Fréttatíminn - 04.02.2017, Síða 36

Fréttatíminn - 04.02.2017, Síða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017 Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna í haust í kjölfar kosningabaráttu sem mörgum þótti einkennast af rasisma. En samhliða uppgangi Trump náðu ýmsar jaðarhreyfingar að brjótast fram í sviðsljósið. Ein þeirra var alt-right hreyfingin, sem er stytting fyrir alternative-right (óháða hægrið) og átti uppruna sinn á spjallsvæðum ungra róttækra hægri manna. Ásgeir H. Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is Maður að nafni Richard Spencer tók þetta svo lengra og kom alt-right hreyfingunni í heimsfréttirnar strax eftir kjör Trump, þegar ræða sem hann flutti fór eins og eldur í sinu um netheima, en þar vísaði hann í nasisma þriðja ríkisins með orðun- um „Hail Trump! Hail our people! Hail victory!“ Daginn sem Trump var vígður í embætti fór svo ann- að myndband á flug - en þar var Spencer kýldur í miðju viðtali og úr varð internet æði, þar sem mynd- bandinu var dreift með orðum á borð við: „Svona á að lemja nasista.“ Spencer er hins vegar ágætlega menntaður rasisti, með masters- gráðu í heimspeki. Það er rithöf- undurinn Valur Brynjar Antonsson líka - og fyrir rúmum sex árum síð- an sátu þeir saman á knæpu á Man- hattan að ræða heimspeki og póli- tík. Eftir á hugsaði Valur svo með sér: „Guð minn góður, ef svo ólíklega vill til að það verði alvöru fasistahreyf- ing í Bandaríkjunum á þessari öld, þá verður Richard Spencer í farar- broddi þeirrar hreyfingar.“ Trump hefur afneitað tengslum við hreyfinguna og sjálfir hafa þeir neitað því að vera nasistar, en þeir nýtast ótvírætt málstað Trump og þegar orðræða þeirra er skoðuð er erfitt að neita því að þeir séu nasistar, en í áðurnefndri ræðu Spencers kall- aði hann vinstrimenn sálarlausa gólema (gólem er fræg goðsagnavera úr gyðingdómi) sem endurtaka bara það sem John Oliver sagði síðast í sjónvarpinu. En mest talaði hann um „okkur“ - og þegar Richard Spencer segir „við“ þá meinar hann „hvítu við.“ „Að vera hvítur er að vera bar- áttumaður, krossfari og sigurvegari,“ sagði hann, kallaði hvíta Bandaríkja- menn börn sólarinnar og sagði að Ameríka hafi fram að þessari kyn- slóð verið hvítt land. „Hún er okkar sköpunarverk, okkar arfleifð og til- heyrir okkur.“ En hvernig var að drekka bjór með honum? Öðruvísi hægrimennska „Ég bjó í Kínahverfinu fyrir ofan Manhattan-brúna og aðeins ofar var sprúðlandi skemmtilegt hverfi. Ég sótti nokkra bari þarna og kynntist ýmsu skrautlegu fólki,“ segir Valur Brynjar mér í upphafi þegar hann rifjar upp þessa tíma. Vinstrimaður- inn Valur hafði gaman af að kynn- ast þarlendum hægrimönnum. „Það eru dálítið sérstakar aðstæður í New Kvöldstund með nasista York – þótt menn séu einhvers staðar í pólitíkinni þá er svo margt hægt að læra af einhverjum sem er annarar pólitískrar skoðunar en maður sjálf- ur. Í gegnum þetta kynntist ég dálítið stefnum og straumum í bandarískri hægrimennsku.“ En hægrið í New York var dá- lítið utangátta á landsvísu. „Í New York finnurðu Repúblikana sem eru ekki með þessar félagslegu áhersl- ur kristninnar, eins og víðast annars staðar í Bandaríkjunum,“ segir Valur og segir að úr þessum hópi misskil- inna hægrimanna hafi sprottið ansi ögrandi málfundafélag. „Þetta endurspeglar ekki hið venjulega hægri, en á þessum málfundum mættu ótrúlegustu útgáfur af hægri mönnum. Þetta var sérlundað fólk sem passaði hvorki inn í hina frjáls- lyndu New York né inní Repúblikana- flokkinn. Þar af leiðandi eru þeir vanir að vera í andstreymi – og taka upp á því að vera með umdeild mál á dagskrá sem Repúblikanaflokkurinn myndi annars ekki vilja takast á við.“ Þarna hitti hann Richard Spencer eitt kvöldið. Það voru kappræður og umræðuefnið var „Er kristindómur- inn fyrir aumingja?“ Richard Spencer var meðmælandi og fullyrti að kristindómurinn væri letjandi hugmyndafræði fyrir hægrimenn. „Honum fannst mjög áhugavert að tala við mig, af því að ég er marxisti og sósíalisti, og ég enda á að tala við hann allt kvöldið. Þá var hann ekki búinn að koma sér neitt áfram og var algjör jaðarfígúra. Var kannski fenginn á þetta kvöld af því hann var ögrandi.“ Hann var þá þegar komin í fulla vinnu við að vera rasisti. „Hann fær sem sagt styrki frá ríkum mönnum sem eru á móti því, eins og hann orðar það; „að brúnt fólk ráðist inn í landið okkar,“ og þegar ég talaði við hann þá var hann ekkert að draga úr þessum rasisma sínum. En þetta var líka í fyrsta sinn sem ég talaði við Bandaríkjamann sem tók stjórnar- skrána ekkert sérstaklega alvarlega,“ segir Valur. Valur og Spencer eru báðir með meistaragráðu í heimspeki. Þar af leiðandi barst talið vitaskuld að heimspeki og segir Valur að Spencer hafi greinilega verið vel lesin í Nietzsche og Heidegger. „En hann les líka Slavoj Žižek og fylgist mjög grannt með róttæka vinstrinu. Ekki til að finna veikan flöt á því heldur til að læra af þeim. Hann lítur ekki á róttæka vinstrið sem sinn helsta óvin, heldur þennan klassíska Repúblikanaflokk, þannig að áður en Trump var kominn í framboð var hann byrjaður að hugsa þetta – að það þyrfti að bylta Repúblikana- flokknum. Hann lítur til þess hvernig róttæka vinstrið hefur haft áhrif á Demókra- taflokkinn. Það sem hann heillast fyrst og fremst að er geta róttækra vinstrimanna til að hafa áhrif á menninguna. Róttæka vinstrið hef- ur engin pólitík eða fjárhagsleg völd, en hefur gríðarleg áhrif á orðræðuna í samfélaginu og þannig mikil lang- tímaáhrif á hvert samfélagið stefnir.“ And-kapítalískur fasisti En af hverju sá hann þetta leiðtoga- efni í honum? „Vegna þess að hann er að ganga þvert á nokkur heilög gildi. Í fyrsta lagi þá vogar hann sér að efast um ágæti hugsunarinnar sem liggur að baki bandarísku stjórnarskránni. Það er eins og að efast um kónginn í Tælandi, þetta er svo heilagt í Banda- ríkjunum að það skiptir engu máli hvar þú ert á hinu pólitíska litrófi. Þetta er eitthvað sem þú lítur á sem þinn útgangspunkt sem hugsandi mannvera, þú gagnrýnir ekki stjórn- arskrána heldur setur þig inní hana til að túlka hana. En Spencer hafn- ar algjörlega frelsishugtakinu, sem er mjög sérstakt í Bandaríkjunum. Hann lítur á frelsið sem algjöra gervi- hugsjón og kemur þar með gagnrýni sem maður heyrir frekar á vinstri kantinum. Eins og hann orðar það; „Einhvern tímann var ég að koma niður af fjöllum og kem niður að götunni og sé Wal-Mart og Tex-Mex og sé birtingarmyndir neyslumenn- ingarinnar og fyllist fyrirlitningu.““ Hann er sem sagt and-kapítalisti? Valur játar og heldur áfram: „Gamli fasisminn forgangsraðar merk- Valur Brynjar er rithöfundur og heimspekingur sem var lengi búsettur í New York, þar sem hann komst að eigin sögn í kynni við ýmsa furðufugla. Donald Trump kann að hafa afneitað öllum tengingum við alt-right hreyfinguna sem Ric- hard Spencer er hluti af – en það breytir því ekki að alt-right hreyf- ingin gegnir ákveðnu hlutverki í uppgangi Trumps. Spencer flutti fræga ræðu strax eftir kjör Trumps þar sem hann vísaði í Þriðja rík- ið með upphrópuninni Hail Trump! „Átrúnaðurinn á hinn sterka leiðtoga, ekki vegna þess að hann sé gæddur einhverjum sérstökum gáfum heldur vegna þess að hann er táknmynd byltingarinnar, hann endurspeglar líkamlega eitthvað element sem er of abstrakt til að birtast í einhverju hug- taki, heldur verður að birtast konkret í einhverri manneskju.“ Barinn sem Valur og Spencer hittum á var við Broome Street í Manhattan – en hefur núna verið lokað. „Hann fær sem sagt styrki frá ríkum mönnum sem eru á móti því, eins og hann orðar það; „að brúnt fólk ráðist inn í landið okkar.“ AT H YG LI -O kt ób er 2 01 5 Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | stolpigamar.is Ítölsku MABER vinnulyfturnar hafa reynst vel við íslenskar aðstæður á undanförnum árum. MABER vinnulyftur ÝMSAR TEGUNDIR AF VINNULYFTUM, S.S. VÖRU-, FÓLKS- OG VINNUPALLALYFTUR. Hafðu samband 568 0100

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.