Morgunblaðið - 31.08.2017, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017
Siglt Þessir ferðamenn virtust ofurspenntir þar sem þeir skælbrosandi héldu siglandi til fundar við væntanlega hvali, en hvalaskoðun er sérlega vinsæl hjá þeim sem heimsækja Ísland.
Kristinn Magnússon
Ráðherra fiskeldis-
mála lét þau orð falla
að laxeldið væri komið
til að vera. Gott og vel,
en umhverfisráðherra
er ekki viss. Aftur á
móti útilokar skýrsla
ráðherra fiskeldismála
bein og óbein störf á
Vestfjörðum – reyndar
á Austfjörðum líka.
Störf sem gætu annars
rennt stoðum undir
blómlega uppbyggingu svæðisins.
Fólkið flýr
Það er sorglegt til þess að vita að
ekki hafi verið gerð nein tilraun til
þess að meta hin efnahags- og fé-
lagslegu áhrif af laxeldi í sjó, en á
sama tíma er markmið skýrslunnar
að hafa sjálfbæra þró-
un að leiðarljósi. Það er
tómt mál að tala um
sjálfbært fiskeldi og ná
sátt um greinina án
þess að meta alla þrjá
þættina. Það liggur
ljóst fyrir.
Mikil tækifæri felast
í uppbyggingu og starf-
semi fiskeldis á þeim
svæðum sem við höfum
áður tekið ákvörðun
um. Umbylting hefur
orðið þar sem áður
voru skilgreindar brot-
hættar byggðir landsins og laða þær
nú til sín störf og þjónustu.
Hugsanleg byggðarleg áhrif af 30
þús. tonna leyfum, eins og áform
gerðu ráð fyrir, í Ísafjarðardjúpinu
fela í sér að um 1.700 íbúar gætu
haft aðkomu að fiskeldi með einum
eða öðrum hætti. Það gæti þýtt 30%
fjölgun íbúa á norðurhluta Vest-
fjarða. Þá fyrst væri hægt að tala
um sjálfbært atvinnusvæði.
Það er áhyggjuefni að enn þann
dag í dag erum við að horfa upp á
fólksfækkun, einhæft atvinnulíf og
ótryggar samgöngur á Vestfjörðum.
Fiskeldi eitt og sér dregur til sín
mörg önnur afleidd störf, s.s. sér-
fræðistörf og hærra menntunarstig.
Nauðsynlegir þættir, sem við fyrir
sunnan teljum sem sjálfsagðan hlut,
fylgja í kjölfarið. Samgöngur batna,
þróun byggðar verður upp á við,
unga fólkið er þá líklegra til að setj-
ast að, ferðamönnum fjölgar og upp-
bygging stærstu atvinnugreinar
landsins, ferðaþjónustan nær sér á
strik þar sem hennar er beðið með
óþreyju.
Aðgerðaleysi ríkisstjórnar og
skilningsleysi á sjálfbærni atvinnu-
lífs landsbyggðar getur valdið því að
veruleg hætta sé á að byggð þurrk-
ist út innan fárra áratuga, en slík
þróun átti sér stað t.d. þegar byggð
lagðist af á Norður-Ströndum og í
Jökulfjörðum.
Nýsköpun ýtt út af borðinu
Við megum ekki gera lítið úr
þeirri áhættu sem laxeldið hefur í
för með sér og aukið sjókvíaeldi fel-
ur í sér miklar áskoranir sem og að
ákvarðanir þurfa að grundvallast á
vísindalegum rannsóknum og bestu
fáanlegu tækni (BAT). Því sætir það
furðu að ekki sé tekið tillit til mót-
vægisaðgerða sem þarf að þróa, sé
vilji fyrir hendi.
Sáttaleið
Það er sorglegt til þess að vita að
starfshópurinn hafi ekki getað kom-
ið sér saman um að taka tillit til mót-
vægisaðgerða. Tvennt þarf að koma
til, til að sátt náist.
1. Ein hugmynd af mörgum, snýst
um að hindra beinlínis för eldisfisks í
laxveiðiár. Íslenskt nýsköpunarfyr-
irtæki þróar slíka tækni.
2. Rýna þarf alþjóðlega, vísinda-
legt áhættumat áður en það er lagt
eitt og sér til grundvallar fyrir
ákvarðanatöku um sjálfbært sam-
félag.
Vinnum að sátt að sjálfbærri at-
vinnugrein sem skapar viðvarandi
og fjölbreytt störf.
Eftir Sigurð Inga
Jóhannsson »Ráðherra fiskeldis-
mála lét þau orð
falla að laxeldið væri
komið til að vera. Gott
og vel, en umhverfis-
ráðherra er ekki viss.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Höfundur er formaður
Framsóknarflokksins.
Störfum sópað undir teppið
Kolbeinn Óttarsson
Proppé, þingmaður
Vinstri grænna, segir
það bull og lýðskrum
að tengja aðstoð við
flóttafólk og hælisleit-
endur við stöðu fá-
tækra Íslendinga.
„Hættiði þessu rugli.
Þetta er mannfjand-
samleg skoðun og stór-
hættuleg, því hún gerir
ekkert nema viðhalda fátækt,“ segir
þingmaðurinn. „Það tengist því jafn
mikið og því sem stjórnarráðið
eyði[r] í ljósritunarvél og malbikun í
Berufjarðarbotni.“ Af framansögðu
má ljóst vera að þingmaðurinn er
greindur vel og rökfastur eftir því.
Hver lætur ekki sannfærast eftir
lesturinn? Þjóðin á að hlusta þegar
Kolbeinn tjáir sig um fjármál; þar er
hann á heimavelli. Kolbeinn er ekki
einn um þessa skoðun
og málflutningur á
borð við þennan er
engan veginn eins-
dæmi. Þvert á móti
býst ég við að meiri-
hluti vinstrimanna deili
svipuðum skoðunum.
Þjóðarkakan
Hið rétta er auðvitað
að það sem stjórnar-
ráðið eyðir í ljósrit-
unarvél og malbikun í
Berufjarðarbotni teng-
ist. Fjármunir sem notaðir voru í
Vaðlaheiðargöng eru farnir, sokknir.
Landspítalinn eða eitthvert annað
verkefni varð af þeim. Þeir sex millj-
arðar sem í ár fara í raunverulega
flóttamenn og svo hina sem hingað
koma í frítt fæði, þjónustu og uppi-
hald verða ekki notaðir til annars.
Hver þjóð hefur nefnilega bara svo-
nefndar þjóðartekjur til ráðstöfunar
líkt og heimili ráðstöfunartekjur sín-
ar. Þess vegna fer sá sem segir að
fjármunina mætti nota til aðstoðar
þurfandi hvorki með bull né lýð-
skrum. Og þeir sem átta sig ekki á
samhenginu eru í slæmum málum.
Raunar er málflutningur Kolbeins
talandi dæmi. Hann er rökþrota og
grípur því til þvílíks málflutnings.
Almenningur áttar sig
Kona sem starfar við leigu-
bifreiðaakstur greindi frá því um
daginn á facebook að hún hefði ný-
lokið að keyra mann frá Norður-
Afríku í læknisskoðun. Hann lét vel
af sér. Þetta var þriðja landið sem
hann gat þess við komuna að hann
væri á flótta í. Þá opnast allar dyr og
ekki síst á Íslandi. Hann er með frítt
upphald, húsnæði, drjúga vasapen-
inga og heilbrigðisþjónustu (enginn
biðlisti þar). Meira að segja tann-
læknirinn er til reiðu. Með öðrum
orðum þá er hann tekinn fram fyrir
innfædda. Segi menn svo að hér sé
ekki lengur gestrisni! Hvort ætli
„flóttamennirnir“ líti svo á að við
séum virðingarverðir eða blábjánar?
Hvað finnst flóttamönnum?
Mér var sagt frá flóttamönnum
sem hingað komu ekki alls fyrir
löngu við illan leik. Þeir höfðu lent
upp á kant við stjórnvöld í föðurlandi
sínu. Þar er slíkt ekki tekið út með
sældinni þar sem sjaríalögin eru í
hávegum höfð. Á Íslandi sæta slík
ríki ekki miklum ávirðingum; við
geymum gagnrýnina handa Trump
forseta. Það undraði þessa ungu
menn að félagar þeirra í bústaðnum
fyrir hælisleitendur virtust geta ver-
ið akandi og þar að auki stundað
ýmsa svarta atvinnustarfsemi. Ein-
hvern tíma þótti það ekki góð latína
á vinstri bæjum. – En eins og svo oft
á Íslandi þá er mælikvarðinn lagað-
ur að viðfangsefninu.
Sveinbjörg Birna
Hún Sveinbjörg Birna vandaði sig
ekki um daginn þegar hún vék gagn-
rýnisorðum að málefnum flóttamann
og fékk makleg málagjöld. Norð-
menn afgreiða Albani og slíka á ein-
um degi. Oft þegar maður kemur á
Fornebu frá Austur-Evrópu fer eng-
inn frá borði nema sýna vegabréf.
(Norðmenn eru í Schengen, það
stoppar ekki almenna skynsemi
þar). Lögreglan afgreiðir svo málið.
Enginn dómari og Rauði krossinn að
sinna öðru. Málgagnið mbl.is fékk
vitnisburð um hversu miklu betur
við stæðum okkur. Hér stæði þeim
allt til boða. Nema hvað? Hér er
Unnur Brá gerð að forseta Alþingis
fyrir gott fordæmi.
Eftir Einar S.
Hálfdánarson » Þjóðin á að hlusta
þegar Kolbeinn tjáir
sig um fjármál; þar er
hann á heimavelli.
Einar S. Hálfdánarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður og
löggiltur endurskoðandi.
Er bull og lýðskrum að tengja aðstoð við flóttafólk
og hælisleitendur við stöðu fátækra Íslendinga?