Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 16
FlashBack 91,9 fjölskyldan hefur stækkað og bætt við sig fjórum nýjum útvarpsrásum Breyttu símanum þínum í útvarp Sæktu spilarann: w w w .jo ku la .is 16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017 Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Peter Turchin, rússnesk bandarískur tölfræðisagnfræðingur, hefur dregið saman upplýsingar frá tveimur síð- ustu öldum um ójöfnuð í Bandaríkj- unum annars vegar og hins vegar um þætti sem gefa til kynna almenna velsæld; tekjur, heilsu, bjartsýni og traust. Þessar upplýsingar hafa dregið fram skýrar bylgjuhreyfingar sögunnar; eftir því sem ójöfnuður eykst því veikari verður almenn vel- sæld og eftir því sem jöfnuður eykst því almennari verður velsældin, traustið í samfélaginu eykst, bjart- sýnin og heilsan batnar. Tími samkenndar Turchin hefur kaf laskipt sögu Bandaríkjanna eftir þessum bylgju- hreyfingum og sýnt fram á að þegar jöfnuður er meiri er almenn sam- heldni í samfélaginu meiri og sam- kennd útbreiddari. Á slíkum tímabil- um hafa orðið stórstígar framfarir í mannúðarmálum, jaðarhópar og undirsett fólk öðlast mannvirðingu og aukinn rétt. Á þessum tímabilum hefur almenn efnahagsleg velsæld aukist og einnig traust fólks á sam- félaginu og hvoru öðru. Frá 1800 til 2000 fóru Bandaríkja- menn í gegnum tvö svona tímabil. Á hinu fyrra, frá aldamótunum 1800 og fram á miðja öldina, má finna upphaf kvennabaráttu, baráttu gegn þrælahaldi, fyrstu verkalýðsfélögin voru stofnuð, umönnun sjúkra batn- aði og svo framvegis. Innan þessa tímabils jókst hins vegar ójöfnuður og þar má líka sjá fræ þessa tíma sem tók við. Með annarri bylgju innflytjenda, sem einkum komu frá Póllandi og öðr- um löndum Austur-Evrópu og Ítal- íu og öðrum Miðjarðarhafslöndum, skapaðist gjá milli hinna nýkomnu og þeirra sem höfðu komið fyrr, numið land og gerst bændur og land- eigendur. Það fólk kom mest frá Bret- landseyjum, Hollandi, Þýskalandi og öðrum löndum mótmælenda. Önn- ur bylgjan kom hins vegar frá kaþ- ólsku löndunum, komst ekki lengra en í fátækrahverfi stórborganna og varð síðar vinnuaflið sem dreif áfram iðnbyltingu Bandaríkjanna. Tími sundrungar Á þessum tíma varð bandarísk þjóðernishyggja til. Hún vegsam- aði sveitalífið en fyrirleit borgirn- ar, dásamaði mannkosti bænda og smábæjarfólks en hræddist sollinn í borgunum og fólkið sem þar bjó. Þar sem kaþólskar fjölskyldur eignuðust að jafnaði fleiri börn en mótmælend- ur, hvort sem það var vegna trúar eða fátæktar, varð til hræðsluáróður sem boðaði að innan tíðar myndu fátæka, kaþólska fólkið í borgunum verða fjölmennara en hinir traustu mótmælendur í smábæjunum og Bandaríkin myndu glata styrk sín- um, þori og elju. Ofan á þetta bætt- ist efasemdir um hollustu kaþólikk- anna. Hverjum myndu þeir hlýða þegar á reyndi, forseta Bandaríkj- anna eða páfanum í Róm. Þegar borgarastyrjöldinni lauk var þjóðin klofin þótt fylkin væru sameinuð. Þrælarnir unnu stríðið en töpuðu friðnum, þeir fengu frelsi en afrískir Ameríkanar þurftu eftir sem áður að þola félagslega undir- okun, mikla fátækt og skert borg- araleg réttindi. Sigur norðanmanna í þrælastríðinu dró ekki úr kyn- Hinar stóru bylgjur sögunnar, samspil aukins ójöfnuðar og minnkandi velsældar, sem Peter Turchin hefur skráð, sýna að Bandaríkin eru nú að sigla inn í tímabil sem minnir á aðdraganda borgarastyrjaldarinnar 1861-65. Ójöfnuður síðustu áratuga hefur grafið undan samfélagslegum verðmætum og leyst upp límið í samfélaginu. Bandaríkjamenn eru að sigla inn í tímabil enn meiri sundrungar og átaka, svo mikilla að telja má borgarastríð líklegustu niðurstöðuna. 18 00 18 10 18 20 18 30 18 40 18 50 18 60 18 70 18 80 18 90 19 00 19 10 19 20 19 30 19 40 19 50 19 60 19 70 19 80 19 90 20 00 20 10 20 16 M is sk ip ti ng Ve ls æ ld m ik il m ik il lít il lít il Tímabil samstöðu Stríðið 1812 Þrælastríðið Bandarísk þjóðernisstefna Jim Crow Félagslegur Darwinismi Great society Óeirðirnar í LA Óeirðir og mótmælabylgja Velmegun eftirstríðsáranna Seinni heimsstyrjöldin New Deal Era of good feelings Kreppan mikla Tímabil sundrungar Tímabil samstöðu Roaring twenties Byggt á grafi sem unnið var af hönnuðum Aeon, veftímarits sem rekið er af frjálsum framlögum almennings, upp úr rannsóknar- gögnum Peter Turchin um þróun hlutfalls auðs hins ríkasta á móti auði meðalfólks annars vegar og hins vegar aldur fólks við fyrstu giftingu. Þetta er einföld birtingarmynd af rannsóknum Turchin en dregur vel fram megin bylgjur sögunnar. Kennileiti úr sögunni eru Fréttatímans. Heimsendir í nánd, aftur Við kjör Donalds Trump var rifjuð upp nokkurra ára forspá Peter Turchin, upphafs- manns tölfræðilegrar sagnfræði, um fyrirsjáan- legt borgarastríð í Bandaríkjunum. Samkvæmt Turchin hefur aukinn ójöfnuður á liðnum áratugum étið samfélagið að innan, brotið niður samstöðu og velsæld, á svipaðan hátt og merkja mátti í aðdraganda þrælastríðsins. Kjör Donalds Trump og stefna hans sé eins og upptaktur að enn meiri sundrung og átökum. Línuritið sem sýnir að borgarastríð er að skella á í Bandaríkjunum Mannúðarbylgjan á fyrri hluta nítjándu aldar gat af sér betri meðferð sjúklinga, umönnun fatlaðra, kvenfrelsisbaráttu, verkalýðsfélög og baráttu gegn þrælahaldi svo fátt eitt sé talið. Ný bylgja innflytjenda fyllti borg- irnar á austurströnd Bandaríkj- anna, bjó þar í fátækrahverfum og vann við illan aðbúnað og lág laun í verksmiðjum. Óhreinindi, óhollusta, menntunarskortur, fátækt og vanræksla einkenndi bæjarbraginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.