Morgunblaðið - 01.08.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.08.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er kyrrð – sérstaklega innra með þér – sem leyfir þér að slaka á. Breyttu um aðferð þegar þú talar við fjölskylduna og vertu ögn þolinmóðari í framsetningu. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekki reyna að neyða einhvern til þess að samsinna þér í dag. Þér verður mikið úr verki fyrir hádegi en seinni part dags verður þú upptekin/n með fjölskyldunni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er aldrei hægt að gera svo að öllum líki né segja það sem allir samþykkja. Besta aðferðin til þess að hrista af sér slenið er að skella sér í sund eða göngutúr. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Notaðu daginn í verkefni sem tengj- ast viðskiptum, verslun og alls kyns fjársýslu. Ekki vera smásmuguleg/ur, lífið er of stutt til þess. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Á yfirborðinu virðist visst verkefni vera ósköp auðvelt. Þú ert rómantísk/ur og jarð- bundin/n. Ósjaldan hittir þú naglann á höfuðið í framtíðarspám þínum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vendu þig af því að keyra skoðanir þínar ofan í annað fólk. Það að komast í gott form gerist ekki af sjálfu sér. Þú verður að leggja aðeins á þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú gefur endalaust af þér í sambandi, meira en góðu hófi gegnir. En hvað sem upp kann að koma skaltu muna að þú gerðir í raun meira en þér bar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er um að gera að grípa tækifærin sem gefast og spila síðan eins vel úr þeim og frekast er unnt. Ekki eru allir við- hlæjendur vinir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einhver sem virðist ekki hafa áhuga á því sem þú segir mun brátt skipta um skoðun. Þú ert fær í mannlegum sam- skiptum og elskar að vinna við að hjálpa fólki. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það reynir á stjórnunarhæfileika þína og þá ríður á að þú bregðist rétt við. Þú sérð skóginn stundum ekki fyrir trjánum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Búðu þig undir að fara í frí síðar á árinu því þú munt fá tækifæri til þess. Mundu að seinna kann þig að vanta svör við ein- hverju svo taktu spyrjendum vel. 19. feb. - 20. mars Fiskar Að forðast vinnu þykir er ekki gott. Mundu að þú þarft ekki að finna upp hjólið. Láttu þína eigin sannfæringu ráða og þá fer allt vel. Margur hefur verið ölkær oghagyrðingar einatt glímt við Bakkus, – þótt það út af fyrir sig sé ekki vísbending um hvort við- komandi sé vínhneigður eða ekki. Fremur ber að líta á þvílíkan skáldskap sem sérstaka kveðskap- argrein eins og gert er í Söngbók stúdenta frá 1934, sem skipt er upp í fimm kafla og heitir einn þeirra „Við skál“. Þar eru þessi erindi eftir Hallgrím Pétursson: Nú er ég glaður á góðri stund sem á mér sér, guði sé lof fyrir þennan fund og vel sé þeim sem veitti mér. Yndi er að sitja öls við pel og gamna sér; en fallegt er að fara vel, þó ör sé sá sem veitti mér. Gott er að hafa góðan sið sem betur fer, aldrei skartar óhófið og er sá sæll sem gá‘r að sér. Og hér er erindi eftir Eggert Ólafsson kveðið undir íslensku tví- söngslagi: Ó, mín flaskan fríða! Flest ég vildi líða, Frostið, fár og kvíða fyrr en þig að missa. Mundi eg ei mega kyssa :l: munninn þinn, þinn, þinn? :l: Munninn þinn svo mjúkan finn, meir en verð ég hissa. Andrés Björnsson orti: Í mér glíma ástarbrími og ölva víma; um miðja grímu í mána skímu margt ég ríma. Og hér eru ölvísur nýjar af nál- inni og með öðrum tón. Ármann Þorgrímsson segir á Leir, að það sé erfitt líf víða: Undir fargi einsemdar elska margir flöskurnar Fáu bjarga bænirnar bara tjarga vonirnar. Sr. Skírnir Garðarsson segist hafa reynt að rýna í textann „hann elskaði þilför hann Þórður“ eftir Kristján frá Djúpalæk. – „Þetta er saga margra sem þarna er sögð:“ Sé flaskan opnuð freisting bíður þín, þú fitlar títt við axlir jafnt sem stút, þú sýpur á, þú sólginn ert í vín, þú seilist djúpt, þú brátt munt taka út, þitt flöskutetur, finnst það einsog grín, þó fáráð önd þín löngu sé í hnút. Halldór Blöndal (halldorblondal@simnet.is) Vísnahorn Af Bakkusi konungi og flöskunni fríðu Í klípu „ÞÚ ÆTTIR AÐ EIGA GÓÐA MÖGULEIKA – SVO LENGI SEM ÞÚ HELDUR ÞÉR SAMAN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VERÐ AÐ FÁ SKILRÍKI. ÞÚ HLÝTUR AÐ VERA MEÐ EINHVERS KONAR FLUGMANNSKORT?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að taka þátt í samfélaginu þínu. STEFNUMÓTIÐ MITT REYNDI AÐ FÁ MIG HANDTEKINN FYRIR LEIÐINDI OG ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ EKKI EINU SINNI ÓLÖGLEGT! ÉG TEK EFTIR ÞVÍ AÐ ÞÚ HELD- UR EKKI FRAM SAKLEYSI ÞÍNU ÞESSI DÚFA FLAUG 160,93 KÍLÓ- METRA TIL ÞESS AÐ FÆRA MÉR UPPSKRIFT FRÁ VINI MÍNUM! VÁ! HVAÐ ER Í HENNI? HÉRNA KEMUR KALDHÆÐNISLEGI HLUTINN… Víkverji gerðist ferðalangur umhelgina til að fullnýta tvo frídaga eftir mikla vinnutörn. Uppsveitir Ár- nessýslu urðu fyrir valinu, þar sem komið var við á völdum stöðum eins og Þingvöllum, Laugarvatni, Geysi, Gullfossi, Reykholti, Flúðum og Laugarási. x x x Alls staðar var fullt af ferðamönn-um og útlendingar sem fyrr í miklum meirihluta. Það vakti þó at- hygli Víkverja hve margir Íslend- ingar voru sjáanlegir á baðstaðnum Fontana á Laugarvatni. Þar er svo sannarlega ekki ókeypis að dýfa tánni í heitan pott, eða 4.200 krónur fyrir fullorðinn og 2.200 fyrir ungling. Til allrar hamingju fá börn yngri en 12 ára frítt inn, að öðrum kosti gæti það kostað fjögurra manna fjölskyldu ígildi utanlandsferðar að heimsækja Fontana. Heimsókn Víkverja var þó ánægjuleg, unaðslegt að liggja þarna, með kaldan á kantinum, og horfa yfir Laugarvatnið. x x x Líklega er þetta til marks um efna-hagsuppganginn að fólk leyfi sér þennan munað. Ekki er hægt að fara í sundlaugina á Laugarvatni, hún hef- ur verið lokuð í sumar og ekki hægt að synda þar, sem er mikil synd. Von- andi verður unnin á því bragarbót. Þó að Fontana sé hinn huggulegasti bað- staður er tæpast hægt að bjóða Laug- vetningum og gestum svæðisins upp á að komast ekki í venjulega sund- laug. x x x Víkverji heimsótti næstum þvíhvern einasta grænmetisbónda á svæðinu, sem selur beint frá býli, og ók heim með fullt bílskottið af ilmandi og fersku grænmeti, auk girnilegra ávaxta á borð við jarðarber og hind- ber. Að vísu var svo heitt að við heim- komu lá við að allt væri soðið. x x x Í umræðu um ferðaþjónustuna er ofttalað um okur. Víkverji varð þó vitni að hinu gagnstæða, fékk mat- armikla og feiknagóða fiskisúpu á Kaffi-Seli á Flúðum á aðeins 1.500 krónur. Þetta er alveg hægt, og fyrir mestu að kúnninn fer ánægður heim. vikverji@mbl.is Víkverji Sælir eru miskunnsamir því að þeim mun miskunnað verða. (Matt 5:7)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.