Morgunblaðið - 01.08.2017, Qupperneq 10
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Forystufólk í Vesturbyggð og Tálknafjarðar-
hreppi segir fiskeldi hafa gjörbreytt atvinnulífi
svæðisins. Íbúum sé aftur tekið að fjölga.
Bíldudalur og Patreksfjörður heyra undir
Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum.
Friðbjörg Matthíasdóttir gegnir starfi bæjar-
stjóra Vesturbyggðar á meðan Ásthildur
Sturludóttir er í barnsburðarleyfi.
Friðbjörg segir atvinnulífið hafa breyst til
batnaðar með tilkomu fiskeldis. Það hafi m.a.
vegið upp samdrátt í hefðbundinni fiskvinnslu.
Hún segir að vegna fiskeldis hafi margt ungt
fólk snúið aftur til Vestfjarða.
„Fiskeldið skapar fjölbreytt störf á sjó og
landi, meðal annars fyrir iðnmenntað fólk. Það
skapar störf fyrir skrifstofufólk og fjölbreytt
kvennastörf, sem einmitt skorti mikið. Það
skapar líka mörg tækifæri í afleiddum störfum.“
Friðbjörg segir svo gott sem allt íbúðarhús-
næði í Vesturbyggð fullnýtt.
„Íbúum mun ekki fjölga að neinu ráði nema
byggðar verði nýjar íbúðir. Það þótti tíðindum
sæta þegar nýtt íbúðarhúsnæði var tekið í notk-
un á Tálknafirði í fyrra. Það hefur ekki verið
byggt íbúðarhúsnæði í Vesturbyggð í langan
tíma. Nú eru hins vegar góðar hugmyndir á
teikniborðinu. Gestir segja okkur að þeir sjái
mikinn mun á þessum samfélögum. Nú er verið
að gera upp nánast hvert einasta íbúðarhús. Það
eru mikil umskipti á sex til sjö árum. Fólk setur
meiri metnað í húsin sín. Fólk verður að hafa trú
á framtíðinni,“ segir Friðbjörg.
Tekjur bæjarsjóðs að aukast
Spurð um þróun atvinnuleysis á svæðinu
segir Friðbjörg slíkar tölur ekki segja allt.
„Fólkið bara fór,“ segir hún. „Nú er börnum að
fjölga í grunnskólum og leikskólum.“
Friðbjörg segir tekjur Vesturbyggðar hafa
aukist með fjölgun íbúa og auknum umsvifum í
atvinnulífinu. Hún segir að þótt fasteignaverð
hafi hækkað með aukinni eftirspurn sé það enn
undir byggingarkostnaði.
Indriði Indriðason, oddviti Tálknafjarðar-
hrepps, segir að nú sem endranær sé lífið salt-
fiskur á Vestfjörðum. „Samfélögin hafa verið í
takt við afkomu sjávarútvegs síðustu ár. Því
miður hefur afkoman ekki verið nógu góð. Menn
hafa verið í varnarbaráttu. Nú eru hins vegar
komin fleiri egg í körfuna. Sem þýðir að það eru
auknar væntingar hjá fólki um betri afkomu,
húsnæðisverð hækkar og það er aukinn fjöl-
breytileiki í atvinnulífi. Það er búið að sá í jarð-
veginn upp á nýtt og hann er nokkuð frjór.“
Spurður hvaða nýju egg þetta séu segir Indr-
iði að fiskeldið vegi þar langþyngst. Ferðaþjón-
ustan sé að vaxa en sé ekki orðin heilsársgrein.
Til þess þurfi betri samgöngur.
Borgar sig enn ekki að byggja
Spurður um húsnæðismarkaðinn segir Indr-
iði byggingarkostnað enn vera það háan að það
borgi sig ekki að byggja mið-
að við söluverð.
„Við byggðum íbúðarhús á
Tálknafirði, parhús, með
tveimur 130 fermetra íbúð-
um með bílskúr. Kostnaður-
inn var um 285 þúsund á fer-
metra [auk lóðar- og
gatnagerðargjalda].
Munurinn á byggingar-
kostnaði og söluverði fer
minnkandi. Það styttist í að
það verði hægt að byggja íbúðir. Til þess þarf
ýmislegt að ganga upp. Fjárfestar og lánastofn-
anir þurfa að hafa trú á samfélögunum. Það er
minna lánað í fasteignir úti á landi. Það er
kannski stóra vandamálið. Trú manna er enn
ekki meiri en svo að lánastofnanir eru ekki til-
búnar að lána fyrir nýbyggingum.“
Indriði skorar á stjórnvöld að greiða fyrir
frekari uppbyggingu í fiskeldi.
„Við erum á réttri leið. Það þarf þó aðeins að
Spurður um birtingarmyndir aukinnar mið-
stýringar segist Indriði vísa til fiskeldisleyfa og
„hvernig hið opinbera er í forsvari fyrir útgáfu
leyfa og fleira. Svo virðist sem grunnvinnan og
grunnþekkingin sé ekki komin það langt að
menn geti staðið í lappirnar og gert þetta fag-
lega. Þetta tekur mjög langan tíma. Fiskeldi er
búið að vera á prjónunum í mörg, mörg ár. Ef
hið opinbera hefði verið í takt allan tímann hefðu
menn sjálfsagt verið farnir að undirbúa að efla
þekkingu í þeim stofnunum sem eiga að taka að
sér þennan málaflokk og sjá um hann. Það er
eins og kerfið sé alltaf nokkrum skrefum á eft-
ir,“ segir Indriði. Kerfið sé svifaseint.
Arnarlax framleiðir nú um 10 þúsund tonn af
eldislaxi á ári. Meðal stórra viðskiptavina eru
stórmarkaðir Whole Foods í Bandaríkjunum.
Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Arnarlax, segir áformað að auka framleiðsluna í
20 þúsund tonn árið 2020. Með því verði félagið
langt komið með að fullnýta þau leyfi sem það
hafi. Með frekari leyfum verði hægt að auka
framleiðsluna frekar. Til samanburðar er áætl-
að að firðirnir frá Patreksfirði norður að Dýra-
firði beri 50 þúsund tonna framleiðslu. Víkingur
segir að með aukinni framleiðslu muni störfum
fjölga. Raunhæft sé að skapa hundruð nýrra
starfa í fiskeldi í náinni framtíð.
Bíða eftir stefnu stjórnvalda
Víkingur segir aukna framleiðslu munu kalla
á aukna fjárfestingu í seiðaeldi.
„Menn hafa beðið eftir skýrri stefnu stjórn-
valda í framleiðslu- og leyfismálum. Það er beðið
eftir niðurstöðu nefndar frá sjávarútvegsráðu-
neytinu varðandi stefnumótun í fiskeldi,“ segir
Víkingur. Hann segir um 120 manns starfa hjá
Arnarlaxi, heimamenn og aðfluttir. Við bætist
tugir afleiddra starfa.
Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdótt-
ur sjávarútvegsráðherra vegna málsins.
Gerbreytt staða á Vestfjörðum
Starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir uppgang í fiskeldi eiga þátt í að ungt fólk sneri aftur
Oddviti Tálknafjarðarhrepps segir stefnumótunar stjórnvalda beðið varðandi fiskeldi á svæðinu
Morgunblaðið/Guðlaugur
Arnarlax í Tálknafirði Umsvif fiskeldis á sunnanverðum Vestfjörðum aukast ár frá ári.
slá í klárinn. Það eru gríðar-
leg tækifæri sem fylgja
svona atvinnugrein. Það er
mikið rætt um kosti og galla
fiskeldis. Við erum matvæla-
framleiðsluþjóð. Tölur úr
sjávarútvegi benda til að
hann hafi staðið í stað síð-
ustu 10-12 ár í magni af fiski
upp úr sjó og að aukið fram-
boð [af fiski] megi rekja til
fiskeldis. Ætlum við að taka
þátt í þeirri grein og framleiða matvæli, fisk til
útflutnings, eða ætlum við að standa í stað?
Vandamál okkar er miðstýringin sem virðist
vera orðin svo mikil í þessu öllu. Við erum alltof
háðir ákvörðunum annarra, eftirlitstofnana og
fleiri aðila, suður í Reykjavík, hvað varðar upp-
byggingu í fiskeldi. Því miður erum við orðin
áhorfendur að því sem á að gerast í okkar lífi og
bíðum þess að mega gera hlutina í stað þess að
geta farið og framkvæmt.“
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017
EITT
ER VÍST: ALNO
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is
eldhús er 90 ára í ár
Félagið Arctic Fish framleiðir nú um 1.500
tonn af eldisfiski á ári. Félagið er með aðal-
skrifstofu á Ísafirði og skrifstofu í Reykja-
vík. Það er með sjókvíaeldisútgerð á Þing-
eyri, seiðaframleiðslu í Tálknafirði og
slátrun og pökkun á Ísafirði og Flateyri.
Arnþór Gústavsson, framleiðslustjóri hjá
Arctic Fish, segir félagið í vexti. Langtíma-
markmiðið sé að auka framleiðsluna í
20.000 tonn. Hann segir félagið hafa sótt
um leyfi til frekari framleiðslu í Dýrafirði.
Arnþór segir farið að bera á skorti á
vinnuafli á sunnanverðum Vestfjörðum. Nú
sé auðveldara að fá fólk til starfa á
norðanverðum Vestfjörðum, norður af Þing-
eyri.
Félagið er með yfir 40 starfsmenn við
eldi, viðhald, skrifstofu, slátrun og pökkun.
„Með tilkomu fiskeldis hefur ástand á
vinnumarkaði stórbatnað. Í svona litlum
sveitarfélögum er stutt á milli atvinnuleysis
og umframeftirspurnar eftir fólki.“
Markmið að fara í 20 þúsund tonn
ARCTIC FISH ER NÚ MEÐ YFIR 40 STARFSMENN
Breyting
2011 2015 2017 frá 2011 frá 2015
Reykhólar 126 132 137 8,7% 3,8%
Patreksfjörður 627 682 687 9,6% 0,7%
Tálknafjörður 289 286 222 -23,2% -22,4%
Bíldudalur 159 196 222 39,6% 13,3%
Þingeyri 264 252 244 -7,6% -3,2%
Flateyri 225 206 182 -19,1% -11,7%
Suðureyri 295 278 252 -14,6% -9,4%
Bolungarvík 865 906 888 2,7% -2,0%
Ísafjörður 2.619 2.525 2.571 -1,8% 1,8%
Hnífsdalur 231 194 203 -12,1% 4,6%
Súðavík 157 173 150 -4,5% -13,3%
Drangsnes 67 83 76 13,4% -8,4%
Hólmavík 364 337 336 -7,7% -0,3%
Strjálbýli á Vestf. 849 720 700 -17,6% -2,8%
Samtals 7.137 6.970 6.870 -3,7% -1,4%
Íbúafjöldi á Vestfjörðum
2011–2017
Tölur miðast við 1. janúar ár hvert. Heimild: Hagstofa Íslands.
Friðbjörg
Matthíasdóttir
Indriði
Indriðason
Jón Gunnarsson
samgöngu-
ráðherra segir
„gríðarlega
breytingu hafa
orðið á Vest-
fjörðum á síðustu
árum“. Heima-
menn ræði um að
fyrrasumar hafi
verið palla-
sumarið mikla.
„Fólk fór að hafa trú á því að þetta
væri varanlegt og að það væri þess
virði að byggja upp húsin og að það
myndi vera þar til frambúðar.“
Jón segist hafa heimsótt um 20
sveitarfélög á Vestur- og Norður-
landi á undanförnum vikum. Þar
hafi hann hitt sveitarstjórnarfólk
og heimsótt fyrirtæki. „Það stendur
upp úr hversu almenn bjartsýni er
á landsbyggðinni. Undantekningar-
lítið hefur skapast þörf fyrir fleiri
íbúðir á þessum stöðum. Menn eru
annaðhvort byrjaðir að byggja eða í
startholunum með það.“
Vestfirðingar hafi
fengið vonina í fyrra
Jón
Gunnarsson