Morgunblaðið - 01.08.2017, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 01.08.2017, Qupperneq 13
maður er með á maganum,“ út- skýrir Flemming. „Kaninn fór síð- an að planta píanóhljómborði á hljóðfærið, en það er kerfi sem fleiri þekkja. Fyrir krakka er hins vegar betra að læra á hnappa- nikku því nóturnar eru færri á minna sviði og litlar hendur ná gripunum betur.“ Flemming á tvær hnappa- harmóníkur, eina af stærstu og bestu gerð, sem hann kallar flyg- ilinn sinn og fer ekki með út úr húsi nema mikið standi til og spil- ar þá einungis á hana í góðu skjóli eða innandyra. Ódýru harmóník- una, eða „garminn“, þvælist hann með hvernig sem viðrar. Hann segir eftirspurn eftir harmóníku- leikurum mætti að ósekju vera meiri, en hann geti þó ekki kvart- að, annað slagið sé hann fenginn til að spila á böllum, tónleikum, í veislum eða með hljómsveitum. Auk annarra starfa á tónlistarsvið- inu hafi hann getað lifað af tónlist- inni. „Búandi enn heima hjá mömmu,“ segir hann til skýringar. Spurður hvenær hann hafi fyrst komið fram opinberlega segir hann fyrsta „giggið“ sitt sem hann fékk greitt fyrir hafa verið þegar hann var tólf ára og var ásamt fiðlustelpu fenginn til að spila á elliheimili. Smám saman fór hon- um að leggjast fleira til, til dæmis fékk hann eitthvað fyrir sinn snúð þegar hann, ásamt öðrum nema í harmóníkuleik, spilaði sígild tón- verk og alþýðlega tónlist á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar ár- ið 2010 og þegar hann, sautján ára, var beðinn að spila fyrir gesti og gangandi á Hlemmi sumarið 2013 í tengslum við biðstöðvaverk- efni á vegum borgarinnar. „Markmiðið var að lífga upp á staðinn sem menningarmiðstöð, en það gekk augljóslega ekki eftir. Ég spilaði klassísk verk; barokk, orgelverk og rómantísk píanóverk, sem kannski áttu ekki heima á svona stað sem fólk kom ekki beinlínis á til að meðtaka tónlist og menningu.“ Drottning allra hljóðfæra Þótt Flemming gangi ekki svo langt að taka krúnuna af orgelinu heldur hann því fram að harm- óníkan sé drottning allra hljóð- færa. Hún sé a.m.k. besta og fjöl- hæfasta hljóðfærið sem hann hafi kynnst. Og hefur hann þó spilað á þau nokkur um dagana, m.a. bassagítar, trommur og rafheila svo fátt eitt sé talið. Að hans mati er nikkan tvímælalaust með full- komnustu hljóðfærum sem til eru, sífellt í þróun og með svakalega gagnvirku og praktískt uppröðuðu kerfi. „Harmóníkan er í rauninni orgel, en hefur það framyfir að vera með náttúrulegan hljóm, geta andað og eiginlega upphefja tón- ana. Þess vegna beiti ég harm- óníkunni til að útsetja lög; búa til tóna, blæbrigði og hvaðeina. Hún er mitt tæki til að læra á og miðla því sem ég hef fram að færa,“ seg- ir hann. Draumur hans er að geta lifað af tónlistinni, þrifist sem listamað- ur og gert það sem hann langar til á því sviði. Skemmtilegast finnst honum að spila krefjandi verk á harmóníkuna; þunga háklassíska tónlist, Bach-orgelverk sem og svæsna tangóa eða verk í léttari kantinum, sem verða uppistaðan á tónleikunum fyrir fólkið hans í Fé- lagi harmonikuunnenda ásamt frumflutningi laga í eigin útsetn- ingu. Flinkir Flemming var aðeins átta ára þegar Bragi Hlíðberg, einn frægasti harmóníkuleikari landsins, bauð honum að spila með sér nokkur lög. Nú er lag, árlegt harmóníkumót Félags harmonikuunnenda í Reykjavík, verður haldið um verslunarmannahelgina, 4. - 7. ágúst, að Borg í Grímsnesi. Margir af bestu dansspilurum landsins leika á dansleikjum, sem hefjast kl. 21 í félagsheimilinu laugardag og sunnudag. Auk þess verður leikið á grasflöt- unum alla dagana ef verður leyfir. Nánari upplýsingar í síma 894-2322. Morgunblaðið/Ómar Á Hlemmi Flemming spilaði fyrir gesti og gangandi á Hlemmi sumarið 2013. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017 Frá því Flemming fékk bassagítar í fermingargjöf hefur hann ekki verið ekki í hljómsveit. Og yfirleitt spilað á bassagítar, en stundum trommur, rafheila eða svokallaðan hljóðgervil. Einstaka sinnum á harmóníkuna. Í ár tók hann í sjöunda sinn þátt í Músíktilraunum sem annar helmingur harðkjarnadúettsins Phlegm, hinn var Ögmundur Kárason. Flemming spilaði á bassa og Ögmundur á trommur. Báðir sungu. Um Phlegm segir á síðunni musiktilraunir.is: Tveir vitleysingar af höfuðborgarsvæðinu sem ætla sér að baka vandræði. Þetta er það sem gerist þegar rythmalúðar reyna að vera hardcore. Spilum sánd- trökk fyrir mómentið þegar löggan blikkar ljósunum fyrir aftan þig og þú ert í engri stöðu til að tala við hana. Ögmundur Kárason þrus- ar á plastskinn og Flemming Viðar Valmundsson þykist vera reiður og strýkur þykka strengi.“ „Þátttakan í ár var bara grín til þess að vera með. Okkur fannst nafnið Phlegm, sem þýðir kverkaskítur, mjög viðeigandi fyrir tónlist- ina, sem við fluttum,“ segir Flemming. Þeir félagar lentu í öðru sæti og báðir unnu einstaklingsverðlaun, Flemming sem bassaleikari Músíktilrana 2017 og Ögmundur sem trommuleikari. Árið 2015 spilaði Flemming með Kröstpönkbandinu Þegiðu á Mús- íktilraunum og var það í eina skiptið sem hann spilaði á harmóníku á þeim vettvang. Hljómsveitin komst í úrslit. Af nýjustu tilþrifum á tónlistarsviðinu má nefna að hann var tón- listar- og hljómsveitarstjóri í leikritinu Skilaboðaskjóðan, sem Leik- félag Mosfellsbæjar sýndi í vetur. Einnig fór nokkur tími í undirbún- ing fyrir inntökuprófið í Tónlistarskólann í Kaupmannahöfn. „Ég þurfti að leika tvö verk, annað klassískt, samið fyrir aldamótin 1800 og hitt nútímaverk frá um 1950.“ Harðkjarni og háklassík AF MÚSÍKTILRAUNUM OG FLEIRU Músíktilraunir 2017 Harðkjarnadúettinn Phlegm hafnaði í öðru sæti. Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Verið velkomin til okkar í sjónmælingu Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða hafa fengið Tvo heima, miðstöð qi- gong og tai chi á Íslandi, til að halda opnar qigong-æfingar við allra hæfi á Klambratúni kl. 11 - 11.45 á morgun, miðvikudaginn 2. ágúst. Víða í heim- inum stundar fólk slíkar æfingar sem og tai chi á opnum svæðum í borgum. Kínversk hreyfilist, qigong og tai chi, er mörg þúsund ára hefð, sem margir telja eina heilnæmustu hreyf- ingu sem hægt er að stunda bæði í lýðheilsu- og lækningaskyni. Björn Bjarnason kynnir og útskýrir qigong, kínverska hreyfi- og lækn- islist – hugleiðslu með öllum lík- amanum, og feðginin Filip Woolford og Þórdís Filipsdóttir leiða og kenna formið ba duan jin eða átta silkimjúk- ar hreyfingar sem einnig eiga sér mörg þúsund ára sögu og eru enn stundaðar víða um heim. Áhugasamir hittast í Skeifunni fyr- ir ofan Kjarvalsstaði kl. 11. Mælt er með léttum klæðnaði. Nánar: www.tveirheimar.is facebo- ok.com/tveirheimar Qigong-æfingar við allra hæfi á Klambratúni á miðvikudag Hreyfilist, hugleiðsla og átta silkimjúkar hreyfingar Ljósmynd/Styrmir Kári & Heiðdís Tveir heimar Feðginin Þórdís og Filip Woolford hjá Tveimur heimum leiða og kenna formið ba duan jin á Klambratúni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.