Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 8

Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017 Í Reykjavíkurbréfi helgarinnar,sem skrifað er á föstudegi, var gefið til kynna að heitt væri orðið undir Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins. Fáeinum mínútum áður en bréfið fór í prentun var til- kynnt að Priebus væri á bak og burt.    UpplýsingastjóriHvíta hússins, Scaramucci, hafði hellt eindæma fúk- yrðum yfir Priebus, öllu verri en verstu íslensku nettröllin myndu treysta sér til að láta frá sér, nema við allra há- tíðlegustu tæki- færi.    Trump réð fjögurra stjörnuhershöfðingja til að koma á reglu, ekki ólíkt því sem Nixon gerði við sínar erfiðu aðstæður.    Nú er Trump búinn að rekaScaramucci upplýsinga- stjóra, í rauninni áður en hann var formlega byrjaður.    Eiginkona Scara varð á undanTrump, þótt fljótur sé, og krafðist skilnaðar við upplýs- ingastjórann. Þau höfðu eignast dreng fimm dögum áður og Scari lét sér nægja að senda frúnni sms með góðum óskum og leit svo til hennar þegar hann mátti vera að, tæpri viku síðar.    Áður en Trump fór í forsetannstjórnaði hann vinsælum sjónvarpsþætti sem náði hápunkti í hvert sinn með því að Trump rak einn af þátttakendunum.    Það er gott að vita að kappinnhefur engu gleymt. Donald Trump Lekinn, skekinn og loks rekinn STAKSTEINAR John Kelly Veður víða um heim 31.7., kl. 18.00 Reykjavík 15 léttskýjað Bolungarvík 11 heiðskírt Akureyri 15 léttskýjað Nuuk 10 þoka Þórshöfn 15 alskýjað Ósló 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 21 skýjað Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 21 skýjað Lúxemborg 24 skýjað Brussel 23 heiðskírt Dublin 15 skúrir Glasgow 15 rigning London 20 skýjað París 23 alskýjað Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 24 skýjað Berlín 28 heiðskírt Vín 32 heiðskírt Moskva 24 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 34 heiðskírt Barcelona 28 léttskýjað Mallorca 31 léttskýjað Róm 33 heiðskírt Aþena 29 heiðskírt Winnipeg 28 léttskýjað Montreal 25 skýjað New York 24 heiðskírt Chicago 25 heiðskírt Orlando 26 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:37 22:33 ÍSAFJÖRÐUR 4:20 22:59 SIGLUFJÖRÐUR 4:02 22:43 DJÚPIVOGUR 4:01 22:08 Þrátt fyrir kvart og kvein virðist júlímánuður ætla að koma ágætlega út hvað veð- urfar snertir, fyrst og fremst fyrir norðan og austan. Þegar einn dagur lifði af júlí var meðalhiti í Reykjavík kominn í 11,6 stig, +1,0 stig ofan meðallags 1961-1990, en -0,6 neðan meðallags síðustu tíu ára. Mánuðurinn er í 11. sæti á hlýindalista aldarinnar, en í því 36. á langa listanum, en til hans teljast veðurmæl- ingar í 142 ár. Þetta kemur fram í samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings. Úrkoman er nokkuð undir meðallagi en sól- skinsstundafjöldi nærri meðallagi. Á Akureyri er meðalhiti þessara 30 daga 12,7 stig, +2,2 ofan meðalllags 1961-1990 og +1,5 ofan meðallags síðustu tíu ára. Er mán- uðurinn sá 4. hlýjasti í þau 82 ár sem sam- felldar daglegar mælingar ná yfir. Úrkoman þar er um tveir þriðju hlutar meðalúrkomu. Að tiltölu (miðað við síðustu tíu ár) hefur verið hlýjast í Ólafsfirði og á Akureyri, vikið +1,5 stig, en kaldast hefur verið á Reykjanes- fjallgarðinum. Skarðsmýrarfjall enn neðst á listanum, í vikinu -0,9 stig og Bláfjöll í -0,8 stig- um. „Ætli þetta verði ekki að teljast nokkuð hag- stætt allt saman þegar upp er staðið,“ spyr Trausti. Júlímánuður nú er nokkru kaldari í Reykja- vík en sami mánuður í fyrra en hlýrri á Ak- ureyri. Í fyrra mældist meðalhiti í júlí í Reykja- vík 12,5 stig en á Akureyri 10,7 stig. sisi@mbl.is Júlí kemur vel út eftir allt saman  Úrkoman í borginni undir meðallagi  Mánuðurinn sá 4. hlýjasti á Akureyri Trausti Jónsson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Lítið virðist hafa dregið úr brotum á vinnumarkaði, einkum í veitinga- og gistihúsageiranum, þar sem ekki eru greidd rétt laun eða kjör starfsmanna eru langt undir kjara- samningsbundnum réttindum þrátt fyrir aukið eftirlit, ef marka má fjölda mála sem koma inn á borð stéttarfélagsins Eflingar í sumar. „Þetta er ósköp svipað og verið hefur. Það fjölgar skólakrökkum á vinnumarkaði yfir sumarið, en það eru þeir sem ráða sig tímabundið og þekkja ekki sín réttindi sem oft- ast verða fyrir svindlinu. Það eru líka nýir útlendingar á vinnumark- aðinum sem ekki þekkja til hér sem eru veikastir fyrir og lenda helst í þessu,“ segir Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá Eflingu. „Umsvifin eru mikil og það er mikið um brot,“ segir hann. Liggja vel við höggi Hann segir mikinn fjölda slíkra mála koma til kasta félags- ins. Erfitt geti þó reynst að ná til unga fólksins, sem er kannski ekki vel að sér um réttindin og liggi því vel við höggi. „Þó er alltaf eitthvað um að þau komi til okkar á haustin. Þá vita þau að það hefur verið brotið á þeim en leita svo leiðréttingar á haustin,“ segir hann. Hann segir að síður sé brotið á fullorðnu fólki, það eigi líka við um útlendinga sem hafa unnið hér lengi og þekkja rétt sinn. „Þeir gera þá athugasemdir við það. At- vinnuástandið er gott og menn eru óhræddir við það. Munur á atvinnugreinum Það er alveg gríðarlegur mun- ur á þessu eftir atvinnugreinum,“ segir Tryggvi. „Veitingageirinn er mjög erfiður, en það er nánast við- burður ef maður þarf að senda bréf á verksmiðju eða stór og stöndug fyrirtæki sem við þekkjum. Það er alger undantekning ef einhverju er ábótavant þar,“ segir hann. Spurður hver séu algengustu brotin segir Tryggvi algengt að greidd séu lægri laun en samningar kveða á um, orlofinu sé sleppt, starfsmenn fái ekki alla unna tíma greidda, ekki séu gefnir út launa- seðlar og jafnvel ekki staðin skil á gjöldum vegna starfsmanna o.s.frv. – Hvernig gengur að fylgja þessum málum eftir? „Við náum yfirleitt að inn- heimta þetta ef menn bregðast ekki alltof seint við. Í versta falli greiðir ábyrgðarsjóður launa launin ef lýst er yfir gjaldþroti, en það eru nokkrir sem leika það og láta þá ríkið borga fyrir sig launin. En þetta hefst ef menn eru ekki mjög kærulausir. Það mega ekki líða mörg ár frá því að brotið er á mönnum og þar til þeir koma til stéttarfélagsins,“ segir hann og minnir á nauðsyn þess að heimilt verði að sekta síbrotamenn á vinnu- markaðinum. Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn Tryggvi Marteinsson hjá Eflingu segir algengt að greidd séu lægri laun en samningar kveða á um og orlofinu sé sleppt. „Umsvifin eru mikil og það er mikið um brot“ Brýna félagsmenn » Starfsgreinasambandið hefur séð ástæðu til að brýna fyrir félagsmönnum í ferðaþjón- ustu að kynna sér vel réttindi þegar unnin er vaktavinna » „Þurfi að lengja skipulagða vakt vegna t.d. tilfallandi verk- efna, þarf að greiða sérstaklega fyrir lenginguna. Það getur ver- ið yfirvinna á yfirvinnutíma eða dagvinna á dagvinnutíma,“ seg- ir m.a. á vefsíðu SGS. » „Starfsmaður skal fá greitt fyrir skipulagða vakt til enda, þó honum sé boðið að fara heim vegna verkefnaskorts.“  Efling fær fjölda réttindamála í sumar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.