Morgunblaðið - 01.08.2017, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.08.2017, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íyfirskriftfréttar á vef-síðu Der Spiegel í gær sagði að atvinnuleysi á evrusvæðinu hefði ekki verið minna í átta ár. Þar var atvinnuleysið í júní 9,1% samkvæmt mælingum Euro- stat, en fór yfir 12% þegar mest var í skuldakreppunni. Það er gott að atvinnuleysi skuli fara minnkandi í evru- löndunum, þótt erfitt sé að horfa upp á það að 14,7 millj- ónir íbúa þeirra séu án vinnu. Þá er það til marks um veik- leika evrunnar að gæðunum er misskipt. Atvinnuleysi í Þýskalandi er með minnsta móti, aðeins 3,8%, og á Möltu mælist það 4,1%. Í Þýskalandi er staðan þannig að eftirspurn á vinnumarkaði er gríðarleg. Samkvæmt Der Spiegel hafa aldrei verið fleiri störf auglýst í landinu en í júlí. Öllu svart- ara er útlitið á Grikklandi og Spáni. Grikkir og Spánverjar fóru einna verst út úr krepp- unni og hefur evran reynst þeim spennitreyja. Atvinnu- leysið í Grikklandi var 21,7% í apríl og á Spáni í júní 17,7%. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á evrusvæðinu er 18,9%. Það er uggvænlega há tala. Það er þó ekkert miðað við Grikkland og Spán. Á Grikklandi er at- vinnuleysið meðal ungs fólks 46,6% og á Spáni 38,6%. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund hvaða áhrif það hefur á ungt fólk og þjóðfélagið í heild þegar stapp- ar nærri að aðeins helmingur þeirra, sem eru undir 25 ára aldri, eigi von um vinnu eins og á Grikklandi. Á Íslandi myndi slíkt atvinnuleysi telj- ast neyðarástand. Það segir einnig sína sögu um veikleika evrunnar að at- vinnuleysið mælist mun minna þegar öll ríki Evrópusam- bandsins eru talin saman. At- vinnuleysið í ESB er 7,7% og hefur reyndar heldur ekki ver- ið minna í átta ár. Eurostat virðist ekki reikna út hvert at- vinnuleysið er í þeim löndum ESB, sem eru utan evrusvæð- isins, en það væri fróðleg tala. Fjármálakreppan, sem skall á 2008, afhjúpaði þá galla, sem voru innbyggðir í evruna. Kreppan hafði ólík áhrif á löndin á evrusvæðinu. Löndin í suðri urðu mun verr úti en löndin í norðri. Það voru hins vegar engin tæki í verkfæra- töskunni til að bregðast við ólíkum aðstæðum og þörfum. Eigin gjaldmiðli fylgir sveigj- anleiki. Evrópusambands- löndin utan evrusvæðisins höfðu sinn eigin gjaldmiðil og voru mun fljótari að jafna sig. Ástæðurnar eru augljósar og eiga ekki að vera feimnismál. Í Suður-Evrópu súpa menn enn seyðið af göllum evrunnar} Hinn innbyggði veikleiki Nicolas Mad-uro, sem erfði völdin í Venesúela eftir Hugo Chaves, heldur áfram að herða tökin á sveltandi íbúum landsins. Á sunnudag hélt hann kosningar til að láta kjósa til nýrrar pólitískrar stofnunar, nokkurs konar stjórnlagaþings, sem getur sent þingið heim og skrifað nýja stjórnarskrá. Almenningur í Venesúela er búinn að átta sig á að loforð sósíalistaflokks Chavesar og Maduros hafa ekki gengið eft- ir, fjarri því. Í landinu ríkir al- gert neyðarástand, svo sem óeirðir og alvarlegur matar- skortur, sem ásamt öðru hafa valdið því að stuðningurinn við Maduro er orðinn sáralítill. Kannanir fyrir kosningarnar á sunnudag bentu til þess að um 70% landsmanna væru andsnúin áformum forsetans. Þetta virðist hafa orðið til þess að einungis um 10-20% lands- manna hafi tekið þátt í kosn- ingunni, en Maduro heldur því fram að þátttaka hafi verið rúm 40% og hefur hann hrósað sigri. Fjöldi ríkja hef- ur hafnað niður- stöðunni sem Mad- uro kynnti á sunnudag, þeirra á meðal öll stærstu ríki Suður-Ameríku, auk Bandaríkjanna, Spánar og Bretlands. Þá hafa bandarísk stjórnvöld hafið efnahags- þvinganir gegn völdum sam- starfsmönnum Maduros og hafa Kólumbía, Panama og Mexíkó fylgt Bandaríkjunum í þeim aðgerðum. Hugsanlegt er að hægt verði að þvinga ráðandi öfl í Venesúela til að hverfa af þeirri braut sem þau eru á með slíkum aðgerðum, en það er því miður ekki líklegt. Útlit er fyrir að á næstunni bíði íbúa Venesúela enn frekari af- tenging lýðræðisins, áfram- haldandi óróleiki innanlands, vaxandi einangrun á alþjóða- vettvangi og viðvarandi alvar- legur skortur helstu nauð- synja. Og reynslan sýnir að það getur tekið þjóðir langan tíma að hrista af sér ok sósíal- ismans. Maduro er við það að afnema með öllu lýðræðið í Venesúela} Tökin hert á sveltandi íbúunum S ólin skín þessa dagana og gleður alla með hlýjum dögum og rauðglóandi sólarlögum. Það verður allt betra og lundin léttari í logni. Úti er nú hitabylgja á íslenska vísu, sól og blíða og hitinn stígur jafnt og þétt yfir daginn og nær jafnvel tuttugu gráðum síðla dags. Loksins kom þá sumarið eftir allt saman en fátt hefur verið um meira rætt síðustu vikur en veðrið. En það er ekkert nýtt; veðrið er enda- laus uppspretta samræðna og hægt að skegg- ræða fram og til baka um veðrið í dag, gær og á morgun. Líklega er þetta vinsælasta um- ræðuefni Íslendinga og ég læt mitt ekki eftir liggja. Ég tek gjarnan þátt í þeim umræðum! Við blaðamenn erum eins og aðrir og ræðum veðrið daglega. Ef einhver hefði hlerað sam- ræðurnar hér á mánudagsmorgni hefði við- komandi heyrt: „Ég var að heyra að hitabylgjan væri bú- in, ja, það var eitthvað um það í fréttum í gærkvöldi.“ „Já, oj, sjáðu, það verður meira að segja kalt. Já, og týpískt, það er að koma verslunarmannahelgi.“ „Það er ekkert verið að spá neinum leiðindum, hæglæt- isveðri. Það er kannski ekkert að marka fyrr en nær dregur. Reyndar er norska spáin fín.“ „Já, einmitt, samkvæmt þeim er ekki rigning fyrr en á miðvikudag, ég held það séu að mætast tvær lægðir.“ Svona eru samræðurnar líklega alls staðar á Íslandi. Annars staðar í heiminum er það ekki svona! Ég á vin sem býr í Miami og átti ég það til að spyrja: hvernig er veðrið? Í nokkra daga svaraði hann samvisku- samlega; sól og 30°C. Þegar ég spurði í fimmta sinn fannst honum þessar spurningar frekar hvimleiðar, það var jú ekkert að segja, veðrið var alltaf eins! En ég heyrði af því um helgina að Írar séu alveg eins og við og tali um lítið annað en veðrið. Þeir spyrja endalaust að því hvort hann skildi nú rigna í dag. Það gerist víst ansi oft. Við erum líka einstaklega dugleg að miðla til vina og vandamanna fréttum af veðri, bæði munnlega og á samfélagsmiðlum. Hvert snappið á fætur öðru tengist sól og hitastigið sem hægt er að smella yfir skjáinn hefur sjaldan verið eins mikið notað og undanfarna daga. Fólk sem flúði í frí til útlanda bölvar í hljóði yfir þessari óheppni að hafa akkúrat farið þegar hitabylgja ríkir er á Íslandi. Annars skoða ég alltaf nokkrar veðurspár til að bera þær saman. Síðan vel ég þá spá sem er best að mínu mati. Daglega kíki ég á vedur.is og yr.no, norsku veðurstofuna sem er í sérlegu uppáhaldi. Ef íslenska spáin er slæm, kýs ég að trúa þeirri norsku. Ekki veit ég af hverju ég virðist treysta norskum veðurfræðingum betur en þeim íslensku! Kannski eru þeir jákvæðari. Samkvæmt þeim veit ég til að mynda að á laugardag verður hitastigið í kringum 11°C og sól á Akureyri. Öllu verra er það með Bolungarvík, 7°C og rigning. En það gæti jú breyst! Ásdís Ásgeirsdóttir Pistill Reyndar er norska spáin fín STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Fjölmarga kennara vantartil starfa á leik- og grunn-skólum á höfuðborg-arsvæðinu, nú þegar styttist í að nýtt skólaár hefjist. Öll sveitarfélögin á svæðinu eru að vinna í því að manna þau stöðugildi sem í vantar. Samkvæmt lauslegri úttekt Morgunblaðsins virðist stað- an verst í Reykjavík, en á vefsíðu borgarinnar eru nú auglýst 44 stöðu- gildi leikskólakennara og tólf stöður grunnskólakennara. Þá eru ótalin fjölmörg önnur störf innan leik- og grunnskólanna, auk starfa á frí- stundaheimilum. Elfa Björk Ellertsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að ekki sé enn komin full mynd á það hversu marga kennara muni vanta þegar skólastarf hefst. „Það gætu enn orðið breytingar. Nú fara grunnskólarnir af stað eftir versl- unarmannahelgi og þegar sumar- fríum lýkur verður hægt að taka al- mennilega tölfræði saman,“ segir Elfa Björk. Ekki liggja fyrir miðlægar upp- lýsingar um fjölda þeirra leik- og grunnskólakennara sem sögðu upp störfum hjá Reykjavíkurborg í sum- ar, en að sögn Elfu voru breytingar í maí, júní og júlí nokkrar. Vantar víða Skortur er á kennurum til starfa víðar en í Reykjavík. Á vef Kópavogsbæjar eru fimmtán stöður leikskólakennara og tvær stöður grunnskólakennara lausar til um- sóknar, en mönnun leikskólanna var til umræðu í bæjarráði Kópavogs fyrir helgi. Kópavogsbær rekur alls nítján leikskóla og á fjóra þeirra vantar fimm til níu starfsmenn fyrir haust- ið. Á aðra leikskóla vantar minna en fjóra starfsmenn og er það talið við- ráðanlegt, samkvæmt upplýsingum frá menntasviði bæjarins. Þó gætu skapast þær aðstæður í einhverjum leikskólum að seinka þyrfti aðlögun barna í ágúst eða bregðast við með öðrum hætti. Í Garðabæ eru sjö leikskóla- kennarastöður lausar til umsóknar, auk þess sem tvö kennslustörf við grunnskóla eru auglýst. Hulda Hauksdóttir, upplýsinga- og menningarfulltrúi Garðabæjar, segir að flestir kennarar við leik- og grunnskóla haldi áfram störfum eft- ir sumarið. Hún hefur ekki teljandi áhyggjur af stöðunni, en segir að komin verði skýrari mynd á starfs- mannahald skólanna um miðjan ágúst. Þá eru tólf laus störf leikskóla- kennara auglýst hjá Hafnarfjarð- arbæ, auk sex kennarastaða við grunnskóla bæjarins. Aukin samkeppni um fólk Í Mosfellsbæ og á Seltjarnar- nesi er minna auglýst, en þó á enn eftir að fylla nokkrar stöður. Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarn- arnesbæjar, segir að þrátt fyrir að ágætlega hafi gengið að halda í kennara og annað starfsfólk skól- anna finni bærinn vissulega fyrir því að aukin samkeppni sé um starfs- fólk. Seltjarnarnes standi þó nokkuð vel í þeim efnum. „Við stöndum ágætlega þegar kemur að faglærðu starfs- fólki í leikskóla, bæði leik- skólakennurum og starfsfólki með aðra fagmenntun. Við erum með hlutfallslega marga fag- lærða leikskólakennara og ég held að faglært starfs- fólk sæki í að koma þangað sem er gott faglegt umhverfi,“ segir Baldur. Erfitt að fullmanna leik- og grunnskóla Morgunblaðið/Hanna Leikskólabörn Erfiðlega gengur að fá fólk til starfa á leikskólum á upp- gangstímum. Staðan virðist sérstaklega slæm í Reykjavík. „Leikskólakennarar hafa miklar áhyggjur af stöðunni,“ segir Fjóla Þorvaldsdóttir, varafor- maður Félags leikskólakennara. Hún segir mannekluna þýða stóraukið álag á menntaða leik- skólakennara. „Það segir sig sjálft að þegar það vantar fólk þurfa leikskólakennarar að hoppa hærra og hlaupa hraðar.“ Fjóla segir fólk einfaldlega fara til annarra starfa á upp- gangstímum. „Við lendum í þessu endalaust; um leið og það kemur góðæri vantar okkur fólk. Ég hef heyrt leik- skólastjóra segja að þetta sé svipað og árið 2007. Ástandið er bara orðið eins og þá. Vandinn núna er að það vantar ófag- lærða líka, auk menntaðra leik- skólakenn- ara,“ segir Fjóla. Staðan orðin eins og 2007 STARFSMANNASKORTUR Fjóla Þorvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.