Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 2

Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Andri Steinn Hilmarsson Magnús Heimir Jónasson Húsfyllir var á umræðufundi um stöðu og málefni sauðfjárbænda sem fór fram á Blönduósi í gærkvöldi. Þungt hljóð var í fundarmönnum en samkvæmt bréfi sem Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), sendi öllum al- þingismönnum í vikunni horfa bænd- ur fram á að minnsta kosti 56% launalækkun vegna lækkunar slátur- leyfishafa á afurðaverði. Þeir bænd- ur sem voru á fundinum voru afar ósáttir við ákvörðun sláturleyfishafa. Á fundinum kom meðal annars fram að samkvæmt upplýsingum frá ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins munu bændur á Norðurlandi vestra og Ströndum, þar sem eru 420 sauð- fjárbú, standa frammi fyrir um 1,5 milljóna króna tekjuskerðingu á bú, að viðbættri tekjuskerðingu síðasta árs. Fram kom að fyrir liggur að stór hluti sauðfjárbænda mun ekki ná endum saman að óbreyttu. Offramleiðsla gríðarlega mikil Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, sagði í framsögu sinni offramleiðslu á kindakjöti um tvö þúsund tonn á ári eins og staðan er í dag. Um síð- ustu mánaðamót voru umframbirgð- ir af lambakjöti um 1.800 tonn en Ágúst sagði á fundinum að hann væri bjartsýnn á að birgðirnar yrðu komnar niður í 1.200 tonn þessi mán- aðamót. Um 6.500 tonn fara á innan- landsmarkað ár hvert og útflutning- ur var á bilinu 1.250 til 1.500 tonn á árinu sem leið. Rétt er að taka fram að útflutningurinn var háður miklum útflutningsstyrkjum og því ljóst að til slíkra styrkja þarf aftur að koma ef útflutningur á ekki að dragast saman. Ágúst lagði til að tekin yrði upp að nýju útflutningsskylda, sem afnumin var árið 2008, og sagði það fyrst og fremst vera til að koma í veg fyrir of- framboð lambakjöts á Íslandsmark- aði með tilheyrandi verðlækkunum sem eyðilegðu markaðinn. Stjórnvöld hafa ekki val Teitur Björn Einarsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, var við- staddur og sagði að stjórnvöld hefðu ekkert annað val en að koma að þessu máli og stuðla að lausn. Það væri ekki þannig að bændur yrðu látnir sitja eftir gjaldþrota meðan efnahagslegar framfarir ættu sér stað. Teitur sagði hins vegar tak- mörk fyrir því hvað ríkið væri tilbúið að gera. Hann sagðist skilja vel pirr- ing forystumanna bænda og bænda sjálfra um hvernig hefði verið haldið á málunum hingað til og myndi koma þeirri gagnrýni á framfæri þar sem hún ætti heima. Lilja Rafney Magn- úsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, sagði nauðsynlegt að taka málið al- varlega og það væri ekki bara rík- isstjórnin eða meirihlutinn í ríkis- stjórn sem hefði stöðu bænda í hendi sér heldur væru allir 63 þingmenn landsins ábyrgir. Henni leist vel á til- lögur LS um útflutningsskylduna. Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti og formaður Bændasam- takanna, sagði að í hnotskurn sneru tillögur ríkisins bara að því að draga úr framleiðslu en hann óskaði eftir heildarlausn og sagði að birgðavandi væri það sem þyrfti að taka á. Ef ein- ungis yrðu gerðar tillögur um fækk- unaraðgerðir myndu bændur strax banka á dyr stjórnvalda að ári. Sindri sagði að á fundi Bændasam- takanna með stjörnvöldum í gær hefði ekki verið tekið tillit til neinna þeirra tillagna sem félagið lagði fram. Morgunblaðið/Eggert Bændur í vanda Sauðfjárbændur funduðu á Blönduósi í gær. Þeir eru afar ósáttir við ákvörðun sláturleyfishafa um að skerða afurðaverð um 35%. Þungt hljóð í bændum  Hitafundur um stöðu sauðfjárbænda á Blönduósi  Horfa fram á mikla launa- lækkun  Stór hluti sauðfjárbænda mun ekki ná endum saman vegna skerðingar Fulltrúi Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur gerði hávaða- mælingu í mat- salnum í Selás- skóla og komst að þeirri niður- stöðu að matsal- urinn væri ótæk- ur til notkunar vegna hávaða og bannaði notkun á honum. „Í dag kom fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í skólann og bannaði notkun matsalarins vegna hljóð- vistar,“ skrifar Sigfús Grétarsson, skólastjóri Selásskóla, í tölvupósti sem sendur var til foreldra barna í 1. til 6. bekk skólans í gær. Foreldrum barst stuttu síðar tölvupóstur þar sem skólastjórinn sagði að Helgi Grímsson, sviðs- stjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, hefði tjáð sér í símtali að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefði náð samkomulagi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um að heimila notkun matsalar Selásskóla til bráðabirgða en strax yrði ráðist í endurbætur á honum. Matsalurinn verður því áfram í notkun þrátt fyrir bann Heilbrigð- iseftirlitsins. Hannaður sem tónlistarsalur Árum saman hefur verið reynt að fá úrbætur á hljóðvist í matsal Selásskóla, sem var upphaflega hannaður sem tónlistarsalur og því ótækur sem matsalur fyrir nem- endur. Nemendur, foreldrar og starfsfólk hafa margoft gert at- hugasemdir við hljóðvistina án þess að úr væri bætt. Heilbrigðiseftirlitið hefur einnig ítrekað gert athugasemdir við þetta sama og gert hljóðmælingar sem styðja þær athugasemdir. T.d. ítrekar eftirlitið margar fyrri kröf- ur um tafarlausar úrbætur í matsal með tilliti til hljóðvistar 20. desem- ber 2016. mhj@mbl.is Ótækur matsalur  Heilbrigðiseft- irlitið vildi loka matsal Selásskóla Selásskóli Gera þarf úrbætur. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auð- lindaráðherra, hefur ákveðið að aug- lýsa stöður allra forstjóra sem undir ráðuneytið heyra, en samkvæmt lög- um um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna eru þeir skipaðir til fimm ára í senn. Þetta staðfestir hún í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef nú þegar upplýst forstjór- ana um þessa ákvörðun mína sem og aðra sem undir regluna heyra,“ segir Björt og bætir við að ákvörðunin sé gerð í anda gagnsæis og opinnar stjórnsýslu. „Ég geri þetta á grunni þeirrar stefnu sem við í Bjartri fram- tíð höfum talað fyrir að undanförnu, þ.e. bætt vinnubrögð, aukið gagnsæi og opin stjórnsýsla. En það eru auð- vitað skiptar skoðanir um þetta mál eins og allt annað,“ segir hún. Spurð hvort með þessu sé verið að lýsa yfir vantrausti á störf núverandi forstjóra kveður Björt nei við. „Alls ekki. Með þessu er ég í raun að snúa við því verklagi sem hingað til hefur verið við- haft, en til þessa höfum við séð örfáar auglýsing- ar og þá þegar leynt og ljóst er verið að auglýsa í þeim tilgangi ein- um að losna við fólk,“ segir Björt og bætir við að núverandi ríkisfor- stjórar geti að sjálfsögðu sótt um stöðurnar þegar þær verða auglýst- ar til umsóknar. Regla eins ráðuneytis? Aðspurð segir Björt málið hafa verið til umræðu innan ríkisstjórnar, en hún viti þó ekki til að aðrir ráð- herrar muni að óbreyttu auglýsa stöður sinna forstjóra. „Mér finnst menn sammála um mikilvægi þess að vera með opna og gagnsæja stjórnsýslu. Þetta er þó ákvörðun hvers ráðherra fyrir sig,“ segir hún. Auglýsir stöður allra ríkisforstjóra Björt Ólafsdóttir  Segir þetta í anda opinnar stjórnsýslu Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hvorki stendur til að auglýsa stöður ríkisforstjóra undir fjármála- né for- sætisráðuneyti að loknum skipunar- tíma þeirra, líkt og í tilfelli umhverf- isráðuneytisins. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist ekki gera at- hugasemdir við ákvörðun Bjartar Ólafsdóttur umhverfisráðherra. „Ég hef ekkert við það að athuga að hún skuli velja þá leið að auglýsa. Ég skil það þannig að þeir sem gegna við- komandi stöðum séu þá frjálsir að því að sækjast eftir endurskipun,“ sagði hann. Lög um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins nr. 70/1996 gera ráð fyrir tveimur valmöguleikum; að aug- lýsa eða auglýsa ekki. Að mati Bjarna er hvorugur kosturinn betri en hinn. „Það eru ágætis rök fyrir þessu, en það geta líka verið sterk rök fyrir því, hafi menn staðið sig framúrskarandi vel, að tryggja áfram þjónustu þeirra með því að láta þá sitja annað tímabil. Þetta er að mínu áliti matsatriði og erfitt að alhæfa um að það sé ávallt rétt að gera annað hvort,“ sagði Bjarni. Fimm ár tryggi stöðugleika Að jafnaði eru embættismenn skip- aðir til fimm ára og að sögn Bjarna er reglunni ætlað að tryggja stöðugleika í opinberri stjórnsýslu. „Það er enginn skuldbundinn af því að auglýsa stöðu eða auglýsa hana ekki. Fimm ára reglan var sett í lög á sínum tíma, ekki síst til að tryggja ákveðinn stöðugleika við skipun í op- inber embætti. Fimm ár var fjöldi ára sem nefndur var til að tryggja lág- marksstöðugleika. Það er gert ráð fyrir því í lögunum að hægt sé að framlengja skipanir með því að aug- lýsa þær eða auglýsa þær ekki,“ sagði Bjarni. „Við höfum ekki haft uppi áform um að gera þetta, en það má segja um forsætisráðuneytið að það séu tals- vert færri þar undir en á við í sumum ráðuneytum. Í einstaka ráðuneytum getur verið um að ræða marga tugi slíkra mála sem myndi reyna á,“ sagði hann. Benedikt Jóhannesson fjármála- ráðherra sagðist ekki vita til þess að aðrir ráðherrar en Björt myndu aug- lýsa stöður ríkisforstjóra. Líkt og Bjarni sagðist hann ekki gera athuga- semdir við ákvörðunina. „Þetta er ekki almenn stefna rík- isstjórnarinnar, en Björt tilkynnti um daginn að hún myndi hafa þennan háttinn á. Ég hef ekkert sérstakt fram að færa um þetta. Þetta er henn- ar ákvörðun,“ sagði hann. Hvorki auglýst í forsætis- né fjármálaráðuneytinu Bjarni Benediktsson  Forsætisráðherra segir rök með og á móti því að auglýsa Benedikt Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.