Fréttatíminn - 04.02.2017, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 04.02.2017, Qupperneq 42
42 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017 Nuddkonan í glugganum Við Hverfisgötu 37 er að finna Gluggagalleríið. Þar verður Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardótt- ir með gjörning og innsetningu í dag. Þar verður fótanuddið í fyrir- rúmi og kannað hvernig snerting og einlægni í listum getur haft áhrif út í samfélagið. Einnig verð- ur hægt að kíkja á gjörninginn í beinni á vefritinu artzine.is Hvar? Glugginn við Hverfisgötu 37. Hvenær? Í dag milli kl. 17 og 19. Hvað kostar? Ekkert GOTT UM HELGINA DIMMA kemur úr felum Þungarokksveitin DIMMA er á fullu við vinnu í nýrri plötu sem kem- ur út með hækkandi sól. Sveitin ætlar hins vegar að telja í nokkur lög á tónleikum enda er meðlimi farið að klæja í rokkputtana. Þetta er útkall: Síðasti séns fyrir rokkhunda að sjá bandið fram á sumar. Hvar? Hard Rock Café í Lækjargötu. Hvenær? Í kvöld kl. 22. Hvað kostar? 2500 kr. – miðar á tix.is og við inngang. Tækni dagsins í dag og á morgun Veröldin er sítengd í allar áttir og rétt að fylgjast vel með. UT Messan, þar sem upplýsingatæknin er rædd og skoðuð, er hafin í Reykjavík. Í dag er sýningardagur messunnar fyrir alla þá sem vilja fylgjast með. Hvar? Harpa Hvenær? Í dag milli kl. 10 og 17. Jóga í vatni á sundlauganótt Íslendingar vita vel hvað heita vatnið í laugunum gerir manni. Núna er sundlauganótt og frítt í sund í kvöld í níu laugum á höfuðborgarsvæðinu. Ýmis dagskrá er í gangi. Í Laugardalslaug sér Arnbjörg Kristín Konráðsdótt- ir um jóga í lauginni og DJ Frímann sér um tónlistina. Allar upplýsingar um dagskrá kvöldsins í laugunum eru inn á vetrarhatid.is Hvar? Níu laugar höfuðborgarsvæðis. Jóga í Laugardalnum. Hvenær? Í kvöld milli kl. 18 og 23. Hvað kostar? Ekki neitt. Svavar Knútur fagnar bjartari tíð Söngvaskáldið geðþekka Svavar Knútur ætlar að syngja lög úr ýmsum áttum, en þó aðallega úr eigin söngvabók, á tónleikum í kvöld. Hann lof- ar notalegri kvöldstund. Hvar? Rósenberg við Klapparstíg. Hvenær? Í kvöld kl. 22. Hvað kostar? 1500 kr. inn. Dýragarður Ingu Elínar Leirlistakonan Inga Elín hefur ekki setið auðum höndum undanfar- ið. Hún sýnir nýja kertastjaka þar sem hún hefur leikið sér með ýmis konar dýr unnin úr postulíni. Hvar? Kaolin, Skólavörðustíg 22. Hvenær? Í dag milli 15 og 17. Hvað kostar? Allir velkomnir. Tryggvagötu 15 · 101 Reykjavík · Opið 10-18 mán–fim · 11-18 fös og 13-17 um helgar · borgarsogusafn.is Jóhanna Ólafsdóttir Ljósmyndir / Photographs 28.1. – 14.5.2017 © Jó ha nn a Ó la fsd ót tir · Ra un ve ru le g ísl en sk g le ði · (B ja rn i Þ ór ar in ss on o g Bi rg ir An dr és so n) · Hö nn un : H G M Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is • Redasin bætir vellíðan hjarta- og æðakerfis og stuðlar að lægra kólesteróli. • Redasin Strong inniheldur Q10, rauð hrísgrjónager, Fólínsýru, B12 og B6. • Daglegur skammtur af Redasin Strong er tvær töflur á dag. Strong www.birkiaska.is Redasin www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.