Morgunblaðið - 31.08.2017, Side 18

Morgunblaðið - 31.08.2017, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ákvörðunbreskuþjóðar- innar um útgöngu úr Evrópusam- bandinu var óvænt. Viður- kennd skoðun var sú að almenningur myndi ekki þora að ganga gegn almennum aðvörunum ríkisstjórnar, elítu atvinnulífs, „fræðasamfélags“, peningaafla og alþjóðlegra stofnana, sem ber að gæta hlutleysis, og áskorana er- lendra ráðamanna eins og Obama forseta, ofan í smærri spámenn. En breska þjóðin dró andann djúpt og sagði svo vitandi um áhættuna „út vil ek“ og fór og sér ekki eftir því. Það kál er þar með komið í ausuna, en reynt er að sjá til þess að það verði þrátt fyrir það ekki sopið. Yfirgnæfandi líkur standa þó til að allt það undarlega andóf beri ekki árangur. Bresk stjórnmál þyldu það ekki til lengdar tæk- ist þeim sem einskis svífast að hafa vilja þjóðarinnar að engu. Það myndi ekki aðeins hleypa lífi í hinn deyjandi UKIP-flokk og aðra slíka heldur verða varanlegt étandi innanmein í báðum stóru flokkunum. Í aðdraganda „brexit“ voru skiljanlega vangaveltur um það, hvort útgangan yrði að- eins fyrsti kubburinn í dóm- ínóspili ESB. Fram að þessu hefur slíkur ótti eða von ekki gengið eftir. Búrókratar í Brussel og eig- endafélag ESB, Þýskaland og Frakkland, hafa lagt þunga áherslu á að brottför Breta verði að silast eftir þyrnum stráðri braut. Þannig á að tryggja að þjóðir, sem ekki eru eins vel skóaðar og gamla heimsveldið, muni ekki voga sér inn á þann blóðidrifna slóða. En vandi ESB minnkar ekki við það. Það skerpir þá mynd að þar fari yfirþjóðlegt vald án nokkurra lýðræðislegra teng- inga sem fari sínu fram án um- boðs. Það slær á sérhverja fullyrðingu í hátíðarræðum að ESB sé samfélag fullvalda þjóða. Fangelsaðar þjóðir eru fjarri öllu fullveldi. Ekki hefur staðið meiri- hlutavilji til þess í Póllandi að landið hverfi úr ESB. Þjóð með slíka sögu þráir að vera hluti af heild, bæði í varnar- legum skilningi og vegna efna- hagslegs ávinnings. En hún vill jafnframt vera viss um að taka megi fagurgala um full- veldi þjóða inna ESB alvar- lega. Því til hvers er annars barist? Aðildin að ESB og Nató er stór hluti af þeirri stefnu að tryggja verði með öllum tiltækum ráðum frelsi þjóðarinnar fyrir ofurvaldi úr austri. Pólland var illa brennt af því. En það þekkir einnig vel til ofurvalds úr vestri. Sú ánauð stóð ekki eins lengi, en eldurinn sem þá brann á Póllandi var enn heit- ari. Réttkjörin yfirvöld í Pól- landi hafa viljað gera breyt- ingar á tilteknum þáttum sinn- ar stjórnskipunar. Um þær hugmyndir er harðlega deilt í landinu, eins og vera ber í lýð- ræðislandi. En þeir sem nú skipa minnihluta þar hafa kall- að eftir aðstoð frá ESB til að brjóta ákvarðanir ríkis- stjórnar og meirihluta þings á bak aftur. Fyrrverandi leiðtogi núver- andi stjórnarandstöðu, Donald Tusk, er einn af þremur helstu leiðtogum ESB. Evrópusam- bandið hefur beitt sér mjög ákveðið og segja má freklega í innanríkismálum Póllands og hótar jafnvel að svipta það at- kvæðisrétti í stofnunum ESB hlýði landið ekki fyrirmælum þaðan. Pólverjar eru bæði reiðir og sárir yfir þessum óvenjulegu afskiptum. En ýmis önnur ESB-ríki, sem standa nærri Pólverjum, horfa hugsandi og áhyggjufull á þessar aðfarir. Írar hafa verið staðfastir í verunni í ESB, þótt aðildin gerði þeim mjög dýrkeypt að komast út úr efnahagshruninu sem hófst í þessum heimshluta fyrir 10 árum og er saman- burður við Ísland mjög slá- andi. Þar fer þeim nú fjölgandi sem segja að Írum verði illa líft innan ESB eftir að Bretar verði farnir. Nógu erfitt hafi það verið að Írar væru með evru en Bretar ákveðið að halda sínu pundi og haft af því mikinn ávinning. Írar hafi lengi veið áhrifalítil smáþjóð innan ESB en verði nú sem munaðarlaus þar. Hin nánu efnahagslegu samskipti við Breta geri málið enn flóknara. Virtir fræðimenn á Írlandi, jafnt á svið hagfræði og utan- ríkisviðskipta, eru teknir að tala því máli að Írlandi sé best að verða samferða Bretum út. Ekki þarf að minna á að slík- um skjátlast iðulega, eins og nýliðin saga minnir rækilega á. En þeir hafa flestir hingað til lagt sitt lóð á aðra vogar- skál en þessa. Þetta er því, eins og breska blaðið Guardian bendir á, að minnsta kosti athyglisvert. Meiri óróleika en áður gætir á meðal einstakra ESB-ríkja vegna útgöngu Breta} Ófyrirséðar vendingar F yrir kemur að manni finnst sem einfaldlega sé verið að ögra manni sem pistlahöfundi. Ein- hverju nógu furðulegu sé kastað inn í umræðuna til að sjá hvort við, sem höfum þörf fyrir að tjá okkur á þessu formi, getum gert okkur mat úr því. Þessi hugsun sótti að mér um daginn þegar ég komst að því að fyrirbærið hestanafna- nefnd er til. Nú hefur fyrirbæri sem þetta verið prófað á mannskepnunni hérlendis. Ríkið rekur að sjálfsögðu mannanafnanefnd eins og svo margt annað aðkallandi. Árang- urinn hefur að mínu viti ekki verið góður, fyr- ir utan þá sérkennilegu hugmynd að nokkr- um sérfræðingum að sunnan geti farnast betur við að gefa barni nafn en sjálfum for- eldrunum. Af og til birtast í fjölmiðlum listar yfir hvaða nöfn eru leyfileg og hver ekki. Rökstuðning- urinn fyrir því hvað kemst í gegn og hvað ekki virðist svo ruglingslegur að ég neyðist til að fá mér viskí til að freista þess að skilja. Þá er ég líklega farinn að skemma lýðheilsumarkmið ríkisins og því ein ríkisnefndin farin að skemma fyrir annarri sem einnig á að hafa vit fyrir manni. Ef mannanafnanefndin hefði gengið vel hefði kannski verið meiri ástæða til að breiða út fagnaðar- erindið og opna útibú fyrir aðrar skepnur eins og hesta. Mér skilst þó að hestanafnanefnd sé ekki á vegum hins opinbera. Hvernig ríkinu gat yfirsést þetta tækifæri til að færa út kvíarnar og hækka álögur enn frekar á landsmenn og fyrirtæki er auðvitað umhugs- unarefni í sjálfu sér. En mér skilst að hesta- menn hafi tekið þetta upp hjá sér sjálfir. Hvort markmiðið sé þá að vernda íslenskuna veit ég ekki. Við leit á hinu háæruverðuga neti rakst ég þó á hugleiðingu hjá bloggara sem heitir Jónas Kristjánsson og skrifar á slóðinni jonas.is. Þar segir í mars í fyrra: „Hestar eiga meira bágt en menn, þegar þeim eru gefin skrítin heiti. Til varnar er engin hestanafnanefnd. Þó eru til alþjóða- samtök íslenzka hestsins. Þau segja í reglum, að hrossin skuli bera íslenzk heiti. Samt eru tölvuskráð hross, sem heita rugli á borð við Cherry, Jupp, Jodo, Flippy, Patti, Fee og Bimbo. Dæmi úr lista mínum um 218 ónefni. Í lagi á plebejum, en skandall á hefð- arhrossum. Sem sjálfskipaður umbi hestsins legg ég til, að þetta gælunafnarugl verði stöðvað. Rækt- unarhross eru aðalshross með óralangar og göfugar ættartölur. Hross hafa ekki frjálsan vilja og geta ekki kvartað yfir nöfnum. Fyrir þeirra hönd heimta ég að hefðardömur fái lögleg og þjóðleg heiti við hæfi: Bald- intáta, Dimmalimm, Kengála. Silkisif og Blátönn.“ Já gott er til þess að vita að kímnigáfan hefur ekki yfirgefið íslenska hestamenn. Eitt sinn sá ég í sjónvarpi að tónlistarmaður átti skjaldböku sem kölluð var Snati. Aldeilis prýðilegt nafn á skjaldböku jafnvel þótt ekki hafi maðurinn fengið hjálp við nafngiftina frá neinni skjaldbökunafnanefnd. kris@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Hott hott á viðurkenndu nafni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Það var eins og nákominn ætt-ingi hefði fallið frá, en ekkikona sem flestir þekktu ein-göngu af síðum blaðanna. Þegar Díana prinsessa lést í bílslysi í París fyrir sléttum 20 árum syrgði heimsbyggðin öll. Einhverra hluta vegna fannst mörgum okkar að við ættum eitthvað í þessari umtöluðustu konu heims. Hún gaut stórum bláum aug- unum feimnislega undan ljósum hár- toppnum og þegar henni þóttu spurn- ingar blaðamannanna vera of nær- göngular færðist roði í kinnarnar. Þannig kom 19 ára jarlsdóttirin, lafði Díana Spencer, almenningi fyrir sjónir sumarið 1980, en þá hafði samband hennar við Karl Bretaprins, eftirsótt- asta piparsvein heims, kvisast út. Hún er fullkomin! var fullyrt í bresku blöðunum. Enda þótti mörgum tími til kominn að 32 ára gamall prins- inn festi ráð sitt. Trúlofun þeirra var tilkynnt í febrúar 1981 og brúðkaups- dagurinn ákveðinn 29. júlí sama ár. Á blaðamannafundi sem haldinn var í til- efni trúlofunarinnar voru þau spurð hvort þau væru að giftast af ást. „Auð- vitað,“ svaraði Díana. „Hvað svo sem ástin felur í sér,“ var svar prinsins. Síð- ar, þegar brestir voru komnir í hjóna- bandið, þóttu þessi orð hafa haft for- spárgildi. Söluvara, ekki manneskja Díönu beið ærinn starfi við að að- lagast nýju hlutverki sínu sem prins- essan af Wales. Það gekk ágætlega til að byrja með, hjónunum fæddist son- urinn Vilhjálmur á fyrsta ári hjóna- bandsins og Harry fæddist rúmum tveimur árum síðar. En eftir nokkur ár tók að bera á erfiðleikum, þau sáust æ sjaldnar saman opinberlega og síðla árs 1992 tilkynnti John Major, þáver- andi forsætisráðherra Bretlands, að Karl og Díana væru skilin að borði og sæng. Lögskilnaður gekk síðan í gegn 1996. Í millitíðinni höfðu þau bæði greint opinberlega frá ýmsum þáttum hjónabandsins, meðal annars að Díana hefði átt elskhuga og að Karl hefði nánast allan tímann átt í sambandi við fyrrverandi kærustu sína og núver- andi eiginkonu, Camillu Parker- Bowles, sem þá var gift öðrum. Díana hélt prinsessutitilinum eft- ir skilnaðinn en missti titilinn hennar konunglega tign. Hún lét til sín taka í góðgerðarmálum, einkum málefnum alnæmissjúklinga og baráttunni gegn jarðsprengjum, og var virkur þátttak- andi í alþjóðlegu samkvæmislífi ríka og fræga fólksins. Við skilnaðinn missti Díana þá ör- yggisgæslu sem hún hafði notið sem meðlimur konungsfjölskyldunnar og það hafði m.a. í för með sér aukna að- gangshörku fjölmiðlafólks. Í heimilda- mynd, sem nýlega var sýnd á banda- rísku sjónvarpsstöðínni ABC, má sjá ljósmyndara sitja um hana og hrópa að henni ýmis ókvæðisorð í von um að vekja hjá henni viðbrögð. „Hún var ekki manneskja, heldur söluvara,“ er rifjað upp í myndinni. Minnst með ýmsum hætti Skömmu eftir miðnætti 31. ágúst 1997 voru Díana og kærasti hennar, egypski auðmaðurinn Dodi Al-Fayed, farþegar í Mercedes Benz-bifreið, á ferð frá Ritz-hótelinu í París. Her ljós- myndara elti bílinn, ökumaðurinn missti stjórn á honum, ók á brúarstólpa í göngum sem liggja undir ána Signu og bíllinn valt. Dodi lést við áreksturinn en Díana var úrskurðuð látin kl. 4 um nótt- ina á Pitié-Salpêtrière-sjúkrahúsinu í París. Hún var jarðsungin 6. september og grafreitur hennar er á hólma í tjörn við æskuheimili hennar, Althorp House. Andláts Díönu verður minnst með margvíslegum hætti í dag. M.a. hefur verið útbúið svæði við Kensington-höll þar sem almenningur getur lagt blóm og gjafir til minningar og ýmsir við- burðir verða haldnir. Díana varð aldrei drottning. En í frægu viðtali sagði hún; „Ég myndi vilja verða drottning í hjörtum fólks.“ Það er hún enn 20 árum eftir andlát sitt. Drottning í hjörtum fólks 20 árum eftir andlátið Díana prinsessa Hennar verður minnst með margvíslegum hætti í dag, en 20 ár eru liðin frá ótímabæru andláti hennar í París 31. ágúst 1997. AFP Hvers vegna náði Díana prins- essa svona vel til þorra almenn- ings? Ein ástæða, sem hefur verið nefnd fyrir því er að hún talaði opinberlega um líðan sína, þar á meðal baráttu við át- röskun og mikla vanlíðan. Eng- inn í bresku konungsfjölskyld- unni hafði verið svo opinskár um eigin hagi fram að því, en með þessu endurskrifaði Díana það prinsessuhlutverk sem hún fékk við giftinguna og færði það í átt til nútímans. Lífsstíll Díönu var vissulega fjarlægur flestum; hún bjó í höllum, ferðaðist um í einkaþot- um og klæddist sérhönnuðum fatnaði. En þeir erfiðleikar sem hún virðist hafa átt við að stríða í einkalífi sínu spyrja hvorki um stétt né stöðu. Hún breytti hefðunum NÚTÍMAPRINSESSA Minning Blóm við hlið Kensington- hallar til minningar um Díönu. AFP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.