Morgunblaðið - 01.08.2017, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Sjáðu þetta!
Centro Style 56212
umgjörð kr. 16.800,-
Allar útsölubuxur
kr. 3.900
Bæjarlind 6 | sími 554 7030 | Við erum á facebook
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Málfríður Hrund Einarsdóttir, for-
maður Hugarafls, samtök notenda
geðheilbrigðisþjónustunnar, segir að
ekkert hafi breyst í kjölfar mótmæla
félagsins eftir að styrkur heilbrigð-
isráðuneytisins var lækkaður fyrir
árið 2017.
Hugarafl hefur nú opnað styrktar-
reikning og óskað eftir stuðningi frá
einstaklingum, fyrirtækjum og
vinnustöðum en Málfríður segir að
það gangi illa að fá fund með ráð-
herra. „Okkur var lofað að hitta fé-
lagsmálaráðherra en við höfum ekk-
ert hitt hann. Það er tvisvar búið að
boða okkur á fund hans en hann hef-
ur ekki mætt í hvorugt skiptið,“ seg-
ir Málfríður en samtökin funduðu
með aðstoðarmönnum ráðherra.
Fyrst og fremst heilbrigðismál
„Okkur hefur verið hent á milli
ráðuneytanna, en nú erum við komin
undir væng félagsmála en þetta er
auðvitað fyrst heilbrigðismál og síð-
an verður þetta félagsmál,“ segir
Málfríður og bætir við að staðan sé
grafalvarleg. „Við erum í mesta basli
núna bara við að fá fundi með þeim,
bara fá áheyrn. Þetta er grafalvarleg
staða hjá stærsta úrræði utan spít-
alakerfis.“
Þorsteinn Víglundsson félags-
málaráðherra segir að ráðuneytið sé
að leita leiða til að styðja betur við
starfsemi Hugarafls. „Það var
fundað með þeim aðeins í vor og við
vorum að leita leiða til að styðja bet-
ur við starfsemina,“ segir Þorsteinn.
„Bakgrunnurinn í þessu er að fjár-
laganefnd vegna ársins 2016 veitti
hugarafli auka fjárveitingu upp á 5
milljónir sem var eyrnamerktur fé-
lagsmálahlutanum en fram að þeim
tíma og síðan aftur 2017 hefur þetta
alltaf verið heilbrigðismegin, verið
skilgreint sem heilbrigðis úrræði og
verið partur af þeirri þjónustu sem
veitt er í gegnum heilsugæsluna á
höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þor-
steinn en enginn slík fjárveiting
fékkst fyrir Hugarafl í ár.
Þorsteinn segir jafnframt að verið
sé að skoða hvort úrræðið verði hluti
af heilbrigðisþjónustunni. „Við höf-
um verið að skoða hvort að hægt
væri að gera þetta úrræði þá hluta af
þeim meðferðar/virkniúrræðum sem
í boði eru, það er eitt af því sem hefur
verið skoðað þá í tengslum við þá
þjónustu sem Virk veiti.“ Spurður
um framhaldið segir Þorsteinn að
hann muni funda með Hugarafli þeg-
ar sumarleyfum lýkur.
Hugarafl biðlar til al-
mennings um aðstoð
Formaður samtakanna ósáttur með vinnubrögð ráðherra
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mótmæli Hugarafl mótmælti fyrir framan velferðarráðuneytið fyrr á árinu
framkomu ráðuneytisins og fjárveitingu ætluð samtökunum 2017.
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Hin mikla fjölgun gesta í Snæfells-
jökulsþjóðgarð hefur ekki enn
komið fram í auknu rekstrarfé til
þjóðgarðsins, segir Jón Björnsson
þjóðgarðsvörður í samtali við
Morgunblaðið. Sést dæmi um það
á veginum að Djúpalónssandi og
bílastæðaaðstöðu við sandinn. Þar
skapast oft mikið umferðaröng-
þveiti vegna þeirra fjölmörgu öku-
tækja sem þar eiga leið um.
Umhverfisstofnun fer með for-
ræði bílastæðisins en Vegagerðin
á veginn að sandinum, að sögn
Jóns.
Hann segir að bílastæðaaðstaða
og vegurinn að Djúpalónssandi
hafi lengi verið í umræðunni hjá
þjóðgarðinum. „Þjóðgarðurinn er
á föstum fjárlögum og fær því
ákveðið fjármagn til framkvæmda
og viðhalds á hverju ári. Það hef-
ur hins vegar ekki dugað til í
þessu ákveðna máli,“ segir Jón um
slæmt ástand bílaaðstöðu við sand-
inn. Aðstaðan sé nú þegar orðin
að vandamáli sem aðeins mun
versna ef aðsókn eykst.
Mörg verkefni hvíla á þjóðgarði
Snæfellsjökuls og vel þarf að spila
úr því fjármagni sem gefst, segir
Jón. Nefnir hann að nýverið var
lokið við að endurgera bílastæði
við Vatnshelli auk þess sem gesta-
stofa var reist við Malarrif.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Snæfellsbæjar, segir í samtali við
Morgunblaðið helst tvennt vera
að. Í fyrsta lagi sé vegurinn að
Djúpalónssandi einbreiður. Annað
er takmarkað svæði sem þjóðgarð-
urinn hefur til umráða þar sem
einkaland liggur að bílastæðunum
við Djúpalónssand.
„Hugmynd Snæfellsbæjar er að
búa til stórt bílaplan við þjóðveg-
inn. Síðan sæju ein eða tvær rútur
um að flytja fólk þaðan og að
sandinum gegn vægu gjaldi, 100
til 200 krónum,“ segir Kristinn.
Þá eru þeir Kristinn Jónasson
og Jón Björnsson báðir á því að
slæmt ástand vegarins að Djúpa-
lónssandi og bílastæðum þar komi
niður á upplifun ferðafólks.
Ljósmynd/Friðrik Brekkan
Öngþveiti Aðstaða rútna og bíla við Djúpalónssand er talsvert vandamál.
Þörf á aðgerðum
við Djúpalónssand
Núverandi fjármagn nægir ekki til
Komum smærri skemmtiferðaskipa,
svokallaðra leiðangursskipa (Expedi-
tion cruises), hefur fjölgað mikið að
undanförnu en farþegar þessara
skipa eru sérstaklega áhugasamir um
að kynna sér einstaka náttúru Íslands
og eru því dýrmætir ferðamenn, sem
kunna að umgangast náttúruna að
sögn Péturs Ólafssonar, formanns
Cruise Iceland-samtakanna, sem
halda utan um hagsmuni þeirra sem
taka á móti og þjónusta skemmti-
ferðaskip hér á landi.
Virði lög og reglur
Franska skemmtiferðaskipið Le
Boreal sem hleypti um 200 farþegum
í land á Hornströndum án toll-
afgreiðslu er eitt þessara skipa en
fram kom í máli umboðsmanns
skipsins í Morgunblaðinu og á mbl.is
í gær að um leiðan misskilning hefði
verið að ræða milli hans og skip-
stjórnenda. „Það er alveg á hreinu að
við viljum að þau skip sem hingað
koma virði þau lög og þær reglur
sem gilda í landinu,“ segir Pétur í
samtali við Morgunblaðið.
„Um borð í þessum skipum eru
náttúruverndarsinnar fram í fingur-
góma. Þetta eru öðruvísi farþegar en
eru á öðrum skemmtiferðaskipum.
Þeir borga meira fyrir ferðina og eru
að kynna sér náttúruna og ganga al-
mennt mjög vel um. Þetta eru þeir
farþegar sem við viljum sjá á þessum
stöðum ef við viljum yfir höfuð sjá
þar einhverja farþega,“ segir hann.
Pétur segist eingöngu hafa upp-
lýsingar úr fréttum um að farið hafi
verið í land á Hornströndum og þar
virðist hafa verið um einhvern mis-
skilning að ræða.
Samstarf við AECO-samtökin
Aukinn áhugi skemmtiferðaskipa
er á viðkomustöðum í minni höfnum
á landsbyggðinni og er unnið að því
að móta sérstakan vegvísi um um-
gengnina við land og þjóð í samstarfi
við Umhverfisstofnun.
Gengu Cruise Iceland í fyrra í
AECO, samtök útgerða farþega-
skipa á norðurslóðum, sem vinna að
slíkum leiðarvísi vegna siglinga leið-
angursskipa og samstarfs og fræðslu
um norðurslóðir.
„Skipin kalla sjálf eftir skýrari
reglum um hvað má og hvað má ekki
á hverjum viðkomustað. Það er
ástæðan fyrir því að Cruise Iceland
ákvað að ganga inn í AECO á síðasta
ári og hefja samstarf við Umhverf-
isstofnun um þróun slíkrar stefnu.
Er sú vinna í ákveðnum farvegi,“
segir Pétur.
„Þessir leiðarvísar sem menn hafa
áhuga á að útbúa fjalla m.a. um hvað
margir mega fara á hvern stað,
hvernig á að umgangast gróður og
dýralíf og svo framvegis. Við erum
vel meðvituð um þetta og þess vegna
er þessi vinna í gangi. Við leituðum
sérstaklega til Umhverfisstofnunar
vegna þess að þar eru sérfræðing-
arnir um þessi mál,“ segir Pétur að
lokum.
Fór langt út fyrir heimildir
Skipstjóri Le Boreal var í skýrslu-
töku hjá lögfræðideild Tollstjóra í
gær eftir að hafa hleypt farþegum í
land á Hornströndum án toll-
afgreiðslu, eins og áður segir.
Fulltrúi frá Gáru, umboðsaðila
skipsins, var einnig væntanlegur í
skýrslutöku. Þetta staðfesti Kári
Gunnlaugsson, yfirtollvörður hjá
Tollstjóra, við mbl.is í gær.
Kári sagði að ekkert væri hægt að
fullyrða um næstu skref í málinu
fyrr en að yfirheyrslum loknum. „Ég
er ekki með á hreinu hver viðurlögin
eru en það er verið að vinna í málinu,
fara yfir verkferla og skoða hvað
betur hefði mátt fara. Það hefur ver-
ið ítrekað að hann fór langt út fyrir
þær heimildir sem hann hafði,“ sagði
Kári við mbl.is. omfr@mbl.is
„Skipin kalla sjálf
eftir skýrari reglum“
Unnið að vegvísi um umgengni skipanna við land og þjóð
Le Boreal Skipstjórinn var í skýrslutöku hjá lögfræðideild Tollstjóra í gær
eftir að hafa hleypt farþegum í land á Hornströndum án tollafgreiðslu.