Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 12

Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017 Morgunblaðið/RAX Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Já, já, en hvað kanntu?“spurði Flemming ViðarValmundsson, átta ára, ef-ins á svip, þegar Bragi Hlíðberg, áttræður öldungurinn og einn frægasti harmóníkuleikari landsins, stakk upp á að þeir spiluðu saman lag á árlegu harm- óníkuumóti Félags harmonikuunn- enda í Reykjavík, sem haldið var í Árnesi árið 2004. Áður höfðu ein- hverjir utan dagskrár hvatt þann stutta upp á svið með nikkuna sína og klappað honum mikið lof í lófa fyrir frammistöðuna. Flemming gerir því skóna að sagan verði rifj- uð upp eina ferðina enn á mótinu í ár, Nú er lag, um verslunarmanna- helgina á Borg í Grímsnesi þar sem hann er heiðursgestur með tónleika kl. 14 á laugardaginn. „Ég skildi ekkert í því af hverju allir sem stóðu þarna í kring voru í hláturskasti. En Bragi var hinn al- úðlegasti og sagði „byrja þú bara, ég kem svo inn í“,“ rifjar hann upp. Flemming er á förum í fram- haldsnám í klassískum harmóníku- leik við Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn svo tónleikarnir á Borg eru þeir síðustu sem hann heldur á landinu að sinni. Fyrir dyrum stendur þriggja ára nám til viðbótar þeim tíu sem hann á að baki í Tónlistarskólanum í Graf- arvogi auk eins árs fræðilegs djassnáms á harmóníkuna í Tón- listarskóla FÍH, en þar lærði hann líka á rafbassa. Fáir á sömu nótum „Ég er eiginlega alinn upp hjá Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík og hef spilað á flestum mótum gegnum tíðina. Þetta er mitt fólk. Kennarinn minn, Guð- mundur Samúelsson, var í félaginu og þá bara gerðist maður líka fé- lagi,“ segir Flemming, sem kann enga skýringu á því hvers vegna hann valdi að læra á harmóníku, kornungur drengurinn. „Ég byrj- aði átta ára í Tónlistarskólanum í Grafarvogi, hélt bara áfram og er enn að. Þótt ég muni ekki eftir því segir Guðmundur að ég hafi komið til hans þar sem harmóníkuhópur var að spila í verslunarkjarna í hverfinu og tilkynnt honum að svona hljóðfæri ætlaði ég að læra á. Næsta vetur var ég innritaður í harmóníkunám.“ Fáir voru voru á sömu nótum og Flemming í skólanum, enda segir hann að harmóníkan hafi þótt hálfgert „gömlukalla- hljóðfæri“ og ímynd harmóníku- leikarans karl með vodkapela í rassvasanum að spila þau fáu lög sem hann kunni á sveitaböllum. „Þótt enn eimi eftir af þessu við- horfi hafa vinsældirnar og stand- ardinn aukist töluvert undanfarið því sífellt fleira ungt fólk, sem ekki var matað á bítlatónlist í upp- vextinum, er farið að læra á þetta merkilega og klassíska hljóðfæri, sem klárlega hefur verið stórlega vanmetið. Og ekki til að geta bara spilað vals eða polka á góðri stund. Sá kúltúr er hverfandi. Margir reka upp stór augu þegar þegar ég segi þeim að ég sé harmóníku- leikari og önnur hvor manneskja lætur þess getið að afi hennar hafi líka spilað á harmóníku.“ Fyrsta „giggið“ á elliheimili Eins og flestir sem lært hafa á harmóníku síðustu tuttugu árin eða svo spilar Flemming á hnappanikku, sem öfugt við píanó- nikkuna er með tökkum báðum megin. Þannig var dragspilið upp- haflega þegar það kom fram á sjónarsviðið í Rússlandi fyrir margt löngu. „Eins og orgel sem Ungur maður með magaorgel Flemming Viðar Valmundsson hefur spilað á harmóníku í fjórtán ár, eða frá því hann átta ára hóf nám í Tónlistarskólanum í Graf- arvogi. Þótt hann gangi ekki svo langt að taka krúnuna af orgelinu heldur hann því fram að harmóníkan sé drottning allra hljóðfæra, eða a.m.k. besta og fjölhæfasta hljóðfærið sem hann hafi kynnst. Síðustu harmóníkutónleikar Flemmings að sinni verða á móti Félags harm- onikuunnenda á Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina. Hann er á förum í framhaldsnám í klassískum harmóníkuleik í Tónlist- arháskólanum í Kaupmannahöfn í haust. Ellefu ára Flemming ellefu ára á ungmennalandsmóti Sambands ís- lenskra harmonikuunnenda. Merkilegt Flemming segir harmóníkuna merkilegt , klassískt hljóðfæri, en stór- lega vanmetið. Hoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi Turnlyftur Sala og þjónusta Sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á lyftum af öllum stærðum og gerðum 517 6000 Fyrirtæki og verslanir Sumarleikföng í úrvali www.danco.is Heildsöludreifing 45 cm boltar Flottir á trampólín arBolt Kútar Sá kúl rpu u Vatnsbyssur Fötur YooHoo Eins og annan hvern þriðudag í sumar verður gestum og gangandi boðið að vatnslita á skemmtistaðnum Lofti, Bankastræti 7, milli kl. 20 til 22.30 í kvöld. Boðið verður upp á vatnsliti og pappír og mun Íris María veita ráðgjöf og kennslu við vatnslitun ef áhugi er fyrir hendi. Því ekki að bleyta pappírinn, blanda saman lit- um og leyfa björtum sumarlitum að streyma um vatnslitapappírinn? Endilega … … vatnslitið á Lofti í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.