Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 32
Veitur ohf. óska eftir tilboðum í útboðsverkefnið: ENDURNÝJUN AÐVEITUÆÐAR 2017 Útboðsverkefnið felst í endurnýjun á um 7.120 metrum af DN200 ofanjarðarlögn úr stáli sem er einangruð með steinull í álkápu. Aðveituæðin verður endurnýjuð með DN300 stálpípu einangraðri með frauði í ø450 plas- tkápu. Verktaki skal grafa skurð fyrir nýrri aðveituæð, sanda og fylla yfir nýja aðveituæð, fjarlægja eldri aðveituæð og ganga snyrtilega frá yfirborði. Útboðsverkefninu er nánar lýst í útboðsgög- num „VEV-2017-06- Þorlákshöfn endurnýjun aðveituæðar 2017“ útgefinni af Veitum ohf. í janúar 2017. Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu frá og með miðvikudeginum 1. febrúar 2017 á vefsíðu Orkuveitunnar https://www.or.is/fjar- mal/utbod#page-7016 Tilboð verða opnuð hjá Veitum, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, þriðjudaginn 21. febrúar 2017 kl. 11:00. VEV-2017-06 04.02.2017 ÞORLÁKSHÖFN Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík 516 600 veitur.is Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Ég verð 19 ára á þessu ári og er því komin með aldur til að keppa í fullorðinsf lokki, þar sem er miðað við nítj- ánda aldursárið. Svo var ég líka að keppa í fyrsta skipti í rúmt ár. Síðasta árið var nefnilega enginn annar keppandi á mínum aldri í mínum þyngdarflokki og ég mátti ekki keppa upp fyrir mig, fyrr en nú þegar ég hef náð tilskildum aldri,“ segir hnefaleikakonan Margrét Guð- rún Svavarsdóttir úr HFR (Hnefa- leikafélagi Reykjaness) sem háði sína fyrstu bardaga í fullorðins- flokki kvenna á hnefaleikamótum um síðustu helgi. Andstæðingarnir voru eldri og reyndari hnefaleika- konur, en Margrét gerði sér þó lítið fyrir og sigraði þær báðar. Margrét, sem hefur æft hnefa- leika í fimm ár, hafði beðið spennt eftir því að geta keppt á nýjan leik og horfði öfundaraugum til æf- ingafélaga sinna í Keflavík sem fengu verðuga andstæðinga á hin- um ýmsu mótum á meðan hún sat heima og beið. „Þetta var svolítið erfitt,“ viðurkennir hún. Það var því kærkomið að komast aftur í hr- inginn. Síðar í febrúar fer svo fram Íslandsmeistaramót í hnefaleikum þar sem hún fær að keppa aftur og hlakkar mikið til. Stelpur óhræddari við að prófa Enn sem komið er eru fáar stelp- ur að æfa hnefaleika hér á landi og það heyrir til tíðinda að kvenkyns Passaðu þig á Margréti, hún er í boxi Margrét Guðrún hefur æft hnefaleika í fimm ár, en hún keppti í fyrsta sinn í flokki fullorðinna um helgina og lagði þar eldri og reyndari keppendur. Hún segir hnefaleika mjög vinalega íþrótt en upplifir stundum að strákum finnist þeim stafa ógn af henni. Fjölskyldan spyr stundum hvort hún ætli ekki að fara að hætta þessu, en þá bendir Margrét þeim á að hnefaleikar séu ekki hættulegri en fótbolti. keppendur hafi fengist í tvo bardaga í sama aldurs- og þyngdarflokki, líkt og gerðist um síðustu helgi. Að sögn Margrétar eru vinsældirnar þó alltaf að aukast og ungum stelpum sem æfa hnefaleika í Keflavík hef- ur fjölgað töluvert upp á síðkastið. „Þetta fylgir svolítið auknum vin- sældum annarra bardagaíþrótta þar sem íslenskir bardagamenn, eins og Gunnar Nelson, eru orðnir frægir. Stelpur eru óhræddari við að prófa og sjá að þetta er ekki eins slæmt og þær héldu,“ útskýrir Mar- grét. „Ég er reyndar að keppa í allt annarri íþrótt en Gunnar Nelson en fólk spyr mig stundum hvort ég ætli að taka við af honum. Það er svipað eins og að spyrja bróður minn, sem er að æfa fótbolta, hvort hann ætli sér ekki að verða eins og einhver körfuboltamaður. Þetta er jafn ólíkt.“ Fær mikla útrás Áður en Margrét byrjaði að æfa hnefaleika, skömmu eftir ferm- ingu, hafði hún æft fimleika í mörg ár. Henni fannst sú íþrótt hins vegar ekki nóg skemmtileg og ákvað því að hætta. „Yngri systkini mömmu höfðu verið að æfa hnefaleika og fannst það mjög gaman. Mig langaði að æfa eitthvað ákvað að prófa þessa íþrótt því mér þykja boltaíþróttir frekar leiðinlegar. Ég festist strax alveg í þessu, finnst þetta mjög skemmti- legt og fæ mikla útrás.“ Margrét segir það hafa verið lítið mál að skipta úr fimleikum yfir í hnefaleika þó vissulega séu þessar íþróttagreinar mjög ólíkar. „Fólk í kringum mig var reyndar mjög hissa. Ég var búin að vera lengi í fimleikum og sundi og fólki fannst skrýtið að ég færi yfir í hnefaleika. Þessar íþróttir ganga reyndar mik- ið út á styrk. Helsti munurinn er að hnefaleikarnir eru einstaklings- íþrótt en fimleikarnir hópíþrótt, því ég var í hópfimleikum. Nú þarf að stóla alveg á sjálfa mig til að ná langt, en ekki aðra.“ Ekki að lemja mann og annan Áhugi Margrétar á hnefaleikum hef- ur lagst misvel í foreldra hennar, en þau búa ekki saman. „Þetta eru ólíkar fjölskyldur. Móðurfjölskyld- an mín og fósturpabbi hafa ver- ið mjög stuðningsrík og opin. Þau eru bara ánægð með ég hafi fundið íþrótt sem mér finnst skemmtileg. Föðurfjölskyldan er aðeins lokaðri fyrir hnefaleikunum. Ég hef ver- ið spurð hvort ég ætli ekki að fara að hætta þessu. Eins og þau séu að vona að ég fari í eitthvað ann- að sem er ekki eins hættulegt. Þá bendi þeim á að fótbolti er ekkert minna hættulegur. Fólk getur alveg höfuðkúpubrotnað í fótboltaleik, eins og dæmin sanna. Ég hef alla- vega ekki brotnað í hnefaleikum. Ég segist heldur ekki vilja eyðileggja á mér fæturna, eins og margir fót- boltamenn gera.“ Bardagakonan er augljóslega með svörin á reiðum höndum. Það kom skólafélögum Margrétar líka í opna skjöldu þegar hún byrj- aði að æfa box á sínum tíma, aðeins 14 ára gömul – þá sérstaklega strák- unum. „Þetta var svolítið sjokk fyr- ir þá, að ég væri stelpa í boxi, sem væri frekar hættulegt. Margrét segist stundum verða vör við að strákar og karlmenn séu hálf hræddir við sig vegna þess að hún æfir hnefaleika. „Stundum verða þeir svolítið smeykir. Ég fæ stundum að heyra: „Passaðu þig á Margréti, hún er í boxi.“ En ég held bara áfram með grínið og segist berja alla sem ég sé,“ segir Margrét og hlær. Hún tekur þó skýrt fram að það megi ekki nota hnefana að óþörfu fyrir utan æfingar eða keppni. Geri það einhver fær sá hinn sami ekki að halda áfram að æfa. „Ég er ekkert að lemja mann og annan niðri í bæ alla daga,“ segir hún og skellir upp úr. Fær marbletti og blóðnasir Þrátt fyrir að hnefaleikarnir séu einstaklingsíþrótt þá segir Margrét félagsskapinn mjög þéttan og góð- an. „Það myndast mjög góð tengsl, bæði á milli fólks og félaga. Við sem æfum í Keflavík förum stundum inn í Hafnarfjörð og æfum með félaginu þar, sem þekkist ekki mikið í öðr- um íþróttagreinum. Það eru svo fá hnefaleikafélög á Íslandi, ætli við séum ekki fimm í allt. Það eru allir vinir. Hnefaleikar eru mjög vinalegt sport,“ segir hún og hlær. Margrét meiðist reglulega þegar hún er að berjast, en hún hefur þó aldrei slasast illa. „Ég er yfirleitt með nokkra marbletti á ýmsum stöðum, sérstaklega á höndunum. Eins og eftir mótin um helgina er ég með marblettaflóð á upphand- leggjunum. Maður getur fengið glóðarauga öðru hverju en ég hef reyndar verið svo heppin að sleppa við það. Ég hef hins vegar stundum fengið blóðnasir. Það er samt ekkert hættulegt. Við erum með góm fyrir tennurnar, hjálm og hanska, þannig við ættum ekki að slasast meira en að fá marbletti og blóðnasir.“ Verja fyrst, kýla svo Aðspurð segist hún aldrei vera vönkuð eftir æfingar, meðal annars vegna þess hve hlífðarbúnaðurinn er góður. „Þessi íþrótt er ekkert hættulegri en margar aðrar. Það eru samt margir sem halda að þetta sé alveg svakalegt og að ég sé alltaf að meiða mig, en það er ekki svoleið- is. Við leggjum líka mesta áherslu á vörn. Verja fyrst, kýla svo. Ef maður getur ekki varið sig þá hefur maður ekkert að gera með að kýla, segir þjálfarinn minn.“ Margrét hefur ekki mikið spáð í framtíðina í hnefaleikum en hana langar að minnsta kosti að halda áfram að æfa. Hún hefur aðeins verið að keppa á erlendri grundu, eins og í Danmörku og Grænlandi. Ef henni gengur vel á Íslandsmótinu nú í febrúar fær hún þátttöku- rétt á Norðurlandamótinu í Dan- mörku í apríl, sem er að sjálfsögðu draumurinn. Margrét er vön því að vera öll marin og blá á handleggjunum en hún segist heppin að hafa aldrei fengið glóðarauga. Mynd | Hari Verja fyrst, kýla svo. Ef maður getur ekki varið sig þá hefur maður ekkert að gera með að kýla, segir þjálfarinn minn. 32 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.