Morgunblaðið - 01.08.2017, Side 20

Morgunblaðið - 01.08.2017, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017 „Ef þetta er til- greind séreign, er þá annað ótilgreint,“ spurði sjóðfélagi á fundi Lífsverks líf- eyrissjóðs á dög- unum. Það er ekki nema von að hann hafi verið hugsi, enda þessi hugtök ekki öllum töm: Frjáls séreign, bundin séreign, séreignarlífeyris- sparnaður, viðbótarlífeyrissparn- aður og eflaust mætti tína fleira til. Og núna bætist tilgreind sér- eign við flóruna. Frá 1. júlí hækkaði mótframlag launagreiðenda á almennum mark- aði í 10% samkvæmt svonefndu SALEK-samkomulagi aðila vinnu- markaðarins og þá verður heildar- framlag launþega og launagreið- enda 14%. Að ári liðnu hækkar mótframlagið síðan um 1,5% til viðbótar og þá verður heildar- framlag í lífeyrissjóð orðið 15,5% til samræmis við það sem tíðkast hjá hinu opinbera. Nú hefur verið opnað fyrir það að launþegum gef- ist kostur á að leggja hluta af skylduframlaginu í séreignarsjóð og hafa þeir sjóðir sem starfa á samningssviði ASÍ kosið að nefna þennan nýja kost „tilgreinda sér- eign“. Sérstaða Lífsverks Í lögum um lífeyrissjóði er kveð- ið á um að lágmarkstrygginga- vernd miðað við 40 ára inngreiðslu- tíma skuli vera 56% af meðallaunum yfir ævina. Sérstaða Lífsverks felst m.a. í góðri rétt- indaávinnslu fyrir hverja krónu sem greidd er til sjóðsins. Sjóð- félagar ávinna sér þannig lág- markslífeyri úr samtrygging- ardeildinni við 67 ára aldur þó að einungis 10% af iðgjaldsstofni sé ráðstafað til hennar. Þess vegna hefur sjóðurinn getað boðið upp á svonefnda „blandaða leið“, þar sem hluti af skylduiðgjaldinu rennur í séreign viðkomandi. Langflestir sjóðfélagar hafa valið þessa leið. Með hækkun iðgjaldsins nú verður engin breyting á þessu fyrir utan það að stærri hluti rennur í sér- eign en áfram er 10% af iðgjalds- stofni ráðstafað í samtrygging- ardeild til að uppfylla kröfur laga um lágmarkstryggingavernd. Óski sjóðfélagi þess getur hann samt sem áður ákveðið að stærri hluti, eða allt 14% iðgjaldið (síðar 15,5%), fari í samtryggingardeild. Frjálst val og sjóðfélagalýðræði Sjóðfélagalýðræði er einn af hornsteinum Lífsverks þar sem sjóðfélagar hafa allt frá stofnun kosið sjálfir alla stjórnarmenn og ákveðið samþykktir fyrir sjóðinn. Lýðræðið er iðulega það atriði sem landsmenn telja með því mikilvæg- asta í sambandi við val á lífeyris- sjóði. Við teljum eðlilegt að sjóð- félagar geti líka ákveðið sjálfir hvernig haga skal meðferð hækk- andi mótframlags launagreiðenda á meðan það ekki brýtur í bága við gildandi lög um lífeyrissjóði. Við treystum einstaklingunum til að velja. Í kjölfar nýsamþykktra breyt- inga á samþykktum Lífsverks, sem bíða staðfestingar fjármála- og efnahagsráðuneytis, gefst sjóðfé- lögum núna kostur á að allt að 2% (síðar 3,5%) af iðgjaldsstofni renni í „tilgreinda séreign“. Um hana gilda þrengri reglur varðandi út- greiðslur en um aðra séreign. Gert er ráð fyrir því að hefja megi út- tekt fimm árum fyrir lífeyr- istökualdur (62 ára) og dreifa út- tektum fram til 67 ára aldurs. Aðra séreign má taka út 60 ára og í einu lagi ef því er að skipta. Þó að möguleiki á tilgreindri séreign sé fyrir hendi mælir Lífsverk ekki með þeim kosti, nema viðkomandi sjóðfélagi telji sig knúinn til að velja hann vegna þröngrar túlk- unar vinnuveitanda viðkomandi á ákvæðum kjarasamninga. Þrátt fyrir að hafa bætt inn grein um „tilgreinda séreign“ í samþykktirnar álítur Lífsverk það sjálfsagðan og eðlilegan rétt hvers sjóðfélaga að geta ráðstafað ið- gjaldagreiðslum í lífeyrissjóð á þann veg sem viðkomandi álítur hagstæðast fyrir sig á meðan það ekki brýtur í bága við gildandi lög. Á sömu forsendum hafnar Lífsverk þeirri forsjárhyggju sem komið hefur fram í túlkun sumra atvinnu- greinasjóða sem kjósa að túlka gildandi kjarasamninga á þann veg að atvinnuveitendur geti ákveðið á hvaða hátt umsömdu viðbótar- framlagi skuli ráðstafað innan líf- eyriskerfisins. Lífsverk tekur und- ir þá túlkun Fjármálaeftirlitsins, að miðað við núgildandi reglur sé sjóðfélögum frjálst að flytja „til- greinda séreign“ milli sjóða, að því gefnu að útgreiðslureglur viðtöku- sjóðsins séu þær sömu og þess sjóðs sem flutt var frá. Einfalt eða flókið? Þeim hluta af skylduiðgjaldinu sem rennur í séreign er gjarnan ruglað saman við séreign sem safn- að er með viðbótarlífeyrissparnaði, sem er valfrjáls sparnaður hvers og eins. Þá greiðir launþegi allt að 4% iðgjald og launagreiðandi 2% mótframlag samkvæmt flestum kjarasamningum. Við hjá Lífsverki veltum því fyr- ir okkur af hverju aðilar vinnu- markaðarins skyldu hafa þurft að búa til enn eina tegundina af líf- eyri, sem þröngvað var svo upp á starfsgreinasjóðina á elleftu stundu þannig að allir þurftu að grípa til ráðstafana og boða til aukaað- alfunda. Væntanlega hefur ætlunin verið að halda þessari nýju tegund hjá tilgreindum sjóðum, sem nú virðist ekki ætla að ganga upp. Hefði kannski mátt semja um að hækka viðbótarlífeyrissparnaðinn á almennum markaði þannig að mót- framlag launagreiðenda færi úr 2% í 4% og síðan í 5,5% á næsta ári? Kostnaður launagreiðenda hefði verið sá sami en hagur launþega meiri. Þá er von að sjóðfélaginn spyrji: „Er einhver ástæða til að hafa hlutina einfalda ef hægt er að gera þá flókna?“ Eftir Val Hreggviðsson og Jón L. Árnason » Lífsverk hafnar for- sjárhyggju þeirra sem telja sig geta ákveðið hvernig um- sömdu viðbótarframlagi skuli ráðstafað í lífeyr- issjóð. Valur Hreggviðsson Höfundar eru stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Lífsverks lífeyr- issjóðs. Jón L. Árnason Um flækjur og forsjárhyggju Vinur minn Hannes H. Gissurarson skrif- ar fróðleiksmola sem birtir voru í Morgun- blaðinu og Pressunni sl. laugardag 29. júlí. Þar spyr hann hvort neyðarlögin hafi verið eignaupptaka. Hann víkur að sératkvæði mínu t.d. í H. 340/ 2011, þar sem ég taldi að lögin hefðu ekki staðist. Hannes segir í pistli sínum að rök mín hafi verið einföld og skýr og þeim þurfi að svara. Það er auðvitað rétt. Svörin hefðu átt að koma fram í forsendum meiri hluta dómenda, en gerðu það ekki. Ég vék að þessu í bók minni „Í krafti sannfæringar“, sem út kom 2014. Þar segir svo á bls. 321-322: Við undirbúninginn fyrir flutn- ing málanna leituðu sterkt á mig hugsanir um að með lagasetning- unni hefðu stjórnvöld og löggjafi verið að bregðast við neyðar- ástandi, þar sem víkja yrði til hlið- ar hefðbundnum reglum um vernd eignarréttar og jafn- ræði fyrir lögum. Enginn vafi var á að ástandinu mátti í sjálfu sér jafna til neyðarástands. Gera varð ráðstafanir til að vernda innlánin í bönkunum. Aðalvand- inn í málinu snerist að mínum dómi um hvort heimilt hefði verið að „fjármagna“ lausnina einungis með eignum annarra kröfuhafa bankanna, eins og gert var með lögunum. Um gríðarlega háar fjárhæðir var að ræða. Og nokkru síðar: Þeim, sem vilja skoða þetta efnislega er, eins og áður var nefnt, bent á að kynna sér for- sendur meirihluta og minnihluta í máli nr. 340/2011. Í löngum texta meirihlutans er að mínum dómi alls ekki að finna tækar röksemdir fyrir því að Alþingi hafi með lögum þessum mátt taka eignir af þessum afmarkaða hópi manna (almennum kröfuhöfum banka) og fá þær í hendur öðrum hópi (eigendum inn- lána). Þetta var það sem gert var. Eins og ég nefni í sératkvæði mínu verður þetta ekki réttlætt með al- mennri athugasemd um að löggjaf- inn megi setja lagareglur um for- gangsröð krafna við gjaldþrot. Auðvitað má hann það. Sú heimild verður hins vegar að mínum dómi ekki notuð til þess að færa fé milli manna eftir á, eins og hér var gert. Heimildin til slíkrar almennr- ar lagasetningar getur með öðrum orðum ekki orðið dulbúningur fyrir eignatilfærslu á borð við þá sem í lögunum fólst. Ef meirihluti Hæstaréttar gat ekki fundið gild rök fyrir því að neyðarréttur hefði réttlætt að taka féð til að vernda innlán af öðrum kröfuhöfum banka, voru þau rök þá til? Ég fann þau að minnsta kosti ekki, fremur en meirihlutinn. Um þetta allt og fleiri atriði sem við sögu komu ræddi ég í sér- atkvæði mínu og reyndi að hafa textann eins knappan og auðlesinn og kostur var. Það er lofsvert af Hannesi að fjalla um þetta og leita að rök- unum sem hvorki meiri- né minni- hluti Hæstaréttar fann. Hannes vitnar í Tómas af Akvínas og segir að aðgerð geti haft tvennar afleið- ingar, þar sem aðeins önnur var ætlunarverk og hin ekki. Ætlunin með neyðarlögunum hafi ekki verið að taka upp fé annarra kröfuhafa og færa til sparifjáreigenda, heldur að afstýra upplausn á Íslandi við hrun bankanna, jafnvel neyðar- ástandi. Neyðarlögin hafi því ekki verið óréttmæt eignaupptaka, þótt fyrirsjáanlega leiddi af þeim, að fé færðist milli hópa. Þetta er í sjálfu sér rétt svo langt sem það nær. En hefði ekki mátt vernda innlánin og afla fjár til þess með almennari hætti en þeim að sækja það til af- markaðs hóps manna, sem einir báru byrðina sem af þessu leiddi? Þetta var álitaefnið. Svar er hvorki að finna í atkvæði meirihluta dóm- enda né hugleiðingu Hannesar. Ef þessi rök eru ekki til liggur málið þannig fyrir að fé var tekið með valdi af afmörkuðum hópi manna til að bjarga öðrum. Fyrir slíka háttsemi er fjártökumönnum stundum refsað! Dómar byggjast á beitingu réttarheimilda. Dómsniðurstaða verður alltaf að njóta fullnægjandi rökstuðnings fyrir því að réttar- heimildir leiði til niðurstöðunnar. Ef dómarar finna ekki gildan rök- stuðning fyrir niðurstöðu sinni er það yfirleitt vegna þess að hann er ekki til. Þá kann það að gerast að komist sé að „æskilegri“ dóms- niðurstöðu án rökstuðnings. Ætli þetta hafi verið þannig dómur? All- ur almenningur á Íslandi fagnaði að minnsta kosti niðurstöðunni þó að rökin vantaði. Kannski viljum við Íslendingar helst að dómstólar landsins dæmi eftir einhverju öðru en gildum lagareglum ef það hent- ar okkur? Neyðarlögin og eignaupptaka Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »Hefði ekki mátt vernda innlánin og afla fjár til þess með al- mennari hætti en þeim að sækja það til afmark- aðs hóps manna, sem einir báru byrðina sem af þessu leiddi? Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er fyrrverandi dómari við Hæstarétt. Ekki veit ég ná- kvæmlega hvað bænin er eða hvernig hún virkar, en hitt veit ég fyrir víst, af því ég hef upplifað það sjálf- ur og svo margoft reynt það í mínu lífi, að henni fylgir fegurð og friður, líkn og ákveðin lækning, sam- hugur, samstaða og líf. Því finnst mér svo óendanlega dýrmætt að fá að hvíla í henni og meðtaka friðinn og lausnina sem henni fylgir. Jafnvel þótt ég skilji ekki áhrif hennar nema að tak- mörkuðu leyti. Bæn dagsins, alla daga Bæn mín kvölds og morgna, um miðjan dag og jafnvel nætur er meðal annars eftirfarandi: Guð minn góður, þú sem ert kær- leikurinn æðsti og mesti, faðir frelsarans Jesú Krists, uppspretta ljóssins og lífsins, miskunna þú mér. Kristur Jesús á krossinum vertu mér syndugum náðugur og líkn- samur. Frelsari heimsins, miskunna þú mér. Líknaðu mér og læknaðu mig, í Jesú nafni. Leyfðu mér að lifa í kærleika, friði og sátt við þig, sjálfan mig og alla menn. Gefðu að ég fái að vera farvegur kærleika þíns og friðar, fyrirgefningar og fagnaðarerindis, dag hvern uns yfir lýkur og jafnvel lengur svo ég beri þann ávöxt sem mér var og er ætlað. Verði þér til dýrðar, samferðafólki mínu og umhverfi öllu til upp- örvunar og blessunar og þannig sjálfum mér til heilla. Allt mitt og alla mína ástvini sem eru mér svo ómetanlega kærir fel ég þér í trausti þess að þú vak- ir yfir þeim og leiðir og takir okkur í faðm þinn og fang og berir síð- asta spölinn þegar við getum ekki meir. Blessaðu okkur og varðveittu og hjálpaðu okkur að lifa og ganga fram í trú og von jafnvel þrátt fyrir vonbrigði og stundum erfiða tíma. Veittu okkur þá náð að taka á móti kærleika þínum og taka eftir þínu eilífa ljósi og hafna myrkrinu. Viltu tendra ljósið þitt í hjörtum okkar svo það fái lýst okkur í öllum kringumstæðum á veginum heim til lífsins. Dýrð sé þér, eini sanni Guð. Þér sem ert höfundur og fullkomnari lífsins. Um aldir og að eilífu. Heyr bænir okkar er við biðjum með hjartanu, í Jesú nafni. Amen. Bæn mín er Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Viltu tendra ljósið þitt í hjörtum okkar svo það fái lýst okkur í öllum kringumstæðum á veginum heim til lífsins. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.