Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 30
setjast þar að og tileinka líf sitt því að kynnast betur heilandi áhrifum kakóbaunarinnar. Í dag vita flestir við vatnið hver hann er og hvar húsið hans er, þar sem hann og konan hans, Barbara, halda súkkulaðiathafnir þegar þau eru ekki að ferðast um heiminn og breiða út boðskap kakóbaunar- innar. „Burnout“ eftir tíu ára vinnu „Kieth er ástæðan fyrir því að ég kom hingað fyrst. Hann er ein af fjöldamörgum skrítnum skrúfum í þessum gullfallega bæ sem ég er búin að læra svo margt af. Ég kynntist kakóinu fyrst í athöfn- um hjá Júlíu Adamsdóttur sem er algjörlega frábær en mig langaði til að læra að búa til mínar eigin athafnir, því engar athafnir eru eins. Athafnirnar snúast að miklu leyti um að tengjast sjálfum okkur á ný. Kakóið hjálpar okkur að fara inn á við og tengja saman hug og hjarta, komast aftur að innsæinu. Það eru svo margir á yfirsnúningi í dag og ég hef líka verið þar sjálf,“ segir Kamilla sem hafði unnið sleitulaust í 10 ár þegar hún missti skyndilega alla orku. „Ég fór í nám í Kaospilot-skólanum í Danmörku, í skapandi verkefnastjórnun og verkefnahönnun með áherslu á samfélagslega ábyrgð. Eftir nám- ið vann ég við tónlistarbransann í 10 ár, fyrst við að markaðssetja íslenska tónlist á erlendri grundu og svo sem kynningarstjóri Iceland Airwaves hátíðarinnar og svo vann ég fyrir Of Monsters and Men og túraði með þeim um allan heim- inn. Í öll þessi ár setti ég alltaf vinnuna í fyrsta sæti því ég er þannig gerð að ég er rosalega dug- leg og vinn vanalega á við nokkrar manneskjur. Þetta endaði með því að ég lenti í algjöru „burnouti.“ Magnaðir hlutir gerast með kakói „Margir fljóta í gegnum lífið án þess að hlusta á draumana sína og leyfa þeim að rætast, eða eru ósáttir við hlutskipti sitt í lífinu og gera ekkert til að breyta því. En ég trúi því að það sé hægt að breyta þessu og ég trúi því að kakóið geti hjálpað til við það,“ segir Kamilla sem ákvað eftir vikulanga dvöl við Atitlan-vatnið að hún yrði að fara aftur og vera í langan tíma. Frá því í desember hefur hún stundað kakó-athafnir og farið í einkatíma til Kieth auk þess að undirbúa sig undir jógakennarapróf. Hún segist vera að finna sínar eigin leiðir með kakóinu. „Það gerast magnaðir hlutir í þessum athöfnum og ég hef séð fólk leita langt inn á við og taka miklum breytingum. Allar athafnir eru ólíkar og fara eftir því hver stjórnar þeim. Andleg mál- efni eru auðvitað ekki fyrir alla en það sem er fyrir alla er að losa um streitu og líta aðeins inn á við. Við erum öll að glíma við allskon- ar hlutverk á lífsleiðinni og sumt viljum við losna við á meðan ann- að viljum við styrkja, fyrir mér er kakóið ákveðinn farvegur til þess. Hluti af því sem ég lærði í mínu námi í Danmörku var „coaching“, að leiðbeina fólki, og nú finnst mér spennandi að blanda kakóinu inn í það, án þess að gera það á ein- hvern andlegan hátt. Ég er frekar mikið „no bullshit“ kona, raunsæ og jarðbundinn en ég leyfi mér samt líka að vera með opinn huga og fljúga hátt,“ segir Kamilla sem stefnir á að vera með sérstakar kakóathafnir fyrir konur í framtíð- inni. „Tónlist er stór hluti af mínu lífi svo ég á eftir að nota mikið tón- list. Fyrst og fremst á þetta að vera gefandi og skemmtilegt.“ Hamingjan í fyrsta sæti „Í dag er planið að vinna til að geta lifað en ekki að lifa til að geta unnið. Og það er einmitt það sem ég er að gera núna,“ segir Kamilla sem á erfitt með að yfirgefa fallega þorpið í hlíðum eldfjallsins þar sem dagurinn byrjar á drykk guð- anna með útsýni yfir heilagt vatn- ið. Hún hefur nú þegar framlengt ferðina um heilan mánuð. „For- eldrar mínir eru algjörir hippar og voru grænmetisætur löngu áður en þau áttu mig. Ég hef alltaf verið mjög heilbrigð og með mikið jafn- vægi í lífinu en ég týndi því þegar allt fór að snúast um vinnuna. Eftir að ég jafnaði mig hefur ham- ingja og heilsa verið númer eitt, tvö og þrjú í mínu lífi og þessi staður er kjörinn til að rækta það. Ég er búin að læra svo mikið á því að vera hér, bæði af fólkinu sem ég hef kynnst, en líka af menn- ingunni sem er svo nægjusöm. Þetta er auðvitað langt frá íslenska lífsstílnum, þar sem allt snýst dá- lítið mikið um að eignast hluti. Ég held áfram að framlengja ferðina þó ég hafi ekki mikið af fötum og bara kalt vatn til að þvo og vaska upp,“ segir Kamilla og í því heyrist hanagal í símtólið. Eru líka hanar í kofanum? „Já,“ segir Kamilla og skellihlær. „Það er nú annað sem ég er búin að læra, að hanar gala ekki bara á morgnana heldur allan liðlangan daginn! Alltaf lærir mað- ur eitthvað nýtt.“ Kamilla segir frábært að byrja á kakóbolla áður en hún stundar jóga eða hugleiðslu. Á bak við Kamillu má sjá yfir Atitlan-vatnið sem Mayarnir trúðu að væri heilagt hlið til guðanna. Eldfjöll umlykja vatnið og í hlíðum fjallanna búa innfæddir í sátt og samlyndi við heilmikið af aðkomufólki í leit að fallegri nátturu eða jafnvel sjálfum sér. Kakótréð, Theobroma cacao, er heilagt í menningu Maya-indíána. Ávöxtur þess gefur af sér kakóbaunina sem er talin vera fæða guðanna, eins og nafnið gefur til kynna; í grísku þýðir „theo“ guð, og „broma“ matur. „Það gerast magnaðir hlutir í þessum athöfnum og ég hef séð fólk leita langt inn á við og taka miklum breytingum.“ Súkkulaðishamaninn Kieth Wilon. „Þegar þú tekur þátt í kakóathöfn fær heilinn ákveðið „rush“ vegna aukins blóðþrýstings sem veldur því að einstaklingurinn getur haldið margvíðum fókus í allt að 4-5 klukku- stundir. Einbeitingin verður svo sterk að einstaklingur finnur ekki fyrir and- legri þreytu og það verður auðveldara að hugleiða. Drekktu súkkulaði, farðu hátt og kafaðu djúpt. Ég kalla kakó lyf, líkt og allar aðrar lækningarjurtir.“ Af vefsíðu Kieth Wilon. LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS ÚTSÖLULOK ÚTSÖLU LÝKUR UM HELGINA 30 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.