Morgunblaðið - 31.08.2017, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 31.08.2017, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ástvinir munu reyna að troða sínum reglum upp á þig, en þeir munu átta sig á að það er tímaeyðsla. Mundu að það eru augnablik sem búa til lífstíðarminningar. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er margt sem kallar á athygli þína. Reyndu að skapa sjálfri/um þér sókn- arfæri og fylgdu þeim svo fast eftir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sparsemi er dyggð en níska ekki. Hvort sem þú er tilbúin/n eða ekki skaltu láta slag standa og þú lendir í lukkupott- inum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú átt að hafa þann aga til að bera sem þarf til að rannsaka málin vandlega áð- ur en þú segir af eða á. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fjölskylduleyndarmál munu hugsanlega setja svip á daginn. Reyndu ekki að byrgja tilfinningarnar inni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert alltaf að tala um að þú hafir engan tíma til gera neitt skemmtilegt, en það er ekki satt. Notaðu hvert tækifæri til að tjá þig í orðum, tónlist eða hreyfingu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Varastu að festast í einhverjum laga- krókum. Ef einhver vandamál koma upp er best að ræða beint við viðkomandi. Slakaðu á en þó ekki of lengi því alltaf koma ný og ný verkefni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það gefur lífinu lit að upplifa eitthvað nýtt og spennandi. Vertu á varð- bergi gagnvart þeim sem vilja með gjöfum stjórna því hvað þú velur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það færi best á því að þú héldir þig til hlés um sinn. Blandaðu þér ekki í vandamál annarra. En vertu þolinmóð/ur því sannleikurinn stendur nær þér en þú heldur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Veltu hlutunum fyrir þér því oft er það farsælast sem ekki liggur strax í augum uppi. Veldu þér ákveðin verkefni og leystu þau síðan eitt af öðru. Vertu þolinmóð/ur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að draga þig í hlé í smá- stund í dag. Af hverju gleyma þessu flestir? Ekki festast í enn einni rútínunni, veldu frek- ar áhugaverða og aðdáunarverða leið í lífinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Félagsleg samskipti eru ekki of skemmtileg og ræna þig orku. Vertu þess fullviss, innst inni, að allt sé í lagi, þó að svo virðist sem stormur sé í aðsigi. Sonur Víkverja vex nú hratt úrgrasi og liggur við að faðirinn þekki varla son sinn þegar hann kemur heim úr vinnunni. Raunar varð Víkverji fyrir nettu áfalli um daginn, þegar sá stutti kom hlaup- andi þegar hann heyrði lykilinn í skránni og hrópaði hátt og snjallt: „Afi! Afi!“. Víkverji veit núna hvern- ig það er að hafa valdið barninu sínu sárum vonbrigðum. Verður þetta ef- laust ekki í síðasta sinn. x x x Víkverji og frú eru raunar sann-færð um það að Víkverji yngri sé með gáfaðri og fallegri börnum, væntanlega eins og flestir foreldrar. Hann er til að mynda þegar farinn að þekkja nokkra stafi, og er staf- urinn K í sérstöku uppáhaldi, auk þess sem sá litli hefur mikið yndi af því að telja. Að vísu koma tölustaf- irnir ekki alltaf út í réttri röð, þar sem tölurnar sex, átta og ellefu fá að heyrast oftar en hinar og mætti því segja að strákurinn sé að telja með frjálsri aðferð. x x x Þessum miklu gáfum fylgir aðsjálfsögðu að Víkverji yngri er farinn að þekkja dýrin í sundur og herma eftir hljóðunum sem þau gera. Ekki nóg með það, heldur er hann kominn með uppáhaldsdýr nú þegar: hestinn. Getur hann eytt löngum stundum í að hlaupa um íbúðina með tilheyrandi hneggjum og hófahljóðum. Gobbedí gobb, gobbedí gobb ómar því um íbúðina, og halda nágrannarnir eflaust að fjölskyldan sé gengin af göflunum. Víkverji yngri á meira að segja tvo leikfangahesta, sem báðir hafa feng- ið nafn: Gobbi og Gobbi. x x x Víkverji eldri hugsar nú bara meðsér að erfinginn sé nú þegar bú- inn að sýna það að hann sé föður- betrungur með þessum nafngiftum. Sjálfur átti Víkverji einn leikfanga- bangsa þegar hann var barn. Sá fékk heitið Bangsi. Þá átti hann eina leik- fangakisu. Sú fékk heitið Kisa. Í samanburðinum eru þeir félagar Gobbi og Gobbi með ákaflega lýs- andi, falleg og hugmyndarík nöfn. vikverji@mbl.is Víkverji Ákalla mig á degi neyðarinnar og ég mun frelsa þig og þú skalt vegsama mig. (Sálm. 50:15) BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 TIMELESS - LEĐURSÓFI STÆRĐ 206 cm kr. 311.800 / EINNIG FÁANLEGUR 226 cm Hörður Björgvinsson veltir lífs-keðjunni fyrir sér á Boðnar- miði og yrkir limruna „Endur- vinnslan“: Þegar alheimsins keðja er könnuð og kreppan sem þykir nú sönnuð kemur þetta í ljós að þrátt fyrir hrós þá þurfum við vandaðri hönnuð. Dagbjartur Dagbjartsson spyr, hvort hið umrædda lambakjötsfjall (eða kannske bara hóll) sé ekki svona 3 kg á mann? Er nokkuð ann- að að gera en að éta vandamálið: Ég vona að hver sem er hér inni afrek vinni nóg og éti fyrir sálu sinni svona 3 kíló. Þetta vakti að sjálfsögðu sterk viðbrögð. Þannig sagði Kristjana Sigríður Vagnsdóttir: „Ekki er nú skrítið að Þorgerður Gunnarsdóttir vilji bændur niður í svaðið, ef bless- aðir bændurnir rækta bara fram- parta.“ Ólafur Stefánsson kemur víða við á Leirnum eins og sést á þessu til- skrifi hans fyrir viku: „Það eru lítil takmörk fyrir því sem menn fjarg- viðrast yfir á samfélagsmiðlum, og nú er það fleginn bolur í dómssal. Þolandi upplýsti reyndar sjálfur að hér hefði verið um kjól að ræða en ekki bol, og það „stuttan í þokka- bót“. Það opnar óra víddir, og eykur lífsins þrána, að kíkja á kjólasíddir, þó kannski sé hár að grána Menn fjasa, einhver fyrtist femínistamegin, er brjóstaskora birtist, og bolurinn var fleginn. Ólafur á Hellulandi segir frá því að Jónas í Hróarsdal hafi kveðið þessa vísu til manns eins sem bjó með ráðskonu og átti með henni nokkur börn. Hann spurði Jónas, hvort hann ætti að gifta sig: Silkiniftarfatafaldi fyrir oss lyfta prestur má, en suma giftir guð alvaldi, þú getur skipt við báða þá. Kristín, systir Jónasar, sem lengi bjó á Hlíðarenda og Sauðárkróki og var lengst af fátæk, orti á gamals aldri er hún var spurð um líðan sína: Mín burt feykist munaró, máttur veikur, hrakinn. Stend sem eik á eyðiskóg, orðin bleik og nakin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Lífskeðjan, frampartar og kjólasíddir „FORELDRAR MÍNIR AFNEITUÐU MÉR – OG ERU AÐ BIÐJA UM AÐ FÁ ENDURGREITT.“ „HÚN VAR AÐ BÓNA GÓLFIÐ.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fullvissa hann um að þú munir ekki meiða þig í karatetímanum þínum. ÞETTA ER HÉRUMBIL ALLT SEM ÉG HEF EKKERT SPENNANDI GERIST HÉRNA ÞETTA ER EKKI SPENNANDI ÞVÍ AÐ ÞÚ HLUSTAR ALDREI Á MIG ÁN ÞESS AÐ GRÍPA FRAM Í! HRÓLFUR! ÉG HEF VERIÐ AÐ TALA VIÐ ÞIG Í TÍU AF HVERJU SEGIRÐU ÞAÐ?! MÍNÚTUR OG ÞÚ ERT EKKI AÐ HLUSTA!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.