Fréttatíminn - 04.02.2017, Side 24

Fréttatíminn - 04.02.2017, Side 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017 Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Eins og á við um fleiri svona sögur byrjar hún árið 2008 þegar Geir Haarde bað guð að blessa Ísland,“ segir Arngrímur Pálmason sem hefur á undanförnum árum glímt við skuldamál sín innan fjármálakerf- isins og flókin dómsmál í kjölfar hjónaskilnaðar árið 2011. „Þá fyrst fer þetta allt á fulla ferð vegna skulda sem ég var með á eigin kennitölu. Eiginkona mín fyrrver- andi, sem er erlendur ríkisborgari, gat ekki tekið við eignum úr búinu vegna þess hve þær voru skuld- settar. Sex árum síðar eru eftir- málin enn í gangi þó að skilnaðin- um hafi formlega lokið árið 2015. fór fram á skilnaðinn. „Þá hófust endalausar ferðir í dómsal. Málinu var skipt upp fyrir rétti og þannig fékk einn dómari hjónaskilnaðar- málið, annar fjárskiptamálið og sá þriðji barnaforræðismálið.“ Arngrímur hefur að langmestu leyti rekið sín mál sjálfur fyr- ir dómi og reynt að leita ráða á ýmsum stöðum í kerfinu. „Ástæð- ur þess að ég rek mín mál sjálfur eru fyrst og fremst fjárhagslegar. Ég gat einfaldlega ekki bætt lög- fræðikostnaði við skuldir mínar og maður hefur það sterkt á tilf- inningunni að þeir einir nái fram réttlæti í þessu landi sem hafa efni á því.“ Arngrími telst til að hann hafi tekist á við ríflega fimmtíu lög- lærða einstaklinga í kerfinu á síð- ustu sex árum. Þar telur hann til héraðsdómara, hæstaréttardóm- ara (sem ekki vildu taka afstöðu til kærumála hans), sýslumenn, lögfræðinga banka og innheimt- ustofnana, starfsmenn ráðuneyta og fleiri. Lokaðar dyr „Flækjustigið hefur verið gríðar- legt og samt er þetta bara venju- legt hjónaskilnaðarmál með gild- um kaupmála sem gerður var á sínum tíma, árið 1991. Þess vegna trúði ég því ekki að þetta gæti tek- ið svona langan tíma. Hins vegar er það svo að hvert sem maður leitar ráða í kerfinu kemur maður að sama viðmótinu. Fólk segir: „Nei, nei, þetta er ekki mitt mál,“ en þegar maður spyr: „Hvert á ég þá að leita næst?“ – af því að stjórnsýslulög gera ráð fyrir því að maður geti spurt – þá fær mað- ur alltaf sama svarið: „Þú verð- ur að tala við hann Jón í þessari stofnun eða hana Siggu í hinni.“ Ég er þannig búinn að leita í allar stofnanir ríkisins sem að þess- um málum koma síðastliðin sex Arngrímur Pálmason segir ómögulegt fyrir ólöglært fólk, sem ekki hefur efni á þátttöku lögfræðings í málarekstri sínum, að hljóta leiðsögn eða aðstoð í réttarkerfinu. „Það eru bara svona þrjóskir menn eins og ég sem halda áfram,“ segir Arngrímur. Mynd | Hari Hvernig skyldi vera að velkjast um í dóms­ kerfinu með mál sín árum saman án stuðnings lögmanns og rekast á veggi hvert sem litið er? Arn grímur Pálmason hefur reynslu af því og hann segir farir sínar ekki sléttar í sam skiptum við hinar ýmsu stofnanir réttar­ ríkisins Íslands. Rétt­ lætið er að hans mati bara fyrir þá sem hafa efni á því að útvega sér þekkta lögmenn. Yfirleitt á skilnaðarmálum að ljúka fyrir dómstólum á sex vikum, en þetta hefur svo sannarlega dregið dilk á eftir sér,“ segir Arngrímur. Endalausar ferðir í dómsal Lán Arngríms tengdust á sínum tíma útleigu hans á herbergjum í húsnæði sem hann átti og voru lánin vegna þriggja einbýlishúsa og eins raðhúss skráð á hans kennitölu. Lánin voru gengis- tryggð en vandræðin hófust fyrir alvöru þegar eiginkona Arngríms ár til þess að biðja um hjálp og ég er búinn að skrifa bréf og viku- lega tölvupósta í allar áttir. Það er fullt af fólki í vinnu í kerfinu en það er ekki í vinnu hjá neinum lifandi einstaklingi, heldur bara hjá þessu andlitslausa kerfi. Í sam- skiptum manns kemur varla fyrir að maður nái í þessa einstaklinga til að heyra rökstuðning að baki ákvörðunum. Kerfið ver sig alltaf með því að segja: „Ekki benda á mig.““ Að kunna málið Arngrímur segir ómögulegt fyrir ólöglært fólk, sem ekki hefur efni á þátttöku lögfræðings í mála- rekstri sínum, að hljóta leiðsögn eða aðstoð í réttarkerfinu. „Maður áttar sig fljótlega á því að maður er kominn í lokaðan klúbb þar sem allir tala sérstakt tungumál og þú þarft að beita þig miklu afli til að læra. Þetta er upplifun fjölmargra sem ég veit að eru að berjast áfram með þessum hætti, þó að flest- ir gefist auðvitað upp og hætti baráttunni. Það eru bara svona þrjóskir menn eins og ég sem halda áfram. Eftir situr tilfinningin um að fólk aftengi sig starfi sínu í þessu kerfi. Fólk fer að tala eins og stofnunin sem það situr í en lítur algjörlega framhjá þjónandi hlutverki sínu og þeirri staðreynd að stofnanir eru auðvitað byggðar upp á einstak- lingunum. Það er í mesta lagi að fólk segi við mann: „Aumingja þú Arngrímur. Þetta er leitt að heyra en þetta er ekki mitt mál. Gangi þér vel.“ Eftir sitjum við með kerfi sem allt of oft stjórnast af geð- þóttaákvörðunum hingað og þang- að. Fjölmargar úrskurðarnefndir hafa takmarkaða virkni því þær eru ekki dómsvald og sama má segja um Umboðsmann Alþingis sem á að vernda borgarana gegn ríkisvaldinu, en gefur það verkefni frá sér.“ Reynir mikið á Arngrímur segir margra ára bar- áttu við kerfið leggjast á sálina. „Í slíkri baráttu er erfitt að fá næði til að greiða úr fjármálum sínum, losa um og selja eignir til að standa í skilum. Maður hefur ekki næði til að lifa lífinu sínu eða draga andann. Eðlilegur svefn er fljótur að yfirgefa mann því að áhyggjurnar taka allt yfir. Maður nær aldrei að slaka á.“ Arngrímur hefur verið fatlaður allt frá fæðingu og glímir við löm- un í hægri hlið líkamans. Hann telur ráðaleysi og skort á stuðningi í réttarkerfinu stangast á við 76. grein stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um að öllum sem þess þurfa skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika og ör- orku. „Ég held því fram að ég, sem þjóðfélagsþegn í þessu landi, hafi ekki fengið eitt einasta tilvik um þjónustu frá einstaklingum sem starfa í opinberri stjórnsýslu, hvar sem litið er á, á þessum sex árum síðan vandræði mín hófust.“ Kerfið segir alltaf: „Ekki benda á mig“ www.bjarmaland.is sími 770 50 60 bjarmaland@bjarmaland.is 598 000 kr. Gullni þríhyrningurinn+strandir GOA 339 000 kr. 161 700 kr. Rúmenía - í fótspor Drakúla greifa Moskva-Pétursborg 298 000 kr. Úzbekistan og Túrkmenistan 488 000 kr. Kákasusfjöll 379 000 kr. HIÐ ÓÞEKKTA INDÓKÍNA Víetnam, Kambódía+ Moskva 8. - 23. apríl I 15 nætur UM HAUST INDVERSKT SUMAR ÆVINTÝRALJÓMI 8 nætur TRANSILVANÍU19. - 26. maí GEORGIA OG AZERBÆDSJAN 9. - 19. september I 10 nætur SILKILEIÐIN MIKLA 7. - 19. október I 12 nætur SIGLING KEISARALEIÐIN 30. júlí - 09. ágúst I 10 nætur 11 nætur 14.-25. nóvember ÚT Í HEIM MEÐ OKKUR!

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.