Fréttatíminn - 04.02.2017, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 04.02.2017, Qupperneq 34
FlashBack 91,9 fjölskyldan hefur stækkað og bætt við sig fjórum nýjum útvarpsrásum Breyttu símanum þínum í útvarp Sæktu spilarann: w w w .jo ku la .is 34 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017 Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Oddur Jósep Halldórs-son, einn skipstjór-anna á dráttarbátum Faxaflóahafna, hefur verið að snúast niðri á Reykjavíkurhöfn alveg frá því að hann var smápolli. Oddur hef- ur komið víða við í sjómennskunni í gegnum tíðina en undanfarin sautján ár hafa einkum farið í að koma öðrum bátum til hafnar. „Ætli ég hafi ekki verið svona þrettán ára þegar ég fór fyrst á sjó til að gera eitthvað að viti, var tek- inn með á dragnót að sumri til,“ segir Oddur. „Það var stuttur túr en mér fannst þetta strax spennandi. Ég var ekki sérstaklega áhugasamur skólamaður og ætli það hafi ekki bara legið beint við að sjómennsk- an tæki við manni. Heimilið snérist meira og minna um sjómennsku og þetta var það sem maður þekkti. Oddi þykir vænt um höfnina og lífið sem þar þrífst en breytingarn- ar hafa verið miklar. „Þegar ég var strákur, svona um 1963, þá var mik- ið meira af minni bátum hérna. Ég hef alltaf verið mikill „minni báta maður“ og haft mestan áhuga og auga fyrir þeim og ætli það sé ekki að hluta til einhver rómantík í manni,“ segir Oddur. Hann er á því að mannlífið í kringum höfnina hafi eitthvað dregist saman og dofnað síðan þá. „Þetta er allt annars eðlis núna. Þá voru hér á vappi margir karakterar sem settu mikinn svip á höfnina, en þetta hefur allt bland- ast saman núna.“ Ömurleg staða Það þykknar í Oddi þegar sjó- mannaverkfallið berst í tal. „Það er dapurlegt og eiginlega ömurlegt að sjá bátana svona fasta við bryggju,“ segir hann. „Þeir eru of margir hérna eins og er, ef þú spyrð mig. Það hefur alla tíð verið erfitt fyrir þessa hópa, sjómenn og útgerðar- menn, að tala saman. Það er gömul saga og ný og þessu hefur oftar en ekki lokið með lagasetningu. Þessu þarf að fara að ljúka og skipin að halda á miðin.“ Oddur er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og Vesturbæingur, fæddur árið 1953. Faðir hans, Hall- dór Bjarnason, var útgerðarmaður og skipstjóri á Jóni Bjarnasyni RE- 213. Þegar Oddur er spurður um hvort hann hafi dottið útbyrðis, svarar hann neitandi. „Ég var hins vegar nálægt því einu sinni. Ætli ég hafi ekki verið svona sex ára og var að sniglast hérna, einu sinni sem oft- ar. Ég man að ég hékk fram af einni bryggjunni hérna, horfði niður í sjóinn og hélt ég myndi falla milli skips og bryggju, en svo færðist bát- Rétti tíminn til að skoða skipin Það er sjómanna- verkfall og skipin liggja bundin við bryggju. Þó verkfallið sé alvarlegt mál fyrir þjóðarbúið og atvinnugreinina býður það upp á möguleika fyrir landkrabba til að skoða flotann. Höfnin í Reykjavík á 100 ára afmæli á þessu ári og Fréttatíminn fékk sérfræðing í göngu um höfnina. Oddur Jósep Halldórs- son er einn úr hópi skipstjóra á dráttar- bátum Faxaflóahafna. Auk Magna sem hér er í bakgrunni heita bátarnir í þeim flota Jötunn, Þjótur og Leynir. Öflugastur þeirra er Magni, en togkraftur hans er 40 tonn. Myndir | Hari urinn að og ég lenti á honum,“ segir Oddur og brosir. En hvað með sjóveikina? „Ég var dálítið lengi sjóveikur og stundum nokkuð illa. Eftir að ég fór yfir á lóð- sana verð ég líka sjóveikur enn í dag, ef ég fer eitthvað af viti frá landi.“ Falleg skip En er íslenski fiskiskipaflotinn fal- legur? Oddur segir erfitt að alhæfa um hvaða skip séu fallegust, en öll búa þau yfir sínum sérstaka karakt- er og sinni sérstöku sögu sem gefur þeim gildi. Þegar að fegurðinni kemur þarf hins vegar að taka mið af mörgu og smekkur manna misjafn. „Auðvit- að eru sumir bátar fallegri en aðr- ir og ætli maður sé þá ekki aðallega að velta fyrir sér hlutföllum og lög- un á stefni og skut. Ef við horfum á stefnin þá er það helst „peran“ sem er neðst við sjávarflötinn sem mað- ur horfir til. Peran klýfur ölduna og hefur mikil áhrif á sjólagið. Hún má ekki vera of aumingjaleg miðað við stærð skipsins sjálfs. Svo lítum við á skutinn og þá eru þeir mismunandi. Sumir eru með svokallaðan gafl, eru í raun flatir að aftan eins og veggur, á meðan aðrir gamlir bátar eru svokallaðir hekk- bátar og svo er jafnvel talað um að margir gamlir bátar séu með drottn- ingarrassgat.“ Já, nú er rétti tíminn til að ganga um þessa fallegu hundrað ára gömlu höfn og velta fyrir sér bátunum, líf- inu um borð og nánum tengslum sjávarútvegsins og þjóðarhags. Svo er um að gera að sjómenn og út- gerðarmenn fari að semja. Koma svo! 2 34 5 67 8 9 1 1 2 6 4 3 Aðalbjörg RE-5 er í dag eini dragnótar- báturinn sem gerður er út til dagróðra frá Reykjavík, en þeir voru áður fimm eða sex talsins. Útgerðin á bátnum er sú elsta í Reykjavík og hefur haldist í sömu fjölskyldu í ríflega 80 ár. „Ég var á þessum bát og forvera hans, gömlu Aðalbjörginni á níunda áratugnum,“ segir Oddur. Það eru alltaf einhver erlend skip í höfn. Grænlenska skipið Nanoq er með þeim sérstaka hætti að það dreg- ur línuna upp í gegnum kjölinn. „Það er tækni sem mörgum þykir merkileg.“ Faxaborg SH-207 var eitt níu skipa af sömu tegund sem komu til landsins í öðru, mun stærra skipi, eftir smíði þeirra í Kína. „Ég átti hlut í einum þessara báta, Eyvindi, sem nú er farinn til Noregs.“ 5 „Venus NS-150 er reisulegt og tækni- legt uppsjávarskip, tveggja ára gamalt frá Vopnafirði sem bæði notast við net og flotvörpu við veiðar. Skipið er smíðað í Tyrklandi.“ Hér er annar útlendingur, rannsóknar- skipið Cape Race sem minnir á liðna tíma. „Þetta er forvitnilegt skip, sem hefur verið hér í geymslu um nokkurn tíma. Það var við mælingar á land- grunni við strendur Grænlands þar sem það var notað til að rannsaka það hve hratt jöklarnir hopa þessi árin. Þar rakst það illilega í botninn og var í viðgerð hér.“ 7 „Öll þessi skip hafa mismunandi eig- inleika. Kristrún RE-177 er línubátur sem bæði frystir og ísar fiskinn og er meðal annars nýtt við grálúðuveiðar.“ 9 „Brimnesið RE-2 er ásamt systur- skipinu Guðmundi í Nesi, hjartað í flotanum hjá Útgerðarfélaginu Brimi. Kleifabergið, sem er líka í þeim flota, er síðan elsti togarinn í togaraflota landsmanna. Hann er núna inn í Sundahöfn.“ 8 Ottó N. Þorláksson RE-203. „Ís- lenskum smíðum hér við höfnina hefur fækkað nokkuð á síðustu árum. Skuttogarinn Ottó er samt eitt dæmi um þessi skip. Hann var smíðaður hjá Stálvík í Garðabæ 1981.“

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.