldar Arn-
kværn fæddist þann 26.
mars 2017 í Skien í Nor-
egi. Hann var 15 merkur
og 52 cm að lengd. For-
eldrar hans eru Bryn-
hildur Baldursdóttir og
Sindre Arnkværn.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is