Fréttatíminn - 04.02.2017, Side 14

Fréttatíminn - 04.02.2017, Side 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017 Hver er munurinn á því að afnema sykurskatt-inn og leyfa sölu áfengis í matvörubúðum? Hvort tveggja stríðir gegn lýðheilsumark- miðum og leggur auknar byrðar á heilbrigðiskerfið. Réttur þingkon- unnar Áslaugar Örnu til að kaupa sér hvítvín með humrinum í Mela- búðinni, svo tekið sé frægt dæmi úr umræðunni, kostar peninga og þeir eru sóttir í vasa einhverra annarra. Munurinn er í raun enginn. Þegar við rekum hér sameigin- lega samfélag er eðlilegt að huga að hagsmunum heildarinnar. Ákvörðun um að auðvelda aðgengi að áfengi er ákvörðun um að auka neysluna. Henni fylgir tilheyrandi álag á heilbrigðisstofnanir og það kostar peninga og ómældar þján- ingar. Ákvörðun um að skattleggja sykur minna en innflutt grænmeti er að sama skapi ákvörðun sem stuðlar að óheilbrigði. Þingmenn eru í orði kveðnu nær allir sammála um að efla heilbrigð- iskerfið þótt þeir séu ósammála um hversu langt skuli ganga eða hvaða leiðir sé best að fara. En hversu trú- verðugt er það ef menn eru á sama tíma að taka ákvarðanir sem stuðla að sjúkdómum. Við viljum hugsa um áfengis- drykkju sem eitthvað glaðlegt eða tengja hana við glamor og flottan lífsstíl. Það er svo skemmtilegt að geta tiplað á pinnahælunum inn í Melabúðina og keypt eina flösku af Chardonnay til að hafa með humr- inum. Að sama skapi er feimnismál að tala um skuggahliðar áfengis- neyslunnar. En staðreyndin er sú að áfengi er fíkniefni og veldur álíka miklu heilsutjóni og tóbak í Evrópu með tilheyrandi álagi á heilbrigð- iskerfið, en 13 prósent ótímabærra dauðsfalla eru rakin til drykkju og 5 prósent allra sjúkdóma. Þá hefur áfengi bein áhrif á margvíslega óhamingju og félags- leg vandamál sem henni tengjast, til að mynda ofbeldisglæpi sem skila sér í óöryggi á götum úti og yfirfull- um fangelsum. Ákvörðun um að selja áfengi í verslunum vinnur beinlínis gegn því markmiði að efla heilbrigðiskerf- ið líkt og afnám á sykurskatti. Það færir kaupmönnum tekjur af sölu áfengis sem annars hefðu runnið til ríkisins og eykur vissulega frelsi okkar til að kaupa vín og ódýra gos- drykki með matnum í hverfisbúð- inni. En fyrir þetta frelsi þurfa aðrir að greiða dýru verði, meðal annars heilbrigðiskerfið sem okkur er svo annt um á hátíðastundum. Við Íslendingar eigum mörg vafasöm alþjóðleg met, með- al annars Norðurlandamet í gos- drykkjaþambi og offitu. Sykur- skatturinn sem fyrrverandi ríkisstjórn ákvað að afnema skil- aði ríflega 1.5 milljörðum í ríkissjóð og virkaði nær örugglega letjandi á stórfyrirtæki í matvælaframleiðslu sem freistast til að moka sykri í unn- ar matvörur, til að mynda mjólkur- afurðir. Það má líka horfa á það frá þeim sjónarhóli að ef viðskipti valda heilsutjóni sé eðlilegt að fyrirtækin bæti skaðann. En sykurskatturinn stóð stutt við. Þótt mikil sykurneysla geti valdið fjölda sjúkdóma þykir það greinilega ekki nægileg röksemd til að skattleggja hana sérstaklega, þótt í hinu orðinu sé talað fjálglega um lýðheilsu og stóreflt heilbrigð- iskerfi. 1.5 milljarðar á ári væri veru- leg innspýting í stórlega laskaðan Landspítala og bætt heilsa lands- manna væri það enn frekar. Þegar búsáhaldabyltingin hófst fyrir alvöru í janúar 2009 og fólk flykktist að Alþingishúsinu og krafð- ist þess að stjórnvöld færu frá, hag- aði kaldhæðni örlaganna því þannig að afnám einkaleyfis ÁTVR og sala áfengis í matvöruverslunum var til umræðu. Það jók á firringuna í samfélaginu og hina súrrealísku gjá milli þingsins og þjóðarinnar að þetta viðfangsefni væri efst á dag- skrá þingsins þennan örlagaríka dag þegar þjóðin var því sem næst gjaldþrota og fjöldi fólks horfði fram á að missa atvinnu sína og heimili eftir að hafa látið glepjast að nánast óheftum aðgangi að „ódýru“ láns- fé bankanna þar sem allt var lagt að veði. Núna stefnir í að eina mikilvæga kerfisbreytingin sem byltingaröfl hægri- og miðjumanna í Viðreisn og Bjartri framtíð ná fram verði þetta „þjóðþrifamál“ og þar með að senda heildinni reikning fyrir aukið frelsi fárra. Ríkisstjórnin fær nú liðsstyrk Pírata, sem eru skilgetið afkvæmi búsáhaldabyltingarinnar, til að hrinda verkefninu í framkvæmd en samanlagt hafa þessir fjórir flokkar 42 manna meirihluta. Skál í boðinu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir HVER BORGAR FYRIR FRELSIÐ? www.kinahofid.is FRÁBÆR KÍNVERSKU R VEITINGAST AÐUR Í MEIRA EN 25 ÁR HLAÐBORÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11:00 - 14:00 Verð kr. 2.100 Veglegt hlaðborð með miklu úrvali af fjölbreyttum réttum Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 Tilboð - Taka með gildir föstudag, laugardag og sunnudag Kaupir tvo rétti af matseðli og 2 ltr. af gosi fylgja frítt með Tilboðið gildir aðeins þessa helgi NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.590.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga. ekki um helgar. Höfum opnað á ný eftir mikla stækkun og endurbætur á veitingasal NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 8 rétt hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.590.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga. ekki um helgar. Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l kinahofid@kinahofid.is l Sími 554 5022 Dagur í ráðuneytinu Það rann upp fyrir Skýrslu-Bjarna að það vantaði fleiri skúffur.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.