Morgunblaðið - 31.08.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.08.2017, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 243. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Salka Sól fékk bíl 2. Ráðist á unga konu 3. „Ég vil bara komast strax heim“ 4. Hvítur rasisti kynnist svartri … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Gamanmyndahátíð Flateyrar hefst í dag og stendur til og með 2. sept- ember. Líkt og í fyrra verður áhersla lögð á íslenskar gamanmyndir, bæði stuttmyndir og kvikmyndir í fullri lengd, 23 myndir eru á dagskrá og þar af sjö frumsýndar. Heiðurssýningin verður að þessu sinni á Nýju lífi, einni vinsælustu gamanmynd íslenskrar kvikmyndasögu, og mun Þráinn Bert- elsson, leikstjóri hennar, verða við- staddur sýninguna og ræða við gesti. Af öðrum viðburðum má nefna fyrirlestragjörninginn Snitsel sem Janus Bragi og Mugison fremja og einnig verður 10 ára afmælissýning á myndinni Óbeislaðri fegurð, eftir leik- stjórana Hrafnhildi Gunnarsdóttur og Tinu Naccache, sem fjallar um óvenju- lega fegurðarsamkeppni sem fór fram í samkomuhúsinu í Hnífsdal þar sem keppt var í óbeislaðri fegurð. Hátíðin endar með veglegu lokahófi og sveita- balli á laugardegi og einnig verða veitt áhorfendaverðlun. Hátíðin fer að mestu fram í gömlum bræðslutanki sem stendur á Flateyri. Gamanmyndir í göml- um bræðslutanki  Tveggja daga blúshátíð verður haldin í félags- heimilinu á Pat- reksfirði, á morg- un föstudag og á laugardag, undir yfirskriftinni Blús milli fjalla og fjöru. Á fyrra kvöldinu koma fram Strákarnir hans Sævars en sérstakir gestir þeirra verða félagarnir í hljómsveitinni Fox Train Safari. Á laugardegi troða svo Blúsmenn Andreu upp, með söngkon- una Andreu Gylfadóttur í broddi fylk- ingar. Tónleikar hefjast kl. 22 bæði kvöld en húsið verður opnað kl. 21. Blúsað á Patreksfirði Á föstudag Suðvestan og sunnan 8-13 m/s. Smásúld á Suður- og Vesturlandi, 11 til 14 stig, léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Á laugardag Sunnan 8-15, hvassast austast. Rigning víða um land en úrkomulítið norðanlands. Hiti 11 til 19 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15, rigning eða súld með köfl- um, en víða bjartviðri eystra. Hiti 10 til 18 stig að deginum. VEÐUR Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik mætir í dag Grikklandi í fyrsta leik sín- um í úrslitakeppni Evrópu- mótsins í Helsinki klukkan 13:30. Fyrsti andstæðing- urinn verður erfiður viður- eignar; Grikkir eru mikil körfuboltaþjóð og tefla fram firnasterku liði. Hörð- ur Axel Vilhjálmsson lands- liðsmaður segir Grikki telja að um skyldusigur verði að ræða. »1 Grikkir í fyrsta leik á EM í dag Ísland hefur unnið fjórar af tólf við- ureignum þjóðanna í knattspyrnu karla frá árinu 1948. Ríkharður Jóns- son tryggði Íslandi 2:0-sigur á Mela- vellinum það ár en dóttursonur hans skoraði sigurmarkið í næsta sigri Ís- lands á Finnum, hálfri öld síðar. Ragnar Sig- urðsson skor- aði umdeilt sigurmark gegn Finnum í fyrra. »2 Hálf öld á milli sigra gegn Finnlandi Haukar féllu úr Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu þegar síðasta von þeirra brást þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Fylki, 2:1. Breiðablik blés aftur krafti í toppbaráttuna með tveggja marka sigri á KR í Frostaskjóli. Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Þórs/KA þegar þremur umferðum er ólokið. »3 Haukar fallnir en Blikar sækja að toppliðinu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Þjóðminjasafninu var í sumar færður að gjöf íslenskur faldbúningur sem verið hafði í eigu konu sem fluttist til Kanada á tíma vesturferðanna héðan í lok 19. aldar. Þá fékk safnið á dög- unum að gjöf tvo íslenska aska frá miðri 19. öld sem keyptir höfðu verið á uppboði í Minneapolis í Bandaríkj- unum árið 1975. Margrét Hall- grímsdóttir þjóð- minjavörður er að vonum himinlif- andi yfir þessum gjöfum. Hún er nýkomin heim frá Bandaríkjunum og Kanada þar sem hún heimsótti söfn og forystu- menn Íslendinga- félaga í þeim tilgangi að styrkja sam- band þeirra við Þjóðminjasafnið og veita ráðgjöf um varðveislu íslensks menningararfs vestanhafs. Margrét segir að faldbúningnum hafi fylgt klæðishlutar úr fleiri íslensk- um kvenbúningum. Búningurinn hafði áður verið í eigu Icelandic Canadian Club of British Columbia sem taldi varðveislu hans betur tryggða á Þjóð- minjasafninu. Ekki er nákvæmlega vitað hver var upphaflegur eigandi hans, en hann var í fórum hjónanna Ólafar Guðmundsdóttur (f. 1847) og Jóhannesar Vigfússonar (f. 1840) þeg- ar þau fluttust til Kanada 1893. Ask- ana gaf Örn Arnar, ræðismaður Ís- lands í Minneapolis. Ekki er langt síðan Örn færði safninu að gjöf forláta íslenskan spónastokk frá 17. öld með höfðaletri. Stokkurinn hafði verið í eigu Vesterheim Norwegian- American Museum í Iowa, en ekki er vitað hvenær hann barst safninu. Margrét segir að í eigu afkomenda íslensku vesturfaranna séu margir ís- lenskir munir frá 19. öld og eldri. Þjóð- minjasafnið hafi áhuga á því að þeir séu skráðir og yfirsýn fáist um hvað hafi varðveist. „Við sækjumst hins vegar ekki sérstaklega eftir því að eignast þessa gripi og flytja þá heim,“ segir hún. Þeir séu nú hluti af sögu Vestur-Íslendinga í heimkynnum þeirra. Þjóðminjasafnið er ekki eina stofn- unin hér sem lætur sig varða þann far- angur sem fylgdi vesturförunum á 19. öld. Árnastofnun vinnur að því með styrk frá Háskólasjóði Eimskipa- félagsins að safna upplýsingum um ís- lensk handrit í opinberum söfnum og einkaeigu í Bandaríkjunum og Kanada og skrá á stafrænt form. Talið er að þúsundir handrita hafi verið fluttar vestur um haf á árunum 1870 til 1914 og að þau séu enn á víð og dreif meðal annarra óskráðra menningarverð- mæta. Fengu faldbúning frá 19. öld  Íslenskir forn- gripir í kistum Vestur-Íslendinga Morgunblaðið/Hanna Gjöf Hluti íslensks faldbúnings frá 19. öld sem Þjóðminjasafnið hefur fengið að gjöf frá Vestur-Íslendingum. Askar Þannig matarílát úr tré notuðu Íslendingar öldum saman. Margrét Hallgrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.