Morgunblaðið - 01.08.2017, Side 4

Morgunblaðið - 01.08.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að hann hafi kallað eftir frekari gögnum og rökstuðningi frá Sam- göngustofu, vegna synjunar stofunn- ar um að heimila að Akranes, ferjan sem siglir á milli Reykjavíkur og Akraness, verði leyft að sigla með far- þega milli Landeyjarhafnar og Vest- mannaeyja um næstu helgi, verslun- armannahelgina. Vestmannaeyjabær og Elliði Vign- isson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hafa lagt fram stjórnsýslukæru til samgönguráðherra vegna synjunar Samgöngustofu. Vestmannaeyjabær krefst þess að samgönguráðuneytið felli úr gildi ákvörðun Samgöngustofu um að heimila ekki siglingar Akranesferj- unnar eða sambærilegs skips milli lands og Eyja. Þetta kemur fram í stjórnsýslukæru sem var send sam- gönguráðuneytinu fyrir helgi. „Ég hef kallað eftir frekari upplýs- ingum og rökstuðningi frá Sam- göngustofu, og við í ráðuneytinu er- um að bíða eftir að svör berist frá Samgöngustofu,“ sagði samgöngu- ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Jón benti á að skammur tími væri til stefnu og hann hefði af þeim sökum óskað eftir því við Samgöngustofu að gögnunum yrði skilað eigi síðar en síðdegis í gær. „Við í samgönguráðuneytinu mun- um strax í fyrramálið [í dag] taka gögnin og upplýsingarnar frá Sam- göngustofu til efnislegrar umfjöllun- ar og í kjölfarið mun ákvörðun mín fljótlega liggja fyrir,“ sagði Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Kallar eftir gögnum og rök- stuðningi Samgöngustofu  Samgönguráðherra fjallar um stjórnsýslukæru Eyjamanna Morgunblaðið/Eggert Akranes Vestmannaeyingar vilja fá að nota Akranes um næstu helgi. Dæluskipið Dísa, sem er í eigu Björgunar, er nú við vinnu í Land- eyjahöfn við að dýpka mynni hafn- arinar. Sigurður Áss Grétarsson, fram- kvæmdastjóri siglingasviðs Vega- gerðarinnar, segir að dæluskipið sé að vinnu þar sem það hafi grynnkað í höfninni undanfarið vegna stór- streymis. Herjólfur þurfti að aflýsa sex ferðum í síðustu viku vegna nið- urstaðna dýptarmælinga sem sýndu að ekki hefði verið nægt dýpi við hafnargarðana til að hægt væri að sigla á fjöru. Nokkur þúsund rúmmetra Sigurður Áss segir að stefnt sé að því að aðgerðum ljúki í lok vikunnar fyrir verslunarmannahelgina. „Við erum að fjarlægja töluvert meira en við þurfum,“ segir hann og nefnir að dæluskipið sé að fjarlægja nokkur þúsund rúmmetra af sandi. urdur@mbl.is Dísa dýpkar Landeyjahöfn  Ljúka aðgerðum í lok vikunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfn Aðgerðir standa nú yfir til að dýpka Landeyjahöfn. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Gerð heimildarmyndar um undir- búning og ferðalag Johns Snorra Sigurjónssonar upp á K2, hættuleg- asta fjall heims, hefur gengið vel. Sem kunnugt er náði John Snorri tindi K2 um klukkan ellefu á föstu- dagsmorgun í síðustu viku. Morgunblaðið náði í gær tali af Kára G. Schram leikstjóra, sem fylgt hefur John Snorra hvert fót- mál í um eitt og hálft ár. Voru þeir þá staddir í grunnbúðum K2 sem eru í um fimm þúsund metra hæð, en tindurinn sjálfur er í 8.611 metra hæð. Á leiðinni upp lét Kári staðar numið í grunnbúðunum og hélt til þar. Framundan er heimför, en John Snorri hætti við að klífa fjallið Broad Peak áður en hann kæmi aft- ur heim til Íslands. Föruneytið mun á næstu dögum ganga til Askoli, næsta þorps við grunnbúðirnar, og þaðan til þorpsins Skardu, þaðan sem flogið verður. Sendir með tökubúnað upp á fjallið „Ferðalagið hingað hefur verið ótrúlegt, en svæðið ógnvænlegt,“ segir Kári, en verkefni hans var af- ar krefjandi. Meðal annars var not- ast við dróna til að festa förina upp fjallið á filmu, en það er mjög bratt og sviptingar í veðri miklar. „Mitt hlutverk var að fanga það sem gerist allt í kring; tilfinning- arnar, ferðalagið, aðstæðurnar, búnaðinn og það umhverfi sem við erum í. Það sem gerist uppi á fjall- inu höfum við myndað með drónum og vélum allt um kring,“ sagði Kári, en John Snorri og fylgdarmenn hans voru einnig í hlutverki kvik- myndatökumanna. „Við útbjuggum þá með vélum og búnaði. Ég var annars staðar með langa linsu og svo mynduðum við líka með dróna. Við náðum þessu al- veg í bak og fyrir,“ segir Kári. Að- spurður segir hann að þau markmið sem snúið hafi að kvikmyndatök- unni hafi náðst. Stórbrotið landslag við fjallgarðinn njóti sín vel í mynd- inni og andlegum raunum sem fylgi hættuför sem þessari verði einnig gerð góð skil. „Við erum að taka þetta upp í 4k. Átökin, gjörningurinn, ævintýrið, ferðalagið og persónulegar að- stæður koma fram. Myndin spannar ekki bara það sem gerist hér heldur líka það sem gerist fyrir og eftir, frá upphafi til enda,“ sagði Kári. „Það er mikið verk framundan við myndgerðina. Þegar hefur miklu verið kostað til svo þetta yrði allt rétt gert. Þetta mun skila sér vel til íslenskra áhorfenda og heimsins alls. Þegar við komum heim hefj- umst við handa við að vinna úr þessu. Við erum komnir með gríð- arlegt magn af flottu efni og stefnum að því að frumsýna það ná- lægt næsta vori, eftir áramót ein- hvern tímann,“ sagði hann. Sviptingar á föstudag Segja má að lokaútgáfa heimildarmyndarinnar og uppbygg- ing hennar hafi verið í lausu lofti þar til á föstudag enda alls óvíst hvort tindinum yrði náð. „Staðurinn og sagan hérna eru gríðarleg. Hingað hafa margir kom- ið og reynt en margir ekki komist heim. Náttúran hér er stórbrotin allan hringinn. Bæði leynast hér hættur á hverju horni og svo skilar náttúran af sér hlutum sem lýsa hættunum vel, líkamshlutum og slíku,“ segir Kári. Hann segir að í æfingaferðum upp á fjallið hafi fall- ið átta til níu snjóskriður og ein þeirra hafi hrifið John Snorra með sér í stutta stund. Kári segir að hætta á og við K2 sé mikil og stöð- ug. „Hér er náttúran þannig gerð að hún vill drepa þig. Hún er stór- brotin og við erum hér uppi á lengsta skriðjökli í heimi og höfum ferðast eftir honum. Hér eru grjótskriður og jökullinn springur í sífellu þannig að þetta eru endalaus ævintýri,“ sagði hann. Kári segir afrekið sérstaklega til- komumikið í ljósi þess að aðrir hóp- ar á fjallinu hafi horfið frá því vegna óveðurs. John Snorri hafi ákveðið að dvelja áfram og „tekið sénsinn“. „Síðan þegar þeir komu upp birti til og allur heimurinn sást þarna að of- an. Þetta átti ekkert að eiga sér stað,“ segir Kári. Mynduðu förina á K2 frá öllum mögulegum sjónarhornum  Andlegum raunum og ævintýrum gerð góð skil  Mynduðu m.a. með dróna Ljósmyndir/Kári G. Schram Toppurinn John Snorri náði á tind K2 um kl. ellefu á föstudagsmorgun þar sem hann flaggaði íslenska fánanum. Kátir John Snorri og Kári voru að vonum sáttir þegar hinn fyrrnefndi kom til baka í grunnbúðir K2. Kári vinnur að heimildamynd um afrekið. Lögreglan hefur upplýst vopnað rán í Pétursbúð við Ránargötu í Reykja- vík síðdegis á sunnudag. Tveir menn, sem lágu undir grun, voru handteknir í gærmorgun og teknir til yfirheyrslu. Annar játaði, en hlut- ur hans í málinu er talinn veigameiri en félaga hans sem stóð fyrir utan búðina meðan á þessu gekk. Báðir mennirnir hafa komið við sögu lögreglunnar áður. Ólíklegt er talið að farið verði fram á gæslu- varðhald, en bent er á að gerandinn eigi útistandandi fangelsisdóm og geti því komið til afplánunar hans nú þegar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu sakaði afgreiðslustúlkuna í Pétursbúð ekki, en henni var eðli- lega brugðið. Hún brást rétt við erf- iðum aðstæðum, afhenti manninum það sem hann bað um og ýtti svo á neyðarhnapp. Kom fjöldi lögreglu- manna á vettvang þá strax og hóf leit að mönnunum og komst fljótt á sporið. sbs@mbl.is Ljósmynd/Hrafn Jökulsson Vesturbærinn Ránið á Ránargötu. Ránið í Pétursbúð er upplýst  Lögregla komst fljótt á sporið Litakóða Kötlu hefur nú verið breytt í grænan á ný, en það gefur til kynna að engar vísbendingar séu um yfirvofandi eldsumbrot. Þetta segir Gunnar B. Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, en Veðurstofa Íslands tók áðurnefnda ákvörðun eftir fund sem haldinn var í gær. Litakóða Kötlu var breytt í gult síðastliðinn laugardag í ljósi auk- innar skjálftavirkni og jökulhlaups í Múlakvísl. Enn er þó varað við mögulegu gasútstreymi við upptök árinnar. Litakóða Kötlu breytt í grænan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.