Morgunblaðið - 01.08.2017, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Styrkir
STJÓRN VINA VATNAJÖKULS AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI
Vinir Vatnajökuls eru hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs. Samtökin styrkja rannsóknir,
kynninga- og fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti notið náttúru og
sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.
Umsóknarfrestur stendur FRÁ 1. ÁGÚST TIL 30. SEPTEMBER 2017.
Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu samtakanna
www.vinirvatnajökuls.is
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Bónus-
bíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leiðbeinanda
kl. 12.30-16. Félagsstarfið er með opið í sumar frá kl. 8.30-15.45.
Hádegismatur, slátur, kl. 11.40-12.45. Kaffiveitingar á vægu verði kl. 15
-15.45. Heitt á könnunni, blöðin liggja frammi. Allir velkomnir.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl.
9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617-
1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.45. Göngu-
hópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, Bónusbíll kl. 12.40, listasmiðjan er opin kl. 9-15.30, brids kl.13,
bókabíll kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30, allir velkomnir óháð aldri og
búsetu, nánar í síma 411-2790.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
✝ Kristinn Valdi-marsson fædd-
ist á Seyðisfirði 24.
desember 1950.
Hann lést 25. júlí
2017.
Foreldrar hans
voru Valdimar
Stefánsson, f. 4.1.
1923, d. 28.5. 1969,
og Margrét Krist-
insdóttir, f. 2.11.
1922, d. 28.7. 2010.
Systkini Kidda eru Helga
Valdimarsdóttir, f. 19.8. 1947,
gift Hermanni Svavarssyni og
eiga þau börnin Sonju Her-
mannsdóttur, f. 10.8. 1966,
Einar Hermannsson, f. 24.11.
1968, Hauk Hermannsson, f.
15.12. 1973, og
Grétar Her-
mannsson, f. 14.2.
1979.
Bróðir Sig-
urður Valdimars-
son, f. 8.6. 1956.
Systir Ingibjörg
Valdimarsdóttir,
f. 19.3. 1960.
Börn hennar eru
Guðný Pála Rögn-
valdsdóttir, f. 6.8.
1982, Valdís Dögg Rögnvalds-
dóttir, f. 20.7. 1984. Þórdís
Jóna Rögnvaldsdóttir, f. 6.5.
1988.
Útför Kristins fer fram frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag, 1.
ágúst 2017, kl. 14.
Okkur langar að minnast vinar
okkar, Kristins Valdimarssonar.
Okkur finnst svo skrítið að hugsa
til þess að hann sé farinn frá okk-
ur, elsku vinurinn okkar. Við
byrjuðum þrjú saman í Fé-
lagsliðanum haustið 2007. Fé-
lagsliðinn var kenndur í Mennta-
skólanum á Egilsstöðum og
þurftum við að keyra Fjarðar-
heiðina frá Seyðisfirði. Gátu
þessar ferðir okkar þriggja
stundum verið æði skrautlegar.
Kom það ekki bara til vegna veð-
urs, sem getur verið mjög mis-
jafnt á þessari erfiðu og óút-
reiknalegu heiði, heldur voru oft
skondnar uppákomur hjá okkur
sem urðu til þess að Kiddi var
stundum dreginn inn í alls konar
kvennamál sem karlmenn hafa
ekki mikinn áhuga á. Eins og t.d.
verslun á garni, að hitta sauma-
konur og fatakaup. Kiddi lét
þetta aldrei slá sig út af laginu og
hafði sterkar skoðanir á hlutun-
um. Okkur er það svo minnis-
stætt eins og svo margt annað
sem viðkemur Kidda, eins og t.d.
þegar hann kom rétt fyrir jólin
og færði okkur báðum svo falleg-
ar innijólaseríur sem hann hafði
keypt fyrir okkur og að sjálf-
sögðu var skreytt með þeim serí-
um það árið. Eins má ekki
gleyma bananabrauðunum sem
hann bakaði og kom með færandi
hendi til okkar. Það má með
sanni segja að það voru þau
bestu brauð sem við höfðum
smakkað og vöktu þau mikla
lukku hjá okkar heimilisfólki.
Fjarðarheiðarferðir okkar end-
uðu eftir fyrstu önnina í skólan-
um, þar sem okkar frábæri þá-
verandi bæjarstjóri, Ólafur
Sigurðsson, stóð fyrir kaupum á
fjarfundabúnaði sem gerði það
að verkum að við gátum setið í
grunnskóla Seyðisfjarðar, séð og
hlustað á kennarann okkar á Eg-
ilsstöðum og lært eins og við sæt-
um í tíma hjá honum. Fjarfunda-
búnaðurinn hefur komið mörgum
vel hér í bæjarfélaginu. Kiddi
kom færandi hendi með ýmislegt
gúmmelaði handa okkur í skól-
ann. Það eru margar yndislegar
minningar sem ylja okkur eftir
þau góðu ár sem við lærðum sam-
an félagsliðann. Kiddi var í miklu
uppáhaldi hjá kennurunum okk-
ar enda frábær karakter. Það
sýndi sig vel þegar hann þurfti að
leggjast inn á sjúkrahús og skil á
ritgerð framundan. Við sátum yf-
ir henni sveittar og þar sem vin-
ur okkar var veikur og ekki í
standi til að gera ritgerð á þeim
tíma, þá bættum við nafninu
hans við ritgerðina okkar. Við
fengum 9,0 í einkunn en viti
menn Kiddi fékk 9,5 bara fyrir
það eitt að heita Kristinn Valdi-
marsson. Ekki vorum við sáttar
þar en mikið erum við búnar að
hlæja að þessu með honum síð-
ustu ár. Árið 2010 varð Kiddi
sextugur. Með því að tala undir
rós og reyna að veiða upp úr hon-
um án þess að hann vissi þá kom-
umst við að því að hann langaði í
rennda lopapeysu. Við erum báð-
ar miklar prjónakonur og
ákváðum að smella í eina peysu
fyrir hann. Þá fengum við Kidda
heim til Lucindu í hádeginu á að-
fangadag (afmælisdaginn) í góð-
an jólagraut og færðum honum
peysuna. Gleðinni og ánægjunni
sem skein úr augum hans er ekki
hægt að lýsa hér en eitt er víst að
peysan var mikið notuð. Við get-
um endalaust sagt fyndnar og
frábærar sögur frá okkar skóla-
árum en við ætlum að staldra við
hér og eiga þær minningar með
okkur um ókomna tíð. Kiddi
reyndist okkur og fjölskyldum
okkar yndislegur vinur sem
verður sárt saknað. Vonandi líð-
ur Kidda vini okkar vel þar sem
hann er í dag. Kristinn Valdi-
marsson verður alltaf í huga okk-
ar.
Fjölskyldu hans vottum við
okkar dýpstu samúð. Blessuð og
varðveitt sé minning um góðan
dreng.
Berglind og Lucinda.
Í dag þegar við kveðjum Krist-
in Björn Valdimarsson vin okkar,
oftast þó kallaður Kiddi Valda, er
okkur efst í huga söknuður og
þakklæti fyrir ævarandi vináttu
sem við áttum alla tíð. Kristinn
ólst upp á Öldunni í næsta húsi
við okkar fjölskyldu og bjó þar
ásamt foreldrum sínum, Valda og
Möggu, og systkinum sínum
Helgu, Sigga og Ingu Maju og
samgangur mikill á milli. Krist-
inn var sem strákur og unglingur
oft hinn mesti grallari og einn af
þeim „köldustu“ af stóru strák-
unum á Öldunni oft fremstur í
flokki þegar eitthvað var um að
vera og prakkarastrik af ýmsu
tagi voru framkvæmd. Í bók Ing-
ólfs Steinssonar Undir heggnum,
sem kom út 1995, má lesa af ýms-
um uppátækjum þeirra á Öld-
unni og þar er Kristinn sem
Simmi tittur gjarnan í aðalhlut-
verki . Eins og tíðkaðist á Seyð-
isfirði á uppeldisárum Kristins á
síldarárunum var það hans hlut-
skipti eins og flestra að byrja
ungur við vinnu á síldarplani og
síðan byrjaði hann ungur til sjós
sem varð að mestu hans ævistarf
ásamt landvinnu við sjávarútveg.
Kristinn var alltaf léttur og
skemmtilegur og lét sér fátt fyrir
brjósti brenna og átti alltaf auð-
velt með að svara fyrir sig og átti
oftar en ekki yfirleitt síðasta orð-
ið í samskiptum við aðra, góða
sögu lét hann aldrei líða fyrir
heilagan sannleika og eru ýmsar
óborganlegar sögur til af frá-
sagnargleði Kristins.
Ein skal hér fljóta með en
þannig var mál með vexti að þeir
strákar höfðu verið með 22 kali-
bera riffil að skjóta og sagði
Kristinn frá því þegar hann lýsti
hæfni sinni að hann hefði skotið
skógarþröst af 200 metra færi og
sneitt svo snyrtilega ofan af höfð-
inu að passaði akkúrat fyrir síg-
arettu og Erlendur sýslumaður
varð svo hrifinn að hann lét
stoppa hann upp og notaði sem
sígarettustatíf á öskubakka og að
sjálfsögðu datt manni ekki í hug
að malda í móinn.
Hrakfallabálkur hinn mesti
var Kristinn oft og lenti oft í al-
varlegum slysum við vinnu sína,
m.a. missti hann mest af fingrum
annarrar handar þá rétt um 25
ára gamall en lét það ekki buga
sig og spilaði áfram listilega á
nikku og hljómborð en músík-
alskur var hann og hafði sem
unglingur spilað í „bítlahljóm-
sveitum“ á Seyðisfirði. Alla ævi
átti bridsíþróttin hug hans allan
og varð hann fljótt mjög góður á
því sviði og oft ekki laust við að
kuldi og klókindi skiluðu honum
fleiri sigrum en öðrum.
Við leiðarlok þökkum við sam-
fylgdina og vottum systkinum
Kristins, þeim Helgu, Sigga og
Ingu Maju og fjölskyldum inni-
lega samúð og hluttekningu, þær
verða svipminni heimsóknirnar á
Seyðisfjörð í framtíðinni að
Kristni látnum, farðu vel elsku
vinur á framandi slóðir og takk
fyrir allt og allt.
Óttarr Magni, Árdís Björg,
Sveinbjörn Orri, Ásta Sif,
Heiðbjört Dröfn, Helena
Mjöll og Inga Hrefna
mamma.
Kristinn
Valdimarsson
um alla heima og geima og ekki
fór maður heim nema að fá kvöld-
kaffi, brúnköku og mjólk. Alltaf
var Anna snyrtileg og vel tilhöfð
og litrík föt fóru henni einstaklega
vel. Hún hafði dálæti á söng og oft
söng hún íslensk ættjarðarlög við
heimilisstörfin eða sér til gamans.
Nú er komið að kveðjustund.
Elsku Rannveig, Ragnar Ólafur
og fjölskyldur ykkar, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð og
megið þið finna styrk í sorginni.
Þín frænka,
Kristín Árnadóttir.
Við Andrea erum svo lánsamar
að hafa fengið að kynnast Önnu vel
en hún passaði okkur þegar á
þurfti að halda yfir margra ára
tímabil. Okkur fannst frábært að
hafa hana í göngufæri þegar við
bjuggum í Njörvasundinu og kom-
um oft í heimsókn og gistum jafn-
vel. Það var alltaf gott og gaman að
koma til Önnu og við systurnar
hlupum oftast upp bláu teppalögðu
tröppurnar og beint í fangið á
henni. Hún hafði alveg einstakt
hjartalag og kom fram við alla af
virðingu og vinsemd. Hún beið
með það eins lengi og mögulegt var
að skamma okkur, vildi heldur að
við lærðum af eigin mistökum og
ræddi við okkur af mikilli þolin-
mæði. Ég man hvað mér reyndist
erfitt að læra að snerta ekki kakt-
usana í gluggakistunni en hún var
alltaf jafn róleg og hjálpsöm við að
draga nálarnar úr fingrunum á
mér sama hversu oft það gerðist.
Anna var fyrirmynd í því sem
hún tók sér fyrir hendur, hafði
einstaka hæfileika þegar kom að
handavinnu og matseld og mér
þótti mjög spennandi að fá að að-
stoða við það sem hún var að gera
hverju sinni. Það var gaman að fá
að fylgjast með öllu ferlinu við
matargerðina, allt frá því að rölta
með henni út í Rangá og kaupa
það sem vantaði, alveg þar til eitt-
hvað undursamlega bragðgott var
komið á disk. Ég tók hlutverk mitt
mjög alvarlega þrátt fyrir að ég
þyrfti yfirleitt ekki að gera mikið
meira en að fara fram og sækja
kartöflur. Ég gat ekki hugsað til
þess að bregðast Önnu þegar hún
bað mig um eitthvað því ég hafði
svo miklar mætur á henni. Það var
alltaf stutt í brosið hennar og hlát-
urinn og hún sagði okkur margar
skemmtilegar sögur. Það var auð-
velt að mynda sterk vinatengsl við
hana þrátt fyrir aldursmuninn og
ég er ekki frá því að við systurnar
höfum í einhver skipti gert okkur
upp veikindi til að fá að eyða deg-
inum með henni.
Anna vissi að guli búðingurinn
var í uppáhaldi hjá okkur og var
yfirleitt með hann tilbúinn þegar
við komum. Ég get reyndar enn
séð það ljóslifandi fyrir mér hvern-
ig svipurinn á henni breyttist þeg-
ar ég hrærði upp í búðingnum með
berjasafti þar til hann varð fjólu-
blár og kekkjóttur en það þótti
henni einstaklega ólystugt. Ég
sakna súkkulaðikökunnar hennar
með myntukreminu en mér fannst
hún alveg sérstaklega góð sem og
mömmukökurnar á jólunum. Sjálf
hef ég bakað mömmukökur nokk-
ur jól í röð núna og því mun ég
halda áfram því þær fara með mig
í hvert skipti aftur í eldhúsið henn-
ar Önnu þar sem öllum leið vel.
Við mæðgurnar erum uppfullar
af þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast elsku Önnu og fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman. Það er sjaldgæft að þekkja
fólk að góðu einu en það getum við
svo sannarlega sagt um hana.
Minningin um yndislega,
sterka og snjalla konu lifir í hjört-
um okkar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Sveindís Lea, Andrea
Björk og Ólöf Adda.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar