Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 36

Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 213. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Eigandi jeppans á Esjunni … 2. „Veit ekki hvað mönnum …“ 3. Vilja aðstoða lögreglu … 4. Sýndi dómgreindarleysi … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Árstíðir og Magnús Þór Sigmunds- son kynna á tónleikum á Café Rosen- berg í kvöld væntanlega plötu. Hún inniheldur lög Magnúsar sem fæst hafa áður litið dagsins ljós. Árstíðir unnu með Magnúsi við útsetningu laga og eru upptökur á lokastigi. Kynna væntanlega plötu á Rosenberg  Ösp Eldjárn fagnar plötunni Ta- les from a poplar tree á útgáfu- tónleikum í Frí- kirkjunni í Reykja- vík annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21. Með Ösp leika Örn Eldjárn, Helga Ragnarsdóttir, Valeria Pozzo og Þórdís Gerður Jónsdóttir. Ösp fagnar útgáfu plötu í Fríkirkjunni  Kvartett saxófónleikarans Óskars Guðjónssonar leikur á Kex hosteli í kvöld kl. 20.30. Kvartettinn skipa auk Óskars þeir Eyþór Gunnarsson á pí- anó, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Þeir munu taka í sundur og setja aftur saman lög sem einhverjir hafa kannski heyrt áður, en aðrir ekki, í út- setningum sem enginn veit hvernig munu hljóma. Aðgang- ur er ókeypis. Kvartett Óskars Guðjónssonar á Kex Á miðvikudag Hæg breytileg átt eða hafgola, skýjað með köflum og stöku skúrir S-til, en bjart nyrðra. Hiti 10 til 17 stig, en 7 til 11 austanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og stöku skúrir S-til. Hiti 10 til 18 stig, en heldur sval- ara austast. VEÐUR Valsmenn eru komnir með átta stiga forskot í Pepsi- deild karla í knattspyrnu eftir að þeir gjörsigruðu Skagamenn, 6:0, á Hlíð- arenda í gærkvöld. Þetta er versta tap ÍA í sögu félags- ins í efstu deild. KR vann Víking frá Ólafsvík 4:2 í bráðfjörugum leik og er komið í baráttuna um Evr- ópusæti. Breiðablik vann Fjölni og Víkingur R. vann Grindavík. »1-4 Versta tap í sögu Skagamanna „Við höfum heyrt það í umræðum í fjölmiðlum að það sé mikið í húfi peningalega fyrir félagið. Það er nokkuð sem við leikmennirnir erum ekkert að hugsa um. Við sem íþrótta- menn lítum bara á þetta sem tæki- færi til að gera eitthvað sem hef- ur ekkert verið gert áður af ís- lensku liði,“ seg- ir FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson sem býr sig undir mik- ilvægan leik gegn Maribor frá Slóveníu annað kvöld. »4 Lítum á þetta sem tæki- færi en ekki peninga „Það hafa verið þreifingar í allt sumar um að ég sé á förum frá Hammarby. Hammarby hafði tækifæri til að fá Wil- and núna og það er bara allt í lagi fyrir mig. Það gerir stöðu mína vonandi léttari að fara til annars liðs og það er bara í vinnslu. Eins og staðan er núna eru viðræður í gangi við aðra klúbba,“ segir Ögmundur Kristinsson, lands- liðsmarkvörður í knattspyrnu. »1 Vonandi léttara að fara til annars liðs ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fararstjórinn er á sinn hátt leikari. Er allan daginn í persónuhlutverki, heldur langar og stuttar ræður, þarf að kunna að halda uppi góðri stemn- ingu, vekja athygli og áhuga sam- ferðamanna, ná tökum á hópnum og kunna líka að þegja á milli. Og svona keyrir maður sig áfram á adrenalín- inu allan daginn og er, satt að segja, alveg sprunginn þegar kemur í áfangastað að kvöldi,“ segir Kristinn R. Ólafsson leiðsögumaður. Í líðandi viku er hann í sinni sjöttu hringferð um landið á þessu sumri, fór fjórar fyrstu ferðirnar réttsælis – það er frá Reykjavík og norður um land – en er nú að taka aðra ferðina af fjórum rangsælis. Geri aðrir bet- ur. Leiðsögumaðurinn er þjóð- kunnur. Eða hver kannast ekki við hinn orðhaga fréttaritara sem í meira en 30 ár sagði í Ríkis- útvarpinu tíðindi frá Spáni með sinni hvellu og glaðværu rödd. „Þetta er Kristinn R. Ólafsson í Madríd,“ var sagt og fólk komst varla hjá því að leggja við hlustir. Kristinn var bú- settur á Spáni frá 1977 til 2012 og á útvarpsvaktinni nær allan þann tíma. Fyrir fimm árum flutti hann svo heim og gerðist meðal annars leiðsögumaður og er á þeim vett- vangi fyrst og síðast í ferðum með Spánverja þótt hann bregði líka fyr- ir sig enskunni ef því er að skipta. Halda ekki vatni yfir vatni „Ég þekki Spánverjana, veit til dæmis að í upphafi ferðar þarf að venja þá á stundvísi svo að engin grið eru gefin í þeim efnum í fyrstu. Og þetta tekst yfirleitt. Og húmor þeirra spænsku er líkur þeim ís- lenska, hygg ég. Byggist í grundvall- aratriðum á því að tala illa um náungann og klæmast svolítið,“ seg- ir Kristinn og hlær við. „Fólk er ánægt eftir ferðirnar hjá mér, þótt ég segi sjálfur frá, og dol- fallið yfir Íslandi, fjölbreytileika náttúrunnar, síbreytilegri birtunni, jöklunum, söndunum, hraununum. Það er annars merkilegt með Spán- verja að þeir halda bókstaflega ekki vatni yfir öllu vatninu á Íslandi og falla nánast í algleymisdá við hvern foss sem við komum að. Í þessari hringferð sem nú stendur náðum við að skoða Gullfoss og Faxa í Tungu- fljóti fyrsta daginn – sá síðarnefndi var „óvænta“, það er utan dagskrár og aukagetu. Á degi tvö sáu þau Seljalandsfoss, Skógafoss og Svarta- foss í Skaftafelli og síðan var „stór- óvænta“ dagsins að koma að Svína- fellsjökli. Einhverjir fossar eiga svo eftir að bætast við, en í ferðunum skýt ég alltaf inn nokkrum óvæntum stöðum sem ekki eru tilteknir í skipulagðri dagskrá.“ Betra að fara á móti sól Kristinn segir að sér falli jafnan betur en hitt að fara hringinn á röngunni og á móti sól. Þá er fyrsti dagurinn tekinn svolítið bratt; far- inn er Gullni hringurinn, það er komið á Þingvelli, Geysi og síðan að Gullfossi. Með þessu fær fólk mikið strax í upphafi ferðar, fróðleik um stofnun Alþingis, kristnitöku, lýð- veldisstofnun, flekaskil og fleira og sér stórbrotna náttúru. Spánverjar í algleymisdái  Kristinn fer rangsælis um- hverfis landið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Leiðsögn Kristinn R. Ólafsson hefur lengi verið í hlutverki sögumannsins, bæði í útvarpi og nú úti um landið. Auk þess að vera leiðsögumaður Spánverja á Íslandi hefur Kristinn til fjölda ára verið fararstjóri Íslendinga í utanlandsferðum. Eiga fjölmargir góðar minningar úr þeim ferðum. Í haust er á dagskrá ferð undir stjórn Kristins til Bilbao og San Sebastian í Baskahéruðunum norðarlega á Spáni og er sú á vegum ferðaskrifstofunnar Vita. Þegar þau svæði eru nefnd minnast margir ef til vill frásagna í útvarp- inu af „aðskilnaðar- og ógnarverkasamtökunum ETA“ eins og Kristinn komst jafnan að orði. Hinn 20. október nú í haust fer Kristinn svo í vikuleiðangur til Kúbu með Íslendinga fyrir sömu ferðaskrifstofu. Kúba er nú að verða vinsæll ferðamannastaður – og þar í landi er þjóðtungan spænska sem Kristinn R. talar eins og innfæddur Spánverji sé. Baskaland og Kúba í haust FER Á SLÓÐIR AÐSKILNAÐAR- OG ÓGNARVERKAMANNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.