Fréttatíminn - 04.02.2017, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 04.02.2017, Qupperneq 44
44 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017 Það þarf að styðja við jaðarinn, annars er hann ekki til Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is „Það er drasl heima hjá okkur öll- um, allavega stundum,“ segir Elín Oddný Sigurðardóttir, einn stofn- enda facebook-hópsins „Family living – the true story“ sem stofn- aður var eftir sænskri fyrirmynd. Markmið Elínar og vinkvenna hennar var að skapa vettvang fyrir fólk til þess að deila myndum af eðlilegu heimilisdrasli. Í lýsingu hópsins segir „nafnið Family liv- ing á rætur sínar að rekja til blaða helguðum innanhússhönnun sem og sjónvarpsþátta sem sýna einsleita og óraunsæja mynd af hinu fullkomna heimili.“ Mark- mið hópsins er því að koma með ákveðið mótvægi gegn ríkjandi hugmyndum um hið fullkomna heimili sem áberandi eru á sam- félagsmiðlum. Því deila meðlimir myndum af drasli og rusli á heim- ilum sínum, gjarnan með skondn- um texta með. Hópurinn er lok- aður en öllum er velkomið að ganga í hann. „Það má alveg nota húmor á hversdagslega hluti en það eru margir hóp- ar á samfélagsmiðlum sem eru mjög uppteknir af því að deila myndum af hinu fullkomna heimili,“ segir Elín. En hún hefur, að eigin sögn, fengið skila- boð frá einstaklingum sem hafa átt erfitt með að deila myndum inn á hópinn en liðið rosalega vel með það eftir á. Enda er, að sögn Elín- ar, mikilvægt að nota húmor á hversdags- lega hluti og gegn hugmyndinni um að allt eigi að vera fullkomið. Drasl er eðlilegur hluti af heimilislífinu Til stendur að halda í fyrsta skipti Reykjavík Fringe Festi- val (RFF) 21. til 24. september næstkomandi. Um er að ræða jaðarsviðslistahátíð sem haldin er að fyrirmynd Edinburgh Fringe sem hefur verið haldin frá árinu 1947. „Við erum partur af netverki sem heitir Nordic Fringe Network. Það verða fjórar hátíðir haldnar undir þessu regnhlífarhugtaki á Norður- löndunum í september,“ segir Ingi Vífill Guðmundsson, einn aðstand- enda hátíðarinnar. Hann hefur sjálfur töluverða reynslu af Fringe hátíðum víða um Evrópu, án þess þó að hafa sótt Edinburgh Fringe. „Þetta er kúltúr sem okkur langar til að taka með okkur hingað, bætir hann við. Fyrir þá sem þekkja ekki hug- takið fringe þá er um að ræða jaðarlistir sem fá ekki oft að líta dagsins ljós í hefðbundnu leikhúsi, þó leiklist geti vissulega flokkast sem fringe. Þar að auki erum við meðal annars að tala um uppi- stand, dans, myndlist, drag, götu- listir, burlesque, improv, einleiki og sirkus. Ingi segir aðstandendur hátíðar- innar hafa fengið mjög margar umsóknir frá fólki hvaðanæva af úr heiminum sem vill koma fram á RFF. Þau vilja hins vegar sjá fleiri umsóknir frá Íslending- um enda mjög sterk og fjölbreytt jaðarlistasena hér á landi. „Það er ástæða fyrir því að það er sérstök sviðslistadeild uppi í Listaháskóla. Við höfum miklar væntingar til þess að þaðan komi mikið af flottu fólki. Svo er Kvikmyndaskólinn og fjöldinn allur af sjálfstæðum leik- félögum um allt land. Svo ég tali nú ekki um improv senuna sem er rosalega sterk hér á landi.“ Ingi bendir á að uppistand sé hryggjarstykki í Edinburgh Fringe og hugmyndin er að fylgja því fordæmi á Íslandi í haust. Hátíðin mun fara fram á þremur stöðum í Reykjavík og verður einn stað- urinn algjörlega helgaður uppi- standi. „Okkar markmið með þessari hátíð er að fá inn það mikið af er- lendum listamönnum til að fólk geti skapað sér tengslanet þvert á landamæri og fái í kjölfarið tæki- færi til að kynna list sína erlendis. Það þarf að styðja við jaðarinn, annars er hann ekki til.“ | slr Ingi er einn aðstandenda RFF en hann hefur töluverða reynslu af fringe hátíðum. „Sniðug aðventulausn.“ Mynd | Facebook „Jólin eru að koma.“ Mynd | Facebook „Ætla bara að strá glimmer yfir þetta.“ Mynd | Facebook „Leikurinn „grafðu“ er afar vinsæll hér á þ essu heimili og mest spennandi snemma morg uns.“ Mynd | Facebook Í hópi á facebook deila meðlimir myndum af drasli úr heimilislífinu. Einn stofnanda hópsins segir hópinn vera mótvægi við ríkjandi hug- myndir um hið fullkomna heimili. Elín Oddný Sigurðardóttir. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.