Fréttatíminn - 04.02.2017, Side 4

Fréttatíminn - 04.02.2017, Side 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017 Viðræður sigldu í strand Kjaramál Viðræður milli sjómanna og útgerða sigldu í strand á fjórða tímanum í gær þegar deiluaðilar hittust hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. Hugur er í sjómönnum sem Fréttatíminn ræddi við í gær, en þeir treysta sér ekki til þess að tala opinberlega af ótta við að útgerðir hegni þeim með einhverjum hætti. Framkvæmdastjóri SFS segir það ekki vilja samtakanna að lögbann sé sett á verkfall sjómanna. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Þetta er bara í hnút báðum megin, við stöndum grjóthörð á okkar, þannig eru okkar skilaboð,“ segir Valmundur Valmundsson, formað­ ur Sjómannasambands Íslands, þegar Fréttatíminn ræddi við hann skömmu fyrir fund ríkissáttasemjara sem fram fór klukkan eitt í gær. Helsta bitbeinið í samningavið­ ræðunum eru bætur fyrir sjómanna­ afsláttinn og olíuverðsviðmið, en sjó­ mönnum er gert að standa straum af hluta af eldsneytiskostnaði skipanna. Þá er einnig deilt um kostnaðarþátt­ töku sjómanna í fjarskiptum, þá helst internetinu, en sjómenn greiða til að mynda sjálfir fyrir gagnamagnið, og getur sá kostnaður hlaupið á býsna háum upphæðum, nokkuð sem sjó­ menn furða sig á. Pirrings er farið að gæta hjá stjórn­ endum minni útgerða, að því er fram kom í Morgunblaðinu í gær. Þær út­ gerðir eiga mun erfiðara með að tak­ ast á við verkfallið en til að mynda stærri og fjársterkari útgerðir. Þar mátti lesa að krafan um lögbann lægi í loftinu. Valmundur segir það þó ljóst að nýr ráðherra sjávarútvegsmála, Þor­ gerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi sagt skýrum orðum við sjómenn að deiluaðilar yrðu að ná sáttum í mál­ inu án aðkomu ríkisins. Heiðrún Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóri Samtaka fyrir­ tækja í sjávarútvegi, tekur í sama streng og Valmundur og segir grein Morgunblaðsins hafa komið sér á óvart. „Við höfum hitt félagsmenn og þar var samhljómur um að við mynd­ um reyna til þrautar að ná samning­ um. Það er farsælasta lausnin til þess að eiga samstarfi í framtíðinni,“ segir Heiðrún. Mikil samstaða er hjá sjómönnum sem Fréttatíminn ræddi við. Enginn þeirra vildi ræða kjaramálin undir nafni af ótta við að verða refsað fyrir það með einhverjum hætti af hálfu útgerðanna. Einn sjómaðurinn hafði á orði deiluna um olíuverðsviðmiðið og útskýrði málið fyrir blaðamanni með einföldum hætti. „Þetta er líkt og blaðamenn þyrftu að borga fyrir skrifborðið og hluta úr raf­ magnskostnaði sem knýr tölvuna áfram,“ sagði hann. Þá mátti greina mikla óánægju varðandi orð fram­ kvæmdastjóra SFS þegar hún hafði á orði að sjómenn væru á læknalaun­ um. Sjómennirnir sem starfa með­ al annars á línubátum, sögðu vissu­ lega til sjómenn á hærri launum og það skekkti stöðuna, „en ætli okkar laun séu ekki nærri launum hjúkr­ unarfræðinganna þegar allt er talið saman,“ sagði einn sjómaðurinn. Viðræðum sjómannasambandsins og SFS var slitið á fjórða tímanum í gær. Forsætistáðherra gaf svo út eft­ ir ríkisstjórnarfund síðdegis í gær að ríkisstjórnin myndi ekki hlutast til um verkfallið. Sjómenn á línubátum segja laun þeirra nær launum hjúkrunarfræðinga en lækna. Háskóli Gæðum náms við Háskóla Íslands er stefnt í hættu vegna niðurskurðar sem framundan er í rekstri skólans. Starfsfólk og nem- endur eru uggandi um stöðuna, segir einn prófessoranna. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is „Niðurskurðurinn verður erfið­ ur en við skulum hafa það alveg á hreinu að Háskóli Íslands hefur verið rekinn af vanefnum í mörg ár,“ segir Ólafur Ingólfsson, pró­ fessor í jarðfræði. Ólafur, eins og fleiri sem við skólann starfa, er langþreyttur á fjárhagskröggum hans en Fréttatíminn sagði í gær frá erfiðri stöðu í rekstrinum. „Hér á jarðvísindadeild þurf­ um við að spara tugi milljóna og þá er helst hægt að skera niður þjónustu sem veitt er nemendum, því miður. Þrengt verður að nám­ skeiðum með ýmsum hætti og þau í einhverjum tilfellum lögð niður, einkum í framhaldsnámi. Tímum verður fækkað, dregið úr vett­ vangsvinnu og slíku.“ Ólafur segir ljóst að sumar greinar verði tæplega kenndar bara af kennslubókum. Nemendur þurfa að reyna hlutina og upplifa sjálfir. Það þýðir til dæmis ekki að kenna fólki að synda með því að láta það fá bók. Gæði náms eru metin eftir því hvernig okkur tekst að miðla þekkingu og færni á fjöl­ breyttan hátt.“ Háskóli Íslands hefur bent á að heildarframlög vegna hvers ársnema á Íslandi þyrftu að tvö­ faldast til að ná meðalframlögum á ársnema á öðrum Norðurlöndum. „Auðvitað þykir okkur þetta miður og við reynum eins og hægt er að standa vörð um gæði námsins, en það er mjög erfitt. Nemendur eru auðvitað mikilvæg­ ustu starfsmenn skólans, þeirra er framtíðin. Þetta er ekki skemmti­ legt ástand.“ Ólafur segir erfitt að leggja mat á hvort niðurskurðurinn komi til með að draga mátt úr prófess­ orum og kennurum. „Við erum ýmsu vön og sumir taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti. En við þurfum, eins og aðrir skólar, að lokka til skólans hæfileikafólk og bjóða því upp á sambærileg starfs­ skilyrði og í háskólum erlendis.“ Niðurskurður gerir HÍ erfitt að keppa um nemendur og starfsfólk Ólafur Ingólfsson jarðfræðiprófessor. „Skellum þessu bara í þjóðaratkvæði“ Stjórnmál Þrír Píratar eru meðal flutningsmanna að nýju frum- varpi um frjálsa sölu áfengis í verslunum. Þingflokksformaður Pírata virðist þó ekki sammála þeim um mikilvægi málsins. „Setjum áfengisfrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksfor­ maður Pírata, en þrír þingmenn Pírata eru á nýju frumvarpi um frjálsa sölu áfengis, sem dreift var í þinginu á fimmtudag. Birgitta segist vilja að flokkurinn einbeiti sér að því að ræða einka­ rekstur í heilbrigðiskerfinu, bág kjör fjölda fólks eftir breytingar á lögum um almannatryggingar og húsaleigubætur. „Fullt af börnum fara svöng að sofa,“ segir þingkonan. „Fullt af fólki hefur ekki efni á að leysa út lyf­ in sín. Það líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um það en alltaf skal það vera fyrsta afvegaleiðingin að ræða endalaust um sama frumvarp Sjálfstæðsflokksins um bús í búðir. Ég legg til að einhver skelli í undir­ skriftarlista til þingmanna um að skella þessu bara í þjóðaratkvæði.“ „Ég legg til að einhver skelli í undirskriftarlista til að skella þessu í þjóðar- atkvæði,“ segir Birgitta. Röskva sigraði í kosningunum Röskva bar sigur orð af Vöku, fé­ lagi lýðræðissinnaðra stúd enta, í kosn ingum til Stúd entaráðs Há­ skóla Íslands. Röskva hef ur ekki haft meirihluta í Stúd entaráði síð­ an 2008-2009 og því er um talsverð tíðindi að ræða. Í kosn ing un um fékk Röskva 18 full trúa kjörna en Vaka 9. Fyr ir ári fékk Vaka 17 kjörna full­ trúa en Röskva 10. Röskva hefur ekki sigrað í kosningum síðan árið 2008. Íslendingar gefa Færeyingum 5,8 milljónir Íslendingar afhentu í gær systurfé­ lagi Landsbjargar í Færeyjum, Fé­ lagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum, 5.755.000 krónur. Peningarnir söfnuðust hérlendis frá 29. desember til 17. janúar, dag­ ana eftir fárviðrið sem gekk yfir Færeyjar og olli þar miklu tjóni. Það voru Rakel Sigurgeirsdóttir og Valdís Steinarrsdóttir sem afhentu fjármunina í Sendistofu Færeyja í Reykjavík en þær höfðu frumkvæði að söfnuninni í framhaldi af ákalli á Fésbókarsíðunni Færeyingar og Íslendingar eru frændur. Við af­ hendinguna undirrituðu Lands­ björg og systurfélagið í Færeyjum viljayfirlýsingu um samstarf. | hh Regin Jespersen, formaður Félagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum, tekur við söfnunarfénu frá Rakel Sigurgeirsdóttur og Valdísi Steinarrsdóttur.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.