Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 24

Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017 ✝ Kristín Sigríð-ur Árnadóttir fæddist á Vopna- firði 30. júní 1926. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Grund 20. júlí 2017. Foreldrar hennar voru Árni Vil- hjálmsson héraðs- læknir, f. 23. júní 1894, d. 9. apríl 1977, og kona hans Aagot Fougner Johansen, f. 7. apríl 1900, d. 15. október 1995. Þau eignuðust 11 börn, hér talin í aldursröð: Snorri, f. 1921, d. 1972, Kjartan, f. 1922, d. 1978, Árni, f. 1924, d. 2002, Kristín sem hér er kvödd, Sigrún, f. 1927, Valborg, f. 1930, Vil- hjálmur, f. 1933, d. 2017, Aagot, f. 1935, Rolf Fougner, f. 1937, d. 2014, Aðalbjörg, f. 1939, d. 2015, og Þórólfur, f. 1941. Kristín giftist 30. okt. 1954 Sveinbirni Jónssyni, f. 30. apríl 50 dvaldi hún í Stokkhólmi hjá íslenskum hjónum og kynntist þar menningu frændþjóð- arinnar. Sumarið eftir fór hún ásamt móður sinni og heimsótti skyldfólk hennar í Rogalandi í Noregi. Sveinbjörn gekk í Samvinnu- skólann og menntaði sig síðar í leikhúsfræðum og listfræði í Sví- þjóð og á Írlandi. Hann starfaði lengi sem framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga og studdi ötullega við leik- starfsemi víðsvegar um landið. Þau hjónin ferðuðust víða. Eftir margra ára starf í herra- fataverslunum keypti Kristín hlut í rúmfataversluninni Verinu við Njálsgötu og tilheyrandi saumastofu af vinkonu sinni. Unnu þær þar saman í mörg ár, uns Kristín tók alfarið við rekstr- inum ásamt Sveinbirni. Svein- björn og Kristín bjuggu nær alla sína búskapartíð á Seltjarn- arnesi, lengst af á Vallarbraut 16. Eftir lát Sveinbjarnar fluttist Kristín að Grandavegi 47, en síð- an í nóvember 2016 dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Grund. Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 1. ágúst 2017, klukkan 15. 1921, d. 3. jan. 2001. Foreldrar hans voru Jón R. Sveins- son, bóndi á Hvilft í Önundarfirði, f. 1881, d. 1974, og kona hans Guð- björg Tómasdóttir, f. 1881, d. 1963. Kristín og Svein- björn eignuðust ekki börn. Kristín stundaði nám við barna- og unglinga- skólann á Vopnafirði. Veturinn 1945-6 var hún í húsmæðraskól- anum á Laugalandi í Eyjafirði og vann um sumarið á garðyrkju- stöð þar í sveitinni. Leið Kristínar lá síðan til Reykjavíkur og þar fékk hún fljótlega starf í verslun; má segja að verslunarstörf hafi að mestu verið hennar vettvangur eftir það, en einnig tók hún tímabund- ið að sér ráðskonustörf á heim- ilum í Reykjavík. Veturinn 1949- Í dag kveðjum við elsku Diddu frænku. Það saxast ört á föðursystkinahóp minn, sem upphaflega taldi 11, en systk- inin eru nú aðeins fjögur eftir á lífi. Sum þeirra kvöddu södd líf- daga en önnur hafa kvatt langt um aldur fram. Minning um yndislegt fólk lifir í hjörtum okkar allra, sem þeim fengum að kynnast. Megi elsku Didda frænka hvíla í guðs friði við hlið Svein- björns eiginmanns síns. Hvíl, þín braut er búin. Burt með hryggð og tár! Launað traust og trúin, talið sérhvert ár. Fögrum vinafundi friðarsunna skín; hlý að hinsta blundi helgast minning þín. (Höf. M. Markússon) Þín Sigríður Snorradóttir (Sigga frænka). Hugur einn það veit, er býr hjarta nær, einn er hann sér of sefa. (Úr Hávamálum.) Hún Kristín móðursystir mín flíkaði ekki hugsunum sínum. Þar kom áreiðanlega upplagið til, en ekki síður aðstæður í uppvextinum. Hún var í hópi ellefu systkina, sú elsta af systrunum sem voru fimm. Börn Aagotar og Árna fæddust þétt svo Læknishúsið á Vopna- firði bókstaflega fylltist af krökkum á fáum árum, auk þess sem þar var oft mikill gestagangur. Einkalíf var því naumast til og það gat verið erfitt þeim sem að eðlisfari voru lítið fyrir það að aðrir skiptu sér af þeirra högum. Börnin í Læknishúsinu þurftu líka snemma að taka til hend- inni því stórt heimili þurfti margs við. Í hlut Kristínar komu einkum ræsting og þvott- ar og hún sinnti þeim verkum af vandvirkni og atorku sem átti eftir að einkenna hana alla tíð. Eftir að hún fullorðnaðist urðu verslunarstörf hennar vettvangur, lengst af í sæng- urfataversluninni Verinu við Njálsgötu sem þau hjónin, Sveinbjörn og hún, ráku af myndarskap um árabil. Vinnudagurinn var oft langur en því fór þó fjarri að allt líf Kristínar rammaðist inn af hon- um. Hún ræktaði stóran garð við fallega húsið þeirra Svein- björns á Seltjarnarnesi og á næturnar las hún bókmenntir því hún svaf oftast lítið eða stopult. Á ferðum sínum erlend- is sóttu þau Sveinbjörn lista- söfn og hér heima var Kristín fastagestur á sinfóníutónleikum og í leikhúsunum. Hún nærðist sem sé af fögru umhverfi og listum en aldrei vissi maður hvað henni fannst um tiltekna bók, leiksýningu eða tónleika – hún vildi eiga sitt innra líf í friði. Þar með er ekki sagt að hún hafi ekki haft áhuga á því sem aðrir höfðu fram að færa og það var hressandi að spjalla við hana um landsins gagn og nauðsynjar. Í þeim efnum hafði hún ákveðnar skoðanir, grund- aðar á þeirri skynsemishyggju sem yngra fólk í fjölskyldunni kennir stundum við Ytri-Brekk- ur og er alveg laus við tilfinn- ingasemi. Hlýjuna geymdi hún fyrir brosin og kveðjukossana – og hún var ósvikin. Nú þegar Kristín er kvödd í hinsta sinn fylgja þakkir fyrir margt sem ekki mátti orða og ósk um að hinum megin bíði hennar fagurt bókasafn, nálægt rósagarði, með ótal ólesnum bókum. Svanhildur Óskarsdóttir. Kristín var eiginkona föður- bróður okkar, Sveinbjarnar Jónssonar. Þau giftust árið 1954 og allt frá þeim tíma var Kristín okkur einlæg og hlýleg og við notið einstakrar vin- semdar hennar. Á jóladag ár hvert vorum við saman meðan heilsa hennar leyfði. Áhugi hennar og um- hyggja fyrir velferð barna okk- ar var alla tíð mikil. Við kveðjum hana í dag og þökkum fyrir. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Helga, Jón og Sigríður. Kristín hefur alltaf verið hluti af okkar lífi, enda besta vinkona mömmu frá því að hún gifti sig. Sveinbjörn maður Kristínar og faðir okkar Guðmundur voru vinir frá námsárum sínum í Sví- þjóð. Þegar þeir svo héldu áfram sinni vináttu sem kvænt- ir menn, voru þeir svo lánsamir að djúp og einlæg vinátta myndaðist milli maka þeirra líka. Mikill samgangur var því alla okkar æsku milli foreldra okkar og Kristínar og Svein- bjarnar og mynduðust sterk tengsl við okkur systkinin. Kristín varð okkur einsog ná- komin frænka og héldum við sambandi við hana alla tíð, líka eftir að móðir okkar var orðin það veik að hún gat ekki sjálf sinnt þeirra vináttu og enn áfram eftir hennar dag. Kristín var fyrir okkur hluti af fjöl- skyldunni. Síðustu árin voru henni erfið vegna veikinda, og nú er komið að kveðjustund. Í minningunni varstu alltaf jákvæð, áhugasöm og uppörvandi. Vinátta ykkar mömmu sýndi okkur hvað sönn vinátta er. Takk fyrir að vera hluti af lífi okkar. Vinur elskar ætíð og í nauð- um er hann sem bróðir. (Ok 7:17) Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Við sendum systkinum og öðrum nákomnum ættingjum Kristínar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Börn Huldu og Guðmundar: Lára Kolbrún, Guðrún Edda, Emil Gunnar, Þór- unn Hulda, Hulda Birna og Gunnhildur Halla. Kristín S. Árnadóttir ✝ Anna Skarp-héðinsdóttir fæddist í Króki í Víðidal 17. maí 1929. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 18. júlí 2017. Foreldrar hennar voru hjónin Þuríður Kristín Árnadóttir, f. 7. júní 1898, d. 14. september 1980, og Skarphéðinn Skarphéðinsson, f. 2. júní 1892, d. 2. febrúar 1978. Systkini Önnu voru Þuríður, f. 12. apríl 1919, d. 12. júní 2000, Sigríður f. 12. apríl 1919, d. 18. maí 2002, Árni f. 4. júní 1923, d. 12. ágúst 2010, og Baldur, f. 17. október 1930. Anna ólst upp í foreldra- húsum við heimilisstörf. Hún stundaði nám við Tóvinnuskól- ann á Svalbarði við Eyjafjörð veturinn 1946-1947, Húsmæðra- skólann á Hallormsstað vetur- inn 1947-1948 og Húsmæðra- skólann á Blönduósi 1948-1949. Anna giftist Ragnari Ólsen veghefilsstjóra, f. 3. nóvember 1916, d. 13. september 1981. Hann átti fyrir dæturnar Ólöfu, f. 3. mars 1940, d. 3. október 1992, Guðrúnu, f. 17. maí 1942, Elínu, f. 5. janúar 1948, og Esther, f. 25. júní 1949. Börn Önnu og Ragnars eru Rannveig Bryndís, ljósmóðir og hjúkr- unarfræðingur, f. 8. ágúst 1967, og Ragnar Ólafur bif- vélavirkjameistari, f. 26. desem- ber 1968. Eiginmaður Rann- veigar er Jóhannes H. Stein- grímsson tölvunarfræðingur, f. 20. ágúst 1964. Börn þeirra eru Ingvar Orri, f. 29. apríl 2004, og Eyrún Anna, f. 25. mars 2006. Sonur Jóhannesar af fyrra sam- bandi er Eiríkur Snær, f. 22. febrúar 1995. Eiginkona Ragn- ars Ólafs er Anna Kristín Pétursdóttir, leikskólakennari, f. 13. júní 1977. Börn þeirra eru Berglind, f. 27. nóvember 2002, Ingunn, f. 27. júní 2004, og Ragnar Ingi, f. 31. október 2008. Útför Önnu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 1. ágúst 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. Enginn er eilífur og jafnvel hörðustu máttarstólpar gefa sig að lokum. Anna frænka var ein af þessum stólpum, kletturinn í fjöl- skyldunni sem ekki mikið bar á en sterkastur þegar á reynir. Það var bara ekki hennar stíll að láta bugast þótt stormar geis- uðu. Það kom best í ljós þegar hún missti manninn frá ungum börn- um og þurfti að fara út að vinna. Ég var þá nýkomin heim frá dvöl í Svíþjóð og fékk það hlut- skipti að keyra hana milli staða til að sækja um vinnu. Á ónefndum stað var henni sagt að það væri ólíklegt að hún fengi vinnuna, það væru margir umsækjendur. Anna horfði þá bara einbeitt á manninn og sagði. „Já, en ég þarf þessa vinnu.“ Og hún fékk hana. Þrátt fyrir að standa uppi ein fyrirvinna heimilis var Anna alltaf til staðar fyrir alla og alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd. Lítið atvik lýsir henni vel. Þeg- ar við fjölskyldan komum heim frá Svíþjóð vorum við á hrakhólum með íverustað og erfitt var að fá leigða íbúð. Önnu fannst ekkert sjálfsagðara en að við byggjum bara hjá henni þar til úr rættist, hana munaði nú ekki um að bæta við fjögurra manna fjölskyldu í litlu þriggja herbergja íbúðina í Skipasundinu. Ekki kom þó til þess að við flyttum þangað en þetta boð henn- ar skaut upp kollinum þegar ég fór að kíkja í minningabankann og rifja upp samskipti okkar Önnu. Hún hafði stóran faðm og stórt hjarta og lagði sig alla fram um að öllum í kringum hana liði vel og hefðu örugglega nóg að borða. Ég man ævintýraljómann sem fylgdi henni þegar hún kom í heimsókn á æskustöðvarnar í Króki; Rautt hrokkið hárið, lakk- aðar neglur, ilmandi lykt og tísku- klæðnaður, hún situr upp á horn- inu á eldhúsborðinu og segir sögur úr Reykjavík, við hlustum með andakt. Man eftir pakka sem hún eitt sinn færði mér, og þvílík ham- ingja „mosagrænar stretsbuxur með bandi undir fótinn“ slíkar gersemar fyrirfundust ekki nema í draumum í sveitinni heima. Í Reykjavík var alltaf notalegt að koma inn á heimili hennar og oftar en ekki var margt um mann- inn þar sem borð svignuðu undan kökum og tertum, svo ekki sé nú minnst á kleinurnar sem þó voru í harðri samkeppni við kleinur Þuru systur hennar. Anna var búin að dvelja nokkur ár í undarlegum heimi minnisleys- is þar sem þokan huldi hvert kennileitið á fætur öðru, en stund- um rofaði til og í haust gat hún sungið hástöfum með mér ljóð Jónasar „Ég bið að heilsa“ og sló ekki feilnótu. Að sama skapi hélt hún húmorn- um og þegar við ræddum eitt sinn um gamlan kunningja, þá skrapp út úr henni. „Er hann ekki orðinn voða minnislaus?“ Ég taldi að það gæti vel verið og þá bætti hún við: „Það er sko annað en með mig, ég er engu farin að gleyma“ og svo glotti hún og vissi sjálfsagt betur. En allar ferðir taka enda og líka þær löngu og nú hefur klukkan glumið henni Önnu frænku enda kannski kominn tími á að hún upp- lifi himnaríki. Efst í huga mér er þakklæti fyrir gjöfula og góða samfylgd en myndirnar og minn- ingarnar munu lifa áfram með okkur enn um stund. Kristín Gunnarsdóttir (Stella). Í dag kveð ég Önnu frænku. Hún var alltaf kölluð Anna frænka af mínum ættingjum en hún var næstyngst af systkinum pabba og eru þau nú öll látin nema Baldur. Fyrst man ég eftir Önnu þegar hún og fjölskylda hennar kom norður í land á sumrin og dvöldu á heimili afa og ömmu í sumarleyf- um sínum í nokkrar vikur. Í þess- um heimsóknum tók Anna eldhús- ið yfir og sá um að elda og baka en maturinn hennar var frábær en hún var mikill kokkur og áhuga- manneskja um matargerð og bakstur. Maturinn bragðaðist öðruvísi og það var annað yfir- bragð á honum þegar hún sá um hann. Þessi tími á sumrin var allt- af mjög skemmtilegur og á ég margar minningar frá honum. Oft var farið á berjamó á haustin og mikið tínt af berjum og þá var taskan Krummi alltaf með í för og í henni var nestið. Þegar ég var unglingur flutti ég til Reykjavíkur til pabba míns og fór í 10. bekk. Þá valdi ég að fara í Langholtsskóla því Anna frænka bjó ekki langt frá honum og var gott að geta leitað til hennar og tók hún vel á móti mér í hádeginu og oft eftir skóla líka. Meðan pabbi hafði heilsu til þá var hann mjög duglegur að heimsækja systur sína og var sér- stakt samband á milli þeirra. Í nokkur ár vorum við pabbi og Árni Þór, sonur minn, hjá Önnu og fjölskyldu á aðfangadag, jóladag og um áramót og var það mjög dýrmætur tími fyrir okkur. Og þær voru ófáar kvöldheimsóknirn- ar í Skipasundið og þá oft glatt á hjalla og mikið hlegið og spjallað Anna Skarphéðinsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HRAFNHILDAR ÞORGRÍMSDÓTTUR kennara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 12E og líknardeildar Landspítalans fyrir einstaka umönnun og hlýja nærveru. Guð blessi ykkur öll. Rafn Kristjánsson Ásdís Margrét Rafnsdóttir Njáll Líndal Marteinsson Ólafur Þór Rafnsson Dögg Guðmundsdóttir og barnabörn Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, INGÓLFUR SIGURÐSSON, Mýrarvegi 113, Akureyri, andaðist 17. júlí. Útförin fer fram fimmtudaginn 3. ágúst frá Akureyrarkirkju klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Elínborg Ingólfsdóttir Magnús Þórðarson Magnús Ingólfsson Sólveig Erlendsdóttir Ragnhildur Ingólfsdóttir Samúel Jóhannsson Þórdís Ingólfsdóttir Sölvi Ingólfsson Guðrún Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir, mágkona, tengdadóttir, frænka og vinkona, GUÐRÚN BIRNA KJARTANSDÓTTIR, til heimilis að Lindasmára 36 í Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. júlí. Útför hennar verður gerð frá Digraneskirkju fimmtudaginn 10. ágúst klukkan 13. Guðmundur Freyr Sveinsson Kjartan Sveinn, Bjarki Freyr og Anna Katrín Katrín Þórlindsdóttir Kjartan Örn Sigurbjörnsson Þórlindur Kjartansson Ingunn Hafdís Hauksdóttir Guðný Anna Theódórsdóttir Sveinn Jónasson vinkonur og vinir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.