Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Við ætlum meðal annars að flytja
þarna þjóðlög í nýjum útsetn-
ingum,“ segir Valgerður Guðna-
dóttir söngkona, sem kemur fram
með kvartettnum Kurr á sum-
artónleikum í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar í kvöld klukkan 20.30.
Auk Valgerðar eru liðsmenn
kvartettsins þau Helga Laufey
Finnbogadóttir píanóleikari, Guð-
jón Steinar Þorláksson kontra-
bassaleikari og Erik Qvick slag-
verksleikari.
„Stór hluti efnisskrárinnar eru
lög sem við erum að flytja í fyrsta
skipti en einnig verða lög sem við
höfum flutt áður á tónleikum.
Þetta verða ensk þjóðlög, þjóðlög
frá Svíþjóð og íslensk þjóðlög eins
og „Vera mátt góður“ og „Nú vil
ég enn í nafni þínu“ í alveg nýjum
útsetningum Helgu Laufeyjar.
Þetta er fjölbreytt og melódískt
prógram þar sem ég nota nátt-
úruröddina mína en auðvitað er
svolítil klassík líka með. Við höf-
um einnig verið að fást við tangó-
tónlist þannig að seinni hluti pró-
grammsins er í þeim dúr,“ segir
Valgerður.
Skemmtilegur fílingur
Kvartettinn Kurr var stofnaður
fyrir um ári. „Við Helga Laufey
vorum að vinna saman hjá Söng-
skóla Sigurðar Demetz. Hún
spurði mig hvort ég væri ekki til í
að vera með henni og Guðjóni að
flytja allskonar djasslög og gamalt
swing í Bláu kirkjunni á Seyð-
isfirði. Við fengum Qvick til liðs
við okkur og úr þessu varð ofboðs-
lega gott samstarf. Í framhaldinu
héldum við tónleika í Tíbrár-
tónleikaröðinni í Salnum í Kópa-
vogi.“
Valgerður segir þeim hafa fund-
ist þetta svo skemmtilegt að þau
hafi ákveðið að stofna formlegan
kvartett. „Við erum náttúrlega öll
að sinna öðrum verkefnum en við
höfum verið að koma fram við hin
Áreynslulaust og afslappað
Vinir Við erum öll mjög góðir vinir og það er ákveðið flæði hjá okkur sem er skemmtilegt að ná í svona samstarfi.“
ýmsu tækifæri, annað hvort öll
fjögur eða hluti af hópnum. Þetta
er svolítið djassskotið hjá okkur
en við förum í alls konar áttir af
því ég er með minn klassíska bak-
grunn sem nýtist vel til dæmis í
tangótónlistinni. Þetta er mjög
skemmtilegt samstarf, áreynslu-
laust og afslappað. Við erum öll
mjög góðir vinir og það er ákveðið
flæði hjá okkur sem er skemmti-
legt að ná í svona samstarfi.“
Söngleikirnir styrkleiki
Hún segir þau vera með ým-
islegt í bígerð. Þann 13. ágúst
leikur kvartettinn nýtt prógramm
á Gljúfrasteini og um þessar
mundir eru þau að undirbúa efnis-
skrá með lögum af plötu sem Val-
gerður gaf út fyrir nokkrum ár-
um, sem inniheldur aðallega
íslensk dægurlög sem kvartettinn
ætlar að nálgast á sinn hátt.
Hjá Valgerði sjálfri er allt
mögulegt framundan. „Í lok sept-
ember verð ég til dæmis með tón-
leika í Iðnó ásamt hljómsveit þar
sem flutt verður tónlist eftir Car-
los Gardel og Astor Piazzolla. Í
október flyt ég einleik sem unn-
inn er upp úr barnaleikritinu
Björt í Sumarhúsi eftir Þórarin
Eldjárn og Elínu Gunnlaugs-
dóttur. Í janúar mun ég syngja á
Vínartónleikum Sinfóníunnar. Svo
fer ég til Færeyja með verk eftir
Þorvald Bjarna sem heitir Völu-
spá, það var frumflutt á Akureyri
í fyrra. Söngleikjabakgrunnurinn
nýtist mér afskaplega vel í öllu
sem ég tek mér fyrir hendur í
tónlistinni þar sem ég get bland-
að saman klassísku og nátt-
úrulegu röddinni,“ segir hún að
lokum.
Kvartettinn Kurr kemur fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Ætla að
flytja þjóðlög í eigin útsetningum auk tangótónlistar Eru mjög góðir vinir
Breska listasafnið upplýsir að það
hefur tapað Cartier-demantshring
sem metinn er á 750 þúsund pund
(ríflega 100 milljónir ísl. kr.). Sam-
kvæmt frétt The Guardian hvarf
hringurinn úr höfuðstöðvum safns-
ins í London 2011. Ekki fást nánari
upplýsingar um tildrög hvarfsins,
en vitað er að lögreglan var látin
vita. Safnið fékk hringinn að gjöf
frá ónefndum gefanda og var hann
geymdur á rannsóknarsvæði sem
ekki var opið almenningi. Sérfræð-
ingar segja að upplýsa hefði átt al-
menning hafi hringnum verið stol-
ið, en hafi hann týnst innan safnsins
sé það til merkis um lélegt skipu-
lag. Kallað hefur verið eftir hertari
reglum til að hindra möguleikann á
því að starfsfólk safnsins taki muni
þess ófrjálsri hendi.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Demantar Vinsæll eðalsteinn. Myndin
tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Verðmætur dem-
antshringur týndur
Sumarhefti
Þjóðmála er
komið út. Meðal
greinarhöfunda
eru Ásdís Krist-
jánsdóttir, for-
st.m. efnahags-
sviðs SA, Björn
Bjarnason, fv.
ráðherra, Óli
Björn Kárason, fm. efnahags- og
viðskiptanefndar Alþingis, og
Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfr.
og alþjóðastjórnmálafr., en til um-
fjöllunar eru m.a. staða efnahags-
mála, breytt vinnubrögð á Alþingi
og Brexit. Gísli Freyr Valdórsson
ritstjóri skrifar um ítarlega úttekt
Oonagh Anne McDonald um hvort
nauðsynlegt sé að aðskilja starf-
semi viðskiptabanka og fjárfesting-
arbanka til að koma í veg fyrir fjár-
málahrun.
Sumarhefti Þjóð-
mála er komið út
Dómstóll í Suður-Kóreu hefur dæmt
tvo fyrrverandi menningarmála-
ráðherra landsins ásamt fjórum
embættismönnum fyrir að hafa sett
allt að tíu þúsund listamenn á svart-
an lista sökum þess að þeir voru of
gagnrýnir á fyrri ríkisstjórn. Afleið-
ingin var sú að listafólkið var úti-
lokað frá hvers kyns styrkjum, verð-
launum eða viðurkenningum. Frá
þessu greinir Politiken.
Undir lok síðasta árs afhjúpuðu
fréttamiðlar í S-Kóreu ýmiskonar
spillingu og valdníðslu forseta lands-
ins, Park Geun-hye, með þeim af-
leiðingum að hún hrökklaðist úr
embætti í mars. Dómstóll í Seúl hef-
ur nú dæmt Kim Ki-choon, fyrrver-
andi starfsmannastjóra forsetans, í
þriggja ára fangelsi þar sem sannað
þótti að hann hefði skipað starfs-
mönnum á skrifstofu forsetans og
hjá menningarmálaráðuneytinu að
setja saman fyrrnefndan lista. Kim
Ki-choon laug til um þátt sinn í mál-
inu þegar þingið yfirheyrði hann.
„Hann gerðist sekur um vald-
níðslu. Við teljum að listinn hafi á
löngu tímabili haft óbein áhrif á
listafólkið og skaðað tiltrú almenn-
ings á ríkisstjórninni,“ segir m.a. í
dómsniðurstöðunni.
Kim Jong-deok, fyrrverandi
menningarmálaráðherra, var dæmd-
ur í tveggja ára fangelsi og Cho
Yoon-sun, einnig fyrrverandi menn-
ingarmálaráðherra, hlaut eins árs
skilorðsbundinn dóm fyrir ósann-
sögli sína um málið í suðurkóreska
þinginu. Auk þess voru þrír embætt-
ismenn dæmir í 18 mánaða fangelsi
hver fyrir aðkomu sína að listanum.
Við dómsuppkvaðninguna var
Hwang Byeong-heon, formaður
dómstólsins, mjög skýr: „Það stríðir
gegn stjórnarskránni að útiloka
listafólk frá opinberum styrkjum á
grundvelli pólitískra skoðana,“ hefur
New York Times eftir honum. Þar
bendir hann á að tilurð listans hafi
niðurlægt þá embættismenn sem
voru honum mótfallnir. Sem dæmi
þvingaði Kim Jong-deok háttsettan
embættismann til að fara á eftirlaun
þegar viðkomandi neitaði að taka
þátt í gerð listans.
Embættismenn og
ráðherrar dæmdir
Ljósmynd/ Jeon Han hjá Korea.net
Fyrrverandi ráðherra Kim Jong-
deok hlaut tveggja ára fangelsisdóm.
Líkt og síðustu sumur eru
haldnir tónleikar á þriðjudög-
um í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar. Tónlistin hefur
ætíð skipað háan sess í 30 ára
starfi safnsins. Þegar vinnu-
stofa Sigurjóns var end-
urbyggð til að hýsa safn verka
hans var til þess hugsað að
stóri salur safnsins hentaði vel
til tónleika og þangað var
keyptur Bösendorfer-
konsertflygill.
Hentar vel til
tónleikahalds
ÆTIÐ SKIPAÐ HÁAN SESS
HB-System
ABUS kranar í öll verk
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.is
Stoðkranar Brúkranar
Sveiflukranar