Morgunblaðið - 31.08.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.08.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 ✝ Guðný Vil-helmína Karls- dótir fæddist í Reykjavík 16. apríl 1922. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Grund við Hringbraut 11. ágúst 2017. Foreldrar henn- ar voru Þorbjörg Ágústína Eggerts- dóttir, f. á Hafurs- stöðum, Kolbeinsstaðahreppi 30. ágúst 1894, d. 5. nóvember 1972, og Karl Axel Vilhjálms- son, f. 12. júní 1899 í Keflavík, d. 25. apríl 1973 á Hrafnistu. Guðný giftist 1. nóvember 1941 Ágústi Óskari Sæmunds- syni rafvirkjameistara, f. 27. ágúst 1911, d. 8. maí 1981. For- eldrar hans voru Sæmundur Þórðarson frá Fellsmúla í Landsveit, f. 5. september 1876, steinsmiður, d. 14. júlí 1934, og Guðlaug Jóhannesdóttir frá Eyvakoti á Eyrarbakka, hús- freyja, f. 3. júlí 1882, d. 30. október 1965. Margrét Huld Hallsdóttir, tvö börn. Fyrir átti Gestur tvo syni með Bjarteyju Sigurðardóttur. 4.3 Þorbjörn, maki Arna Grímsdóttir, þrjú börn. 5) Barði, f. 22.12. 1949, maki Hrafnhildur Ingadóttir, skilin. Synir þeirra eru: 5.1 Matthías Óskar, maki Henna Johanna Sirén, tvö börn. 5.2 Hákon í sambúð með Sigríði Eddu Steinþórsdóttur. 5.3 Eyþór. 6) Auður Björk, f. 29.9. 1951, maki Tryggvi Gunnarsson. Synir þeirra eru: 6.1 Hjalti Gunnar. 6.2 Ágúst Þorri, í sam- búð með Huldu Sívertsen. 7) Hörður, f. 10.1. 1953, maki Edda Axelsdóttir, skilin. Dætur þeirra eru: 7.1 Guðleif, í sam- búð með Haraldi Gísla Krist- jánssyni, þau eiga eina dóttur. 7.2 Álfrún, á einn son með Auð- uni Hermannssyni. Guðný gekk í Miðbæjarskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Hún sótti ýmis námskeið í tungumálum hjá KFUM og K, lærði bókband og batt inn valdar bækur á efri árum. Þau hjónin, Ágúst Óskar og Guðný, stofnuðu verslun á Skólabraut 1, Seltjarnarnesi (Ninnýjarbúð) og þá verslun rak hún í 35 ár. Hinn 17. ágúst fór útför Guð- nýjar fram frá Fossvogskirkju í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Guðný og Ágúst Óskar eignuðust sjö börn, barna- börnin eru 16, langömmubörnin eru orðin 22. 1) Álfrún Edda, f. 20.1. 1942, d. 20.2. 2006. Maki Halldór Ingólfsson, látinn. 2) Daði Sæm, f. 5.12. 1943. Maki Halldóra Elísabet Kristjánsdóttir. Börn þeirra eru: 2.1 Snorri Þór, 2.2 Hildur Hörn, maki Þorvar Haf- steinsson, tvö börn. 2.3 Krist- ján, í sambúð með Elfu Dís Gunnarsdóttur. 3) Gústaf Þór, f. 26.7. 1946. Maki Sara Bryn- dís Ólafsdóttir, látin. Börn þeirra eru: 3.1 Sverrir Þór, tvö börn. 3.2 Guðrún Olga, tvö börn. 3.3 Ágúst Óskar, maki Jórunn Einarsdóttir, þrjú börn. 4) Hrönn, f. 17.6. 1948, maki Sigurbjörn Fanndal. Börn þeirra eru: 4.1 Guðný Rósa, maki Hákon Kristinsson, þrjú börn. 4.2 Gestur Már, maki Kveðja til móður minnar að lífsgöngu lokinni. Guðný fæddist árið 1922 á Óðinsgötunni í Reykjavík við yl frá kolaeldi. Hún fæddist föð- urlaus, þar sem faðir hennar yfirgaf hana í móðurkviði. Stúlkan ólst upp með móður sinni á ýmsum stöðum í Reykjavík. Fyrst mundi hún eftir sér á Grundarstíg en Framnesvegur 42 var hennar heimili frá átta ára aldri, eða allt þar til hún flutti í nýbyggt hús sitt á Skólabraut 1, Seltjarnarnesi ár- ið 1947. Þangað flutti hún ásamt eig- inmanni sínum, Ágústi Óskari, og þremur börnum en ungu hjónin höfðu fengið lóð hjá Hrólfsskálabóndanum. Þar bjó hún það sem eftir lifði ævinnar eða í 70 ár, utan sjö síðustu vik- urnar sem hún dvaldi á Grund þar sem hún naut einstakrar og kærleiksríkrar umönnunar. Stúlkan sem fæddist við kolaeldinn á Óðinsgötunni gerðist frumkvöðull á Nesinu. Stofnaði fyrstu verslun þar um slóðir í húsinu sínu og rak hana í 35 ár. Verslunin gekk undir nafninu Ninnýjarbúð en Guðný var í daglegu tali ætíð kölluð Ninný. Líf móður minnar, Guðnýjar, má segja að hafi einkennst af ófyrirséðum U-beygjum, sér- staklega framan af ævi, en hún fór í gegnum lífið glöð með sitt góða skap og trúði á lausnir en ekki vandamál. Getur þó hver maður sagt sér að oft var lífið erfitt, lífsbaráttan hörð frá fyrstu tíð og óhemju mikil vinna mestan part ævinnar. Hvíldu í friði og gleði Guðs með þakklæti fyrir lífið. Þín dóttir, Hrönn. Amma langa. Sögðum meira að segja stundum amma langa- töng. Fannst það sniðugt. Fullt af minningum. Búðarleikur í al- vörubúð, kjólar og skór mátaðir í afmælum og kaffiboðum, garðurinn, holtið. Allt á Skóla- brautinni. Amma langa sem flakkaði um bæinn í strætó. Hitti fullt af fólki á förnum vegi. Fékk sér kaffi og spjall- aði. Amma langa sem passaði mig og seinna börnin mín þrjú. Kom í risið á Tómasarhaganum með kíví í poka og las bókina um Lappa. Söng fyrir þau. Allt- af hress og glöð. Amma langa sem flakkaði með mér, mömmu og krökkunum um landið þegar aðrir voru að vinna. Alltaf með kók í töskunni og nammi. Bauð upp á mjólk, kex og súkkó þeg- ar maður kom í kaffi. Átti öll dagblöðin. Fréttir dagsins ræddar. Var alltaf með Stöð 2. Börnin yfir sig hrifin. Voru oft eftir hjá löngu til að horfa á eitthvað skemmtilegt. Þá settist hún með þeim. Amma langa sem sagði sögur af ballferðum í gamla daga. Lífinu. Vonum og væntingum. Sýndi gamlar myndir af skyldmennum. Amma langa sem skrifaði fal- legar kveðjur á blað þegar maður fór á flakk. Bað Guð að blessa mann og vernda. Elskaði að fá póstkort og bréf með fréttum af flakkinu. Amma langa sem prjónaði á börnin mín, teppi, sokka, peysur, vett- linga. Dýrmætar gjafir. Alltaf með eitthvað á prjónunum. Svo varð hún allt í einu gömul. Svo gott hvað hún var hress lengi því hún var skemmtileg og notaleg og góð og hlý. Að kíkja á Nesið var partur af tilver- unni. Nú fer maður þangað í hug- anum. Ég er glöð að hafa átt þessa ömmu. Ömmu löngu með mjúku hendurnar. Geymi hana í hjarta mér. Hún fær kerti í hverri kirkju í framtíðinni eins og öll ljósin sem kveikt voru henni til heiðurs á Ítalíu þetta sumarið. Guðný Rósa, Hákon, Ylfa Örk, Högna og Flóki. Guðný Vilhelmína Karlsdóttir (Ninný) ✝ SigríðurMarta Sigurðardóttir var fædd í Reykjavík 28. ágúst 1931. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 15. október 2016. Foreldrar henn- ar voru Hrafnhild- ur Pétursdóttir, f. 1912 í Reykjavík og Sigurður Sigurðsson, f. 1905 í Reykjavík. Eiginmaður Sigríðar Mörtu var Ellert Guðmundsson skip- stjóri, f. 1930, d. 2014. Börn þeirra: 1) Hildur, f. 1952, fyrr- verandi grunnskólakennari, m. Sævar Árnason, f. 1946; börn: a) Örn Úlfar, f. 1973, m. Ásta Andrésdóttir; börn: Vala Mel- korka, Laufey Matthildur og Högni Dagfinnur. b) Ellert, f. 1979, c) Aldís Ósk, f. 1985; börn: Sæv- ar Snær og Katrín Rós. 2) Stefán Hallur, hafnsögu- maður, f. 1955, m. Eygló Bjarnþórs- dóttir, f. 1955; börn: a) Hrafnhild- ur, f. 1981, m. Adam G. Rokita, barn: Daníel Mark. b) Brynhildur, f. 1987. Börn Eyglóar: Linda Dröfn, Erla Björg, Arnar Pét- ur og Fannar Pétur. 3) Mar- grét (Bella), dýralæknir, f. 1959, m. John Inge Sörensen, f. 1951; börn: a) Hilmar, f. 1988, b) Sigríður Marta, f. 1989. 4) Ægir Pétur, framhaldsskóla- kennari, f. 1961, m. Mary Marsden Ellertsson f. 1964. Útför Sigríðar Mörtu fór fram í kyrrþey. „Ég ætla sko ekki að keyra þig til læknisins á Selfossi ef þú dettur og færð gat á hausinn!“ Þessi setning, sem var stundum látin falla ef klifrið á pallinum við sumarbústaðinn stóð eitt- hvað tæpt, er dæmigerð fyrir ömmu mína sem var kvödd í kyrrþey í fyrra. Hún var nefni- lega hörð að utan en mjúk að innan. Þessi persónuleiki mótaðist líklega mikið af því að foreldr- arnir skildu þegar hún var 10 ára – í miðju stríðinu. Mæðg- urnar fluttu þá heim til afa, Pét- urs Zóphóníassonar, þar sem Sigga Marta bættist í hóp glað- beittra móðursystkina á svipuð- um aldri. Fermingarveislan var haldin á Hótel Borg en það segir sitt um fjárhaginn að peningarnir sem henni voru gefnir voru látn- ir ganga upp í kostnaðinn. Síðar starfaði hún á tann- læknastofu móðurbróður síns og stefndi á nám í tannsmíði. Sá bransi missti hins vegar af miklu þegar myndarlegur háseti kom á mikilli siglingu og kippti henni með um borð í rúmlega hálfrar aldar hjónaband. Afi varð stýrimaður og síðar skipstjóri en í hlut ömmu kom að halda fast um stjórnvölinn á fjögurra barna heimili á Klepps- vegi 2. Og þótt starfið fæli í sér mikl- ar fjarvistir voru þau ákaflega samrýnd, hlógu mikið, botnuðu setningar og sögur hvort fyrir annað, skáluðu oft og ferðuðust víða. Ferðagleðin þýddi reyndar að þau misstu af fermingarveisl- unni minni 1987, en ég tók lítið eftir því enda með strípur og blásið hár og áhugasamari um tvöfalda kassettutækið sem þau sendu í sinn stað. Ef þau hefðu mætt hefði amma án efa verið miðdepill at- hyglinnar, þessi sólbrúna og heillandi kona sem geislaði oft- ast af lífsgleði og gráleitum húmor auk þess að kunna alla söngtexta, syngja þá oft og spila jafnvel undir á píanóið. Hún sagðist reyndar bara kunna þrjá hljóma en þá mætti nota til að spila öll lög í heiminum! Þetta töfrahljóma tók hún því miður með sér í gröfina. Já, amma var hörkutól og hélt sér í formi með daglegum sprettum í Laugardalslauginni. Hún var líka langdvölum ein með börnin, og síðar barnabörn- in, í sumarbústaðnum í Miðdal handan Laugarvatns þegar afi var á sjó. Það var nefnilega í lagi að vera án þæginda á borð við raf- magn og heitt vatn því það var alltaf nóg af steinolíu og séní- ver. Og þegar kallarnir festu sig í ánni, áður en brúin kom, var hó- að í ömmu sem mætti á rauðum Bronco og kippti þeim upp á bakkann. Sem barn var ég svo mikið hjá ömmu á Kleppsveginum að ég kallaði hana Siggu-mömmu. Seinna fékk ég svo að flytja þangað á ný, frá Keflavík, til að fara í MR. Það tækifæri og sú mikla þjónusta sem mennta- skólapilturinn naut voru aldrei fullþökkuð en kannski vildi amma hjálpa til að láta vænt- ingar sínar rætast – um að ég yrði biskup. Sjáum til með það. Heilabilun er andstyggileg. Ætli það hafi ekki verið um aldamótin að amma fór að draga sig inn í skelina, þótt sjúkdóm- urinn væri ekki greindur fyrr en 2012. Það var sárt að sjá hennar einstaka persónuleika hverfa í myrkrið og biðin eftir hvíldinni var henni erfið, einkum eftir að afi dó 2014. En hún átti afmæli 28. ágúst síðastliðinn og það er gott að þau hafi loksins getað haldið upp á það saman. Örn Úlfar Sævarsson. Sigríður Marta Sigurðardóttir Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA VETURLIÐASONAR málarameistara. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Spóalundi, Boðaþingi, fyrir góða umönnun. Anna Kristjánsdóttir og fjölskylda Ástkær eiginmaður minn, JÓN HELGI EINARSSON, lést laugardaginn 26. ágúst í Brákarhlíð Borgarnesi. Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn 1. september klukkan 14. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Guðbjörg Andrésdóttir Lilla Elskulegur faðir, bróðir og mágur, PÁLL RAGNAR SIGURÐSSON vélaverkfræðingur, Hlíðarbyggð 11, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans 24. ágúst. Útför hans fer fram í Vídalínskirkju 6. september klukkan 13.30. Stefanía Pálsdóttir Ólafur Pálsson Arna Pálsdóttir Ágúst Úlfar Sigurðsson Erla Þórðar Sunna Sigurðardóttir Sigrún Lóa Sigurðardóttir Jón Gunnar Jörgensen Sigurður Hr. Sigurðsson Elvira Mendez Pinedo Ástkær eiginkona og móðir okkar, HULDA SIGURVINSDÓTTIR frá Leiðarenda við Hafravatn, lést á Landspítalanum aðfaranótt þriðjudagsins 29. ágúst. Halldór Sigurðsson Hólmfríður Halldórsdóttir Sigurður Svan Halldórsson Ástkær móðir okkar, tengdamamma og amma, GÍSLÍNA GUÐRÚN FRIÐBJÖRNSDÓTTIR, Brekkugerði 30, Reykjavík, lést á Landakotsspítala 28. ágúst. Jarðarför verður auglýst síðar. Anna Margrét Bjarnadóttir Einar Björn Bjarnason Guðrún Þóra Bjarnadóttir Gunnlaugur Jón Rósarsson Ólavía Guðrún Gísladóttir Hjördís Diljá Gunnlaugsdóttir Bjarni Rósar Gunnlaugsson Einar Gísli Gunnlaugsson Margrét Sóley Gunnlaugsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR A. BJARTMARSSON frá Sandhólum, Tjörnesi, lést á krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 29. ágúst. Steinunn Baldursdóttir Jóhannes G. Harðarson Guðný Baldursdóttir Ingiberg Baldursson Steinunn Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EDDA DAGBJARTSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, Reykjavík, áður til heimilis að Barrholti 11, Mosfellsbæ, lést á Droplaugarstöðum 24. ágúst. Hrannar Jónsson Kristín Þórðardóttir Helga Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.