Morgunblaðið - 01.08.2017, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.08.2017, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017 ✝ IngibjörgRingsted fædd- ist á Akureyri 26. september 1955. Hún lést á heimili sínu 18. júlí 2017. Foreldrar: Bald- vin Ringsted tann- læknir, f. 1914, d. 1988, og Ágústa Sigurðardóttir Ringsted hús- móðir, f. 1925, d. 2003. Systkini Ingibjargar: Gunnur Ringsted, f. 1947, maki: Heimir Kristinsson. Sigurður Ringsted, f. 1948, maki: Ragnhildur Jó- hanna Barðadóttir. Gunnar Ringsted, f. 1952, maki: Jenný Lind Egilsdóttir. Guðbjörg Ringsted, f. 1957, maki: Krist- ján Þór Júlíusson. Baldvin B. Ringsted, f. 1963, maki Björk Jónsdóttir. Uppeldissystir: Gerður Ringsted, f. 1964, maki Jón Gestur Helgason. Ingibjörg giftist 21. júní 1980 Valmundi Pétri Árnasyni matreiðslumeistara, f. 17.11. 1956. Foreldrar Valmundar voru Árni Valmundsson, f. 1923, d. 1995, og Anna D. Pét- ursdóttir, f. 1917, d. 1998. Börn Ingibjargar og Val- sig svo yfir í skrifstofu- og bók- haldsstörf þar sem hún naut sín vel. Hún starfaði við þjón- ustu- og skrifstofustörf á Hótel KEA, Landsbankanum, skrif- stofu veitingahússins Sjallans sem og öðrum endurskoðunar- og bókhaldsskrifstofum á Ak- ureyri. Hinn 1. september 1996 stofnuðu Ingibjörg og Val- mundur veislu- og veitinga- þjónustuna Lostæti ehf. Árið 2006 færðu þau út kvíarnar og tóku að sér rekstur mötuneytis Alcoa á Reyðarfirði og stofn- uðu nokkrum árum síðar hand- verksbakaríið Sesam brauðhús á Reyðarfirði. Lengst af sá Ingibjörg alfarið um fjármál, bókhald og starfsmannamál fyrirtækis þeirra hjóna. Árið 2006 varð Ingibjörg fram- kvæmdastjóri Lostæti Akureyri ehf., sem er móðurfyrirtæki allra fyrirtækja í eigu þeirra hjóna. Í dag hafa um 70 manns atvinnu af þeirri starfsemi sem þau stofnuðu til. Ingibjörg tók þátt í ýmsu faglegu uppbyggingarstarfi á Akureyri, m.a. sem meðlimur Félags kvenna í atvinnulífinu og í fagráði Akureyrarbæjar við hönnun atvinnustefnu Akureyrar 2014-2021. Útför Ingibjargar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 1. ágúst 2017, klukkan 13.30. mundar: Árni Már, f. 1981, maki Kol- brún Gígja Gunn- arsdóttir, f. 1982, börn þeirra Anna María, f. 2009, og Valmundur Pétur, f. 2012. Pétur Örn, f. 1987, maki Hlín Ólafsdóttir, f. 1986, barn þeirra Jó- hanna Rakel, f. 2015. Stefán Ernir, f. 1992, maki Ragnheiður Em- ilía Auðunsdóttir, f. 1994. Fyrir átti Ingibjörg Baldvin Ringsted, f. 1974, maki Svandís Jóhannsdóttir, f. 1978, börn þeirra Kjartan Dagur, f. 2002, og Ingibjörg Ringsted, f. 2007. Ingibjörg ólst upp á Brekk- unni á Akureyri, lengst af í Löngumýri 3 og bjó þar til árs- ins 1979 þegar hún flutti með eiginmanni sínum til Ísafjarðar. Þau fluttu aftur til Akureyrar 1982 þar sem þau hafa búið síðan. Ingibjörg útskrifaðist frá verslunardeild Gagnfræðaskól- ans og Verkmenntaskólans á Akureyri og lauk síðar BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Ingibjörg vann fyrst um sinn við ýmis þjónustustörf en færði Mig langar að minnast systur minnar með fáeinum orðum á þessum tímamótum þegar hún er lögð af stað í ferðina löngu. Inga fæddist á Akureyri þann 26. september 1955. Þá var ég rétt að verða sjö ára og var hún fjórða í röðinni af okkur systk- inunum. Ég man vel eftir því þegar mamma kom heim með hana af sjúkrahúsinu – svo litla og viðkvæma að ég var svolítið óöruggur fyrst þegar ég hélt á henni í fangi mér. Þegar hún óx úr grasi varð hún dugleg og ákveðin og óhrædd við að tak- ast á við lífið eins og það birtist á þessum fyrstu árum – alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt að gerast. Ég fluttist að heiman fyrst þegar Inga var 11 eða 12 ára og þá var ég ekki í aðstöðu til að fylgjast með fjölskyldu minni eins og áður. Árin liðu og oft var lítið sam- band því ég stundaði sjó- mennsku og bjó víða á þessum árum, á Seyðisfirði, í Vest- mannaeyjum, Keflavík, Bolung- arvík og á Ísafirði. Svo skemmtilega vildi til að Inga og eiginmaður hennar, Valmundur P Árnason matreiðslumeistari, fluttu til Ísafjarðar, þar sem þau tóku við mötuneyti Menntaskólans á Ísafirði. Ég bjó þá í Bolungarvík og fannst mér gott að fá þau vestur – því alltaf er gott að hafa fólkið sitt nálægt sér. Margt skemmtilegt gerðist á þessum tíma og Val- mundur sagði mér spaugilega sögu af mér sem ég var búinn að gleyma og ætla ekki að láta fylgja með hér, en minningarn- ar eru bara góðar frá þessum tíma. Inga hafði mikla hæfileika í samskiptum við fólk, hún var sanngjörn, réttsýn og hafði gott innsæi. Þegar ég átti í erfiðleik- um á tímabili í lífi mínu fann ég svo sterkt fyrir kærleika henn- ar og hæfileika til að sjá og finna þegar fólk var í erfiðleik- um og langt niðri. Í mínu tilviki átti hún stóran þátt í að hrekja svörtu skuggana á brott sem voru að kæfa mig og kveikja ljós í sálinni minni. Á þessum tíma bjó ég í Mexíkó og þá var ekki jafn auðvelt að hafa sam- skipti milli landa – hvað þá Mexíkó – svo samskiptin voru mest með tölvupósti. Nú í nokkuð mörg ár hafði Inga átt í baráttu við illvígan sjúkdóm, æxli við heiladingul og voru vonir okkar að lækna- vísindunum væri að fleygja svo fram að það tækist að komast fyrir þennan vágest – og lengi vel virtist takast að vinna á og vonir voru nokkuð bjartar um lækningu. Inga var í þessum veikindum ótrúlega jákvæð og viljinn til að takast á og sigra í baráttunni var mikill. Ef ég hitti þau hjónin, sem var nú ekki oft því ég var mikið er- lendis á síðustu misserum, þá fann ég viljann og styrkinn til að sigra hjá henni en jafnframt auðmýktina fyrir lífinu og þess- um sjúkdómi – sem stundum var að hopa en kom svo til baka. Valmundur var sem klett- ur við hlið hennar og nánast all- an tímann, nema kannski allra síðustu mánuði, var vonin og viljinn alltaf til staðar hjá henni. Ég vil votta Valmundi, son- um þeirra Ingu og tengdadætr- um, systkinum mínum, ættingj- um og vinum mína dýpstu samúð. Minningin lifir. Sigurður B. Ringsted. Við Inga systir mín og besta vinkona höfum fylgst að í um sextíu ár en nú er komið að leiðarlokum hjá henni í þessu jarðlífi. Hún hefur lagt í nýja ferð. Í bernskunni héldu víst margir að við værum tvíburar því mamma hafði oft klætt okk- ur í eins föt þó það væri e.t.v. einhver litamunur á dressunum. Við deildum herbergi alveg fram á unglingsár og lékum okkur oft í leikjum sem við bjuggum til um „Gellböndur“ sem voru skrýtnar stelpur með ýmsa furðulega eiginleika. Á unglingsárunum leit ég mjög upp til Ingu, hún var svo falleg, há og grönn og átti flott föt og naut lífsins. Ég gleymi því ekki hvað hún var töff þegar hún kom heim frá Bournemouth þar sem hún hafði verið í ensku- skóla tæplega sextán ára göm- ul. Hún var með barðastóran hatt og í fötum eftir nýjustu tísku þess tíma. Hún var vin- mörg, klár og kjörkuð, áræðin og yndisleg manneskja. Þegar við vorum báðar komnar með fjölskyldu var venjan að halda upp á afmæli desember-drengjanna okkar til skiptis hjá hvorri fjölskyldu annað hvert ár og seinna gerð- um við það að hefð að fara í Hlíðarfjall um páska með nesti. Ef ekki var skíðafæri var t.d. farið í Mývatnssveit og fundin góð laut og gert það besta úr deginum. Ferðin til Ítalíu verð- ur lengi í minnum höfð en þá voru aðeins yngstu drengirnir með í för. Þá ferð skipulagði Inga að mestu leyti sjálf og m.a. var dvalið á dásamlegu sveitabýli í Toscana-héraði og á Liguria-ströndinni. Þegar börn- in okkar voru hætt að koma með í ferðirnar stóð Inga fyrir því að búa til „The Travelling Ringsted“ tónleikahópinn og fórum við systkinin og makar á nokkra tónleika bæði innan- og utanlands. Tónlistin hefur alla tíð átt stóran þátt í lífi Ingu og ég held að það hafi ekki liðið sá dagur að hún setti ekki disk á fóninn eða spilaði af Spotify fjölbreytt lög sem ég heyrði mörg hver fyrst hjá henni. Þau Valmundur reyndu líka að ferðast og njóta lífsins þrátt fyrir annir í stóru fyrirtæki og höfðu gjarnan með í för ein- hverja af afkomendunum. Lífsförunauturinn hann Val- mundur hefur staðið við hlið Ingu sinnar í veikindunum alla tíð og sýnt henni natni og kær- leika svo eftir var tekið. Það hlýtur að taka á að horfa upp á eiginkonuna ganga í gegnum allt sem hún hefur þurft að þola öll árin. Þau voru sem eitt í fyr- irtækinu sínu Lostæti – vakin og sofin yfir rekstrinum alla tíð; tvær ólíkar manneskjur sem unnu vel saman. Barnabörnin voru henni allt og hún naut þess að hafa þau í kringum sig og þau voru öll hænd að ömmu sinni. Inga var sterkur einstaklingur – klett- urinn í systkinahópnum sem gott var að leita til í blíðu og stríðu. Hún átti alltaf góð ráð, hvatningu og huggun ef á þurfti að halda. Í veikindunum sýndi hún ávallt yfirvegun og aldrei sýndi hún uppgjöf heldur barð- ist áfram og tók því sem að höndum bar fram á síðasta dag. Við Kristján og krakkarnir sendum Valmundi, strákunum, tengdadætrum og barnabörnum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Far þú í friði, elsku Inga mín, og takk fyrir allt. Þín systir, Guðbjörg Ringsted. Í dag er kvödd ástkær mág- kona mín, Ingibjörg Ringsted. Inga var heilsteypt, raungóð, raunsæ og trygglynd mann- eskja sem ávallt var gott að leita til. Hún reyndist mér vel í þau rúmlega 40 ár sem við átt- um leið saman. Við upplifðum svo margar góðar stundir saman. Eftir- minnilegir eru tónleikar með Paul McCartney sem við fórum á í Glasgow ásamt mökum okk- ar. Þar sátum við á sjötta bekk, þökk sé Ingu sem skipulagði ferðina og pantaði miðana. Tón- listin var hennar vítamín. Hún átti þess kost að sækja marga tónleika og nýtti sér það vel með tíðum heimsóknum til Balla og Svandísar í Glasgow. Við Gúi upplifðum nokkra tón- leika með henni og Valmundi ásamt systkinum og þær minn- ingar lifa nú skært. Mikið er ég þakklát fyrir þessar stundir. Í mörg ár þurfti Inga að glíma við erfið veikindi. Hún kvartaði hins vegar aldrei, var róleg og hógvær og sýndi still- ingu, Þvílíkt æðruleysi sem hún sýndi öll þessi ár. Við áttum saman margar gleðistundir og bjó Inga yfir góðum húmor. Oft var hlegið mikið og stundum streymdu tárin niður þegar skemmtileg atriði úr bíómyndum eða gaml- ar minningar frá liðinni tíð voru rifjuð upp. Heimili Ingu og Valmundar stóð ávallt opið og vel var tekið á móti í mat og gistingu. Gestrisni og notalegheit. Það var ekki fyrr en nú síð- ustu ár sem ég fann að Inga var að gefa eftir. Sjúkdómur henn- ar var að ná yfirtökum, en samt var hún svo töff og stoltið hvarf ekki. Tveimur dögum fyrir andlát hennar áttum við góða stund saman ásamt mökum okkar og þá var það tónlistin sem átti hug okkar. Við horfðum á tón- leika með Fleetwood Mac og auðvitað höfðu hún og Val- mundur verið búin að fara á tónleika með þeim í Glasgow. Ekki átti ég von á því að and- látsfregnin kæmi svona fljótt eftir að ég kvaddi hana. Mikið erum við Gúi þakklát fyrir þessa stund með þeim hjónum. Inga talaði oft um klettinn í lífi sínu, hann Valmund sinn, sem stóð svo traustur við hlið hennar og fylgdi hvert fótmál í gegnum lífið og veikindin. Drengirnir hennar og fjölskyld- an öll átti stóran þátt í því að auðvelda henni síðasta spölinn. Inga fékk hægt andlát í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu þar sem hún sveif á braut. Eftir sitjum við og syrgjum góða manneskju sem var okkur öll- um svo kær. Elsku Valmundur, Balli, Árni Már, Pétur, Stefán og fjöl- skylda. Missir ykkar er mikill og megi ljós og friður umlykja minningu Ingu. Ljós og kær- leikur leiði ykkur inn í framtíð- ina. Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. (Sálmur 771) Þin mágkona, Jenný Lind. Þá er komið að kveðjustund, svo alltof snemma, við sem vor- um búnar að ákveða að verða allra kvenna elstar. Við gáfum tölfræðinni langt nef og ég er viss um að jákvæðnin, æðru- leysið og lífsgleðin sem ein- kenndi Ingu hjálpaði henni og hennar nánustu í veikindum hennar. Inga var konan hans Valmundar frænda míns og hún var líka vinkona mín og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Við áttum saman margar góðar stundir og gátum rætt sigra og vonbrigði tengd veikindum okk- ar en oftast var það lífið sjálft og atburðir líðandi stundar sem áttu hug okkar. Inga var frá- bær fyrirmynd og þrautseigja hennar og æðruleysi lét engan sem hana þekkti ósnortinn. Hún kunni að njóta lífsins, sótti m.a. tónleika með uppáhalds- hljómsveitunum til útlanda og þau Valmundur voru dugleg að rækta sig og fjölskylduna í ann- ars annasömu lífi og starfi. Inga var einstök manneskja, harðdugleg og klár, hlý og traust og þau hjónin voru ein- staklega samhent alla tíð. Við Arnór sendum Valmundi og fjölskyldu og öllum ástvinum Ingu innilegar samúðarkveðjur. Ég kveð Ingu með virðingu og söknuði. Gunnhildur Óskarsdóttir. Inga, Valli og við urðum vinir í Vanabyggðinni þar sem við bjuggum hlið við hlið í húsi númer átta. Það voru skemmti- legir tímar. Aldrei rofnaði sú vinátta. Þótt mánuðir liðu frá síðustu samveru var þessi órjúf- anlega vinátta og tryggð alltaf til staðar. Eftir að þau fluttu í Kotárgerðið átti Stefán, sá yngsti, það til að banka upp á hjá okkur og segja: „Hæ, ég ætlaði bara að líta inn og at- huga hvernig þið hefðuð það.“ Svona eru þeir allir strákarnir þeirra. Enda var Inga okkar mikil manneskja, hlý og skemmtileg kona sem var margt til lista lagt. Síðast en ekki síst var hún mikil vinkona og við söknum hennar sárt. Land kólnar. Lind fölnar. Lund viknar. Grund bliknar. Svell frjósa. Fjöll lýsast. Fley brotna. Hey þrotna. Dug hættir. Dag styttir. Drótt svengist. Nótt lengist. Sól þrýtur. Sál þreytist. Sær rýkur. Snær fýkur. (Páll Ólafsson.) Við kveðjum Ingu okkar og minningin um hana lifir með okkur. Elsa og Gestur. Þó að lífið sé fallegt, gefandi og gott þá er það ekki alltaf sanngjarnt að okkur finnst. Við mætum stundum lífsins, sem eru erfiðar og þungar og þrátt fyrir að við spyrjum af hverju og hvers vegna, þá kemur ekk- ert svar. Oft eru það þau sem mestan þunga bera, sem beina augum okkar í aðrar áttir. Þannig persóna var Ingibjörg Ringsted. Sterk og vel gerð kona. Inga hafði síðustu misseri barist af hetjulund við erfiðan sjúkdóm. Æðrulaus og sterk leit hún á þetta sem verkefni til að takast á við og hvatti eig- inmann sinn Valmund Pétur og synina til að ganga í verkið með henni. Og það hafa þeir feðgar svo sannarlega gert. Alls ekki táralaus ganga. Þau hjónin stóðu saman í rekstri sinna fyrirtækja. Út á við virtist verkaskipting þeirra vera nokkuð ljós. Inga við- skiptafræðingurinn sem sinnti fjármálum og rekstri og Val- mundur matreiðslumeistarinn sem sinnti framleiðslu og þjón- ustu. En í raun voru þau saman í þessu öllu sem ein kærleiksrík sál og lögðu sig fram um að ná árangri og veita framúrskar- andi þjónustu. Þau voru vakin og sofin í þessum rekstri og vissulega hafa þau náð árangri. Stundum var spáð í framtíð- ina hvort það ætti að stækka reksturinn eða halda áfram að vanda sig í því sem þau sinntu vel. Allt í einu verða öll þessi samtöl að helgri minningu sem er svo undur dýrmæt. Þessi samtöl fjölluðu í raun ekki um reksturinn heldur um lífið allt, vonir og drauma, sjúkdóminn og áhrif hans. Þau fjölluðu um bænir og vonir, þar sem Inga af yfirvegun og rósemi gat talað um erfiðu málin og hvaða möguleikar væru í stöðunni. Undirtónninn í allri hennar hugsun var kærleikur, hvernig Valmundi og sonunum myndi vegna ef hennar nyti ekki við. Þannig var hún að skipuleggja og horfa til framtíðar og ekki löngu áður en hún féll frá höfðu þau tekið veigamikla ákvörðun, sem oft hafði verið rædd. Inga var ekki aðeins dugmik- il snjöll rekstrarkona, hún var ekki síður konan með listrænt innsæi og var skapandi á því sviði. Heimili hennar ber sann- arlega vitni þessu listræna innsæi hennar því þar höfðu all- ir hlutir sinn stað og sinn tíma. Hún fangaði oft augnablikið og gat með sinni sköpun kallað fram áhrif sem hrifu og heill- uðu. Þannig mun hún lifa áfram með okkur sem áttum stundir lífsins með henni. Við munum orð hennar og athafnir. Við munum einlægni hennar og elsku. Munum bros hennar og hlátur. Við minnumst góðra samverustunda og blessum minningu hennar. Góður Guð styrki og blessi Valmund Pétur, Baldvin, Árna Má, Pétur Örn og Stefán Erni og þeirra fjölskyldur. Það voru forréttindi að fá að eiga samleið og samveru með Ingibjörgu Ringsted. Guð blessi minningu hennar. Unnur og Pálmi Matthíasson. Yndisleg vinkona, samstarfs- kona og fyrirmynd er fallin frá. Það er sárt að horfa á eftir góðri vinkonu eftir harða veik- indabaráttu. Alla mína ævi hafði ég þekkt til lngu sem konu Valmundar frænda míns en vináttubönd okkar Ingu mynduðust þegar leiðir okkar lágu saman í Háskólanum á Ak- ureyri. Þó svo að nokkur ald- ursmunur væri á okkur þá náð- um við einstaklega vel saman og myndaðist einstök vinátta og traust okkar á milli. Nokkrum árum eftir háskólann bað Inga mig að koma og vera henni til ráðgjafar í fyrirtæki þeirra hjóna Lostæti og varð svo úr að ég réð mig til þeirra í framhald- inu og hef unnið hjá þeim síðan. Inga var einstök kona og mér sem fyrirmynd á svo margan máta. Í fyrsta lagi er hægt að lýsa Ingu sem baráttukonu. Ég þekki fáa jafnsterka og hún var, bæði andlega og líkamlega og var aðdáunarvert að sjá hvernig hún tæklaði veikindi sín af æðruleysi. Hún hafði einstakt lag á að horfa á björtu hlið- arnar og leit ekki á sig sem fórnarlamb heldur orðaði hún þetta svo að hún væri að auka þekkingu til læknavísinda með sinni veikindabaráttu og þetta væri verkefni sem henni hefði verið úthlutað sem hún ætlaði að skila með sóma. En Inga vandaði sig í einu og öllu, hvort sem það voru skólaverkefni, út- boð, launaútreikningar eða hvað annað. Inga var með þannig persónuleika að fólk bar virð- ingu fyrir henni og hennar skoðunum. Hún var klár og lag- in við að horfa á heildarmynd- ina og næstu skref. Inga var smekkkona og hafði gaman af því að hafa fallegt í kringum sig. Hún var listræn, mikill tónlistarunnandi og kynnti okkur í vinnunni fyrir mörgum góðum tónlistarmönn- um og konum. Hún hafði ein- stakt lag á að lifa í núinu og var dugleg að rækta líkama og sál. Ég er eintaklega þakklát fyr- ir að hafa fengið tækifæri á að fylgja Ingu hluta leiðar í gegn- um lífið. Hún hefur kennt mér svo margt á leiðinni og gefið mér margar skemmtilegar minningar í minningabókina. Hún eignaðist hlut af hjarta mínu og horfi ég á eftir henni með söknuði. Elsku Valmundur, Baldvin, Árni, Pétur og Stefán ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar hugheila samúð mína og megi tíminn hjálpa ykkur í gegnum sorgina. Eva Hrund Einarsdóttir. Ingibjörg Ringsted

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.