Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við höfum ekki tekið neinar tölur
saman en júlímánuður lítur vel út
hjá okkur,“ segir Tryggvi Mar-
ínósson, framkvæmdastjóri tjald-
svæðisins Hamra sem er í eigu
skátafélags Akureyrar. Hann segir
sumarið hafa verið fremur dauft
framan af en glæðst talsvert þegar
leið á júlímánuð. „Það var mjög lítið
að gera hjá okkur í júní og fór ró-
lega af stað í ágúst en svo jókst
þetta hægt og rólega,“ segir
Tryggvi og bætir við að alþjóðlega
skátamótið, World Scout Moot, hafi
hjálpað verulega til en mótið fór
fram um helgina. Á mótinu voru
tæplega sex þúsund skátar sem
gistu á tjaldsvæðum víðsvegar um
landið.
„Þetta fór að ganga sinn vana-
gang um miðjan júlí en svo var
mjög mikið að gera núna í kringum
síðustu helgi enda fjölmargir skátar
sem gistu á tjaldsvæðinu hjá okk-
ur.“
Tryggvi segir umferð um tjald-
svæðið í júlímánuði litlu máli skipta
í samanburði við tekjurnar sem
skapast í kringum verslunarmanna-
helgina.
„Þrátt fyrir að umferð um tjald-
svæðið í júlímánuði hafi verið nokk-
uð góð skiptir það litlu enda er
verslunarmannahelgin í ágústmán-
uði og þá koma inn mestu tekj-
urnar. Þá fáum við til okkar bæði
Íslendinga og útlendinga en aðra
mánuði ársins eru nánast eingöngu
útlendingar á tjaldsvæðinu.“
Svipaður fjöldi víðast hvar
Víðast hvar á landinu er fjöldi
þeirra sem heimsækja tjaldsvæðin
svipaður og undanfarin ár. Kolbrún
Rósa Valdimarsdóttir, móttöku-
stjóri á tjaldsvæðinu í Laugardal,
segir útlendinga vera í miklum
meirihluta á tjaldsvæðinu líkt og á
flestum öðrum tjaldsvæðum á land-
inu. Í kringum knattspyrnumótið
Rey Cup hafi þó talsverður fjöldi
Íslendinga gist á svæðinu.
„Nánast allir sem koma og gista
hjá okkur eru útlendingar. Það
komu reyndar fjölmargir Íslend-
ingar í kringum Rey Cup en það
var um leið langstærsta helgi sum-
arsins hjá okkur hingað til,“ segir
Kolbrún og bætir við að umferð um
tjaldsvæðið dreifist jafnt yfir sum-
armánuðina.
„Aðalmánuðirnir eru náttúrlega
júní, júlí og ágúst en samkvæmt
þeim upplýsingum sem mér hafa
verið veittar dreifist umferðin
nokkuð jafnt yfir þá mánuði.
Ásóknin er því mjög góð líkt og
síðustu ár,“ segir Kolbrún Rósa en
sömu sögu er að segja af tjald-
svæðum á flestum stöðum lands-
ins.
Aukning á Borgarfirði eystra
Á Borgarfirði eystra hafa menn
þó orðið varir við talsverða aukn-
ingu frá síðustu árum. „Það hefur
verið mjög mikið að gera hjá okkur,
ég er ekki kominn með tölurnar
fyrir júlímánuð en mín tilfinning er
sú að þetta sé um 20-30% aukning
frá því í fyrra,“ segir Jón Þórð-
arson, sveitarstjóri á Borgarfirði
eystra, og bætir við að líklega skapi
sérstaða svæðisins þessa miklu
aukningu.
„Við fáum til okkar marga út-
lendinga enda erum við með þá sér-
stöðu að geta veitt fólki alveg ein-
stakt aðgengi að lundanum,“ segir
Tryggvi sem vonar að áframhald
verði á aukinni umferð um tjald-
svæðið.
Ásókn í tjald-
stæði svipar
til síðustu ára
20-30% aukning á Borgarfirði eystra
Morgunblaðið/Kristján
Sumar Tjaldsvæðið á Akureyri hefur lengi verið vel sótt, en sumarið í ár
var þó lengi vel dauft og fór hægt af stað, að sögn þeirra sem þar starfa.
Morgunblaðið/Ófeigur
Ferðalangar Tjaldsvæðið í Laugardal er oft vinsælt meðal ferðalanga enda nokkuð miðsvæðis í höfuðborginni.
Líf og fjör á tjaldsvæðinu í Laugardal
Morgunblaðið ræddi við tjaldferðalanga í höfuðborginni Ferðamennirnir höfðu misjafnar sögur
að segja en almennt voru þeir ánægðir með dvöl sína hér Flestir þeirra sögðu veðurblíðuna und-
anfarna daga óvænta en afar ánægjulega Segja hótelin dýr og tjaldið því góður kostur
„Það er mjög óvenjulegt að finna tjald-
svæði inn í miðri borg, ég hef ekki séð
þetta annars staðar,“ segir Alexandra
Loschinska sem ferðaðist alla leið frá
Úkraínu til þess að heimsækja Ísland
ásamt dóttur sinni. Hún segir Norður-
löndin eiga vel við sig en undanfarin ár
hefur hún farið í frí til nágrannalanda Ís-
lands.
„Ég ákvað að prófa að koma hingað eft-
ir að hafa farið til Svíþjóðar og Finn-
lands,“ segir Alexandra og bætir við að
hún hafi ekki gert ráð fyrir eins góðu
veðri og raun ber vitni.
„Ég átti alls ekki von á þessu veðri, það
breytti mig nú reyndar ekki öllu þar sem
ég kann vel við kuldann en dóttir mín var
mjög ánægð. Mér fannst samt fyrir öllu að
við skyldum sleppa við rigninguna.“
Óvenjulegt að finna
tjaldstæði í miðri borg
Franz Jumeister var staddur ásamt hópi
Þjóðverja á tjaldsvæðinu í Laugardal þegar
Morgunblaðið bar að garði en hann ráðgerir
að dvelja á landinu í tæpar fimm vikur. „Ég
kom fyrir talsvert löngu síðan, ég held að það
séu að verða fjórar vikur,“ segir Franz sem
er að koma til landsins í þriðja sinn. „Ég kann
mjög vel við landið en ég og konan mín kom-
um fyrst til Íslands fyrir tæpum 20 árum. Við
höfðum svo gaman að, að við ákváðum að
koma aftur árið 2001. Í ár fannst okkur síðan
alveg vera kominn tími á að kíkja aftur enda
er landið alveg einstakt.“
Franz hefur ferðast um landið á húsbíl en
hann segir ástæðinu fyrir því einfalda:
„Við erum vön að ferðast í húsbílnum okk-
ar í Þýskalandi og finnst það mjög þægilegt.
Okkur fannst því borðleggjandi að taka hann
með til landsins.“
„Borðleggjandi að ferðast
á húsbílnum um landið“
„Við ákváðum að gista í tjaldi vegna þess
að tjald býður upp á ákveðinn sveigjan-
leika en auk þess eru hótelin á Íslandi svo
svakalega dýr,“ segir Mikael Hochter, sem
ferðast hefur um landið undanfarnar tvær
vikur ásamt eiginkonu sinni, Monicu Hoch-
ter. Mikael segir landið hafa staðið undir
væntingum hjónanna.
„Við höfum aldrei komið hingað áður, en
landslagið og náttúran eru algjörlega ein-
stök,“ segir hann og Monica tekur í svip-
aðan streng.
„Það hefur verið ótrúlegt að upplifa
þetta, fossarnir, eldfjöllin, jölarnir og svo
mætti lengi telja, það er mjög margt sem
stendur upp úr,“ segir Monica og bætir við
að veðrið á meðan á dvöl þeirra stóð hafi
verið mjög gott og talsvert betra en þau
áttu von á.
Að gista í tjaldi býður upp
á ákveðinn sveigjanleika
„Vinur minn sagði að þetta væri fallegasta land
í heimi og ég ákvað því að koma hérna og sjá
það með eigin augum,“ segir Tékkinn John Ha-
vel sem er nýkominn til landsins og ráðgerir að
ferðast einn um landið næstu daga. Hann segir
veðrið undanfarna daga hafa komið sér töluvert
á óvart. „Veðrið hefur verið mjög gott, miklu
betra en ég bjóst við,“ segir John og bætir við að
það hjálpi mikið til þegar gist er í tjaldi. „Ég er
að ferðast um landið með tjaldið í bakpokanum,
ég er því að vona að veðrið haldist áfram
óbreytt. Það munar alveg svakalega miklu þeg-
ar veðrið er líkt og undanfarna daga, því rign-
ingarnætur geta verið ansi lengi að líða.“
Hann segir landið hafa staðið undir vænt-
ingum sínum þessa fyrstu daga en hann er
spenntur fyrir framhaldinu. „Ég hef séð mjög
margt fallegt hérna fyrstu daga sem lofar góðu
upp á framhaldið.“
„Veðrið hefur verið miklu
betra en ég bjóst við“
Morgunblaðið/Ófeigur